Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 30
30 MOHCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 6. júlí 1965 Danir unnu en lið íslands kom Baldvin nýliði skoraði mark íslands —Ahorfendur mögnuðu liðid til dáða og skemmtilegs og ógnandi leiks fSL. LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu hristi sannarlega af lér slenið í gærkvöldi og bætti fyrir marga lélega leiki með skemmtilegum baráttuvilja og á köflum ágætum leik. Að visu varð ekki sigri fagnað yfir Dönum en slikur sigur or orðinn íslendingum jafn langþráður draiumur og það er Dönum að sigra Svía. Danir fóru með sigur af hólmi, 3 mörk gegn 1, en ísl. liðið átti ágæta leikkafla og hafði undirtökin í baráttunni oft í leiknum. Danska markinu var oft ógnað verulega. Leikur ísl. liðsins var hressilegur og góður og það sem einnig var ánægjulegt var hve virkan þátt áhorfendur tóku í leiknum. Um tíu þúsund manns sáu leikinn og fólkið gerði piltunum á vellinum ljóst með góðum og samtaka hvatn- ingarhrópum að það var fyrir ísland sem þeir voru að berj- ast Og hvatningarópin mögnuðu liðið til samstillts átaks sem með örlítilli heppni hefði getað fært íslandi 1-2 marka forystu fyrst í leiknum. # Gullin tækifæri. Þannig átti Þórólfur þrumu- skot eftir aukaspyrnu á 6. min. Það var fyrir einstaka heppni •að markvörðurinn danski rétti nt höndina og skotið sveigði utan við stöng. 5 mán. síðar lék Baldvin upp með miklum hraða, gaf til Þórólfs sem skaut þrumuskoti. Markvörður hálfvarði og aftur fékk Þórólf- ur tækifæri — en þá geigaði skot hans Það var meir fyrir heppni en getu að Danir fengu varizt mörk um í báðum þessum tilfellum. Með 2—0 forystu fer vart á milli má'a að leikurinn hefði snúizt landanum í vil. En Danir áttu einnig s>n gullnu tækifæri fyrst í leiknum og hurð skall nærri hælum við ísl. mark ið. Strax á 2. mín. óð Ole Mad- sen með sínum flughraða að isl. markinu — en Heimir fékk var- ið og aftur á 7. min. varði Heim Þrumuskot Hennings Enoksen lenti í þverslá og small til jarðar rétt utan við linu. Heimir gerði samt sitt til að verja. (Myndir: Sv. Þorm. og synir) ir skot nýliðans Poulsen á kant- inurru • Frumkvæði fslands. En að þessum tveim tækifær- um Dana frátöldum var fyrri hluti fyrra hálfleiks ísl. liðinu mjög í hag. Það kom danska lið- inu hreinlega úr jafnvægi með hraða og góðum leik. Ellert Schram var leiðandi maður ísl. liðsins og Þórólfur átti sending- ar, sem hleyptu dönsku vörninni Eyleifur var hinn erfiðasti fyrir varnarmenn Dana. Hér er eitt af mörgum skiptum er hann sigraði þá í návígi. 1 uppnám og hún mátti taka á öllu sínu. Rétt um miðjan hálfleikinn komst Henning Enoksen í ágætt færi og sendi þrumuskot að markinu. Heimir flaug eftir því en náði ekki. Boltinn smail í þverslánni og til jarðar rétt utan iínu. Og síðan urðu varnarmistökin tíðari hjá vinstri væng varnar okkar. Madsen miðherji fékk þrívegis sendingar þar sem hann var í góðri stöðu. Fyrst skallaði hann yfir og s‘ðan varði Heimir skalla hans af 2 m. færi og loks átti Madsen skot framhjá. Vörn okkar var heldur óörugg -og felmtri sló á mann þegar sótt var upp og leitað á vinstri varnar- vænginn. En aftur undir lok fyrri hálf- leiks náðu íslendingar tökum á leiknum og með hraða og ákveðni var danska markinu ógnað — og Danir máttu grípa til þess að verja í horn. • Bjargað á línu. Bæði lið komu full sóknarhuga til síðari hálfleiks. Þetta var ægi hörð barátta þar sem vart mátti á milli sjá. Á 3. mín. fá íslendingar bjarg- að á línunni eftir varnarmistök v. megin og misheppnað úthlaup Færeyskir handknatt- leikskappar í heimsnkn HINGAÐ eru komnir í heimsókn og keppnisför færeyskir hand- knattleikskappar. Koma þeir á vegum Hauka í Hafnarfirði, Kefl 'víkinga og Akureyringa. Fyrst heimsækja þeir Hafnfirðinga og leika þar tvo leiki. Verður hinn fyrri við Hauka í kvöld, þriðju- dag, og sá síðari á morgun við FH. Báðir leikirnir verða á Hörðuvöllum. Þetta færeyska lið er frá félag- inu Kyndli í Þórshöfn. Liðið hef- ur margsinnis unnið meistaratitil Færeyja. í keppninni í ár eiga þeir einn leik eftir og vinni þeir hann halda þeir enn Færeyja- meistaratitlinum — ár til viðbót- .ar. — „Hef engartaugar sem varamaður" EFTIR leikinn brugðum- við okkur í búningsklefa liðs- manna og dómara og spurð- um álit manna á leiknum: T. Wharton dómari sagði: Þetta var ágætur leikur og einn bezti landsleikur sem ég hef dæmt síðari árin. ísl. liðið verðskuldaði vel markið sem kom á síðustu mínútu. Pilt- arnir vkkar léku mjög vel. Mér fannst Ellert Schram beztur íslendinga, hann barð- ist vel, og var harður og magnaði lið sitt til átaka. Danirnir unnu en þeir þurfa á betra liði að halda í heimsmeistarakeppni en þessu. Þeir hafa misst marga í atvinnumennsku og það má greinilega merkja. — Én ég vil sérstaklega þakka mínum ágætu línuvörðum, Hannesi og Magnúsi fyrir gott sam- starf. Hannes Þ. Sigurðsson sagði: Ég var í ágætri stöðu til að sjá skot Enokssens í upphafi sem fór í þverslána. Það small í jörðu um hálfan meter fyrir utan línu. Dómarinn tók í sama streng. Ole Madsen fyrirliði Dana sagði: Mér finnst geta isl. liðsins svipuð — kannski að- eins lakari — en 1959. Ellert Schram var bezti maður liðs- ins og Heimir markv. átti og góðan leik. Ég er ekki ánægð- ur með leik danska liðsins. Bakverðirnir léku of framar- lega í fyrri hálfleik. Það skap aði hættu. Hjá okkur finnst mér Arentoft v. framv. hafa átt beztan leik. Skousen form. danska sam- bandsins og aðalfararstjóri: Þetta var skemmtilegur leikur og fjörugur. Bæði lið áttu. góð tækifæri og mörg og ég held að 5—3 fyrir Dani hefði gefið réttari mynd af leiknum en 3—1. Mér finnst ísl. landsliðið álíka sterkt og 1959. Ríkharður Jónsson sagði: Við hefðum átt að fá mark fyrr. En um öll mörkin má segja að þau hefðu frekar átt að koma úr betri tækifærum — því af siíku áttu bæði iið- in nóg — einkum framan af. Vörnin hjá Dönum er ekki sterk og ég álít að ísl. liðið hafi gert rangt í að leika um of upp miðjuna. Hefðu kant- arnir verið nýttir tel ég ár- angurinn hefði orðið meiri. — Hvernig fannst þér að vera varamaður? — Það er afleitt hlutverk. Ég hef eiginlega engar taugar í það. Karl Guðmundsson. Mjög ánægður, liðið barðist mjög vel Mér fannst leitt að öll mörkin komu upp úr feilsend ingum eða röngum staðsetn- ingum. Við hefðum átt að geta skorað fleiri mörk. Þórólfur Beck. Ég er ekki ánægður. En er viss um að áhorfendur hafa fengið eitt- hvað fyrir aurana sína. Baldvin Baldvinsson. Ánægð ur með leikinn. Mér fannst þetta detta of mikið niður hjá okkur í seinni hálfleik. Mjög hamingjusamur yfir því að hafa skorað þetta mark. Ellert Schram fyrirliði ís- lenzka liðsins. Ég er óánægð- ur yfir því að vinna ekki leikinn. Mér fannst liðið standa sig vel, og of mikill rnunur, á:l hefði verið sann- gjarnt. Mér fannst danska liðið ekki eins gött og ég bjóst við. Björgvin Schram form. K.S.L Ég er ánægður með leikinn. Munurinn á liðunum ekki mikill. Okkar strákar stóðu sig framar öilum von- um, og ég held að fáir hafi búist við þessari baráttu. Meðal liðsmanna eru nokkrir landsliðsménn Færeyja, en I landsleik er þeir léku við íslend- inga 1963 höfðu Færeyingar for- ystu í leikhléi, en íslendingar- unnu síðan leikinn. ........»»■».... | Leikurinn | I í tölum I = fsland Danmörk j Mörk 1 3 I Skot á mark 7 11 | Skot framhjá 13 14 | Horn 9 9 1 Aukaspyrnur 9 12 j Markv. grípur inn í.3 4 j Innkast 22 29 j Gefið til markm. 9 8 .... Frjálsíþrottamót Frjáilsfþróttamót ÍR fer fram í kvöld á Lauig&rdalsvellinuim og hiefst kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.