Morgunblaðið - 12.05.1965, Page 8

Morgunblaðið - 12.05.1965, Page 8
8 MQRGUNBLAÐIÐ Miðvilcudagur 12. maí 1965 —Alþingi Framhald af bls. 1 Johann Hafstein hóf mál sitt með að ræða fyrirhugaða virkj- un íslenzkra fallvatna og stór- iðju í landinu. Því væri haldið fram, að við mættum ekki selja erlendum aðilum afgangs-raf- orku, og væru röksemdirnar fyr ir því þær, að erlent fjármagn í okkar litla landi mundi gleypa okkur með húð oj* hári og sjálf- stæði lands og þjóðar færi inn- an tíðar í súginn. Jóhann kvaðst þess viss, að útlendingar semdu ekki við okkur um stóriðju nema þeir högnuðust á því, en jafnvíst væri, að við mundum heldur ekki semja nema við græddum á þvL Jóhann kvað alúrriínbræðslu ekki taka nema um 10% Eif vinnuaflsaukningu í þjóðfélag- inu, þegar hún væri tekin til starfa með fullum afköstum. Síð an tæki hún sí- minnkandi hluta aí aukn- ingu vinnuafls- ins árlega vegna hinnar öru fólks fjölgunar, og þegar umtalað- ur samnings- tími til starf- rækslu verk- smiðjunnar væri liðinn, yrðu Is* lendingar orðnir meira en tvö- falt fleiri en nú. Síðan vék hann að þeirri skoðun, að við ættum að virkja fallvötnin fyrir okkur eina og benti á, að ein- ungis hefði verið rætt um að selja erlendum aðilum rafork- una um takmarkaðan tíma og þá afgangsorku, meðan okkur væri að vaxa fiskur um hrygg til meiri orkunota. Samkvæmt á- aetlun Sigurðar Thoroddsens verkfræðings væri heildarvatns- afl landsins til raforkuvinnslu 38 þús. millj. kwst, en gert væri ráð fyrir að selja hinum erlendu aðilum aðeins innan við 1 þús. millj. kwst. á ári í takmarkaðan tíma. Þá vék Jóhann að kaupgjalds- málunum og sagði, að í árslok 1963 hefðu flestir talið gengis- fellingu óumflýjanlega. — Með júní-samkomulaginu hefði hins vegar gengisfellingu verið af- stýrt og bæri meðal annars að þakka það ábyrgri verkaiýðsfor- ystu. Bíkisstjómin og lands- menn allir mætu ábyrgðartil- finningu þeirra manna, sem þarna hefðu verið að verki. Þá minnti Jóhann á, að nú hefði innflutningur landsmanna verið gefinn frjáls nærri því með öllu. Ekki væri lengur nein inn- flutningsnefnd og ekki heldur nein skömmtunarskrifstofa. — Þrátt fyrir þetta hefðum við byggt upp digra gjaldeyrissjóði, enda þótt Framsóknarmenn létu «ig hafa það að berja hausnum við steininn og halda því fram, að gjaldeyrisstaðan væri sízt betri nú en á tímum vinstri stjórnarinnar. Þetta væri full- yrðingar, sem ekki bæri nauð- syn til að hrekja með tölum þótt •kki væri neitt auðveldara, menn skyldu bara velta því fyr- ir sér, hvar nú væri svartur markaður með erlendan gjald- eyri, hvort ekki væri hægt að fá gjaldeyri til vörukaupa eftir þörfum, hvort menn gætu ekki fengið viðhlítandi ferðagjald- eyri og hvort menn gætu ekki nú gengið inn í erlenda banka og skipt sinni íslenzku krónu á skráðu gengi. EÆ hægt væri að svara þessum spurningum ját- andi þyrfti ekki frekari vitn- anna við. Þá sagði Jóhann frá því, að þegar hann var bankastjóri Úr- vegsbankans. þótti það ljóður á ráði bankans varðandi sparifjár- söfnun, að hann væri tengdur út gerð vegna sífelldra ályktana funda og samtaka um að útgerð in bæri sig ehki, hana skorti starfsgrundvöll. Þegar hann hefði verið erlendis hefði það hins vegar þótt sérstök virðing að vera bankastjóri í Útvegs- banka þessarar litlu, en hlut- fallslega langmestu fiskveiði- þjóðar. Síðan sagði Jóhann: „í allra mestu vinsemd og ein lægni spyr ég: Hvi ekki að láta útveginn, sjómennina og útgerð armennina, njóta sömu virðing- ar innan lancís. Vissulega er út- gerðin undirstaðan í atvinnulífi okkar, sem efnahagsþróunin að öðru leyti grundvallast að veru- legu leyti á“. Benedikt Gröndal sagði m.a., að aldrei hefði þjóðinni í heild vegnað betur en einmitt nú á tímum viðreisnarstj órnarinnar. Atvinna hefði aldrei verið meiri, aldrei hefðu fleiri íbúðir verið byggðar, aldrei verið lagðir lengri vegir, aldrei verið byggt upp meira af stórvirkum atvinnu- tækjum, aldrei hefði gjaldeyris- aðstaðan við útlönd verið betri. Eigi að síður leyfðu stjórnarand- stæðingar sér að halda því fram að ástandið væri nú verra í þjóð- félaginu en nokkru sinni fyrr. Hann sagði, að sérhverri ríkis- stjórn væri nauð Synlegt að stjórn arandstaðan á hverjum tíma væri dugmikil og héldi uppi rétt- mætri gagnrýni. Af þeim útvarps umræðum, sem nú stæðu yfir, hefðu menn hins vegar lært, að málflutningur þessara manna væri langt frá því sem vera ætti. Þannig hefðu t.d. ræður Framsóknarmanna ein kennzt af sjúklegri áráttu til nið- urrifs. Ef atvinnurekendur vant- aði rök í baráttu sinni fyrir því að kjör launþega yrðu bætt, þyrftu þeir ekki annað en að fletta upp í ræðu Eysteins Jóns- sonar. Þær lýsingar, sem hann hafði gefið á ástandi atvinnuvega þjóðarinnar, væru þannig, að þeir væru nánast að hruni kamn- ir. Um kaupgjaldsmálin sagði Benedikt, að nauðsynlegt væri að verkamenn fengju styttri vinnu- tíma fyrir óskert og síðar hækk- uð laun. Af öllum launþegum hefðu verkakonur fengið mestar kjarabætur og stafaði það frá lögunum um launajöfnuð karla og kvenna. Sams konar kjarabæt- ur gætu e.t.v. náðst fram fyrir alia launþega í þjóðfélaginu með því að gerðir yrðu heildarsamn- ingar um kauphækkun í áföngum á nokkrum árum. Með þeirri að- ferð gætu atvinnurekendur feng- ið ráðrúm til að laiga sig að breyttu kaupgjaldi og komið við nauðsynlegri vinnuhagræðingu. Björn Jónsson kvað íslendinga í mörg ár hafa búið við einstakt góðæri til lands og sjávar. Bænd- ur, sjómenn og verkamenn hefðu gert sitt til þess að stórauka þjóð artekjurnar með því að leggja á sig lengri vinnutíma en þekktist í nokkru ná- grannalanda okk ar. Miðað við fast verðlag hefðu þjóðar- tekjurnar vaxið mjög verulega á skömmum tíma. Á sama tíma hefðu vinnu- stéttirnar orðið að sætta sig við það, að raun- tekjur hefðu beinlínis minnkað. Kauntekjur miðað við vinnu- framlag hefðu minnkað að sama skapi og þjóðartekjurnar hefðu aukizL Þá sagði Björn, að stjórnar- flokkarnir gumuðu nú mjög af því að frelsi I efnahagslífinu hefði vaxið í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Þetta frjálsa framtak lýsti sér í frjálsari álagningu og þar með stórhækkuðu verðlagi, frjálsri gróðastarfsemi á öllum sviðum þjóðlífsins, óheftri fjár- festingu, sem hefði það eitt í för með sér, að auðstétt þjóðfélags- ins gæti í ró og næði komið af- rakstri þjóðarbúsins fyrir í eign- um sínum. Geir Gunnarsson kvað ís- lenzka launþega nú hafa upplif- að mesta uppgangstímabili í sögu þjóðarinnar og á sama tíma hafa orðið að sætta sig við það, að kjör þeirra hefðu stórum versn- að, vegna þess að nú sæti ríkis- stjórn sem hugsaði um það eitt að skara eld að köku atvinnu- rekenda. Eitt af helztu loforðum núver- andi ríkisstjórnar hefði verið það, að auðvelda ætti öllum að koma sér upp eigin húsnæði. Þetta lof- orð hefði ríkisstjórnin rækilega svikið. — Byggingarkostnaður hefði stóraukizt. Þegar bygging- arvörur væru fluttar til landsins legði ríkið fyrst á sinn toll, síðan legði heildsalinn sína álagningu á hið upprunalega verð og toll ríkisins, smásalinn legði síðan sitt á það sem á undan væri kom- ið og loks legði ríkið á söluskatt áður en húsbyggjandinn fengi vöruna í sínar hendur. Hvað sem liði sjónarmiði gróðans að öðru leytþ væri það lágmarkskrafa, að húsnæðismálin væru friðhelg fyr ir því. Að ætla sér að auðgast á þeim væri hið sama og að ætla að selja almenningi andrúmsloft. Stjórnarflokkarnir hefðu aldrei verið vinmælanlegir um úrbæt- ur í húsnæðismálum nema þeir stæðu frammi fyrir valdi verka- lýðsins. Þórarinn Þórarinsson var fyrri ræðumaður framsóknar í fyrstu umferð. Hann kvað ýms öfug- mæli hafa heyrst um stjórnar- stefnuna og þar með að búið væri að afnema höftin. Minnti hann í því sambandi á lánsfjárhöftin. Einnig kvaðst hann vilja minna á að ríkisstjórnin hefði nýlega lækkað framlög til opinberra framkvæmda um 20%. Því næst kvaðst hann vilja ræða mál málanna en það væru kjara- samningarnir á þessu vori. Vitn- aði hann til ná- grannaþjóðanna þar sem hann sagði laun verkamanna hefðu hækkað samfara auknum þjóðar- tekjum og kaupmáttur launanna aukist, öfugt við það sem hér hefði gerst. Þó hefðu þjóðartekj- ur hvergi aukist meira en hér. Sagði hann kaupmátt launa hér 12% minni en verið hefði fyrir 6 árum. Hann kvað nauðsynlegt að at- vinnurekendur kæmu til móts við launastéttirnar gegn ranglátu ríkisvaldi. Ríkisvaldið gæti bætt hag atvinnuveganna með lækkun tolla, auknu lánsfé og lækkun vaxta samfara lækkandi útflutn- ingsgjöldum. Átök þyrftu engin að verða í vor ef ríkisstjórnin gerði rétt- mætar ráðstafa^ir fyrir atvinnu- vegina. Ásgeir Bjarnason var annar ræðumaður framsóknar í fyrstu umferð. Hann hóf mál sitt með því að segja að loforð Sjálfstæð- isflokksins hefði fyrir rúmum fimm árum verið að bæta lífs- kjörin án nýrra skatta. Menn vissu efndirnar. Hann ræddi lánsfjárskort land búnaðarins og það að bændur yrðu að greiða 1% of framleiðslu- vöruverði sínu til stofnlánadeild- ar. Með þessu hefði átt að leysa lánsfjárskort landbúnaðarins til langframa. Eftir eins árs starf stofnlánadeildarinnar hefði sjóð- urinn ekki getað sta^ið við skuld bindingar sínar og gæti ekki enn. Fjöldi bænda biði eftir jarða- kaupalánum og lausaskuldir þeirra hlæðust upp. Verst væri að þetta bitnaði á þeim, sem væru að hefja búskap. Fjöldi jarða stæðu mannlausar í sveit- um landsins meðan ungt fólk, sem vildi búa, en gæti það ekki sökum fjárskorts, væri að byggja sér íbúð í kaupstað og þó yrði að kaupa lóðarbletti víða fyrir fleiri hundruð þúsund. Eigna- mismunurinn væri uggvænlegur í landinu og sýndi það bezt hvert fjármagninu væri beint. Sagði hann ríkisvaldið þurfa að vera á verði og beina fjármagninu inn á leiðir verðmætasköpunar. Niðurgreiðslur sagði hann ekki vera að óskum bænda heldur til þess gerðar að halda niðri dýr- tíð í landinu. Hann gat þess að nefnd væri starfandi á vegum Búnaðarfélag íslands til að endurskipuleggja búvöruframleiðsluna og athuga framtíðarskipun búnaðarmála. Ástandið hjá ríkisvaldinu væri nú svo hörmulegt að ekki stæði steinn yfir steini. Stefnunni þyrfti að breyta og það væri aðeins gert með því að efla Framsóknarflokkinn. Ingólfur Jónsson minnti á, að fyrir kosningarnar 1963 hefðu stjórnarandstæðingar haldið því fram, að ríkis- stjórnin hefði í hyggju að láta fs lendinga gerast aðila að Efna- hagsbandalagi Evrópu með þeim skilyrðum, sem leitt gætu til glötunar sjálf- stæðis og tilveru okkar sem sérstakrar þjóðar. Þá hefði einnig verið fullyrt, að rík- isstjórnin væri ákveðin í að fram lengja fiskveiðiundanþáguna við Breta, sem gekk úr gildi hinn 1. februar 1964. Enn hefðu ýmsir stjórnarandstæðingar í frammi fullyrðingar um viðleitni ríkis- stjórnarinnar til þess að kasta frelsi og hagsmunum landsmanna fyrir borð. í augum margra stjórnarandstæðinga væri erlent fjármagn ógnun við þjóðerni og frelsi, efnalegt og menningarlegt. Yegna frumvarps um stórivrkjun og umræðna um stóriðju væru nú í frammi höfð gifuryrði svo sem landráð. Ingólfur kvað stjórnarandstöð- una hafa gert tillögur í ýmsum málum á Alþingi. Þær tillögur hefðu vissulega verið athugaðar, en jafnan reynzt neikvæðar og til lítils nýtar. Ekki væri við því að búast, að þeir sem engin úr- ræði hefðu haft á árunum 1955 til 1958 hefðu nú ráð undir hverju rifi til lausnar erfiðleik- um, sem ávallt væru fyrir hendi og hver ríkisstjórn yrði að finna lausn á. Þeir, sem gerst þekktu til, vissu, að það var gæfa þjóð- arinnar, að vinstri stjórnin sat ekki lengur en raun varð á. — Vegna skuldasöfnunar erlendis hefði sjálfstæði þjóðarinnar ver- ið í veði, gjaldmiðillinn verðlaus og traust þjóðarinnar á glötunar- barmi. Nú hefði traust þjóðarinn- ar hins vegar unnizt aftur og í stað gjaldeyrisskulda ætti þjóðin nú 1600 millj. kr. í gjaldeyris- varasjóði. íslenzkur gjaldmiðill væri nú skráður í erlendum bönkum eins og gerðist með sjálf stæðum þjóðum. Atvinnulífið, sem hefði verið að stöðvazt á dögum vinstri stjórnarinnar vegna verðbólgu og ráðleysis, væri nú blómlegra en nokkru sinni fyrr og atvinnuöryggi meira en áður. Síðan ræddi Ingólfur helztu framfaramál landbúnaðarins, sem ríkisstjórnin hefði haft forgöngu um, og kvað hag bænda hafa batnað verulega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Eysteinn Jónsson vildi halda því fram, að bændur væru lítið ánægðir með sinn hag, eins og málum væri nú komið. Væri rétt fyrir hann að spyrja bændur að því, hvort þeir ósk- uðu eftir sams konar stjórnarfari og svipaðri meðferð á málum landbúnaðarins, eins og verið hefði meðan Framsóknarmenn sátu í ríkisstjórn og fóru með landbúnaðarmálin. Síðan vék Ingólfur Jónsson að samgöngumálunum og minnti á samþykkt vegaáætlunar, sem gerði ráð fyrir því, að á næstu 4 árum yrði unnið að vegamál- um fyrir um 1400 millj. kr. Kvað hann illa fara á þvi, þegar stjóm arandstæðingar teldu litlu fé vera varið til vegamála, enda þótt rétt væri, að vegirnir þyrftu aukin fjárframlög. í lok ræðu sinnar sagði Ingólf- ur Jónsson, að til að byggja upp trausta atvinnuvegi þyrfti að vera jafnvægi í efnahagsmálun- um, og þjóðin yrði að skilja, að kröfurnar yrðu að vera innan þess ramma, sem gjaldmiðillinn þolir. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra var ræðumaður Al- þýðuflokksins í annarri umferð. Hann kvaðst vilja tala um grund- vallaratriði, sem sjaldan væri skilgreint í almennum umræðum um stjórnmáL Það væri gjarna rætt um hægri stefnu og vinstri stefnu, íhaldsstefnu eða frjáls- lynda stefnu. Vafasamt væri þó að tala um 150 ára gömul hugtök í stjórnmálum nútímans. Rétt væri að ræða um afturhalds- stefnu eða umbótastefnu. Hann kvaðst í því ljósi vilja skoða stefnu núverandi ríkisstjórnar að undanförnu og einnig fyrirætlan- ir hennar í náinni framtíð. Almenn stefna í efnahagsmál- um hefði verið að útflytjendur hefðu setið við sama borð um andvirði fyrir aflaðan gjaldeyri og innflytjendur við sama borð um greiðslu fyrir erlendan gjald- eyri. Enginn svartur markaður hefði því átt sér stað síðan 1960, en áður hefði hann verið meiri og minni í 30 ár. í atvinnumál- um hefði verið stefnt að inn- flutningi bættra tækja, svo a3 aldrei hefði ver- ið til jafns áður og aukin tækni og framfarir efld ar. Á sviði við- skiptamála hefði verið stuðlað að afnámi hafta og viðskiptahættir bættir. í gjald- eyrismálum hefðu menn nú frjála ræði til að kaupa hann á lög- ákveðnu verði. í peningamálum ríkisins hefði verið stuðlað að því að koma I veg fyrir greiðsluhalla og safna gjaldeyrissjóðum erlendis og auka lánstraustið út á við. í félagsmálum hefði fjölmargt verið gerL almennar bætur fjór- faldaðar, opinber stuðningur og lán til íbúðabygginga stóraukin, framlög til skólamála sexfölduð og skólakerfið endurskipulagt. — Þá hefðu orðið miklar umbætur í samgöngumálum og stórfelld á- tök í sjúkrahúsabyggingum, svo aldrei hefði verið neitt viðlíka áður. Þá ræddi ráðherrann fyrirætl- anir ríkisstjórnarinnar. f dag hefðu verið samþykkt á Alþingi lög um stórfelldustu fram kvæmdir í raforkumálum, sem sögur færu af í landinu. Unnið væri að undirbúninigi stóriðju á íslandL Þá væri brýn þörf breytinga á skattalöggjöfinni, þar sem allir væru þar ekki jafnir fyrir lögun- um. Lækka þyrfti tolla í áföng- um. Áfram þyrfti að vinna að endurskoðun skólakerfisins og þau mál væru í áframhaldandi athugun. Ráðherrann spurði hvort hægt væri að telja öll þessi mál til afturhaldsstefnu. Hann kvað það vera mestu aft- urhaldsmennina í ísl. stjórnmál- um í dag, sem berðust gegn þvl að ný spor væru stigin til aukn- ingar iðnvæðimgar. fhaldssam- asta stefnan væri þeirra, sem vildu berjast fyrir haftastefnu og vandræðastefnu í fjérmálum eins og ríkt hefði á árunum 1930-1960 og endurupptöku hennar. Sama gilti um þá sem vildu viðhalda ýmisskonar smáframkvæmdum sem stórfé kostaði að vernda og benti þar á landbúnaðinn, sem kostaði þjóðina mörg hundruð milljónir á árL Þá ræddi hann skipan launa- mála og verðlagsmála landbún- aðarins, sem nauðsynlegt væri að leysa. Ekkert væri nú brýnna en ná samkomulagi við launastéttirn ar og atvinnurekendur svipað og verið hefði með júní-samkomu- laginu á sl. ári. Stytting vinnu- tímans væri nauðsyn og megm- verkefnið. Þá væri ekki einasta nauðsyn að ná samkomulagi um verðlag og launamál einu sinni á ári heldur ættu stéttirnar að hafa stöðugt samband sín á milli til þess að tryggja lausn þessara mála í tíma. Einar Olgeirsson sagði f ræðn sinni m.a., að forsætisráðherra hefði haft um það fögur orð, að bæta þyrfti kjör hinna lægst laun uðu í þjóðfélaginu. Ekki væri þó Framhald á bls. 2S, |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.