Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ * Þrlðjuaagiir g. júll 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Ungfru Wraxton, sem gat ekki annað en orðið hrifin af þessari vitneskju, gat ekki stillt sig um að endurfaka hana við Soffíu áð- ur en tveir sólahringar voru liðrtir. Hún hafði verið á gangi í Garðinum á skemmtigöngutím- aiium, ásamt þernu sinni, þegar hún rakst á vagn Soffíu, en hann hafði stanzað til þess að hún gæti talað við þennan hneykslanlega Sir Vincent. Hann studdi annarri hendi á tröppuna á vagninum og hún hallaði sér fram til þess að ségja eitthvað við hann, sem þau virtust hafa mjög gaman af. Hún kom augá á ungfrú Wraxton og brosti tii hennar, en varð hissa, þegar Eugenía kom að vagnin- um og heilsaði henni. Komið þér sselar! Svo að þetta er þessi vagn, sém allir eru að tala um? Að minnsta, kosti eigið þér þarna fallega h'esta, sé ég. Og þér akið með þá í halarófu? Til ham- ingju .... það held ég ekki, að ég treysti mér að gera. — Þér þekkið náttúrlega Sir Vincent Talgarth? sagði Soffía. ; Sir Vincent fékk kuldalega iineigingu og aðkenningu af brosi. - \— Vitið þér það? sagði ungfrú lýraxton. — Ég held næstum að áj* verði að biðja yður að taka mig upp í, einn hring. Svei mér ef ég öfunda yður ekki af allri þessari kunnáttu yðar. Soffía benti John að stíga út, og sagði kurteislega: — Já, gerið þér svo vel, ungfrú Wraxton. Ég á auðvitað að sýna hvað ég get? Við hittumst á föstudag, Sir Vineent .... þér lítið inn til mín þá. 20 Ungfrú Wraxton steig upp í vagninn með hjálp Johns og tókst það sæmilega, enda þótt vagninn væri óþægilega hár, lagaði pilsið á sér snyrtilega og heilsaði hundinum með vingjarn- legu „Hvutta-hvutt“, svo að hundurinn fór að skjálfa og dró sig nær húsmóður sinni. — Ó, ég er svo fegin að fá þetta tæki- færi til að tala við yður, ungfrú Stanton-Lacy. Ég var orðin alveg vonlaus um að geta nokkurntíma náð í yður í einrúmi. Þér þekkið svo marga! — Já, er ég ekki heppin? — Jú, vissulega svaraði hin, hunangssætum rómi, — enda þótt það vilji verða, þegar mað- GERIÐ SAMANBURÐ A VERÐI ! ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 v820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 1100x20/14 — 8.437,00 640x15/6 — 1.153,00 900x20/14 — 5.591,00 670x15/6 — 1.202,00 ur þekkir svona marga, að mað- ur sýni ekki af sér nógu mikla varkárni. Ég veit ekki nema það væri rétt af mér að vara yður ofurlítið við. í París og Vín munduð þér geta sagt mér, hvern ig ég ætti að hegða mér, en í London hlýt ég að vera kunn- ugri en þér. — Ég yrði nú aldrei svo ósvífin að fara að leggja yður neinar lífs reglur, sagði Soffía. — Kannski yrði nú heldur engin þörf á því, sagði ungfrú Wraxton teprulega. — Mamma min hefur alltaf verið mér mjög umhyggjusöm móðir og mjög ströng þegar hún hefur verið að velja börnunum sínum kennara. En ég hef vorkennt yður svo innilega, eins og ástatt er fyrir yður. Þér hafið oft fundið til þess að vera móðurlaus? — Alls ekki. Og fyrir alla muni, verið þér ekki að eyða yðar meðaumkun á mig. Sir Hor- ace hefur bætt mér móðurmiss- inn og það til fullnustu. — Karlmenn eru nú ekki það sama og móðir. — Það getur nú orðið fullyrð- ing gegn fullyrðingu. Hvernig lízt yður á þá jörpu mína? Ungfrú Wraxton lagði hönd á hné hinnar. — Leyfið mér að tala hreinskilnislega, bað hún. — Ég get nú víst illa hindrað það nema velta troginu, svaraði Soffía. — En betra væri yður nú samt að láta það ógert, því að ég er býsna óráðþæg, of ef ég skyldi stökkva upp á nef mér, gæti eitthvað komið fyrir, sem yður þætti miður. — Já, en ég verð að tala! Það er ekki nema skylda mín við hann frænda yðar! — Jæja? Hvernig víkur því við? — Þér skiljið, að hann kann ekki við að nefna það við yður sjálfur. Hann er svo nærgæt- inn ...... — Ég hélt, að þér ættuð við hann Charles! greip Soffía fram í. — Hvað frænda eigið þér við? — Ég er að tala um hann Charles. — Slúður! Hann er nú ekki vanur að vega hvert orð. — Fyrirgefið þér, en þessi léttúð yðar er algjörlega óvið- eigandi sagði ungfrú Wraxton og um leið fór mesta sætubragð ið af henni. Ég held þér gerið mannl' ka. kristjAnsson h.f. UMeOflM) SUDURLAN.DSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 yður ekki ljóst, hvað heimtað er af konu af háum stigum. Eða .... afsakið .... hvað það er óráðlegt að spana fólk upp á mói sér og gefa tilefni til slúður- sagna, sem ég veit að yður kæmi eins illa og Rivenhall-fjölskyld- unni. — Jæja, guð minn góður, hvað kemur næst? sagði Soffía stein- hissa. — Þér eruð væntanlega ekki svo forneskjuleg að halda, að ég gefi tilefni til slúðursagna þó að ég aki í háum vagni? — Nei, enda þótt fólk mundi nú heldur vilja sjá yður í ein- hverju ekki alveg eins sportlegu ökutæki. En þessi frjálslega um- gengni yður við ýmsa liðsfor- ingja — eða Rauðfrakka, eins og hann Charles kallar þá — og þó einkum við manninn, sem þér voruð að tala við rétt áðan, gerir það að verkum, að fólk heldur að þér séuð lauslát, og það vild- uð þér þó væntanlega ekki vera talin? Og kynnin við Sir Vin- cent eru yður ekki til framdxátt- ar .... öðru nær! Viss dama .... af hæstu sigum .... sagði við mig um daginn, að þið væruð óþarflega mikið saman. — Þá er hún líklega hrædd um að missa einhvern spón úr aski sínum sjálf. Hann er hræðilegur daðrari! Og Charles frændi var að biðja yður að stía mér frá liðsforingjunum, eða hvað? — Hann bað mig ek’ki bein- línis um það, svaraði ungfrú Wraxton, varlega, — en hann hef ur minnzt á það við mig, og ég veit alveg um álit hans á því. Og þér verðið að gera -yður það ljóst, að aðallinn lítur ekkert mildum augum á strákapör eins og þau að stela hestunum hans Charles, því að vernd frú Omb- ersley leggur yður vissar skyldur á herðar. — Mikið get ég verið heppin! En haldið þér, að mannorðið yðar hafi gott af því að láta sjá yður með mér? — Nú eruð þér að gera að gamni yðar. — Nei, en ég er bara hrædd um, að þér fáið óorð af að láta sjá yður í þessum grindavagni og með svona lauslátum kven- — Varla það, svaraði hin, hóg- lega. — Kannski getur einhverj- um fundizt það skrítið af því að ég ek aldrei sjálf í London, en hinsvegar vona ég að mitt mann- orð sé nægilega grunnmúrað, til þess að mér gæti jafnvel leyfzt sitthvað, sem öðrum þýddi ekki að reyna. Nú voru þær komnar þangað sem sást til hliðsins við Apsley- húsið. — Segið mér nú hrein- lega, sagði Soffía. — Ef ég skyldi gera eitthvað hneykslanlegt, meðan ég er með yður, væri þá yðar góða mannorð nægilegt til að bjarga mér frá algjöru hneyksli? — Já, ef við segjum álit ættar minnar, get ég svarað því ját- andi. _ — Ágætt! sagði Soffía og sneri hestunum að hliðinu. Ungfrú Wraxton varð eitthvað JAMES BOND Eftir IAN FLEMINC óróleg og sagði: — Hvað ætlið þér að gera? — Ég ætla að gera upp á eigin ábyrgð það sem allir hafa sagt mér að ég mætti ekki gera, svaraði Soffía. — Fyrir mér er það einskonar Biáskeggs-her* bergi. Vagninn sneri nú við og út gegn um hliðið, beygði hart til vinstri og var næstum búinn að rekast á flutningavagn. Ungfrú Wraxton rak upp skræk og hélt sér dauðahaldi í sætið. — Varið þér yður. Stöðvið strax vagn- inn! Ég vil ekki aka um göturn- ar! Eruð þér orðin alveg vitlaus? —.Sei sei nei! Ekki hrædd. Ég ei með fullu viti. En hvað ég var heppin, að þér skylduð vilja aka með mér. Annað eins tækifæri hefði ég aldrei fengið! Mathis, frá skrifstofu Deuxieme í aðstoðarmaðurinn, sem London hefur því að senda mér kvenmann! Halda Frakklandi, er samstarfsmaður James valið handa þér. Hún er dökkhærð þeir að þetta sé einhver göngutúr úti r Bond. með blá augu.... í skógi? ^ — í>ér mun áreiðanlega falla í geð — Hvern fjárann meina þeir með Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og i verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunölaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allaii Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.