Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLA&ID
Þrrðjuðagur 6. júlí 1965
Heimsókn í norskt minkabú
er ör. Stærðin sézt vel í samanburði við filmupakkann.
VEGNA fmmvarps á Alþingi
um afnám banns við minka-
eldi, hafa verið miklar um-
ræður að undanförnu. Margir
hafa lagt orð í belg í ræðu og
riti, og hefir hver haft sina
sögu að segja, vitnað til einn-
ar eða annarrar niðurstöðu,
sem hefir ýmist mælt að öllu
leyti með, eða að öllu leyti á
móti minkaeldi. Þannig eru
öfgamar. En vafalaust era
margir annmarkar á minka-
eldi, en hitt er annað mál
hvort hér sé ekki um of stóran
möguleika til gjaldeyristekna
að ræða, að við 'höfum hreint
og beint ekki efni á að útiloka
minkaetdið. miðað við óþaeg-
indi af minkaeldinu, eða hugs
anlegan skaða á fuglaiifi og
▼atnafiski.
En með tilliti til þess, að
Norðmenn flytja út minka-
skinn fyrir t.d. á síðasta ári
175 miilj. norskra króna, eða
rúman miiljarð íslenzkra
króna, og með tilliti til að
stærsti kostnaðarliðurinn við
minkaeldi er fóðrið, sem við
getum aflað okkur á mjög
ódýran hátt miðað við aðrar
þjóðir, þá væri ekki úr vegi
að leggja þær spurningar fyr-
ir Norðmenn, sem efst hafa
orðið á baugi í þessum umraeð
um á meðal okkar, með eða
á móti minkaeldi.
Vegna tilfallandi ferðar til
Noregs heimsótti undirritaður
minkabú í utanverðum Roms-
dalsfirði á Vesturströnd Nor-
egs, en minkabú þetta er rek-
ið af Fridtjof Lervold, manni
á miðjum aldri, sem hefir
haft minkaeldi að atvinnu frá
því eftir heimsstyrjöldina.
Lervoid tekur erindinu vel,
en kveður svörin við spurn-
ingunum hljóti að mótast af
sínum persónulegu skoðunum.
Hann sýnir okkur inn í minka
skúrana, þar sem búrin eru í
þéttum röðum til beggja
hliða. Það virðist vera hefð-
bundinn byggingarstíll á
minkabúum i Noregi, þvi að
skúrarnir eru á flestum stöð-
um eins eða mjög líkir, lang-
ir rangalar, með bárujáms-
þaki og hliðarnar úr þéttu
vírneti. Gólfið er víðast hvar
ateypt.
Minkabú Lervoldg er meðal
stórt, segir hann okkur, 360
læður, og nú er hann með
1700 unga, 2ja til 5 vikna
gamla. Hann er ánægður með
þá útkornu, sem hann telur
vera yfir meðallagi. Minkar
Lervolds eru svartir og ljós-
brúnir, en þá liti telur hann
vera nokkuð stöðuga í verð-
lagi.
— Eru sveiflur á markaðs-
verðinu?
— Ekki miklar undanfarin
ár, nema helst á afbrigðum,
m.a. hafa verið sveiflur á hvít
ura skinnum, þegar of mikið
hefur borizt að. Annars hafa
öll skinn 3elzt undanfarin ár,
en heimsmarkaðurinn er 20
milljónir minkaskinna á sl.
ári. Sum afbrigði hafa líka
stigið geysihátt
— Er skinnasala kannski
bara augnabliks tízkufyrir-
bæri?
— Ekki aldeilis. Skinnasala
er með elztu verzlun sem um
getur, og meðal skinnakaup-
enda í Evrópu eru 3SÖ ára
gömul fyrirtækL
— Sleppa minkar út?
— Já, vafalaust gera þeir
það sums staðar, en ég held
það séu þá sömu slóðarnir
aftur og aftur, eða þá byrjend
ur, sem hafa þá ekki naega
reynzlu á því sem verið er að
gera. Það eru mörg, mörg ár,
síðan ég hefí misst út mink.
Það er dýrt að missa þá út.
— Er hægt að varna því?
Lervold hristir sig yfir
spurningunni.
— Auðvitað er hægt að
koma í veg fyrir þ»ð og eng-
inn vandi. Ef í kringum skúr-
ana er hæfilega há girðinig
með jámplötu efst, þá slepp-
ur ekki út eitt einasta dýr,
nema fyrir slóðaskap. Úr nýj-
ustu minkabúunum, sem eru
byggð eftir ábendingum sér-
fræðinga, misstist ekki einn
einasti minkur. Annars nota
Danir mikið bárujám í girð-
ingar í kring og það er vafa-
Iaust ágætt.
— Hvað myndir þú telja
hagkvæma stærð á minkabúi?
— Því er erfitt að svara. En
ég tel léttara fyrir þrjá menn
að hugsa um 1200 læður, en
einn mann að sjá um 400 læð-
ur, enda geta menn þá skipzt
á um helgarfrí, og svo er visst
öryggi í því, ef veikindi steðja
að.
— Hvað kostar fóðrið?
— Það er afar misjafnt.
Kílóið af fiskafskurði frá
frystihúsi kostar 54-56 aura
norska (kr. 3,38 ísl.) Annars
eru fyrirtæki, sem selja hakk-
að og blandað fóður, hæfilega
blandað af fiskúrgangi og
kjöti. Margir minni minka-
framleiðendur kaupa fóðrið
þannig . .Qft er erfitt að fá
gott fóður, Mikið fóður er
flutt alla leið frá Tromsö, svo
að flutnings- og geymslukostn
aður er yfirleitt mikill. Fóður
kotítnaður hjá okkur er 45-55
krónur norskar á hvert fram-
leitt skinn á ári.
— Hver er helzta áhættan í
sambandi við minkaraekt?
— Stærsta áhættan er sjúk
dómar eins og hvolpasýki en við
Framh. á bis. 20.
M
Eiginmaður minn
KARL SIGURÐSSON
leikari,
andaðist laugardaginn 3. júlí.
Fyrir hönd föður hans og barna okkar
Anna Sigurðardóttir.
Faðir minn
JOHN LINDSAY, heildsali,
lézt á ferðalagi í Frakklandi 30. júni. Jarðarförin aug-
lýst síðar.
F. h. fjarstaddrar móður minnar og systur.
John Olafur Lindsay.
Fósturmóðir mín
SIGURBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIK
Grundarstíg 19,
andaðist í Landakotsspítala 2. júlL
Esther Bjarnadóttir.
Eiginmaður minn
SIGURÐUR ÞORKELL SIGURÐSSON
Ránargötu 9 A,
lézt laugardaginn 3. júlí.
Bjamey Bjarnadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og viánttu við
andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður og afa
GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR
húsasmíðameistara.
Jóhanna S. Jónsdóttir, Auður Guðmundsdóttir,
Kolbrún Guðmundsd., Þuríður Guðmundsd.,
Viggó M. Sigurðsson, Henning Jensen,
og dætrabörn.
Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem auð-
sýndu okkur samúð, vináttu og hjáip, við fráfall eigin-
manns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdasonar,
frænda og vinar:
ÖSSURAR. SIGURVINSSONAR
húsasmíðameistara.
Sérstaklegar þakkir færurn við læknum, systrum. og
hjúkrunarliði Landakotsspítala.
Guð blessi ykkur öll.
Guðfinna Snæbjömsdóttir og böm, foreldrar,
systkini, tengdaforeldrar og aðrir vandamenn.
Séð yfir minkabú Lervolds. Þar var ekki öryggisgúðÍBg í kring, en henui mælir Lervold með
svo að öruggt sé að ekki missist minkar út.