Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. júlí 1965 MORCUNBLAÐID 19 Kristjcan Jakobsson póstmaður — Minning f DAG verður gerð útför Kristjáns Jakobssonar' póst- manns, er lézt að heimili sínu hér í borg 29. júní s.l. 64 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Kristján gekk ekki heill til skógar mörg hin síðari ár, en hann bar heilsubrest sinn með karlmennsku og hafði spaugsyrði á hraðbergi allt fram á hinztu dægur. Kristján var Þingeyingur að ætt, fæddur að Kraunastöðum í 'Aðaldal 25. júni 1901 en ólst upp í Fosseli. Ungur að árum flutt- ist hann til Suðurlands. Starf- aði’ hann um skeið á Sámsstöð- um í Fljótshlíð hjá Klemenz Kr. Kristjánssyni. Hann var mjög léttvígur verkmaður og kappsamur til allra starfa og því cótzt eftir honum til allra verka. Hann setdst að í Reykjavík árið 1936 og bjó hér æ síðan. Árið 1944 gerðist hann póstmaður og Igengdi þvi starfi meðan heilsan leyfði. Kristján var maður félagslynd ur og starfaði í mörgum félög- um hér í borg af þeirri alúð og ósérplægni sem einkenndu öll hans störf. Þannig var hann etyrkur liðsmaður Góðtemplara reglunnar og meðal frumherja að landnámi templara að Jaðri. í Póstmannafélagi íslands mun hann hafa starfað mikið um langt árabil. Hann var einnig mjóg virkur félagx í Þingeyinga- féiaginu í Reykjavík og aðal- krafturinn í skógræktarstörfum fé agsins á Heiðmörk. Þar hófust kynni okkar að ráði og hafa fáir CSTANLEY] HANDVERKFÆRI — fjölbreytt úrval — fSTANLEYj RAFMAGN SHAND- VERKFÆRI ávallt fyrirliggjandL Einkaumboð fyrir: THE STANLEV WORKS % F ludvic STOM y L á eða engir landnemar á Heið- n.örk, sýnt nífeiri dugnað í störf- um en Krutján Naut hann þar óí koraðs stuðnxngs konu sinn- ar og barna. Kristján starfaði af áhuga í Skógræktarfé agt Reykjavíkur frá stofnun þess 1946 og - var lcjigum fuiltrúi þess á aðal- fundum Skógri.ektarfélags ís- lands. Það var því að verðleik- um er Skógræxtarfélag íslands sæmdi Kristján sérstökum heið- ursverðlaunum fyiir vel unnin storf á aðalfurvdi félagsins að Hóxum 1959. Mun flestum í irmni, er þar voru staddir, ræða Kristjáns við þetta tæki- læri, en hann taldi þennan heið- ursvott ekki síður veittan konu s.nni, fyrir scuAning hennar við þetta áhugarnál sitt. — / plæingu Framhald á bls. 17 menn þetta tækifæri til land- kynningar, enda koma ferða- manna hópar til Noregs í sam- bandi við mótið frá fleiri lönd- um, svo sem Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Þýzkalandi og jafnvel alla leið frá Japan. — Heims- meistaiakeppni í plægingu er enginn hversdagsviðburður. Til mikils heiðurs er að vinna fyrir þaiin sem sigrar og fyrir land hans og þjóð. Auðvitað (?) komum við ís- lendingar hvergi nærri þessum leik. -Við verðum víst að láta okkur nægja að rifja upp frá- sögn Snorra um konunginn og stórbóndann á Steini og orða- leik sona hans og stjúpsonar. Það hefi ég raunar oft gert á ferð um þessar slóðir, og heima á bæjarhæðinni á Steini, þar sem sér vítt um akurlönd Sig- urðar konungs og lendur þær sem í haust verða plógland 43. snjallra plógmanna frá 23 þjóð- löndum. Fagurt er einnig að líta yfir þessa búsældarsveit af húsahlaðinu heima hjá Stále Kyllingstad. Þar hefir listamað- urinn og frú hans, sem er rit- höfundur nokkuð kunnur, búið um sig á svo sérstæðan og glæsi- legan hátt að öllum verður ó- gleymanlegt, sem eiga því láni að fagna að gista Kyllingstad- hjónin og njóta vinsemdar þeirra og gestrisni. Fagurt er Hringaríki, Hringa- ríki við Týrifjörð, segir norska skáldið Per Sivle í söguljóðum sínum. Hið sama mun Sigurður sýr vafalaust segja —þykja það „fagurt þegar vel veiðist“ — er hánn á hausti komanda horfir frá haugi sínum á plógkeppnina miklu, á ökrunum hans fornu. 3. júní 1965 Árni G. Eylands Kristján var frábært snyrti- menni í öllum störfum sínum. Óvíða hefi ég séð meiri reglu- semi á nokkuru verkstæði en í smíðaskálanum hans heima. Þar var hver hiutur á sínum stað og allt handbragð þar og verkfærin sjílf báru vitni' snyrti mennsku og hugkvæmni. Kristján var hamingjumaður. Hann átti aíltaf áhugamál, sem hann barðist íyrir af einurð og ósérplægni og raut þá ávallt stuðnings góðrar konu. Slíkir menn leita séi ekki dægradvalar í öðru en heilbrigðu starfi. Vinn an og áhugamálin er þeim gleði- vaki. Kristján var kvæntur Mar- gréti Vigfúsdóttur frá Reyðar- firði og lifir hún mann sinn á- samt 4 börnum þeirra. Þau hjón- in voru frábærlega samhent jafnt í áhugamálum þeirra beggja sem og til þess er til heilla horfði fyrir heimili þeirra og börn. Við þessi vegaskil færi ég Kristjáni þakkir fyrir langt sam starf og votta konu hans og börn um samúð í harmi þeirra. Einar G. E. Sæmundsen Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu FLJÚGID með FLUGSÝN til NORÐFJARÐAR | FerSir ollo | virko dogo I | Fró Reykjovík kl. 9,30 | Fró Neskaupstað k). 12,00 1 AUKAFERÐIR 1 EFTIR JÞÖRFUM I Sími 13333 Til leigu Nú 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi með sér inngangL íbúðin er ca. 100 ferm. Stór stofa og 3 rúmgóð herb., mikið- skáparými. Parket gólf í allri íbúðinni og loft alls staðar viðareinangruð. Lausir veggir úr harðviði (álmi). Eldhús mjög nýtízkulegt. íbúðin er til leigu frá 15. júlí eða 1. ágúst n.k. Tilboð er greini leigu, fyrirframgreiðslu, persónulegar upp- lýsingar og fjölskyldustærð (aldur barna) sendist blaðinu fyrir n.k. föstudag þann 9. júlí merkt: „8888 — 6954“, JOHIMSON Til sölu 10 ha. Johnson utanborðsmótor, notaður aðeins í 20 klst. í ÞingvallavatnL Upplýsingar í síma 18584, 11583. Magnús Jonsson frá Víkingsstöðum Á unglingsárum mínum kom ég eitt sinn að Freyshólum í Vallahreppi. Þar voru þá til heimilis ung hjón, sem ég hafði ekki áður séð, nýlega gift, sem vöktu athygli mína. Hressilegur blær, samfara var- færni og glettni var svo áber- andi í fari bóndans að ég skynj- aði skapgerð mér áður óþekta, síðar átti- ég eftir að kynnast þessum hjónum betur í lífinu. Magnús Jónsson var fæddur að Freyshólum í Vallahreppi 5. nóv. 1888, sonur Ljósbjargar Magnúsdóttur og Jóns Guð- mundssónar bónda þar. Dvaldi á æskuixeimili sínu ásamt fjórum systkinum sínum til 16 ára ald- urs, er hann flytur til systur sinnar, sem þá var gift í Kóreks staðagerði, Hjaltastaðaþinghá, er hjá þeim hjónum í sex ár svo á ýmsum stöðum, eft 1913 giftist hann eftirlifandi konft sinni Ingi björgu Björnsdtótur frá Seyðis- firði og hófu þau búskap í sam- býli við aðra. Þá voru ekki vildis jarðir á boðstólnum eins og nú, nei, ung hjón máttu sætta sig við tvíbýli ef um var að ræða jarðnæði og þá oft sitt árið á hverjum stað. Þannig var það með Magnús og Ingibjörgu, sí- Jeildir hrakningar þar til 1918, að þau fengu eyðibýlið Rangárlón í Jökuldalsheiði til ábúðar og fluttust þangað um vorið. Að- staða til búskapar á Rangárlóni er mér ókunn, en ábýggilega hafa þau ár verið erfið efna- litlum hjónum með stóran barna hóp, því eftir fjögur ár flytjast þau aftur á æskuheimili Magn- úsar og dveljast þar til vorsins 1927 að þau fengu Víkingsstaði í sömu sveit til ábúðar, þar sem þau bjuggu við vaxandi efna- hag þar til þau létu jörðina í hendur sonar síns 1943 og hættu búskap. Þeim hjónum varð 10 barna auðið en misstu fjögur í æsku. Hin eru dreifð víðs vegar, að- eins þrjú búsett á Fljótdalshér- aði eitt á Akureyri og tvö í Rangárvallasýslu. Eftir að Magnús hætti búskap er hann aðeins fá ár á Fljótdals- héraði í vegavinnu og fleiru, en flytur síðan til Skúla sonar síris og tengdadóttur að Hveratúni í Biskupstungum. í skjóli þeirra lifir svo Magnús sín elliár og lézt þar 6. jan. s.l. á sjötugasta og sjöunda aldursári. Hvílir hann nú í nývígðum helgum reit Skálholtsstaðar. Þetta er í stuttu máli ævisaga Magnúsar Jónssonar, en hann sjálfan þekktu aðeins nágrann- arnir, samferðamennirnir, tilhlít ar. Prúðmennskan, samvizkusem- in, glettnin var aðalsmerki hans, sem fleytti honum yfir alla hjalla hve erfiðir, sem þeir ann- ars sýndust. Hann geymdi aldrei til næsta dags það verk sem hægt var að inna af hendi að kvöldi þó seint væri. Hann varð aldrei stórbóndi í verki eða hugsun en snyrti- mennskan leyndi sér ekki á “ heimili þeirra hjóna utanbæjar sem innan, þar var eins og bezt verður á kosið. Hans heimur var raunverulega ekki búskapur, heldur leiksviðið, engan ólærðan leikara hef ég heyrt fara bebur með kímnissögur, en hann gerði í vinahópi, þar átti hann heima, og þar var hans innri maður bundinn. En lífsbaráttan var hörð og tækifærin fá til að auðg ast og æfast á því sviði. Samfellt í þrettán ár voru þessi hýón nágrannar mínir, oft þurfti ég að leita til þeirra, það an fór ég aldrei dapur. Allt var til reiðu sem þau hjón gátu gert mér og öðrum til þægðar. Nú við leiðarlok vil ég þakka Víkingsstaðahjónum liðnar sam- verustundir. Endalok lífsins get- ur enginn flúið, en gott er skjól góðra barna og vina. Það hefir vinur minn reynt í ríkum mæli. Eftirlifandi konu hans og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Snæbjörn Jónsson Geildal BWHmDMJMEFKlll LAUGAVEGI 59..slmi 1847« DRUMMER STERKJAR SKYRTUR STÍFAR 4 EFNAGÍRD REYKJAVÍKUR H. F. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.