Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. júlí 1965
Útsvör og aðstöðugjöld
á Akureyri 59,8 millj. kr.
■OTSVARSSKRA Akureyrar var
lögð fram þriðjudaginn 20. júní.
Alls nema álögð útsvör kr.
48.570.100,00 — á 2884 gjaldend-
ur, og skiftast þannig milli ein-
stakiinga og félaga, að
278« einst.l. bera kr. 44.310.300,09
96 félög bera kr. 4.259.800,00
Framteljendur voru alls 4301.
1417 framteljendur bera ekkert
útsvar.
Útsvör voru lögð á eftir gild-
andi útsvarsstiga (sbr. og með-
íylgjandi greinargerð framtals-
nefndar), en voru síðan hækkuð
um 15% til að ná áætlaðri heild-
arfjárhæð útsvara að viðbættu
Happdrætti
D.A.S.
A LAUGARDAGINN var dregið
í 3. flokki Happdrættis DAS um
200 vinninga og féllu hæstu vinn-
ingar þannig:
fbúð eftir eigin vali kr. 500.000
kom á nr. 64280.
Bifreið eftir eigin vali kr .200.
000 kom á nr. 39324.
Bifreið eftir eigin vali kr. 150.
000 kom á nr. 56121.
Bifreið eftir eigin vali kr .130.
000 kom á nr. 4914.
Bifreið eftir eigin vali kr. 130.
000 kom á nr. 37807.
Húsbúnaður eftir eigin vali fyr
ir kr. 25.000 kom á nr. 8537.
Húsbúnaður eftir eigin vali fyr
ir kr. 20.000 kom á nr. 59146 og
nr. 63938.
Húsbúnaður eftir eigin vali fyr
ir kr. 15.000 kom á nr. 21538,
33856 og 43396.
Eftirtalin númer hlutu húsbún-
7,5% álagi vegna vanhalda.
Eftirtaldir aðilar bera útsvör
yfir kr. 100.000,00:
Einstaklingar:
Trausti Gestsson, Langholti 27
kr. 231.500,00; Tryggvi Gunnars
son, Víðimýri 10, kr. 207.000,00;
Oddur C. Thorarensen, Brekku-
götu 35, kr. 168.700,00; Brynjar
Skarphéðinsson, Lögbergsgötu 7
kr. 149.000,00; Baldvin Þorsteins-
son, Löngumýri 10, kr. 148.200,00,
Valgarður Stefánsson, Oddeyrar-
götu 28, kr. 133.500,00; Helgi
Skúlason, Möðruvallastræti 2,
kr. 132.800.00; Árni Magnús Ing-
ólfsson, Ránarg. 30, kr. 129.900,-;
Ólafur Jónsson, Munkaþverár-
stræti 21, kr. 119.600,00; Eyþór
Helgi Tómasson, Ásvegi 32, kr.
118.900,00; Hans Ström, Gránu-
féalgsgötu 53, kr. 113.000,00; Bald
ur Ingimarssön, Hafnarstr. 107 b
kr. 108.500,00; Þorsteinn Magnús-
son, Byggðavegi 92, kri 104.600,-;
Þorvaldur Pétursson, Stórhólti 4
kr. 104.200,00; Jóhannes Baldvins
son, Byggðavegi 136, kr. 100.600,-
Félög:
Kr.
Slippstöðin h.f. 1.113.400,00
Útgerðarfél. Kea. h.f. 448.400,00
Kaupfél. Eyfirðinga 406.100,00
Plasteinangrun h.f. 166.300,00
Byggingavöruverzlun
Akureyrar h.f. 156.000,00
Amaro h.f. 123.800,00
Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar h.f. 111.700,00
Árið 1964 námu útsvör kr.
40.415.200,00. Heildarupphæð á-
lagðra útsvara hefur því hækkað
um 20% frá því í fyrra.
Aðstöðugjöld.
Aðstöðugjaldskrá Akureyrar
var einnig lögð fram í dag þriðju
daginn 29. júní.
Álögð aðstöðugjöld nema kr.
11.357.500,00 á 347 einstaklinga
og 144 félög.
Eftirtaldir aðilar bera yfir
kr. 100.000,00 í aðstöðugjald:
Kaupfél. Eyfirðinga 3.114.600,00
Samb. ísl. Samv.fél. 1.530.900,00
Útgerðarfél.
Útgerðarfélag
Akureyringa 415.200,00
Amaro h.f. 253.200,00
Súkkulaði verksmið j an
Linda h.f. 196.800,00
Kaffibrenhsla Ak 180.700,00
Slippstöðin h.f. 163.700,00
Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar h.f. 161.400,00
Valtýr Þorsteinsson,
Fjólugötu 18 154.000,00
Byggingavöruverzlun
Tómasar Bj. h.f. 130.900,00
Kaupfélag verkarn. 124.700,00
Valbjörk h.f. 115.300,00
Bílasalan h.f. 115.300,00
Útgerðarfélag Kea h.f. 102.800,00
Valgarður Stefánsson,
Oddeyrargötu 28 100.500,00
Bátur smíðaður í Stykkishólmi
Laugardaginn 26. júní s.l.
bauð Skipavík h.f. í Stykkis-
hólmi, fréttariturum í reynsiu-
ferð skips sem þessi skipasmiða-
stöð hefir lokið smiði i. Voru
roargir með í þessari ferð og tók
fréttaritari Mbl. þessar myndir
í tilefni þesa atburðar, en smíði
þessa báts er merkur áfa rgi í
sögu Stykkishólms.
Var farið víða um nágrenni
Stykkishólms milli eyja og
reyndist vél bátsins sem er 320
ha. Kelvin ljómandi vél og
hraði bátsias að meðaltali 10
mílur miðað við klst. Þegar að
iandi kom var öllum viðstödd-
um boðið í kaffi á vegum félags-
ins í Sumarhótelinu í Stykkis-
hólmi og var það góður fagn-
aður. Þar lýsti skipasmíðameist-
arinn Þorvarður Gpðmundsson
smíði bátsins í öllum greinum
og tildrögum að smíði hans.
Hafa margir haft atvinnu við
smíði hans. Báturinn er um 70
tonn að stærð, með öllum ný-
tízku útbúnaði til fiskveiða og
leiðsögu. Vistarverur náseía eru
frammi í bátnum og eru þær
mjög þægilegar og góður frá-
gangur svo sem bezt verður á kos
ið og smíði hin vandaðasta. All-
ar innréttingar voru unnar í
Stykkishólmi. Kæliskápur er
þarna frammí fyrir matvæli
mjög rúmgóður.
Lestin er rúmgóð og stýrishúa
vandað og skipstjóraklefi og
svefnskáli yfirmanna þar. Sltip-
ið verður eign hlutafélagsins Rá
í Stykkishólmi og skipstjóri Jó-
hannes Guðvarðarson. Niðursetn
ing véla hefur verið framkvæmd
af vélsmiðju Kristjáns Rögn-
valdssonar og er sú vinna öil vel
af hendi leyst og yfirleitt má
segja um þessa smíði í heili að
hún er eftirtektarverð fyrir
hversu vönduð hún er.
— Fréttaritarl
að fyrir kr. 10.000 hvert: 7206,
17237, 17411, 24568, 31177, 32174,
50074, 55273, 56570 og 59655.
(Birt án ábyrgðar)
Fréttir úr
Kjósinni
Valdastöðum 1./7. — ’65
HAFINN er vegarlagning á svo-
kölluðum Kjósarskarðsvegi, milli
Hjalla og Möðruvalla. Vegleysan
í þessum kafla hefiu1 valdið töf-
um og óþægindum, sérstaklega
að vetrarlagi. Mun haía komið til
álita, að brúa Laxá milli Viðidals
og Möðruvalla, og beina umferð-
inni norður fyrir ána, og þaðan
áfram frameftir um Kjósar-
skarðsveg. En hvor leiðin verður
farin, veit ég ekki með vissu. En
því ber að fagna, að umbætur
verði gerðar á þessari leið
Borið á beitiland.
Nýverið hefir verið borinn til-
búinn áburður á hjá nokkrum
bændum sér í sveitinn. Hefir svo
verið gert í tvö undanfarin ár,
og er talið, að það hafi borið
góðan árangur. — St. G.
• Umferðin og bömin
Kona, sem nefnir sig „Bíl-
stjóra móður“, skrifar:
„Reykjavík, 1. júlí 1965.
Kæri Velvakandi!
Eg er nú ekki ein af þeim,
sem hleypur til að skrifa í blöð
in á hverjum degi. En þegar:
ég las um alla bifreiðaárekstr-
ana í Mbl. í dag, 1. júlí, tók ég
sérlega eftir einu, sem mér
blöskraði framar öðru og veld-
ur þvi, að ég skrifa yður.
Þrjú böm á aldrinum
tveggja til fjögurra ára fara í
mannlausan bil við Sölvhóls-
götu, og þau koma honum af
stað. Út af fyrir sig er auð-
vitað alveg ófyrirgefanlegt að
skilja bílinn eftir opinn, en
hvað hugsa þær mæður, sem
hafa þrjú börn á þessum aldri
aðgæzlulaus á þessum stað
borgarinnar?
Ég ek oft um borgina, og allt
af verð ég jafn undrandi á
því, hversu taugasterkar þær
mæður geta verið, sem skilja
algjöra óvita eftir úti á götu,
jafnvel á götum, þar sem mikil
umferð er um. Og það er ekk-
ert svar, að þær komi börnun-
um ekki á barnaheimili eða
leikvelli; þá verða þær bara
að ganga út með þau sjálfar,
— finnst þeim það ekki betra
en að hafa þau í stöðugri
hættu?
• Því trampar fólk
á grasinu?
Svo er það smáathugasemd
um fegrun borgarinnar, sér í
lagi sunnan tjarnarinnar. Af
hverju gengur fólk upp brekk-
una fyrir neðan Ráðherrabú-
staðinn, þar sem tré hafa verið
gróðursett, og því myndast
„fjárgata“ milli hríslnanna?
Það færi alla vega betur með
skóna að ganga gangstéttar-
hellurnar, — að ekki sé talað
um gróðurinn!
3ilstjóri + móðir".
• Sammála, sammála,
sammála!
Velvakandi þakkar bréfið og
er .konunni alveg sammála
í fyrsta lagi á aldrei að skilja
bíl eftir opinn og aðgengilegan
hverjum sem er. Það skiptir
ekki máli, þótt bílstjórinn ætli
að bregða sér stutta stimd frá,
eins og sást bezt um daginn,
þegar drukkni unglingurinn
stal bílnum við Eimskipafé-
lagshúsið, meðan eigandinn
skrapp til þess að fá sér pylsu,
og stórskemmdi margar bif-
reiðar í ölæðisakstri sínum.
Börn hafa gaman af bílum og
setjast gjarnan undir stýri, þeg
ar enginn fullorðinn er nær-
staddur. Þá er voðinn vís.
í öðru lagi er ófyrirgefan-
legt af mæðrum að skilja lítil
böm eftir úti við umsjárlaust.
Vandræðalaust er að koma
börnum fyrir á leikvöllum und
ir eftirliti í þessari borg, enda
mun Réykjavíkurborg búa
einna bezt að þessu leyti allra
borga á Norðurlöndum, og er
þá miðað við hlutina, þar sem
þeir gerast beztir. Gera má
betur hér, enda verður gert
betur, en óvíða gefur að líta
jafn mörg og ung börn úti á
götum eins og hér í Reykjavík,
þrátt fyrir alla leikvellina og
dagheimilin. Kunningi Velvak
anda hefur búið langa hríð
bæði í Parisarborg og Lundún-
um. Segir hann mér, að ein-
kennilegt sé að koma hingað
heim og þurfa að aka um göt-
ur, sem krökar eru af krökk-
um. Þó eru tiltölulega miklu
færri garðar og heimili handa
börnum í þessum tveimur borg
um. Við það bætist, að hér
eru yfirleitt húsagarðar nokk-
uð stórir, þannig, að óþarft
ætti að vera fyrir börnin að
leita út á götuna, Sumar götur
virðiast verri en aðrar; þannig
þarf Velvakandi nokkuð oft að
aka bíl sínum eftir Bræðra-
borgarstíg milli Öldugötu og
Túngötu (og Holtsgötu). A
þessum stutta götukafla eru
alltaf mörg, ung börn á hlaup-
um, þótt rúmgóðar séu bak-
lóðirnar við húsin. Má þar
stundum litlu muna á þessari
miklu umferðargötu.
Nýtt símanúmer:
38820
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. —— Lágmúla 9.