Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 63

Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 63
juiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimimiiiiifnniiiiiMmiiiiitmniiiiiuinuiiiimiiiiininiinniiiniiiimiiimiimniiiiiiiiiiii morodnblabið imiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!:ii>;::;..;.,:::!!ii]iiii:;iiii;:::I!iiiii!ii!iiiiiiiiiiiiiiniiHiiiuuuiiimmiiuniiimiiiimmimmi%‘ 1 HJuiuiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiinimniiiiiiiiniiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiniiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiimniiiimmiiniiiHimiiiniiiiiiiiiiiiiimimiiifliimmtmmmiiiniiiiiiiimnnHimiiiiniiimmiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmimimiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiimiimimimmiimiiimmiimnRnmminiHmmmmi^ I s s LÍTILL ÁGÓÐI — FLJÓTSKIL 18 9 5-1 9 3 0 I I 3 5 á r a | | Verslttnin EDINBORG | | hefir skílíð kröfar tímans, og ávaít vaxíð þannig, að kröfanum hefír veríð fallnægt. Ná er hán falíkomn- asta Gíer- og Vefnaðarvöraverslan landsíns. | | — — ~ EE Leggíð íeíð yðar tim Hafnarstrætí í EDINBORG. 1 I DO NOT |1 forget t<J visit EDÍNBORO I I = I 10 — 12 Hafnarstræti Reykjaviks most up-to-öate hardware and drapery stores. | 1 | ÍiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimuimiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimmuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiHuuiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimiiiiiiiiiiinimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimifliiifliiiiiiniiimmnimmflimiiimiimimimimmiuiuuiiiimmiiiiuiiuummmimiitiiuiiÍ j ÍiiniiiiiiiiiiinHiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiumiiiiiiiiiHimfliimiiiiuiHiimiuiuiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiimiiiiiuiiimiiiiiniimiiiiiiiiiiuiiimiiuiiiiuiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHiiiiiiiiiHiiniiiiiiiuiiiiiimiiiiimiiiuiiiiuiHiiiiiiiiuiiiimuuimiiimiiuiiiiuiiuiiiiiimiiiiii skilning. Stjórnarskifti urðu á þinginu. Hinn nýi Islands ráð- herra bar stjórnarskrárfrum- varpið fram á grundvelli fyrir- varans, en konungur neitaði að staðfesta stjórnarskrána með ;skilningi þingsins. Ráðherrann bað þá um lausn. Risu nú harð- ar deilur í landinu, en sá ráð- herra, sem tók við, undirritaði istjórnarskrána með konungi. En deilur urðu enn um stað- :festingarskilyrðin, en svokallað- ur eftirvari, til tryggingar rjetti landsins, náði ekki samþykki þingsins. Aukaþingið um áramótin 1916 —1917 vildi efla stjórn landsins og setti því lög um þrjá ráð- herra. Sumarið eftir setti neðri deild Alþingis fullveldisnefnd, skip- aða sjö mönnum, „til þess að í- huga og koma fram með tillög- ;ur um hverjar ráðstafanir gera skuli til þess að ná sem fyrst öllum vorum málum í vorar hendur, og fá viðurkenningu fullveldis vors“. Var fyrsta verk nefndarinnar að flytja þingsá- lyktunartillögu þess efnis að „skora á stjórnina að sjá um að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með kon- ungsúrskurði". Alþingi samþ. tillöguna í einu hljóði. F.r forsætisráðherrarnir, sá ís- lenski og danski, hittust í'Kaup- mannahöfn eftir þingið 1917, varð það að samkomulagi milli þeirra, að enn skyldu reyndir nýir samningar. Voru menn hjer heima að vísu orðnir mjök hvekt- ir á samningatilraunum, en er það spurðist, að samningar skyldu teknir upp hjer í Reykja- vík, þá ljetu menn sjer það vel líka. % Af hálfu Dana komu til samninganna: Hage ráðherra, I. C. Christensen, Borgbjerg og prófessor Arup. Með þingsályktunartillögu 21. maí 1918 voru af íslands hálfu kosnir: Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Arnórsson prófessor, Jó- hannes Jóhannesson og Þorst. M. Jónsson. Niðurstaðan af samningatil- raunum nefndarinnar urðu svo sambandslög þau, sem nú gilda. Á þingunum 1918 voru þau sam- þykt. Gegn þeim greiddu aðeins tveir þingmenn atkvæði. Atkvæðagreiðslan um frum- varpið hjá þjóðinni fjell þann- ig: Með frumvarpinu greiddu 12.411 atkv., en 999 á móti. 30 seðlar voru auðir. 213 ógildir. Með sambandslögunum varð það nú ljóst, að Island hafði fengið fullveldi sitt viðurkent, enda vjefengdi það enginn. Gallarnir á sambandslögun- um, eins og margoft hefir ver- ið tekið fram, voru í 6. og 7. gr. frumvarpsins. Rjettur Dana til afnota af landinu, samkvæmt 6. gr., og svo umboð það» sem Danir fengu til þess að fara með utanríkismálin, samkvæmt 7. gr. Hinsvegar veitti 18. gr. Islendingum einhliða rjett til þess að segja upp sambands- lögunum eftir 1943. En til þess að uppsögnin sje gild, þurfa % í sameinuðu þingi að greiða at- kvæði með uppsögninni, en auk þess fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla og þurfa % allra at- kvæðisbærra manna að greiða atkvæði, en þar af verða % a<5 segja já. Uppsagnarákvæðið var svo mikils vert, að sjálfsagt var að samþykkja frumvarpið. Hafa Islendingar nú alt ráð sitt í hendi sjer, ef þeir aðeins gæta skyldu sinnar. Það liggur í hlut- arins eðli, að um leið og full- veldi íslands var viðurkent, þá var allri fána-baráttu lokið. Bláhvíti fáninn hafði fyrst verið tekinn hjer upp, án þess að hann væri löggiltur. Voru mörg atvik að því, að hann átti vinsældum að fagna. Stúdenta fjelagið í Reykjavík stóð mjög framarlega í fánabaráttunni. 20. okt. 1913 var löggiltur sjerstakur fáni fyrir Ísland, en þó mátti aðeins nota hann í landhelginni og á húsum í landi. Skilyrði fyrir löggildingunni var þó, að klofni dannbrogs- fáninn skyldi ekki vera á óveg- legri stað á Stjórnarráðshúsinu en sá íslenski. — Liturinn á - fánanum var fyrst ákveð- inn í ríkisráði 1915, en svohafði verið gert ráð fyrir í ríkisráð- inu 1913. Margir söknuðu blá- hvíta litsins, er Einar Bene- diktsson kvað svo fagurlega um: — „Djúp sem blámi himin hæða, hrein sem jökultindsins brún“. 1. desember 1918 var klofni íslenski fáninn dreginn upp á stjórnarráðshúsinu og öllum op- inberum byggingum í bænum, og var hann hið sýnilega tákn hins viðurkenda fullveldis Is lands. Tvær afleiðingar aðrar af samþykt sambandslaganna í sjálfstæðisáttina eru ljósar: 1. Æðsta dómsvaldið var flutt inn í landið. 2. íslendingar hafa að mestu leyti tekið við landhelgisvörn- unum. Á þinginu 1928, eða þegar 10 ár voru liðin frá því að sam- bandslögin gengu í gildi, lýstu allir flokkar yfir því, að þeir vildu segja sambandslögunum eins fljótt upp og auðið væri. Hjer er stigið stórt og merki- legt sjálfstæðisspor, sem ætti að verða giftudrjúgt fyrir þjóðina, því að eftir að þetta spor er stig- ið ætti að mega treysta því, að engin mistök yrði á uppsögn sambandslaganna. Jeg hefi hjer að framan minst á aðaldrættina í sjálf- stæðismálunum síðan 1874. Á hitt hefi jeg ekki drepið, hve framfarir innan lands hafa aukist með hverju sjálfstæðis- spori, sem stigið heíir verið. — Þegar stjórnin færðist inn í landið, hófst hjer ný fram- kvæmdaöld. I þessu- felst sönn- unin fyrir því, hve þjóðinni var holt að fá umráðin yfir sínum eigin málum. Jeg hefi, að því er stjórnar- skrárbreytingarnar snertir, að- eins minst á þær í sambandi við hina eiginlegu sjálfstæðis- hlið, en á hitt hefi jeg ekki minst, hve víðtækar breyting- ar til bóta voru í ýmsum af þessum frumvörpum, svo sem í stjómarskrárfrumvarpi því, sem kom fyrir þingið 1913 og náði konungsstaðfestingu 1915. En með þeirri stjórnarskrár- breytingu fjekk kvenfólkið kosn- ingarrjett og kjörgengi. Ef um þessa hlið málsins hefði verið rætt, þá hefði mjer ekki enst það rúm, sem mjer var ætlað í blaðinu. Deilan um stöðulögin er nú úr sögunni. Deilan um ríkisráðið er úr sögunni. AlKr vita, að grundvallarlög Dana eru oss óviðkomandi. Ríkið er ekki eitt. Ríkin eru t v ö. ísland hefir fengið viðurkenn- ingu sem sjálfstætt ríki. Ef aðstaðan 1874 er borin saman við aðstöðuna nú, þá sjá menn hinn stórfelda mun. Síð- asta sporið er að vísu eftir. Jeg vil taka það skýrt fram, að sá áhugi, sem kom fram 1928 í samhljóða yfirlýsingum frá öllum flokkum, er ekki runninn af neinni óvild til sam- b andsþ j óðarinnar. Hann er aðeins runninn af eðlilegri þrá þjóðarinnar til þess að eiga landið sitt og ráða yfir því. Það dettur engum í hug að breiða yfir þær deilur, sem vjer höfum átt við Dani. Sjálfsstæðissaga vor er saga um það. En hitt er annað mál, að það væri óviturlegt, að láta hinn gamla kala festa rætur. Danir vita, að það mark, sem vjer höf-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.