Morgunblaðið - 06.07.1965, Side 3

Morgunblaðið - 06.07.1965, Side 3
S NTfmmvmnvTmniiiiiTinimmtfnrfiiTmitTftimimiirmrifnmimrMifHiirnmmimnniiMiimfi Þriðjtidagur 6. júlí 1965 MORGUNBLADIÐ 3 Framkoma unga fólksins var til fyrirmyndar fct fe UM 25 þúsund manns sóttu landsmót Ungmennafélags Islands að Laugarvatni um sl. helgi. Mótift var í heild sérstaklega vel heppnað, og nutu mótsgestir veður- blíðunnar í ríkum mæli. — Ungt fólk setti svip sinn á þetta mót, og var fram- koma þess til mikillar fyrir myndar, að því er Óskar Ólason, varðstjóri, tjáði blaðinu. 26 manna lögreglu sveit úr Reykjavík var að Laugarvatni um helgina. Tekinn var upp einstefnu- aéstur að Laugarvatni yfir . Lyngdalsheiði og um Svína- vatnsveg frá Grímsnesi á laug ardag frá kl. 1 til 5 og á sunnu dag kl. 10 til 4, en frá kl. 4 til 12 á sunnudag var einstefnu- akstur um sömu vegi frá Laug arvatni. • 300 bílar fengu aðstoð hjá FÍB Að því er Magnús Valdi- marsson, sem stjórnaði vega- þjónustu á vegum Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda, tjáði blaðinu, hefur aldrei verið eins mikið að gera síðan vega- þjónusta FÍB hófst fyrir 14 ár- um. Níu bílar frá FÍB voru á vegum úti, þar af einn krana- bíll og sjúkrabifreið, en Magn ús var ökumaður hennar. Fór. hann tvær ferðir til Reykja- víkur með slasaða og eina ferð til Selfoss. í flestum vegaþjón- ustubílunum voru tveir menn, og höfðu þeir ærinn starfa frá morgni til nætur. Fengu um 300 bílar aðstoð hjá FÍB. Um- ferð gekk nokkuð greiðlega, þegar ryks á vegum gætti ekki, en þegar svo bar undir, sýndu bilstjórar ekki þá aS- gæzlu, sem nauðsynleg er, þeg ar ekið er í rykmekki. Mest annríki hjá vegaþjón- ustubílunum var á sunnudag- inn. Flestar viðgerðir voru í Laugardalnum, en þar voru staðsettir þrír viðgerðarbílar. Fyrir orð Magnúsar var við- gerðarbíll frá Hjólbarðavið- gerð Vesturbæjar staðsettur í Laugardal, og nutu margir þeirrar þjónustu. Magnús kvað það mjög al- varlegt ástand, hve bílstjórar tækju lítið tillit til sjúkrabif- reiðarinnar. Þessi bifreið er auðkennd „Slysahjálp", en samt sem áður þrjózkast bíl- stjórar við að víkja úr vegi fyrir henni. Einnig er hvít veifa á bifreiðinni, sem bendir til þess, að aðrir bílar eigi að fara til hliðar, en bílstjórar virða hafia ekki. Sagði Magn- ús, að FÍB hefði farið fram á það að fá sírenu í sjúkrabif- reiðina, en því hefði ekki ver- ið sinnt. Verður þó ekki ann- að séð en full þörf sé á slíku. Sjúkrabifreiðin gegnir mikil- vægu hlutverki og ætti því að vera ljóst, að hún þarf á auð- kenni að halda, sem umferðin tekur tillit til. • Hjálparsveit skáta hafði í mörg horn að líta Hjálparsveit skáta gegndi mjög mikilvægu þjónustuhlut- verki að Laugarvatni um helg ina. Skátarnir höfðu nóg að gera allan tíman meðan mótið stóð yfir, en sérstaklega þó á sunnudaginn. f sveitinni voru 30 manns, piltar og stúlkur. Blaðið hafði tal af Karli Marinóssyni, og sagði hann, að hjálparsveitin hefði haft slysa varðstofu í tjaldi og auk þess sjúkratjald með 10 legupláss- um. Ennfremur sérstakt tal- stöðvartjald og talstöðvarþjón ustu. Unnu skátarnir 6 tíma vaktir 8 í einu. Hálft 5. hundr- að manns leitaði aðstoðar hjálparsveitarinnar, en í flest- um tilvikum var um að ræða minniháttar sólbruna. Um 10 manns voru sendir læknastúd- entum, sem höfðu sjúkrastofu i Héraðsskólanum eða til Sel- foss með sjúkrabifreið FÍB. Vegna hinna tíðu sólbrunatil- vika lét hjálparsveitin til- kynna áskorun til mptsgesta um að gæta sín vegna sólar- innar. Á sunnudag, þegar fólk var mest niðri við vatnið, hafði hjálpaísveitin menn á báti úti á vatninu með öndun- arpoka og línubyssu og labb- rabb-tæki. Var þetta öryggis- ráðstöfun, ef eitthvað ' skyldi út af bera úti á vatninu. Þess voru mörg dæmi, að fólk lagð- ist í vatnið til þess að kæla sig. Allur útbúnaður hjálpar- sveitarinnar var fenginn að láni hjá Slysavarnafélaginu. Sagði Karl, að hjálparsveitin væri mjög þakklát félaginu fyrir það og ennfremur FÍB fyrir þeirra þátt að leggja til sjúkrabifreið; en án hennar hefði sveitin tæplega getað starfað. • Læknaþjónusta Sem fyrr segir önnuðust tveir læknastúdentar lækna- þjónustu í Héraðsskólanum, þeir Auðólfur Gunnarsson og Valgarður Egilsson. Höfðu skátarnir talstöðvarsamband við þá úr sjúkratjaldinu. Auð- ólfur sagði í viðtali við blaðið, að allmargir hefðu leitað læknisaðstoðar frá laugardags morgni fram á “sunnudags- kvöld. Ekkert tilvik hefði þó verið stórvægilegt utan eitt, er ölvaður maður ók á stúlku, en hún skarst nokkuð í andliti. Var henni ekið í sjúkrabifreið FÍB til Reykjavíkur. Nokkur brögð voru að því að fólk skæri sig á glerbrotum í vatn- inu, en aðspurður um það, hvort einhverjir hefðu fengið sóKting, kvaðst Auðólfur ekki mundu kalla það því nafni. Allmargir fengu sáran höfuð- verk vegna sólarhitans og fylgdi því oft og tíðum ógleði. Annars væri áberandi, hve fólk, sem lítið hefur verið í sól, fer óvarlega. Auðólfur kvaðst lítið hafa orðið var við ölvun; helzt hefði verið um ó- happaslys að ræða. • Viðgerðarþjónusta Að Laugarvatni var stað- settur fullkominn viðgerðar- bíll frá Hjólbarðaviðgerð Vest urbæjar. Þorsteinn Örn Þor- steinsson, forstjóri fyrirtækis- ins, sagði í viðtali við blaðið, að margir hefðu notfært sér þessa þjónustu og hefðu tveir viðgerðarmenn, sem störfuðu í bílnum, þurft að bregða sér til Reykjavíkur til þess að sækja fíeiri slöngur og dekk. Gerðu viðgerðarmenn . ýmist að selja ný dekk og slöngur eða láta heilar notaðar slöngur í skiptum fyrir sprungnar. — Nutu 56 bifreiðaeigendur að- stoðar þeirra á sunnudag, en 26 á laugardag. IMIIIIUtUIHII STAKSTFIIVAR „Sjá hér hve illan endi...............“ Eysteinn Jónsson, hinn valti foringi Framsóknarflokksins, læt ur Timann birta við sig viðtal á forsiðu sl. sunnudag og segir þar, *. að á Austfjörðum hafi menn „staðið á öndinni út af bráða- ' - birgðalögum um síldarskattinn, sem stöðvuðu síldveiðiflotann". Eysteinn segir siðan, að þrátt fyr- ir lausn deilunnar sé áhyggjum ekki létt af mönnum, því að nú spyrji menn hver annan: „Upp á hverju tekur hún (þ.e. stjórnin) næst og hvar endar þetta?" Hafi nokkur maður á Aust- fjörðum „staðið á öndinni" vegna síldveiðideilunnar var það Ey- steinn Jónsson sjálfur. Meðan deilan var enn óleyst stóðu bæði Eysteinn og Framsóknarflokkur- inn á öndinni. Mundi þeim tak- ast að gera málið að pólitisku árásarefni á ríkisstjórnina? Var nú loksins komið upp það mál, sem skapað gæti þeim möguleika ^ á stjórnaraðstöðu? Þannig hugsuðu Framsóknar- menn og Eysteinn og þess vegna „stóðu þeir á öndinni" meðan deilan varði og biðu milli vonar og ótta eftir því hversu fara mundi. En forsjónin var þeim ekki hliðholl, deilan var leyst fyrir tilstilli ábyrgra aðila og Framsóknarmenn sitja enn utan garðs. Það er þvi enginn furða þótt Eysteinn segi nú: „Hvar endar þetta?“ Sjálfur varð hann ráð- herra, kornungur, fyrir stríð og síðan nær sleitulaust þar til vinstri stjórnin féll. Getur það verið, að stjórnmálaferill, sem hófst svo glæsilega eigi sér þann endi, að Eysteinn komist ekki i ráðherrastól aftur í .ellinni? Já, hvar endar þetta, Eysteinn? Það er von að maðurinn spyrji. Eftir áratuga ráðherramennsku Eysteins Jónssonar er svo komið, að enginn íslenzkur stjórnmála- maður fæst til þess að sitja í ríkis stjórn með honum, nema kánnski hinir örfáu stuðningsmenn, sem hann á enn í þingflokki Fram- sóknarflokksins. Og „upp á hverju tekur ríkis- stjórnin næst?“ Það skyldi þó aldrei fara svo að senn taklst samningar á Suðvesturlandi ©g vinnufriður þar með tryggður i landinu samfleytt í tvö og hálft ár? Það yrði Framsóknarmönnum og Eysteini vafalaust mikil von- brigði. En þeir geta nú litið í eigin barm og tuldrað við sjálfa sig og Eystein: „Sjá hér hve illan endi . .. .“ Fréttafalsanir Tímans " Timanum er nú svo mikið i mun að bera af sér sakir um fréttafalsanir, sem blaðið gerir sig sekt um hvenær sem því þyk- ir við þurfa, að öll forystugrein blaðsins fjallar um það efni sl. sunnudag. Skrif Tímans um þetta mál sýna, að blaðið veit upp á sig skömmina, en gerir tilraun til þess að breiða yfir hana með því að ásaka aðra um hið sama. En það er sama hvað Tíminn skrifar margar forystugreinar um þetta mál. Blaðinu tekst ekki að fela það sem allir sjá að það hefur gert. Blaðinu væri nær að skamm- ast sín og þegja um þetta mál. Meðan síldveiðideilan stóð flutti Tíminn rangar fregnir um mikla veiði á síldarmiðunum augljós- lega í þeim tilgangi að skapa auk- inn óróa meðal fólks út af þessu máli. Þetta liggur fyrir. Timinn ætti því að sjá sóma sinn í að ásaka ekki aðra um eigin syndir. En málgagn Framsóknarflokks- ins hefur kannski enga sómatil- finningu. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.