Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 32
Lang siærsta og íjöibreyttasta blað londsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað TVEIR brezkir jarðfræðistúdent- ar við Giasg-ow-háskóla, þeir Koy Welsh og Richard Rump, týndust sl. sunnudag í þoku er þeir kiifu Rákartind við Breiða- merkurfjali. Með þeim var þriðji stúdentinn, David Tait, sem hafði hætt við að klífa tínd- inn. Hann gerði viðvart að bæn- »m Kvísker og fóru þaðan tveir bræður til leitar. Fundu þeir 4 Eyiamenn gengu í lartd í| iiýju goseynni FJÓRIR Vestmannaeyingar voru fyrstir manna til að ganga á land á nýju eynni sem kom upp fyrir nokkru við Surtsey. Fóru þeir út að eynni með m.b. Fristi og komu þangað um kl. 10. Voru þeir í eynni um það bil 15 mín. og grófu m.a. rúður stöng með ‘slenzka fánanum og járnspjald á tveim stöngum, en á því stóð „Allir Eyjamenn velkomnir". Á meðan þeir voru í eynni kom goshrina, sem þó skap- aði þeim ekki mjög mikla hættu, þar sem glóandi gjallið náði ekki til þeirra. Þeir sem fóru í land voru: Hjálmar Guðmson, Hlöðver Fálsson, Öli Gránz og Páll Helgason, sem var eini maður inn, sem steig á eyna hina fyrri, sem sökk í sæ. Skipsmenn á Þristi voru bræðurnir Jóhann og Val- björn Guðjónssynir. stúdentana í gærkvöldi og voru þeir vel á sig komnir. Á sunnudag fóru stúdentarnir þrir að Rákartindi og hugðust klífa hann. Lögðu þeir ailir af stað upp , en á miðri leið gafst David Tait upp, en hinir héldu áfram. Þá lagðist þoka yfir og sá Tait félaga sína hverfa í hana og nokkru síðar þóttist hann sjá þá hafa náð tindinum. Tait hrópa’ði til að gefa félögum sínum til kynna hvar hann vár, en þeir komu ekki aftur. Beið hann þá Framh. á bis. 31 Eldur í lynggróðri við Grunnuvötn í Heiðmörk Kviknadt af mannavölduin — Stort svæði koibrunnið IIM 1000-2000 fermetrar af fall- legri lyngbrekku skemmdust af eldi sl. sunnudag við Grunnu- vötn í Heiðmörk. Eldurinn var kveiktur af mannavöldum og hafði breiðzt út frá grjóthlóðum. Skömmu fyrir kl. 5 síðdegis á sunnudag bárust starfsfólki Skóg ræktarfélags Reykjavíkur fregn- ir af eldi í Heiðmörk* í gegn um siökkvistöðina í Reykjavík og frá einstaklingum. Var þegar brugðið við og fóru um sjö manns á vettvang og auk þess barst liðsstyrkur frá sjálf- boðaliðum, sem staddir voru í námunda yið brunann. Talsverður eldur var í mosa og lynggróðri við Grunnuvötn, sem eru austan við Vífilstaða- vatn. Eldurinn var kæfður með stálkústum, þannig að jaðar brunasvæðisins var hreinsaður inn í eldinn. Tók slökkvistarfið tæpa klukkustund. Auðséð var að eldurinn hafði borizt frá hlóðum, sem hafði ver- ið hróflað upp þarna á graslendi og tínd í sprek og þurr mosi. Höfðu brennuvargarnir skiiið Mjög mikil aösókn að héraðs- mótum Sjálfstæðisflokksins eftir öifiöskur og fleira dót við hlóðirnar. Þetta er í þriðja sinn, sem kveikt er í sinu og mosa á þessu vori og sumri. Hin svæðin, sem brunnin eru, eru heldur stærri en brunasvæðið nú. Þegar óvarlega er farið með eld vofir mikil hætta yfir öllum gróðri í Heiðmörk. Verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki, að gæta fyllstu varúðar með logandi eld, hvort sem hann er í sígarettum eða öðru sem valdið getur íkviknup. Þá er þess að geta að lögreglu og slökkviliði í Hafnarfirði var gert aðvart um brunan, en aðstoðar þeirra þurfti ekki við. Ertgir sátta- fundir boðaðir ENGIR sáttafundir hafa verið boðaðir með verkalýðsfélögunum í Reykjavik og Hafnarfirði, en síðasti fundur þeirra var sl. föstu- dag. Fundur var með sjómbnn- um í gærmorgun. 12. landsmót Ungrnennafé- lags íslands var haldið í feg- ursta veðri a'ð Laugarvatni um helgina. Mótið sóttu um 25 þúsund manns og var ungt fólk í miklum meirihluta. Landsmótin eru haldin á þrig:gja ára fresti, en þau eru árangur þeirra félags- starfa. sem unnin eru í ung- mennafélögunum um land allt. Þessi mynd er frá viki- vakasýningu, sem fram fór á sunnudaginn, en henni stjórn aði Hafsteinn I>orvald«son. Frásagnir af landsmótinu eru á bls. 3, 10, 11, 12 og 13. (Mynd: Sveinn Þormóðsson).1 John Lindsay látinn JOHN Lindsay, heildsali, lézt á ferðalagi i Frakklandi sl. fimmtu dag, 73 ára að aldri. Var John Lindsay á leið til ftalíu í sumarleyfisferð ásamt konu sinni, Sigurborgu, og dótt- ur þeirra hjóna ásam tvinkonu. Lindsay kom til íslanda skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld og rak fiskútflutningsverzlun um árabil ,en snéri sér síðar að um- boðs- og heildverzlun. John Lindsay var kunnur borg ari í Reykjavík, starfaði m.a. mikið í Anglia, en hann var skozkur, ættaður frá Edinborg. Brezkír jarðfræði- stúdentar týnast Um næsfu helgt vercki móf á Síglufirói — Strandasýslu .og Dalasýslu Einstök veðurblíða ÓVENJU mikil þátttaka hefir veiið á héraðsmótum Sjálfstæð- isílokksins í sumar. Af 27 hér- aðsmótum, sem fyrirhuguð eru, hafa þegar verið haldin 12 og hafa sótt þau um 4000 manns. Þessi aðsókn sýnir mikinn áhuga ©g baráttuvilja flokksmanna og mikia ánægju með dagskrá hér- aðsmótanna. Á fiestum sam- komustöðunum hefir aðsókn ver ið svo mikil sem húsrúm frek- ast leyfði. Um næstu helgi verða hald- in þrjú héraðsmót floknsins, *em hér segir: Siglufirði, föstudaginn 9. júlí kl 21. Ræðumenn verða MagnT ús Jónsson, fjármálaráðherra, sr. Gunnar Gislason og Eggert Hauksson stud. oecon.' Sævangi, Strandasýslu, laugar daginn 10. júlí kl. 21. Ræöu- menn verða Magnús Jónsson, ráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vigþór Jörundsson, skóiastjóri. Tjarnarlundi, Dalasýsln, sunnudaginn 11. júlí kl 21 Ræðumenn verða Magnús Jóns- son, ráðherra, Friðjón Þórðarson sýslumaður, og Árni Emilsson, kennari. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mórurium. Hljómsveitina skipa fimm hljóð- færaleikarar, þeir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús Ingimarsson og Reynir Sigurðsson. Auk þess eru í hljómsveitinni .söngvararnir ERy Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. Á héraðsmótunum mun hljóm sveitin leika vinsæl lög. Sögnv- arar syngja einsöng og tvísöng og söngkvartett inn»n hljóm- sveiarinnar syngur. Gamanvísur verða fluttar og stuttir ganian- þættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátttöku gesta á héraðsmtóun- um. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. ÓVENJU hlýtt var viðsvegar um landið yfir heigina og báru marg ir Reykvíkingar þes merki í gær, að þeir höfðu notið sólar í rík- um mæíi í nærsveitum höfuð- staðarins. 1 sveitum austanfjalls var eindæma veðurbliða og á landsmóti ungmennaféiaganna að Laugarvatni urðu jafnvel ýmsir fyrir óþægindum af völd- um sólar og hita, eins og vikið ep að í frásögn af mótinu annars staðar í biaðinu. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar mældist mestur hiti á Þingvöllum á sunnudag, 24 st. Þá mældist 23 stiga hiti í Síðu- múla og 20 stig í Jökulheimum á Hveravölum. í gær var 22 stiga Framh. á bls. 31 Olíuverkfallinii lýkur í kvöld Gunnar Þorv. Garðar / Friðjón Vígþúr Eggert Á MIÐNÆTTI í nótt lýkur tveggja daga verkfalli sem Dags- brún efndi til hjá þeim félags- mönnum, sem vinna við dreif- ingu á olíu. Þessa tvo daga hef- ur benzínsala og oliudreifing stöðvazt á þessu svæði. Skv. upp iýsingum frá Flugfélagi Islands hefur ekki komið til stöðvunar á flugi aí þessum sökum, þótt nokkur óþægindi hafi hins veg- ar af því orðið. Hafa flugvélarn- ai ekki getað tekið fragt til flutn ings og ekkert verið selt um borð í vélunum þar sem lítið hefur verið tekið um borð í þær til þess að létta á þeim. Að öðru leyti hefur fluginu verið hagað þannig að til stöðvunar hefur ekki komið. Verkfall þetta snert- ir ekki flugvélar Loftleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.