Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 37

Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 37
komu til sögunnar, hafa ýmsir sparisjóðir runnið þar inn, en aðrir sparisjóðir hafa þar hand- bært fje sitt á vöxtum, og er nú meginþorri alls sparifjár lands- manna geymt í bönkunum. Auk fyrsta sparisjóðsins í Seyðisfirði hafa aðeins 3 spari- sjóðir lagst algerlega niður: Sparisjóður Rosmhvalaneshrepps (1890—’92), Sparisjóður Vopna- fjarðar (1890—1905) og Spari- sjóður Vestur-Barðastrandar- sýslu (1892—1918). Fæstir eru sparisjóðir á Aust- urlandi, en flestir á Norðurlandi og Vestfjörðum. En þeir eru smá- ir og flestir bundnir við einn eða tyo hreppa. í árslok 1925 voru sparisjóðsinnstæður alls: Á Suð- vesturlandi 34.885.576 kr. (898 kr. á mann), á Vestfjörðum 3.043.926 kr. (230 kr. á mann), á Norðurlandi 5.230.648 kr. (224 kr. á mann), á Austurlandi 1.388.160 kr. (131 kr. á mann), á Suðurlandi 4.276.581 kr. (304 kr. á mann). Á meðfylgjandi línuriti sjest' vöxtur sparisjóð- anna frá upphafi, og er þar mið- að við hver sparifjárupphæð kemur á nef hvert á hverju til- teknu ári. Sjest á línuritinu, að sparisjóðirnir fara fyrst að auk- ast að mun eftir það að vjer fcrgum innlenda stjórn, en lang- mest verður aukningin á stríðs- árunum. Hlunninöi. Dregið saman úr Hagskýrslum. Til hlunninda er talin alls- konar veiði 1 landinu sjálf, Iax og silungsveiði, fuglatekja og selveiði. En þegar talað er um gagn og gæði Iandsins, er þó sjaldan minst á þetta. Það er eins og það gleymist oftast, og alt sje miðað við þá framleiðslu, sem fer á erlendan markað. — Hitt eru talin nokkurskonar bú- drýgindi í þjóðarbúskapnum, og ekki metið til peninga. En þegar maður lítur í hagskýrslumar, sjest fljótt, að það er engin smá- ræðisbjörg, sem fæst með alls- konar veiðiskap á landi og við landsteina. Skýrslur þær eru þó eflaust hvergi nærri rjettar, því að aldrei koma öll kurl til graf- ar. Menn eru ekki að telja það fram þótt þeir nái í nokkrar bröndur aíf silungi o(g veiði nokkra fugla. Og aldrei er það t. d. talið fram, hve mikið veið- ist af rjúpu, nema það sem sjest af útflutningsskýrslum. Er það þó geypilegur fjöldi rjúpna, sem skotinn er sum árin. Ekki eru heldur taldir aðrir þeir fuglar, sem skotnir eru, svo sem álftir, gæsir, mávar, svartfugl, endur, lómar, skúmar, himbrimar o. s. frv. Ekki er annað talið fram af veiddum fugli, en það sem tekið er með höndunum eða veitt í háf. Hjer skal nú gfefið stutt yf- irlit yfir veiðamar, eins og þær eru taldar í hagskýrslum til hlunninda. FUGLATEKJA. Hún er nokkuð mismunandi ár frá ári eftir fuglategundum. Frá aldamótum og fram til 1910 hefir veiðin verið hvað mest, nær 380 þús. fugla til jafnaðar á ári. Á árunum 1911 —’14 hefir meðaltalið verið lægra, 360 þús., en 1915 veið- ast ekki nema 312,7 þúsundir. — Veiddist það ár óvenjulega lítið af svartfugli og ritu. Árið eftir kemst veiðin þó upp í 368 þús., en síðan 1924 hefir hún farið minkandi á*r frá ári. Ekki mun það þó valda, að fuglinum sje að fækka, heldur mun hitt valda, að bændum þykir það ekki borga sig, að halda dýra menn til veiðanna. Mun nú all- víða vera hætt að síga í björg 0<X>000<X>00v .eftir fugli, og aðeins tekið það, sem hægt er að ná með minni fyrirhöfn. Lundatekja hefir minkað af- skaplega. Á árunum 1901-1905 var lundatekjan 239 þúsundir að meðaltali á ári, en árið 1927 er hún orðín rúmlega 100 þús. minni, en 1928 hækkar hún aftur um 14 þús., og er það ár 152,5 þús. — Svartfuglstekja. — Það eru mjög mikil áraskifti að því hve mikið veiðist af svartfugli. Á árunum 1897—1905 var tekjan að meðaltali 68 þús. á ári, en á árunum 1906—’IO veiddist ó- venjulega mikið, eða að meðal- tali 104,1 þús. á ári. Síðan hefir svartfugltekjan nyest orðið 106,3 þús. árið 1917, en minst árið 1925, aðeins 30,6 þúsundir, cg 1927—'28 var hún 34 þús. að meðaltali. Fýlungatekja hefir verið jafn- ari, en fer minkandi. Á árunum 1897—1900 veiddust að meðal- tali 58 þús. á ári, og á árunum 1910—1925 að meðaltali um 44 þúsundir (mest 50,7 og minst 36,9 þúsundir árið 1927). Árið 1928 veiddust 38,9 þús. Súlutekja. Hún hefir orðið allmisjöfn, flest árin um 400. Á árunum 1897—1910 veiddist þó að meðaltali 700 súlur á ári, en 1917—'18 veiddust ekki nema 200 hvort árið. En 1926 bregður svo við, að þá veiðast 1900 súlur, og langmestur hlut- inn þar af 1 Papey, en þar hafði aldrei verið talin súluveiði fyr. Árið eftir nær veiðin þó há- marki sínu, því að þá nást 3100 súlur og kemur mestöll sú veiði á Hafnimar (2200), en þar hafði aldrei verið talin súluveiði áður. Munu Hafnamenn hafa sótt súluna út í Eldey. Rituveiðar hafa minkað af- skaplega á seinustu árum. Frá 1897—1910 veiddust árlega um 18 þús., á næstu árum 13—17 þús. En 1921 kemst veiðin upp í 20,6 þús., og hrapar svo niður í 7 þús. 1923 og er komin niður í 2,5 þús. 1928. Árið 1927 veiddist mest af lunda í Vestmannaeyjum, 56 274, og þar næst í 3 hreppum í Mýrasýslu 24.700. Af svart- MORGUNBLAÐIÐ OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO fugli veiddist mest í Skagafjarð- arsýslu (Drangey) 20.286 og Eyjafjarðarsýslu (Grímsey) 4594. Fýlungatekja er aðeins tal- in í 6 sýslum, langmest í Vest- ur-Skaftafellssýslu (Hvamms og Dyrhólahreppum) 22.373, — í Vestmannaeyjum 14.480 og í Grímsey 3500. Rituveiðar hafa verið mestar í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu, 1600. Sje miðað við fólksfjölda hef- ir bjargfuglatekja á þessu ári orðið langmest í Grímsey, eða 115 fuglar á mann. I Hraun- hreppi í Mýrasýslu er fugla- tekjan 62 á maim, í Hvamms- hreppi í V.-Skaftafellssýslu 32 á mann og í Vestmannaeyjum 30 á mann. LAX OG SILUNGUR. Laxveiði hefir sífelt farið vaxandi, þótt nokkur áraskifti hafi verið að íienni. 1897— 1900 er talið að veiðst hafi 2858 laxar á ári. Á næstu fimm árum er meðaltalið 6443 og 1906—’IO er meðaltalið 4572 laxar á ári. En á árunum 1911 —1914 hækkar veiðin um meira en helming, og er nú talin 10.- 890 og á næstu þrem árum um 11 þús. að meðaltali. Hámark- inu nær þessi veiði 1921, því að það ár veiðast 21.024 laxar. Er það hin mikla veiði í Grafarvogi það ár, sem hlfeypir mest fram tölunni, því að þar og í Elliða- ánum hafa á því ári veiðst 8350 laxar. Annars er veiðin í Elliða- ánum þetta frá 1300—1700 lax- ar á ári að undanförnu. Seinasta árið, sem skýrslur ná yfir, 1928, var laxveiðin með minsta móti, 15,189, en árið þar á undan 19 þús. Mest er þá veiðin í ölfusá og þeim ám sem í hana renna, 5787 laxar í Langá og Hvítá í Borgar- firði og þeim ám sem i hana renna, 5218 laxar. 1 ánum í Húnavatns- sýslu veiddust 3043 laxar, í Ell- iðaánum 1747, í Laxá í S.-Þing- eyjarsýslu um 1000 laxar, í Lax- á í Dölum 479 og svo þaðan af minna. Enginn lax hefir veiðst í þessum sýslum: Barðastrand- arsýslu, Strandasýslu, Eyjafjarð arsýslu, Vestmannaeyjasýslu og Rangárvallasýslu. Silungsveiði er ákaflega mis- jöfn frá ári til árs. Minst hefir hún verið á árunum 1906-—’IO, eða 302.600 að meðaltali. En mest varð hún árið 1924, eða 617.946 silungar alls, en það ár var óvenjulega mikil murtuveiði í Þingvallavatni (201 þús), og alls veiddist þá nær helmingur af allri silungatölunni ■ í Árnes- sýslu, en 128 þús. í Þingeyjar- sýslu (þar af 102 þús. í Mý vatni). Árið 1927 var silungs- afli lítill, 331.590. Veiddust þá ekki í Mývatni nema 53.325 silungar og í Þingvallavatni 71.- 070 (og þar af 62.800 murtur) Aftur var veiðin betri 1928, því að þá veiddust alls 535.317 sil ungar. SELVEIÐI. Á árunum 1897—1914 veiad- ust að meðaltali um 660 full- orðnir selir á' ári og 1915 veidd- ust 838. Síðan hefir aldrei veiðst svo mikið. Næsta ár veiddust ekki nema 489 og 1923 ekki nema 382, enda er það lakasta veiðiárið. En 1921 veiddust 722 37 Hvalreki í Keflavík. selir. Seinustu tvö árin (1927— 1926 veiddust 940 hl., þar af ’28) var veiðin eins, 530 selir 300 í Siglufirði og 460 á Akur- hvort árið, þar af rúmur helm : eyri. 1927 veiddust 1472 hl., ingar í Þingeyjarsýslu. Eru Hús- þar af 1300 hl. í Reyðarfirði og víhingar bar skæðastir. Hafa’ 96 á Svalbarðsströnd í Þingeyj- þeir náð 152 selum árið 1927,'arsýslu. enda eru þeir orðlagðar sela-; skyttur. | DÚNTEKJA Kópaveíði (látraveiði) er hefir yfirleitt orðið mest árin miklu jafnari, en þó eru nokkur 1911—’15 eða 4055 kg. að með- áraskifti að henni. Á árunum altali. 1916 er hún þó 300 kg. 1906—1910 veiddust t. d. 6059 meiri. Minst hefir hún verið árin kópar að meðaltali. Síðan hjakk aði veiðin í 5300—5800 þang- að til árið 1921 að hún var ekki nema 4326. Síðan hefir hún aft- ur farið vaxandi ár frá ári og var 5128 árið 1928. Kópaveiðin er mest í Barðastrandarsýslu (á Breiðafjarðareyjum). Þar veiddust 1927 957 kópar, þar næst í Strandasýslu 705, í Norð- ur-Múlasýslu 524, í Dalasýslu 511, í Húnavatnssýslu 472, í A.- Skaftafellssýslu 381 og í Þing- eyjarsýslu 306, í Snæfellsnes- sýslu 294 og Árnessýslu 254. í öllum öðrum sýslum landsins veiddist meira og minna, nema í Vestmannaeyjuih, enginn. HROGNKELSAVEIÐI. Árið 1915 er fyrst farið að telja fram hrognkelsaveiði, en skýrslur fyrir það ár munu hafa verið ófullkomnar. Árið 1916 er talið að veiði þessi hafi numið 643 þús. og 1917 er hún talin 685 þús. Er það hámarkið. Minst varð veiðin 1923 eða 222 þús., en 461 þús. árið 1927. Annars er meðaltalið öll þessi ár um 14 milj. á ári. Langmestur er afl- inn í Rvíkur-umdæmi 96" þús. (1927), í Gullbringu- og Kjós- arsýslu 62.226, Barðastrandar- sýslu 46.910, í Borgarfjarðar- sýslu 45.600, Þingeyjarsýslu 39.716, ísafjarðarsýslu 37.593 og Norður-Múlasýslu 35.526. í fjórum sýslum er engin hrogn- kelsaafli, Skaftafellssýslum, — Rangárvallasýslu og Vestmanna eyjasýslu. SMÁUPSAVEIÐI hefir verið talin til hlunninda síðan 1913. Hún hefir orðið á- kaflega mismunandi hin ýmsu ár, og hafa upsagöngurnar komið á sinn staðinn hvert ár- ið Minst var veiðin 1925, 523 hektólítrar, en mest 1921, 13.- 191 hl. og veiddist þar af 1. 960 hl. í Hafnarfirði. Árið 1916 veiddust 538 hl., þar af 331 í Hafnarfirði og 100 í Eskifirði. 1918 veiddust 988 hl., þar af 300 í Hofshreppi í Skagafirði og 507 í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu; 1924 veiddust 850 hl., þar af 654 í Siglufirði og 110 í Arnamesi í Eyjafirði. 1901—’05, eða 3299 kg. að með- altali. 1921 er hún 3350 kg., en fer síðan smáhækkandi fram til ársins 1928 að hún er 4285 kg. Verðið á útfluttum dúni hefir verið mjög breytilegt, var ufn 21 kr. kg. um aldamót, komst á stríðsárunum upp í 34.56 kr. að meðaltali, hækkaði svo enn geypilega og náði há- marki 1925 með kr. 60.54 að meðaltali. Árið 1927 var dúntekja mest í Þingeyjarsýslum, 711 kg., og ei þar Melrakkasljettan drýgst. ] Barðastrandarsýslu var dún- tekjan 674 kg., í Strandasýslu 504 kg., Isafjarðarsýslum 354 kg.. Snæfellsnessýslu 312, Dala- sýslu 304, Suður-Múlasýslu 264, Húnavatnssýslu 242, Skagafjarð arsýslu og Norður-Múlasýslu 184 kg. í hvorri, Múlasýslu 144, Gullbringu- og Kjósar- tvslu 119, Austur-Skaftafells- sýslu 60, Eyjafjarðarsýslu 32, Árnessýsfu 31 og Borgarfjarð- arsýslu 19. ÖNNUR HLUNNINDI eru ekki talin í hagskýrslum, en til þeirra má telja eggja- töku og reka. Eggjataka er gríðarmikil í ýmsum bygðarlög- um, sjerstaklega í eyjum, svo sem Grímsey, Drangey, Breiða- fjarðareyjum, Vestmannaeyjum Skrúð og víðar, einnig við Mý- vatn. Reki fer nú árlega minkandi allsstaðar á landinu, en þó er það allmikill trjáviður, sem enn berst á land víða hvar og er til mikils gagns, bæði sem elds- neyti og til bygginga. Mesti reki er á Ströndum, Langanes- ströndum og Melrakkasljettu. Fyrir nokkrum árum var nyrsti bær á landinu, Rif á Melrakka- sljettu, bygður að nýju úr ein- tómum rauðaviði, sem hafði rek- ið þar, og baðstofan þiljuð í hólf og gólf úr flettum rauða- viði. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.