Morgunblaðið - 06.07.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.07.1965, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þri5judagur 6. júlí 1965 Ágúst Sigurmundsson, myndskeri Minning ÁGÚST Sigurmundsson mynd- skeri andaðist 28. júní sl. Hann var fæddur 28. ágúst 1904 að Brimbergi við Seyðisfjörð. For- eidrar hans voru Sigurmundur læknir Sigurðsson (1877-1962) og Guðlaug Þórelfa Þórarins- dóttir, bónda í Austurkoti á Vatnsleysuströnd. Ungur að árum fluttist Ágúst heitinn til Reykjavíkur. Þegar frá öndverðu hneigðist hugur hans að myndlistanámi. Stundaði hann fyrst teikninám í kvöld- skóla, er Stefán „hinn oddhagi" Eiríksson hélt uppi. Um 17 ára aldur hóf hann tréskurðarnám hjá Stefáni og lauk sveinsprófi með ágætiseinkunn árið 1925. Var hann síðasti nemandi Stefáns í tréskurði, en hann andaðist árið 1924. Lauk Ágúst því námi sínu og sveinprófi hjá Soffíu, dóttur Stefáns, er þá hafði tekið við tréskurðarstofu föður síns. 11. febr. 1939 kvæntist Ágúst Elínborgu Sigurjónsdóttur, bónda á Nautabúi í Hjaltadal, er lifir mann sinn ásamt þremur Ibörnum þeirra hjóna, Auði hjúkr unarkonu, Elínu og Sigurði. . • Með Ágústi Sigurmundssyni er 1 valinn fallinn hinn mesti mannkostamaður og mikill lista- maður, enda þótt listaverk hans séu enn sem komið er færri sam- löndum hans svo kunn sem skyldi. Veldur. því hvort tveggja að hann var maður hlédrægur mjög og frábitinn öllum trumbu- slætti sér til framdráttar. Um nokkurt árabil kenndi Ágúst tréskurð við Handíða- og myndlistaskólann. Kennari var Ágúst frábær og rækti það starf sitt af alúð mikilli og kostgæfni. Var hann búinn þeim miklu kost um hins góða kennara, að fá alið með nemendum sínum virðingu og ást á viðfangsefni námsins. Flestir nemendur hans voru löngu komnir af barnsaldri og eigi allfáir jafnaldrar hans eða eldri. Nemendurnir voru yfireitt listrænt áhugafólk, konur og karlar, sem af innri þörf sóttu námskeiðin hjá Ágústi. Víða i heimahúsum hér má sjá fagra muni, er þarna voru unnir, ljósa- Btikur, lampakrónur, skrín o.fl. Ágúst var maður dulur að eðl- isfari og flíkaði lítt tilfining- um sínum. Fáorður var hann jafnan, en fáum mönnum hefi ég kynnzt, er betur kunnu þá list að hlusta, ef í hófi var talað. Eru mér nokkrar slíkar sam- iverustundir minnissstæðar frá þeim árum, er hann var kennari hjá mér. Þegar honum þótti nóg komið leysti hann þá oft við- íangsefnið með léttum humor, glettnislegu brosi og örfáum vel völdum orðum. Og málið var þar ineð leyst. "Reynsla sú af kennslu í tré- akurði, er fékkst á þeim 17 árum, sem Handíða- og myndlistaskól- inn hélt henni uppi, réttlætti fyllilega þá von okkar og trú, er að skólanum stóðu, að halda bæri uppi kennslunni í þessari fornu og fögru grein myndlisfa. En síðustu árin hafa þrengslin í skólanum því miður hindrað þetta. Vænti ég þess þó, að bráð- lega fáist ráðin hér bót á. Enginn mun kunna tölu á þeim mikla fjölda tréskurðarverka, er Ágúst skóp á sínum langa starfs- ferli, rúmum fjórum áratugum. Fjölbreytni þeirra var mikil, en öll báru þau ótvíræð auðkenni hins vandaða meistara, er að baki þeim stóð. Af nokkrum hinna kunnari verka hans á sviði kirkjulegs tréskurðar, — sem ég hygg, að honum hafi verið hug- 6tæðari en flest annað, er hann vann, enda mun hann hafa verið trúmaður, religiös, þótt fá eða engin orð hafi hann haft um þau efni við mig, — vil ég hér aðeins geta prédikunarstólsins í Hall- grímskirkju að Saurbæ á Hval- fjarðai-strönd. Þá má minna á tréskurð hans í Neskirkju í Reykjavík, í Selfosskirkju •’ og í kirkjunni á fsafirði. f algerum sérflokki skurð- verka Ágústs heitins eru hinar fjölmörgu smástyttur hans (15—-25 cm. háár) úr lífi alþýð- unnar, verkamanna- og kvenna, þeirrar kynslóðar, sem nú er að mestu horfin úr tölu lifenda. Væri það verðugt viðfangsefni framtakssams menningarfélags eða einstaklinga að láta ljós- mynda þessar myndir, þær er til næst, og gefa almenningi kost á því að skyggnast aftur til ísl. alþýðu um og fyrir upphaf hinn- ar síðari heimsstyrjaldar. Um langt skeið, 10—15 ár að ég hygg, gekk Ágúst eigi heill til skógar, og oftlega var hann þungt haldinn. /En þrátt fyrir veila heilsu vann hann allar stundir, er af honum bráði. Frá þeim árum er hann kenndi hjá mqr, minnist ég þess, að nokkr- um sinnum er ég hafði sannfrétt, að hann væri eigi heill heilsu en þó á stjái, hringdi ég til haná og bauð honum að láta niður falla kennslustund að því sinni. Jafnan eyddi hann þessu og kom til kennslu eins og ekkert hefði í skorist; var hann þó sthndum sjúklega þreyttur, „en nemend- umir mega einskis í missa“, — sagði hann. Auk tréskurðarins, er hann helgaði flestar stundir sínar, fékkst hann einnig nokkuð við myndmótun og listmálun. Ágúst Sigurmundsson var ein- stakt prúðmenni í hvívetna, jafnt heima sem heiman. Var hann ástsæll og virtur af nemendum sínum og samkennurum. Minnist ég hans ætíð sem frábærs dreng- skaparmanns og heilsteypts per- sónuleika, sem í hvívetna mátti treysta til alls hins bezta. Ekkju hans, frú Elínborgu, og börnum þeirra flyt ég hjartan- legar samúðarkveðjur, enda eiga þau mest í að missa hinn um- hyggjusama, ástríka maka og föður. • Lúðvík Guðmundsson. fyrrv. skólastjóri. Ágúst Sigurmundsson er dá- inn. Mig langar að votta þessum góða listamanni, prúða dreng og hollvini, mínar hjartanleg- ustu þakkir fyrir minningarnar um inndælar samverustundir í hugheimum listanna, og þá er íundum okkar bar saman. Agúst var fæddur 28. ágúst 1(04 að Brimbergi við Seyðis- fjörð og andaðist snögglega þann 28. júní 1965. Hann hafði átt við erfið veik- indi að stríða um 6 mánaða skeið, en hafði nú fótavist að nýju og var farin að huga að hugðarefnum sínum, svo ástvin- ir hans og við vinir og félagar litum vongoðir fram í tímann, en þá syrti skyndilega að í -þessum sólbjarta mánuði, við andlát Ágústar. Ágúst var vorsins barn, unn- andi hin gróandi lífs, birtunn- ar og vorsrns óma. Eitt litið vorblóm, í sínym yndisleik eða ungur laufkvistur í sínum fögru línum og formum gat orðið honum yrkisefni 1 stórbrotið tré skurðarlistaverk, því hann var listamaður af guðs náð. Ágúst Sigurmundsson var í senn mynd höggvari og myndskeri í tré- skurðarverkum sníum, sem verk hans bera glæsilegan vott um.' Prédikimarstólarnir , — í Saurbæjarkirkju og ísafjarðar- kirkju, skírnarfontar, — krist- myndin fagra í Neskirkju, ræðu- stóll ménntaskólans, og bursta Þórarins B. Þorlákssonar í Iðn- skólanum, auk fjölda annarra verka. — Einn af okkar stór- brotnustu listamönnum Einar Jónsson myndhöggvari hafði miklar mætur á Ágústi sem ung um manni og listhæfileikum hans, enda hefir það komið fram Munu verk Ágústar verða hon- um óbrotgjarn minnisvarði um ókomna tíma, og lofa meistara sinn því allt í þessum verkum er fágað og vandað eins og mað- urinn var sjálfur, hann lét ekk- ert annað frá sér fara. Aðeins þc.ð bezta var nógu gott, enda voru tréskurðarverk Ágústar þekkt og eftirsótt langt ut fyrir landsteinana. Ágúst var meðlimur í félagi islenzkra myndlistarmanna um áratugi, og tók þátt í samsýning um þeirra. Hann hafði yndi af málaralist, og 'gerði nokkrar góð ar myndir, oiíumáiverk. Foreldrar Ágústar voru Guð- iaug Þ. Þórarinsdóttir og Sigur- rr.undur Sigurðsson læknir. Um það bil 7 ára- gamall fluttist Agúst til Reykjavíkur, í litla stcinhúsið við Ingólfsstræti 23. og ólst þar upp hjá sinni mætu móður og stjúpa Oddi Bjarna- syni. Þar átti Á.gúst heimili sitt æ síðan og vinnustofu fyrr og síðar. Ágúst kvæntist eftirlifandi konu sinni Elinborgu Sigurjóns- dóttur, þann 11. febrúar 1939. Þau eignuðust þrjú mannvænleg birn. Auði, 25 ára hjúkrunarkonu, Elínu Sigurborgu 16 ára, og Sig- urð Björn 14 ára. Það var gott að koma á heim- iMð í Ingólfslræti 23, og Jjúft með þeim að dvelja Far þú heill á guðs þíns fund Ágúst og nafðu þökk fyrir allt og allt, og góður guð styrki kon- una þína og börnin, í þeirra mikla svipti og söknuði. Vigdis Kristjánsdóttir. fslenzk-ameríska fél. gefur út minningarrit um John F. Kennedy fSLENZK-ameríska félagið hélt nýlega aðalfund sinn. Stjórn fé- lagsins fyrir næsta starfsár skipa þessir: Þórhallur Ásgeirsson, for- maður; Ottó Jónsson, ritari; Júlíus Guðjónssón, gjaldkeri; Konráð Axelsson, varaformaður. Aðrir í stjórn félagsins voru kosnir: Bjarni Magnússon, Daníel •Gíslason, Don Torrey, Guðmund- ur Eyjólfsson, Gunnar Eyjólfs- son, Jón Kristjánsson, Kristján Guðlaugsson og Sigurbjörn Þor- björnsson. Starfsemi félagsins á siðast- liðnu ári var með svipuðu móti og áður. Annaðist félagið fyrir- greiðslu til handa námsfólki og útvegun námsstyrkja til Banda- ríkjanna. Fyrir milligöngu þess og á vegum Institute of Inter- national Education hlutu á síð- asta ári 6 íslenzkir stúdentar styrk til háskólanáms í Banda- ríkjunum, en þeir voru: Árni ísaksson, Gunnþóra Jóhanns- dóttir, Jóhann Kondrup, Lára Oddsdóttir, Þengill Oddsson, Þórúnn ólafsdóttir. Aðrir 5 hafa hlotið sams könar styrki fyrir næsta skólaár. Félagið hefur náið samstarf við American Scandinavian Foundation í New York, sem í meira en öld hefur unnið að því að efla menningartengsl Banda- ríkjanna og Norðurlandanna. Hefúr American Scandinavian Foundation í aldarfjórðung veitt íslenzkum námsmönnum marg- víslega fyrirgreiðslu og styrki. Nýlega hafa tveir kennrarar, Bodil Sahn og Sólveig Jónsdóttir, hlotið styrk til að sækja sumar- námskeið við háskóla í Iowa. Má búast við því, að styrkveitingar American Scandinaviah Found- ation fari vaxandi á næstu árum, þar sem stofnunin hefur hlotið ríflega gjöf frá Rockefellersjóðn- um. Ennfremur vinnur hún að því áð stofna sjóð til minningar um Thor Thors, sendiherra. Er þeim sjóði ætlað að greiða fyrir skiptum á • námsfólki milli Bandaríkjanna og Islands. íslenzk-ameríska félagð hefur í dag gefið út minningarrit um John Kennedy forseta, og er það til sölu í skrifstofu félagsins að Austurstræti 17, 4. hæð. í ritinu eru ummæli formanna stjórn- málaflokkanna, Bjarna Bene- diktssonar, Emils Jónssonar, Ey- steins Jónssonar og Hannibals Valdimarssonar, er birtust við fráfall Kennedys. Ennfremur er þar birt minningarræða herra ISigurlbjöms Einarssonar, bisk- ups, og ljóð Matthíasar J'ohann- essen, Halldóru B. Björnsson og Yngva Jóhannessonar. í bókinni eru einnig minningarorð, sem forseti íslands hefur sérstaklega samið fyrir þetta rit. Benjamía Eiríksson, fyrrverandi formaður félagsins, hefur skrifað formála ritsins, en hann og Sigurður A. Magnússon. blaðamaður, hafa þýtt efnið, sem Haukur Hauks- son, þlaðamaður, hefur safnað. Tr úlofunarhringar HALLDOR Skólavörðustíg 2. * V*1 ^ 'x wtnni.. að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Valgerður Sfefánsdóttir frá IMúpstúni — Minning ÞEGAR ég lít út, sé ég að gróðurinn er í fýllsta blóma, eðlilega um hásumar En sólin lækkar og líður að náttmáium. Ég sé síðustu geisla hennar deyja á fjariægum fjöllum, hús- þökum og grænum gróðri. Þessi dagur er að kveldi kominn. Eft- ir örstuttan tíma er þessi fagri gioður sumarsins einnig horfinn.. Dagarnir styttast, brekkur biikna og bldm breyta lít og hverfa með öllu, og blöðin falla af og fjúka í skjólin. Að svo búnu kemur vetur og breiðir sitt fannhvíta dánarlín yfir ger- seniar sumarsins. Þannig er með adt líf, þá einnig mannlífið. , Ailt, sdm heíur upphaf, þrýt- ur, — allt, sem lifir deyja hlýt- ur“. — Eitt mannslíf, einn dropi, gömul kona, nærri 102 ára, kvaddi þennan heim 25. s.l., á heimili sínu Reynimel 48. Val- gerður Stefánsdóttir hét hún fædd 26. sept. 1863 að Núpstúni í Hrunamannahreppi. Stefán faðir hennar var sonur Þórðar bónda í Steinsholti, Ólafssonar prests að Mýrdalsþingum, en hann var bróðir frú Valgerðar á Grund í Eyjafirði, konu Gunnl. Briem sýslumanns og mun það hafa verið sama nafn. Móðir Val gerðar var Katrín Ólafsdóttir Háholti Gnúpverjahreppi. Fyrri maður Valgerðar var Bjarni Jónsson frá Hólakoti. Um ferm- ingáraldur missti hann föður sinn, en dvaldist hjá móðurbróð ur sínum Jóni ,Bjarnasyni á Galtafelli frá þeim tíma og þar að þau Valgerður giftust. Þau bjuggu að Dalbæ í Hrunamanna 'hreppi, og eignuðust 4 börn. Fyrsta barn þeirra, Jón, dó ung- ur. Hin börnin voru: Stefán skip stjóri á Isafirði, Kristín ekkja í Reykjavík og Jón bóndi í Skip- holti. Nokkru eftir lát fyrri manns síns, sem dó aðeins 37 ára flutti hún að Flóagafli og var ráðskona um nokkurt skeið hjá Páli Grímssyni. Seinni maður hennar, Frí- mann Tjörfason, var Rangvell- ingur. Með honum fluttist hún fyrst til Bíldudals, síðar til ísa- fjarðar. Þau eignuðust 3 börn, Bjarn- heiði, Karl og Katrínu, báðar dæturnar misstu þau á bezta aldri. Þau hi.a í seinni tíð búið ásamt syni sínum á Reynimel, síðan þau flurtu til Reykjavík- ur 1922. Valgerður var kona vel skyn söm og fróð, og gott að leita til hennar og sjaldan gripið 1 tómt, hvort ljóð voru eða sög- ur, hún var víða heima. Ættfróð var hún með afbrigðum og taldi sér lán að vera af góðum ætt- um. Minnug var hún, svo að) undrun vakti, ekki einungis á fyrri daga, htldur fylgdist hiún með fréttum og ýmsu því, er hún í útvarpi beyrði. Valgerður var blind í 16 ár og rúmliggj- and‘ þrjú siðustu árin. Það var í reun og veru lærdómsríkt og sérstakt að koma til þessarar konu á hennar síðustu árum, Kring um hana var hreint og snoturt, sem hlýjar og nákvæm- ar hendur fósturdótturinnar höfðu sett sinn- svip á. Sást það þr.r, að kæc.eikurinn kemst alia leið, þótt skyldan gefist upp. ^álf minntist hún vina sinna og ailra ’er húr. þekkti með bær.um og blessun. Þótt hennar jarðneska íbúð væri orðin hrör- leg, var anditm aðeins guilrð sorf ið og fægt eftir skúrir og skin Þðinna ára. Ég veit að bjargföst trú hinnar látnu konu er her.ni viti inn á framtíðar landið. Aldraður, blindur eiginmaður, börnin og aðrir ástvinir geyma í minningunni hljóðar þakkir. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.