Morgunblaðið - 31.12.1963, Side 21

Morgunblaðið - 31.12.1963, Side 21
MORGUNBLADIÐ 21 /f triðjuctagur 31. des. 1963 tn - ANNÁLL Frarmh. af bls. 15 kempunnar, í kaupbæti, því ætlazt er til að menn eti ál- inn með bókinni — og lesi bókina með álnum. Má því segja, að tilraunastöð SÍS hafi náð undraverðum árangri á þeim skamma tíma, sem liðinn er síðan álaveiði var innleidd með þjóðinni. Tollverðir höfðu sig óþarf- lega mikið í frammi á Kefla- ' víkurflugvelli og tóku hundr- uð brjósthalda af tveimur á- gætum flugfreyjum. !>ar sem hér er um nauðsynjavarning að ræða — og vitað er, að hundruð kvenna bíða í ofvæni eftir sendingunni, þykir í hæsta máta óeðlilegt og óvið- eigandi að taka brjóstahöld og annað slíkt af flugmönnum vorum. Þess verður og að gæta, að þeir hafa ekki verið í verkfalli síðan í vor og eiga fullan rétt á kjarabótum eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Maður nokkur í Perú auðg- aðist á að selja lóðir í himna- ríki en sökin reyndist fyrnd. Castro var þá nærri drukkn- aður í flóðum á Kúbu og Skáldatími Halldórs Laxness kom í búðirnar. Skáldið stakk af til útlanda á meðan lands- fólkið svolgraði í sig bókina, en allmörgum varð bumbult eins og af majonnesinu forð- um. Meðal þeirra var Gunn- ar Ben., sem taldi að nú hefði skáldið fengið heilaþvott sem um munaði. Aðrir kommar sögðu að Láxness væri einmitt á nýju línunni frá Moskvu. En sjálfur lét hann ekkert uppi. Dr. Páll fsólfsson átti merkis- afmæli en það fór fram hjá flestum, því miður — vegna þess að blöðunum láðist að geta þess. Maður nokkur gekk inn í Landsbankann, skrifaði nafnið sitt á bréfmiða og tók út nokkrar milljónir króna. Þótti hann hafa gert góðan business. Floor-show var þá á Hótel Sögu og Thelma varð fegurð ardrottning Norðurlanda, en 13 prestar slógust um nokkur brauð í Reykjavík. Var kosn- ingabarátta þeirra sannkallað brauðstrit. SAS hóf þá ódýrar ferðir yfir Atlantshaf og sögðu þá margir, að Loftleiðir mættu fara að vara sig. En Loftleiða- menn bentu þá á það, að þrátt fyrir allt væri þeirra flugfélag enn með elztu og hægfleyg- ustu flugvélarnar og gerði það gæfumuninn. Ríkisstjórnin sagðist ætla að vernda gengi krónunnar og fjármálaráðherra sagði fjár- hag ríkissjóðs traustan. Kvik- myndahúsaeigendur kvörtuðu yfir, að dregið hefði úr að- sókninni vegna sjónvarpsins á KeflavíkurflugvellL Vildu þeir, sem sjónvarpsstöð þessi yrði lögð niður og ennfremur að bannað yrði að framleiða sjónvarpstæki — í útlöndum. Fékk Þjóðviljinn nú loks bandamenn í baráttunni gegn Keflavíkursjónvarpinu, en það bandalag stóð ekki lengi — því nú gerðist það, að rúss- nesk sjónvarpstæki komu á markaðinn — og „hermanna- sjónvarpið“ séð í rússnesku viðtæki var blátt áfram unaðs legt, sagði Þjóðvilijnn. Sagt var frá því, að jarðar- búum fjölgaði um 60 milljón- ir á ári — og tiltölulega mest í Kópavogi. IBM rafeindaheili kom til landsins og veitti hreint ekki af að fá einhvern, sem gat hugsað skýrt. ísland sat enn hjá við atkvæða- greiðslu um upptöku kín- versku kommúnistastjórnar- innar í SÞ og því fór sem fór: Kommarnir komust ekki inn. Togarinn Júní strandaði þá í Hafnarfirði og Loftleiðavél sveimaði lengi yfir Reykjavík- ur flugvelli vegna þess að einn brautarendinn hafði sokk ið í jörðu. Rússar vildu kaupa korn á Sámsstöðum en Klem- enz var ekki aflögufær. Óveð- ur gekk yfir landið og fuku menn unnvörpum í Vest- mannaeyjum. Landhelgisgæzl an hefur tekið upp þá ný- breytni að fiska upp vörpur ýmissa togara hér og hvar um- hverfis landið og þykir þetta góð tilbreyting í skammdeg- inu. Hefur Pétur verið beðinn um að kippa Andreu Doríu upp við tækifæri. Brezkir togarakarlar slógust á ísafirði öðru hverju — að vanda og óttuðust heimamenn um líf sitt, þegar Bretinn lét sjá sig. Að vísu er þetta ís- firðingum sjálfum að kenna. Þeir kaupa súkkulaði af tog- arakörlunum, sem síðan kaupa brennivin fyrir súkkulaðipen- ingana. Gerast svo kátir og berja á ísfirðingum, sem draga niður gluggatjöldin og borða súkkulaði á meðan löggan reynir að koma mannskapnum um borð. Hrútasýning er haldin í Ar- nessýslu og vopnfirzkir bænd- ur auka kúastofn sinn. Þá er kominn nóvember og prentarar fara í verkfall. Rætt er um lög til stöðvunar verk- föllum fram á nýár, en loks verða menn sammála um að alger hneysa sé að sleppa verk falli fyrir jól — og er samið um það. Dulspekiskólinn starf aði þá með blóma og forseti íslands fór utan með Loftleiða vél og varð ekki á eftir áætl- un. Krafizt var höfundarlauna fyrir Rauðu bókina svonefndu og var það í fyrsta sinn að höf undarnir neituðu ekki að hafa skrifað bókina. Nú hófst gosið mikla við Vestmannaeyjar og köstuðu Eyjaskeggjar eign sinni á gos- ið eins og það lagði sig án þess að nokkur fengi rönd við reist. Voru varðskipin látin skiptast á um að vakta eyjuna eftir að hún skaut upp koll- inum til þess að koma í veg fyrir að Vestmannaeyingar kæmu þar upp einhverjum hervirkjum. Vel mátti búast við að þeir í Eyjum stofnuðu nýtt ríki og krefðust sjálfstæð is til þess eins að geta átt eyjuna einir. í Reykjavík var ákveðið að beita Vestmanna- eyinga þvingunaraðgerðum tafarlaust ef á þyrfti að halda. Átti. fyrst að stöðva áfengis- sendingar með Herjólfi, en síð an póstinn, sem aftur var far- inn að berast eftir 30 ára hlé, því póstmaðurinn, sem hing- að til hefur hirt öll bréf, var staðinn að verki í þessum mánuði. Svertingjar á Jamaica vildu nú óðir koma hingað. Öfluðu þeir sér upplýsinga um lifn- aðarhætti hér og sendi Ferða- skrifstofan út eina af land- kynningarkvikmyndum sín- um, sem fjallaði um sviða- veizlu í sveit. Þegar negrarnir sóu hvernig íslendingar hám- uðu í sig svörtu sviðahausana, heyrðist ekki meira talað um íslandsferðir á Jamaica og er þetta í fyrsta sinn að land- kynningarstarfsemi Ferðaskrif stofunnar ber einhvern árang- ur. Þá var Þórólfur Beck enn ekki komin í giftingarhugleið- ingar, Gylfi fól Vilhjálmi bróð ur sínum að skella sjónvarp- inu upp og brezkir togaraeig- endur fögnuðu heimsókn for- seta fslands. Ónotatilfinning var nú farin að gera vart við sig í Vest- mannaeyjum og fengust trygg ingafélögin ekki lengur til þess að halda úti umboðum sínum þar. Margir yildu selja hús sín en færri vildu kaupa. Bretar hugleiddu þá að færa út landhelgi sína, en töldu sig ekki hafa skipakost til að verja hana. Hafa þeir hug á að kaupa Maríu Júlíu. í byrjun desember var loks kosið um presta í Reykjavík og vann aðeins einn í hverri sókn, ólíkt því sem gerist í alþingiskosningum, því þá tap ar enginn. — Tollar voru nú lækkaðir á ávöxtum, varðskip tekur einn togarann enn, en togarakarlar eru sett- ir í sóttkví á ísafirði svo að ísfirðingar gátu farið með tanngarða sína til vinnu þann daginn. Vísindamenn okkar segja, að gosið hafi engin áhrif á dýralífið í sjónum — nema þá til bóta. Settu þeir út troll- ið og toguðu umhverifs eyjuna og fengu mikið af soðinni ýsu. Þá var læknislaust á Vopna- firði. Mávar námu nú land á nýju eyjunni og þótti sannað, að þeir væru úr Eyjum. Brotizt var ihn á Litla Hrauni — og út aftur. Eiga fangaverðirnir mjög erfitt með að verjast innbrotum þar sem þeir eru aðeins þjálfaðir í að koma í veg fyrir útbrot. Og svo hófúst blessuð verk- föllin og menn gátu loks slapp að örlítið af. Var það mál manna, að kominn væri tími til að hafa almennilegt verk- fall enda voru menn orðnir langeygir eftir að stríðsyfir- lýsing Hannibals tæki gildi. Voru sumir farnir að halda að hann hefði bara verið að plata. Mitt í öllum ósköpunum dundu ný ósköp yfir landslýð- inn og var það ákvörðun stjórnarvalda um að nýja eyj- an skyldi heita Surtsey. Ekki sættu þeir í Eyjum sig við þetta — og þótt þeir hefðu sleppt.Fransmönnunum þrem- ur út í eyjuna á undan sér var nú gerður út leiðangur til að skipta um nafn á eyjunni. Er för sú talin jafnast á við leið- angur Hillary’s á Everest. — Slógu Eyjarskeggjar upp tjöldum í Surtsey, settu niður tvo poka af kartöflum og leit- uðu bláberja. Héldu síðan heim hinir rólegustu. Sigurð- ur Þórarinsson gekk á land nokkrum dögum’síðar og eftir að hafa tekið sýnishorn af jarðefnum gaf hann út fyrstu vísindalegu yfirlýsinguna um að hér væri um raunverulegt gos að ræða. Fram að þeim tíma hafði hann ekki viljað segja neitt um málið. Verkföllin stóðu ekki jafn- lengi og vonazt var til og var farið að vinna fyrir jól, en ýmsir uppmælingamenn héldu verkfallinu áfram og vonuðu allir að þeir væru hættir að vinna fyrir fullt og allt. Um jólin sigldi Skjaldbreið á Akra borg svo að síðarnefnda skip- ið var nær sokkið. Var þetta gert til að leggja áherzlu á kröfur matsveina á skipum Skipaútgerðarinnar um að skipin liggi í vari á matmáls- tímum. Þegar á allt er litið, þá var árið 1963 ekki sem verst, ef ýmis óhöpp og ófarir eru und- anskildar. Fallþungi dilka var sæmilegur og ferðamanna- straumurinn jókst til muna. Vinnulaun hækkuðu almennt á árinu og vöruverð einnig. Mikið var um utanferðir og ráðstefnur alls konar og land- kynning með mesta móti. ís- land hélt sérstöðu sinni til sjós og lands, heima og erlendis — og úrðu margir frægur fyrir lítið. Mikið var gefið út af ávísunum allt árið, líka óföls- uðum. h.j.h. — Afmæli Framh. af bls. 6 iðkað það, að stinga niður penna og þannig látið hugsanir sínar koma fyrir almenningssjónir, hefði hann eflaust getað orðið þar vel hlutgengur samanber ritgerð eftir hann um Kjósar- sveit, framan við bókina „Kjós- armenn“, sem talinn er mikill fengur að. Kona Ellerts var Karítas Sig- urlína Björg Einarsdóttir frá Melum á Kjalarnesi. Þau eign- uðust 7. börn, 6 syni og 1 dóttur. Ellert missti konu sína, árið 1949 þá aðeins 48 ára að aldri. Var það mikið áfall fyrir alla þá, sem næstir stóðu. MeðalfeU var landnámsjörð, og eru 4 býli sem nú er búið á byggð úr landi Meðalfells, en önnur í eyði, sem áður var búið á. Al.lmargir hafa fengið að reisa sumarhús, allt í kringum vatnið. Enda er þar mjög fallegt og friðsælt að búa, og er veiði töluverð í vatninu. Á Meðalfell þar allmikinn veiðirétt, auk þess á það veiðirétt, bæði í Laxá og Bugðu. Eitt sinn var kirkja á Meðal- felli, og þar er kirkjugarður, sem nánustu ættmenn, og kona Ellerts hvíla. Og myndi hann að sjálfsögðu kjósa sér sitt síðasta hvílurúm þar sem að hann sleit barnsskónum. Enda ég svo þessa ófullkomnu afmæliskveðju til Ellerts, með þeirri ósk, að honum megi ávallt vel famast, og búa við sem bezta heilsu svo að hann megi á ó- komnum æviárum enn um stund njóta sólardagsins, eins og það er fegurst á Meðalfelli. Sólin blessuð sigin er, senn að fjalla-baki Hún í ránarfaðminn fer, fuglar hætta kvaki. Steini Guðmundsson Óvenjumiklar jólaskreytingar á Patreksfirði Petreksfirði, 26. des. Á AÐFANGADAG jóla var milt veður en fremur kalt. Þorpið var óvenjulega mikið skreytt. Má þar og mikið þakka forgöngu „Lion“ klúbbsins sem séð hefir um útiskreytingar hér, t. d. upplýsingu á kirkju, barna- skóla, ásamt tvemur úti jóla- trjám. Einnig hafa bifreiða- stjórar á Patre'ksfirði séð um skreytingu við sjúkrahúsið, en þeir hafa gert það undan farin ár. Messað yar í Patreksfjarðar- kirkju á aðfangadagskvöld, og var kirkjan sérstaklega vel sótt. Á jóladag var barnaguðsþjón- ustu kl. 11, messað var í sjúkra- húsinu kl. 13 síðan í kirkjunni fel. 14. Skemimtun á vegum fþrótta- félagsins Harðar verður í sam- komuihiúsinu Skjaldlborg í kvöld. N. k. laugardagskvöld hefir Lionsfelúbburinn skemtun fyrir ungt fólk, á aldrinum 13 til 18 ára. — Trausti. Innbrot í bíla- verkstæði AÐFARARNÓTT laugardags var innbrot framið í bílaverkstæðið Bílastillingar, sem stendur á sjávarkambi við Ægisgötu. Farið var inn um glugga sjávarmegin, rótað til á skrifstofu og stolið þaðan innan við 100 kr. í skipti- mynt. Þá var einnig farið inn í nokkra bíla, sem stóðu fyrir ut- an, og skemmdist einn þeirra eitt hvað. Á „JÓLAMÓTI“ ÍR í frjálsum íþróttum innanhúss í gær jafn- aði Jón Þ. Ólafsson, ÍR, fslands- metið í langstökki án atrennu, stökk 3.38 m. Jón vann allar stökkgreinar mótsins. Mótið var hið skemmtilegasta og verður nánar skýrt frá því síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.