Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 16
innflutningur á kolum, salti, olíu og bensíni rúmar 7 miljónir og þó mikið minni þá, en næstu ár á undan. Það er oft talinn mælikvarði þess, á hvaða menningarstigi þjóðirnar standa, hve' mikil er sykureyðsla þeirra. Sje farið eft- ir því, þá standa Islendingar framarlega í röð menningarþjóð- anna. Fer sykurnotkun hjer stöð- ugt vaxandi og er nú um 40 kg. á mann á ári. í Bretlandi er hún 37 kg. á mann, í Svíþjóð 35 kg. og þaðan af minni í flestum lönd- nm Norðurálfunnar, nema í Dan mörk. Þar er hún 51 kg. á mann. í Bandaríkjunum er hún líka 51 kg. á mann og á Nýja Sjálandi 41. kg. á mann. Línuritið hjer að framan sýnir notkun á mann af hinum helstu munaðarvörum. Eins og drepið er á hjer að framan, varð gagnger breyting á allri verslun hjer í landi, þegar eftir að bankarnir og síminn komu til sögunnar, en stórstíg- astar urðu breytingarnar á utan- ríkisversluninni eftir það að far- ið var að stunda fiskveiðar á vjel- bátum og togurum, og framleiðsl- an jókst svo gífurlega, sem raun hefir á orðið. Foreign trade. Import and export per cent.’ Nú þekkist naumast vöru- skiftaverslun við útlönd, og í kaupstöðum er aðallega rekin peningaverslun. Með bættum sam- göngum og breyttum lifnaðar- háttum hefir og orðið sú breyt- ing á, að innanlandsverslun hef- ir stórum aukist á seinni árum. Geta bændur nú víða komið fram- leiðsluvörum sínum á markað jafnóðum, og á því byggjast aft- ur hinar miklu jarðabótafram- kvæmdir seinustu ára (túnrækt- in í grend við kaupstaðina, áveit- urnar á Flóa og Skeið), stofnun mjólkurbúa o. s. frv. Til ræktun- arinnar þarf allskonar vjelar og tilbúinn áburð, og er innflutning- ur á þeim vörum stórum að auk- ast, og þannig leiðir hver fram- för af sjer aukna og marghátt- aðri verslun. Verslunin með saltfisk, sem áður var í höndum kaupmanna um land alt, er nú að mestu leyti í höndum fárra útflutnings firma, sem selja þá vöru í heil- um skipsförmum til markaðs- landanna (Miðjarðarhafslanda). Verslun með lýsi og aðrar sjáv- arafurðir er einnig á fárra hönd- um að mestu leyti og síldarversl- unina annast ríkið sjálft með einkasölufyrirkomulagi. — Úr þeirri síld, sem ekki er söltuð, er unnið síldarlýsi og síldarmjöl, hvort tveggja eftirspurðar vör- ur. Hafa útlendingar fram á seinustu ár átt síldarbræðslu- verksmiðjurnar, og haft alla verslun með þessar vörur. En nú á eitt útgerðarfjelagið stóra síld- arbræðslustöð, og í Siglufirði, er Útfluttur saltfiskur \ (talinn í 1000 smál.). Export of cured fish per 1000 Tons. ríkið að láta reisa nýtísku bræðslustöð og tekur hún til starfa í sumar. Af öðrum sjávarvörum má nefna fiskimjöl (búið til úr fisk- úrgangi), sundmaga og hrogn og svo ísfiskinn, sem seldur hef- ir verið nær eingöngu í Eng- landi. Hefir ísfisksalan oft gef- ið góðan arð og reyndist mjög happasæl á stríðsárunum, því að fyrir ísfiskinn fengu togararnir kol, og gátu þeir dregið svo í búið að entist yfir vertíð. Hefði siglingar togarana með ísfisk til Englands ekki verið, má telja hæpið, að nægileg kol hefði feng- ist til vetrarvertíðar og sennilegt að útgerðin hefði stöðvast að meira eða minna leyti og fram- leiðslan minkað stórkostlega. Á undanfarandi línuriti sjest hvernig útflutningur á verkuðum saltfiski hefir aukist frá alda- mótum. Eru árin 1808 og 1849 tekin til samanburðar. Fisk- magnið er hjer talið í 1000 smá- lesta. Árið 1804 nam útfluttur saltfiskur aðeins 400 smál. og 1849 3500 smál., en 1928 nær útflutningurinn hámarki sínu. Þá eru fluttar út 55.4811/2 smá- lest af verkuðum fiski, og ár- ið 1929 er útflutningurinn 53.- 729 smálestir. En auk þess hafa hvort árið verið fluttar út um 28i/2 þús. smál. af blautum salt- fiski, sem ekki er talinn með í yfirlitinu, og ísfiskur fyrra árið fyrir kr. 2.849.600 og seinna árið fyrir kr. 3.203.920. Af útfluttum landafurðum hef- ir kindakjötið verið aðal varan. Það hefir verið saltað í tunnur og selt að mestu til Noregs. Á seinni árum er byrjaður útflutn- ingur á frystu kjöti til Eng- lands. Aftur á móti hefir enginn útflutningur verið á lifandi sauð í'je í seinni tíð, en hann var mik- ill fyrir aldamótin til Englands og síðar einnig til Belgíu. Hross hafa um langt skeið verið flutt bæði til Englands 0g Dan- merkur, en markaður fyrir þau fer minkandi, vegna breyttra samgöngutækja og vaxandi vjela- notkunar. Ullin er að mestu leyti flutt út óunnin. Þó er nokkuð af henni notað í landinu. Eru hjer nú 2 kiæðaverksmiðjur sem tæta ull í dúka, en framleiðsla þeirra næg- ir hvergi nærri þörfum lands- manna og ekkert er flutt út af dúkum. Saltaðar gærur hafa einnig verið meðal helstu útflutnings- vara landbúnaðarins. Þær eru oft notaðar erlendis til ýmiskon- ar iðnaðar í sambandi við klæðn- að, er því verð þeirra nokkuð háð tískunni og þar af leiðandi óstöðugt. Er nú n'okkuð af gær- unum sútað innanlands og fer vaxandi útflutningur sútaðra loðskinna. Þegar verðið á gærun- um er lágt, er hagkvæmt að rota þær hjer á landi og flytja þá út bjórana og ullina sitt í hvoru lagi, og hefir þegar nokkuð verið að því unnið. Enn má benda á ýmsar aðrar skinnavðrur, kindagarnir og æð- ardún. Um nokkur ár var tðluverður útflutningur á smjöri, er lagðist niður á stríðsárunum, og hefir framleiðslan í seinni tíð naumast verið nóg til innanlands not- kunar. Um útflutning á íslenskum iðnaðarvörum er ekki enn að ræða, enda er iðnaður hjer í bernsku. Helstu iðnaðarvörurn- ar, sem framleiddar eru hjer og staðist geta samkepni við sams- konar erlendar vörur, er smjör- líki, öl og gosdrykkir, ullardúk- ar, bátar, tunnur, húsgögn, sjó- klæði, brjóstsykur, sápur, kerti og kaffibætir. Import and export per million kroner. Right: import and ex- port per head. Eins og sjá má á þessu línu- riti hefir utanríkisverslun ís- lendinga fimmfaldast síðan á árunum 1906—1910, var þá að meðaltali 26,238,00 kr., en að meðaltali seinustu fjögur árin 126.877.000 krónur. Á sama tíma hefir utanríkisverslun á hvert mannsbarn í landinu hækkað úr 304 upp í 1208 krónur (1238 kr. að meðaltali árin 1921—1925). En sje árið 1929 tekið eitt sjer, þá hefir innflutningur num- ið 70 milj. og útflutningur 69% miljón, samtals 139.500.000 kr., eða 1316 krónum á hvert manns- bam í landinu. Mun Island nú reka einna stærsta utanríkis- verslun allra landa Norðurálfu og þó víðar sje leitað, þegar mið- að er við fólksfjölda. Tvær eru þær aðallega höfuð- ástæðurnar til þessarar miklu breytingar á versluninni, í fyrsta lagi margfalt aukin framleiðsla í landinu, og hærra vöruverð. Vörur, sem kostuðu 100 krónur árið 1848 voru helmingi dýrari um aldamót og kostuðu 290 kr. rjett fyrir stríð. En meðan á stríðinu stóð og fyrstu árin þar á eftir, hækkaði vöruverð gíf- urlega og náði hámarki . sínu 1920. Þá var verð á erlendri vöru 4—5 sinnum hærra heldur en fyrir stríð og enn er það 2—2% sinnum hærra en þá. Samgöngurnar við útlönd ann- ast nú þrjú gufuskipafjelög: Hið Sameinaða gufuskipafjelag, með 3 skipum (það hóf siglingar til landsins 1876), Bergenska gufu- skipafjelagið, með 2 skipum (síð- an 1908) og Eimskipafjelag ls- lands með 5 skipum. Eimskipafjelagið byrjaði starf- semi sína 1915 með tveimur nýj- um gufuskipum og hefir síðan stöðugt aukið flota sinn og sigl- ingar. Nú á það fimm skip og eitt í smíðum og hefir oft auk þeirra leiguskip í förum. Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir, varð mjög mikið rask á siglingum og verslun. — Þá hjeldu íslensku skipin um nokk- urt skeið uppi beinum samgöng- um við Bandaríkin og fluttu til landsins mikið af vörum, er forð- uðu þjóðinni frá þrengingum. Þessi 3 skipafjelög, sem nú voru nefnd, halda uppi reglu- bundnum áætlunarferðum allan ársins hring milli íslands og þessara hafna erlendis: Bergen og Ósló í Noregi, Kaupmanna- hafnar í Danmörku, Hamborgar í Þýskalandi, Aberdeen, Leith og Hull í Englandi. Mest öll þunga- vara, svo sem kol, salt, sement, timbur, saltfiskur og síld er flutt með leiguskipum. Eru það aðal- lega norsk og ensk gufuskip, en seglskipum fer fækkandi ár frá ári, eins og sjá má á línuritinu. Sailings to Iceland. Skýrslur um siglingar til lands- ins ná alla leið aftur að 1787. Á einokunartímunum var ekki um aðrar siglingar að ræða til ís- lands en frá Daiwnörku. Komu þá árlega hingað um 33 skip,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.