Morgunblaðið - 06.07.1965, Side 12

Morgunblaðið - 06.07.1965, Side 12
/ 12 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 6. júlí 1965 I íþróttakeppnin á 12. landsmóti UMFÍ var jóf n, tvísvn og skemmtilei Þúsundir manna horfðu á frá morgni til kvölds 12. landsmót UMFÍ að Laugarvatni tókst mjög vel og var Héraðssambandinu Skarphéðni, sem sá um undirbúning og framkvæmd til hins mesta sóma. Á þá sæmd bætist einn glæsilegur sigur í stigakeppni milli þeirra 17 ungmenna- sambanda og félaga sem keppendur sendu til mótsins. Skarp héðinn er langstærst ungmennasambanda með rúmlega 2000 félagsmenn. Hlutu keppendur Skarpþéðins alls 271 stig á mótinu en næstir komu Suður-Þingeyingar (HSÞ) með 188 stig og í þriðja sæti UMF Keflavíkur með 93 stig. Iþróttakeppnin var mjög um- fangsmikil. Keppt var í 18 grein- um frjálsíþrótta karla og kvenna 10 greinum í sundi, glímu, 12 greinum starfsíþrótta og einnig fór fram úrslitakeppni í knatt- spyrnu, handknattleik kvenna og keppni í 5 liða í körfuknatt- leik, sem var aukagrein á mót inu nú (verður keppnisgrein næst) og reiknast því ekki í stigakeppni mótsins. Glæsilegur mótsstaður og aðstaða. Laugarvatn er glæsilegasti mótsstaðurinn sem völ er á hér á landinu fyrir slikt mót. Mann- virki íþróttaskólans móta þeirri glæsilegu aðstöðu rammann. Skólanum — og æsku landsins bættist glæsilegur íþróttaleik- vangur sem hlaut vígslu sína með mótinu, eins og frá var skýrt á sunnudaginn. Fyrir voru ágætur malarvöllur svo og körfu og handknattleiksvöllur. >á var sett upp sundlaug, timbur-„skál“ sem síðan var klædd plastdúk, sem er erlend nýjung. Var því hægt að keppa á staðnum í lOx 25 m útilaug, en án þessarar laugar sem Skarphéðinn og í- þróttafulltrúi ríkisins sáu sam- eiginlega um að koma upp, hefði sundkeppni mótsins orðið að fara fram í Hveragerði. En bráðabirgðalaugin bætti úr þessu. og jók það mjög á glæsi leik mótsins. t>á eru tjaldstæði nóg á Laugarvatm, góð aðstaða til matar- og kaffiveitinga og gistihúsrými á engum einum öðrum stað í sveit jafnmikið. Allt þetta, svo og fegurð staðar- ins gerði mótið að stórkostlegri og glæsilegri hátíð. Hinn gullni rammi var svo veðrið, glamp- andi sól báða daga og hinn síð- ari slík blíða og slíkur hiti að fádæmi eru. Skemmtilég kepyni íþróttakeppnin var sem fyrr segir umfangsmikil mjög. Árang ur í einstökum greinum er ekki sérlega góður á mælikvarða ís- landsmeta eða þaðan af meira. En keppnin í mörgum greinum var svo vel sótt, ?vo jöfn að þús- undir manna viku ' aldrei frá leikvanginúm eða sundlauginni og öðrum kepprusstÖðum. í>að tekur hug fjöldans sterkari tök- um að horfa á íjöimenna keppni sem er jöfn og tvísýn, en að sjá 1-2 afreksmenn berjast við sek- úndubrotin. Þar með er ekki sagt að eng- in afrek nafi verið unnin í keppni mótsins. Mörg voru góð sem vænta máctí. Þama mættu t.d. „stjörnur“ eins og Davíð Val garðsson, Ingum Guðmundsdótt ir o.fl. í sundinu, Ragnheiður Pálsdóttir, Sigrún Sæmundsdótt- ir, Björk Ingimundardóttir, Elísa bet Sveinbjiirnsdóttir, Oddrún Guðmundsdiittir, Emil Hjartar- son, Ingólfur Bátðarson, Þórður Guðmundsson o.i'L í frjálsum í- þróttum. Skipulag íþróttakeppninnnar var yfirleitt ágætt, en fór þó í einstöku tilfellum úr skorðum eins og vel skiljanlegt er á svo stóru og umfangsmiklu móti. Flokkaíþróttir. Keppt var til úrslita í knatt- spyrnu og handknattleik kvenna. Áður hafði farið fram undankeppni á svæðum og mættu 3 lið til leiks í úrslita- keppni í hvorri grein. í knattspyrnu kepptu UMF Keflavíkur og 6 af íslands meist urum Keflvíkinga í knattspyrnu Unnu þeir keppnina, sigruðu í *báðum sínum leikjum. Fyrst unnu þeir Skagfirðinga 1—0 í mjög lélegum leik. Keflvíkingar unnu svo í úrslitaleiknum lið Strandamanna með 7—0. Tók það Keflvíkinga 25 mín að skora fyrsta markið — en síðan rak hvert markið annað. í handknattleiknum léku til úrslita lið frá UMF Keflavíkur, lið Breiðabliks í Köpavogi og lið frá HSÞ. Reyndust þingeysku stúlkurnar og þær úr Kópavogi mjög jafnar að styrk en Kópa- vogsdömur fóru með sigur af hólmi í mótinu með hagstæðari markatölu. Unnu bæði liðin Keflavíkurliðið en skildu jöfn innbyrðis en sigur Breiðabliks yfir Keflavík var stærri og ræð það úrslitum. Körfuknattleikskeppnin utan dagskrár var mjög vinsæl og fylgdust margir með henni. NV- vindurinn fyrri daginn spillti keppninni nokkuð, en keppni lið anna 5 var jöfn og tvísýn en lauk með sigri Skarphéðins. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi. Glímukeppnin var einnig vin- sæl en lyktaði mfeð öruggum' sigri Ármanns J. Lárussonar sem lagði alla sína keppinauta og hlaat 7 vinninga. Starfsíþróttir Umfangsmikil keppni fór fram í starfsíþróttum og voru kepp- endur mjög margir, ungir sem gamlir. Dró keppnin að sér Úr 5 km hlaupinu. Þórður Guð mundsson í fararbroddi. marga áhorfendur en færri en ella þar sem svo margt fór fram á sama tíma, að menn urðu að velja á milli. Langbeztir í þess- ari keppni voru keppendur frá S-Þingeyjarsýslu og hrepptu meg inhluta stiganna eins og fram kemur í úrslitalistanum hér á eftir. — A. St. 4x100 m hlaup kvenna: Sveit HSlÞ 55.3 Sveit HSH 56.0 Sveit USAH 56.0 Sveit HSK 56.3 Sveit UMSK 56.5 Sveit UMSK 56.7 1000 m. boðhlaup: Sveit UMSK 2.06.6 Sveit UMSÉ 2.07.5 SveH UMSS 2.06.8 Sveit HSI» 2.09.6 Sveit HSH 2.09.8 Sveit HSK 2.10.3 100 m. hlaup: GuOmujxkir Jón<99on, KSK 11.1 Sævar Lansen, HSK n.2 Höskul<lur Þráirhsson, HSiÞ 11.2 Magnús Ólarfsson, USVH 11.3 Gissur Tryggvaaon, USD 11.4 100 m. hlaup kvenna: Björk Injgimundard., UMSB lfl.9 Lilja Sigurðardóttir, HSK 13.1 Valgerður Guðmundsd., USAH 13.1 Þuríður Jónsdóttir, HSK 13.4. Guðrún Benónýsdóttir, HSflÞ 13.3 G-uðrún Guðbjartsdóttir, HSH 13.3 5 km. hlaup: Marínó Eggertsson, UNJ» 16.26.3 I»órir Bjarnason, UÍA 16:26.0 Þórður Guðmundsson, UMSK 16.33.4 Jón Sígurðsson, HSK 16:46.8 Marteinm Signrðsson, HSŒC 17:15.6 Gunmar Karlsson, HSK 17:18 J Stangarstökk: Sigurður Friðriksson KST» 3.60 Ársælil Guðjónsson, UMSK 3.40 Magnús Jakobsson UMSK 3.30 Ófeigur Baldunsson HSÍ» 3.25 Erl«endur Sigurþórseon, UMFV 3.20 Guðmuroáur Jóhannsson, KSH 3.23 Hástökk karla: Ingólfur Bárðarson, HSK 1,73 j Halldór Jóneson, HSH 1.73 Helgi Holm, UMFK 1.7« Bergþór Halldórsson, HSK 1.73 Jóhann Jónsson, UMSE 1.6« SigurÞór Hjörlieifisson, HSH 1.6« Emil Hjarta.r»on, HVÍ 1.6« Þrístökk: Guðmundur Jónsson, HSK 16.80 Karl Stefárusson HSK 13.78 Siigurður Hjörheifsson, HSH 13.77 iThgvar Þorvaildseon, BSÞ 13.4« Sigurður Magnússon, HSK 13.10 Sigurður Friðrikseon, HSÞ 13.00 •rjár af keppendum Snæfelling a. F. v. Rakel Ingvarsdóttir 4. langstökki, Sesselja G. Sigurð ard. L 5 í langst. og EUsabet iveinbjörnsd. er sigraði. Gífurleg vinna blómstraði í glæsilegu landsmóti 12. LANDSMÓT UMFÍ að Laugarvatni var einhver glæsi legasta íþrótta- og útiskemmt un, sem hér hefur verið hald in. Áætlað er að 20—25 þús. manns hafi komið til móts- - ins. íþróttakeppnin, sýningar og ýmsar útiskemmtanir sem haldnar voru. tókust mjög vel, og þessa -12. landsmóts verður lengi minnzt sem glæsi legasta ungmannafél.móts sem haldið hefur verið. Hjálpaðist þar allt að, gífurleg undir- búnings- og skipulagsvinna, sem hundruð manna tóku þátt í án alls endurgjalds, ákjósan leg og glæsileg aðstaða að Laugarvatni og síðast en ekki sízt veðurguðirnir, sem bless uðu mótið og samkomugesti alla. Er líða tók að mótssiitum hittum við tvo af forvfgis- mönnum mótsins. Stefán Jason£u*son í Vorsa- bæ, formaður framkvæmda- og undirbúningsnefndar móts iri lét ánægju sína í ljós og vildi fyrst og fremst þakka öllum er að hefðu unnið og ekki síður öllum mótsgestum, sem hann kvað hafa komið einstaklega vel fram. Kvað Stefán Skarphéðinsmenn mjög ánægða að hafa fengið tæki- færi til að sjá um mótið. — Djarfar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi ýms atriði, en ánægjulegt væri að segja, í mótslok, að mótið hefði ver ið betra og ánægjulegra en jafnvel framkvæmdanefndin gat látið sig dreyma um að það yrði — með öllum sínum góða vilja. Hafsteinn Þorvaldsson fram kv.stj. mótsnefndar v£ir á sí- felldum þönum milli keppnis staða, matsölustaða, gistihúsa og tjaldbúða. Enginn einn maður mun hafa átt fleiri spor f sambandi við mótið, enda kveðst hann þreyttur og bólginn orðinn á fótum. — En það þarf ekki að spyrja að því að þú ert ánægður? — Jú, svo sannarlega. Þetta hefur allt tekizt eins vel og ég gat helzt vænzt og kosið mér. Það er sannarlega gam- an að hafa að þessu unnið, þegar allt tekst vel, sagði Hafsteinn. — Þetta hefur kostað gífur lega vinnu ykkar? — Því er ekki að neita. Það hefur ýmislegt verið erfitt. Það var t.d. erfitt að fara uþp um alla sýslu til að æfa þjóð dansafólkið (Hafsteinn stjórn aði þeirri sýningu) og einnig var erfitt að fá réttan fatnað á allt þjóðdansafólkið. En svo var sezt við sauma og allt hef ur þetta tekizt. Allir þeir sem til Hafsteins þekkja, vita að hann er fork- ur duglegur að hverju sem hann gengur. Það er því ekki sízt hann sem á þakkir skil- ið frá þeim mörgu sem nutu þessa 12. landsmóts. En vinn- an er ekki bara hjá undir- búningsnefnd. Hundruð þátt- takenda hvaðanæva af land- inu hafa undirbúið sig fyrir mótið og eiga allir þátt í að vel tókst. —A.St. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.