Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 40

Morgunblaðið - 26.06.1930, Side 40
000000000<X>00000000000<>00000000000<X>0000 MORGUNBLAÐIÐ oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo ust eru, hvort sem í hlut á ríkur eða óríkur. Veit jeg, að hjer er nú gott mannval, og er oss þó eigi jafngjörla kunnugt hvaðan- æva af landi voru. Því vil jeg yður til kveðja, Ólaf feilan af Vesturlandi, Þorstein Ingimunc arson af Norðurlandi, Þorstein hvíta af Austurlandi og Teit Ketilbjarnarson af Suðurlandi, því að yður veit jeg alla tillögu góða um hvert mál, að þjer seg ið oss, hverja menn þjer vilið til nefna úr þessum landshlut- um, er vel mætti vera til lög sögu fallnir. Því næst taka til máls hver af öðrum er tilkvaddir voru, ó afur feilan, Þorsteinn Ingimunc arson, Þorsteinn hvíti og Teitur Ketilbjarnarson. Nefnir hver þeirra þá menn úr sínum fjórð- ungi, er honum þykir hæfastir, Þá tekur Þorsteinn Ingólfsson aftur til máls og telur það ær- inn vanda að gera upp á mil þeirra manna, sem tilnefndir eru. Skýtur hann því til höfð- ingja, að lagt verði á vald eins manns, að nefna til lögsögu ein- hvern þessara manna, og sting ur upp á Skalla-Grími til þess en allir höfðingjar gjalda því samkvæði. Þá tekur Skalla-Grímur ti máls og nefnir til frænda sinn Hrafn Hængsson, en allir gjalda því samkvæði. Ber Þorsteinn Ingólfsson það, síðan undir Hrafn, hvort hann vilji taka við lögsögu, en hann svarar á þessa leið: RÆÐA HRAFNS HÆNGSSONAR. Mikla sæmd hafi þjer auð- sýnt mjer, er þjer nú hafið kjör- ið mig til lögsögumanns. Er mjer skylt að þakka yður öllum, en þó einkum þjer, frændi, þann formála, er þú hafðir fyrir þinn tillögu. Sýndir þú þar, að þú ei-t f .in langminnugur og tryggur vinum þínum og frændum. En þó að mér sje gleði að sæmc þessari, þá veit jeg þó, að marg ir yðar eru hennar betur verðir en jeg. Það veit jeg einnig, að mikill vandi er að mjer kveð- inn með þessu, og að mikil á- byrgð fyigir starfi lögsögu manns. Mun jeg þó hvorki drepa hendi við sæmd minni nje skjóta mjer undan vanda þessum og ábyrgð, og því svara jeg máli þínu, Þorsteinn Ingólfs- son, að jeg mun vilja vera lög- sögumaður yðvar meðan þjer vilið mig til þess kjósa og jeg sjálfur em til fær. Mun jeg heita yður því að stunda jafn an að gegna lögsögu minni með einurð og rjettsýni, og bið jeg hollvættir lands þessa og heilla- dísir feðra minna að veita mjer fulltingi sitt til þessa. Draum dreymdi mig áður jeg riða hingað til þings. Jeg þótt- umst vera á nokkurum þeim stað, er jeg mátta sjá um alt Is- land. Jeg sá bygðarlög öll og fjöll og heiðar og öræfi. Jeg sá sæinn umhverfis landið alt, eyjar og útsker og alt til ytstu vasta. Jeg sá landsfólkið að starfi. Sumir gengu að búverk- um, aðrir reru til fiskjar eða fóru í kaupstefnur eða stunduðu veiðiskap, og margt sá jeg þá iðja annað. Var sem eg sæa alt líf fólksins og hag. — Svo er sem eg skili eftir draum þenna betur en fyrr, hversu vjer all- ir, er landið byggjum, erum ein þjóð, hversu vjer eigum allir einn hag og heill og hversu ör- lög vor allra liggja saman Landnámsmenn þeir, er lanc þetta bygðu í öndverðu, komu út hingað úr ýmsum þjóðlönd úm, sumir austan um haf, en aðrir úr Vesturlöndum. Vitum vjer það, að mörgum þeirra var það harla nauðugt að yfirgefa eignir sínar og óðöl, og höfum vjer oft heyrt ina eldri menn nnast ættstöðva sinna, og af því mátt skilja, að hugur þeirra hefir löngum dvalist þar, sem þeir höfðu uppfæðst og feður þeirra höfðu dvalist mann fram af manni. En vjer, sem fæddir erum á landi þessu, eigum eng ar ættstöðvar nema hjer á Is landi. Vjer erum hvorki Aust- menn nje Vestmenn. Vjer erum Islendingar og eigum vjer það allir sameigið. Enn er sögu vor íslendinga eigi lengra fram kómið en svo, að þeir menn, er elstir eru, megu vel mun það, er Ingólfur Arnarson tók sjer ból fcstu hjer á landi. Er þessu ó líkt farið hjá öllum þjóðum öðr um, er vjer höfum spurnir af og sögur geta rakið aftur í forn eskju. Vjer, sem mi lifum, er- um in fyrsta kynslóð íslenskra manna, og er sem vjer sjeim á morgni sögu þjóðar vorrar. En c-ftir oss mun kynslóð taka við af kynslóð. Mun af þeim verða mikil saga. Vita megum vjer það að margs konar örlög munu bíða vor og eftirkomanda vorra landi þessu. Eru þáu oss dulin, en víst munu þau verða bæði góð og ill. Mun hjer koma bæði árgæska og óöld, friður og ó- friður. Mannfólkið mun henda bæði höpp og slys, glöp og snjallræði. Nornir ráða sköpum en þó eigi að öllu. Hverjuin manni er það unt að skapa sjer sjálfur örlög að nokkuru og svo hverri þjóð. En að örlögum þeim, er vjer búum oss sjálfir, búa einnig niðjar vorir. Um örlög þjóðar vorrar megum vjer miklu ráða, er höfðingjar erum tald ir. Er oss falin stjóm landsins og lög, en heill landsmanna vex, er laganna er vel gætt og stjórnin er viturleg. Er oss því öllum, er völd höfum, mikil á byrgð á herðar lagin, ábyrgð á örlögum sjálfra vor og niðja vorra, og skyldum vjer það jafn an kostgæfa að láta þá eigi gjalda glópslju vorrar og ill- vilja, heldur njóta góðgimi vorr- ar og spaklegra ráða. Lög þau, er Úlfljótur hefir sett, eru góð og viturleg, og var íamingja vor íslendinga mikil, er vjer áttum völ á manni, er svo var djúpvitur og heilráður scm hann, er vjer skyldum setja oss lög í fyrstu. En éigi er það einhlítt, að lögin sje góð og vit- urleg í öndverðu, ef eigi er seirra vel gætt. Allir þekkjum vier þá atburðj, er gjörðust í Noregi, er Haraldur konungur úfa gjörðist ofjarl annara höfð- íngja í því landi. Braut hann undir sig ríki margra höfðingja, er til þeirra voru óðalbornir, og máttu þeir ekki rönd við honum reisa. Áttu þeir höfðingjar, er eigi voru þau lítilmenni að gjör- ast þrælar konungs, þess eins kosti að láta lífið með dreng- ska,p eða fara ella útlagir af eignum sínum. Lifir landslýður allur síðan við áþján mikla og ófrelsi í Noregi, en konungur situr yfir hvers manns hlut. Nú höfum vjer þá skipan á gert, að margir skulu höfðingjar í landi hjer. En þar sem höfðingjar eru margir, þar verður ríki einskis þeirra svo mikið, að hann fái þröngvað kosti allra hinna. Er það næsta mikilsvert, að þessari skipan sje vandlega uppi hald- ið og engi höfðingja sýni þá á- girnd að leitast eftir að sölsa undir sig ríki annara höfðingja með vjelum eða ofríki. En ef ríkismunur höfðingja gjörist mikill í landinu, þá mun það sannast, að glatað er hvoru- tveggja, friðinum og frelsi lands- manna. Vel megum vjer muna komu Una ins danska hingað til lands. Varð þá auðsýnt, að Haraldur konungur ljet sjer eigi nægja ríki sitt í Noregi, heldur girnt- ist hann og til landa hjer á Is- landi. En þá fór vel, er lands- menn báru giftu til að sjá við ráðum hans, og höfðu samheldni um J>að að eiga engi kaup við Una. Varð fyrirætlun konungs að engu að því sinni. En víst munu fleiri höfðingjar erlendir en Haraldur seilast hjer til valda. Munu þeir meirr beita til þess brögðum en ofríki, því að torsótt er að halda skipaliði hingað til lands. Væri þá vel, ef landsmenn mætti jafnan verða samtaka um að ónýta ráð þeirra, svo að aldrei henti þá sú ógæfa að glata írelsi sínu í hendur þeirra. Þó skal jeg nú eigi lengur rekja þau vandræði, er að hönd um mætti bera. Vel og giftu- samlega hefir tekist um upphaf allsherjarþings vors, og mætti sú gifta jafnan fylgja þinginu Og eigi skyldim vjer, er sett höfum þing þetta og lög, nje heldur þeir, er þinginu skulu síð- ar upp halda, vanhelga þingið með rangindum eða traðka lög- unum, heldur auka jafnan veg þings vors og efla mátt laga vorra. Þing þetta er jarteikn þess, að vjer erum ein þjóð. Hjer skyldim vjer því jafnan sam taka til allra góðra hluta. En hjer á þingstað vorum mun einn- ig skipað örlögum niðja vorra. Minnist þess því jafnan, þing menn, að heill og hamingja al inna og óborinna er í yðrum höndum. Að ræðunni lokinni lýsir alls- herjargoði kjöri Hrafns og að jví búnu vinnur lögsögumaður eið. * Islenskur iðnaður. Efíir Helga H. Eiríksson uerkírceöing. Til skamms tíma hafa menn hjer á landi ekki kunnað skil á iðju og iðnaði, þar sem iðjustarf- semin hefir lengst af verið í svo smáum stíl, að ekki hefir verið gerður glöggur greinarmunur á henni og iðnaðarstarfi. En nú er algengt að kalla iðnað aðeins það, sem handiðnir heita, þ. e. það, sem unnið er aðallega með handverkfærum og sjerstaka kunnáttu þarf til að geta gert. Fullfær iðnaðarmaður eða kunn- áttumaður í einhverri iðn er þá sá maður, sem kann öll þau mannanna sjeu iðnaðarmenn, því öll aðalvinnan er unnin með vfeium. Iðnaður er nú aðallega talina þrennskonar: listiðnaður; af honum höfum við lítið að segja hjer, eiginlegur handiðnaður og heimilisiðnaður. Handiðnaður er aðalstarf iðnaðarmannsins og hann þarf að kunna þar alt til hlítar, en heimilisiðnaður er aukastarf, sem vinna má þótt við- komandi sje mesti viðvaningur í starfinu. Islendingar hafa allir til Myndir þær, sem þessum ræð- um fylgja, eru dregnar af Tryggva Magnússyni niálara, og sýna þær búning og gerfi hvors leirra, Þorsteins Ingólfssonar og Hrafns Hængssonar, eins og þeir verða á leiksýningunni. Glitofið söðuláklæði frá 1850—1875. handtök, er með þarf til þess að skamms tíma lifað í fámennu fullgera einhvern hlut að því strjálbýli út um sveitir lands- leyti, sem iðn hans viðkemur, og ins. Verkefni vantaði því fyrir getur leyst af hendi hvert það iðnaðarmenn, er gæfu sig ein- verk, sem telst eða talist getur j göngu við iðnaðarstarfi. Fólk til hans iðnar. Fullfær bókbind- varð að bjargf. sjer sjálft í þvf ari er t. d. sá, sem kann alt að efni. Það smíð;',ði trje og máltna, bókbandi, þótt hvorki geri hann elti skinnin. spann og óf og efnið í bókina nje prenti hana. saumaði, og komst vel af með Hann þarf að þekkja allar al- þessa heimavinnu sína. En alt gengari gerðir bókbandsins, — var þetta í hjáverkum gert, og handskreytingu og gyllingu, — oftastnær óhjákvæinilegt, að kunna þau handtök er heyra til, leggja meiri áherslu á afköst en og vita um þau áhöld, sem við vöndun og leikni. Þó komust þarf að hafa. menn oft undralangt í því efni Iðja er aftur á móti sú iðnað- líka. Það var unnið af löngun og arstarfsemi, sem aðallega notar áhuga, og það varð mörgum vjelar til framleiðslunnar. Hún metnaðarmál, að geta sjálfur bú- þarf ekki iðnlærða menn til ið í hendur sjer þau áhöld og starfsins. Hver starfsmaður þarf verkfæri, sem til búskapar aðeins að kunna lítinn hluta þurfti eða sjósóknar. Hjer óx þeirrar vinnu, sem með þarf við því upp hagleiksþjóð, bæði á iðjuna, nokkur handtök, en verð- hönd og tungu. Fornsögur vorar ur aftur á móti að vera vel leik- bera það með sjer, að fjöldi inn í þeim. Þeir einu, sem þurfa landnámsmanna og kvenna vorra að kunna allar aðferðir iðjunn- hafa verið hagleiksfólk að ágæt- ar, eru verkstjórarnir, formenn- um, bæði á ljóð og líkamlega irnir, og helst auðvitað fram- vínnu. Afkomendurnir erfðu svo cvæmdastjórarnir. — Megnið af hagleik forfeðranna, breyttu til >ví, sem venjulega er kallaður og bættu við, eftir því, sem tíð- verksmiðjuiðnaður, er því iðja, arandinn krafði og staðhættir og það er í tiltölulega fáum verk- heimtuðu. smiðjum, að meiri hluti starfs- Þess er getið um marga af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.