Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 22
M0RGUHBLAÐ1Ð Þriðjudagur 6. julí 1965 22 Bretland og Vestur-Evrópa EINS og málum er nú háttað í Evrópu, virðast áform Har- [j olds Wilsons, forsætisráð- U herra Breta um að tengja hin sex ríki Efnahagsbandalags- ins (EEC) og hin sjö ríki Frí- verzlunarbandalagsins (EFTA) saman með einhverj- um hætti vera bersýnilega fjarri öllum raunveruleika. í fyrsta lagi, eins og í ljós kom í Vín, eru ríki Fríverzl- unarbandalagsins engan veg- inn öll á einu máli um að æskja neinna tengsla við Briissel (höfuðstöðvar Efna- hagsbandalagsins). Tveimur auðugustu bandalagsríkjum Breta innan E3TTA, Svíþjóð og Sviss, vegnar vel utan Efnaha(gsbandalagsins. Þeim geðjast ekki að því að setja hlutleysi sitt í hættu og vilja leggj a áherzlu á að efla EFTA. HVað lönd Efnahagsbanda- lagsins snertir, þá áttu þau í nógu mikliun erfiðleikum með að halda hinu flókna kerfi sínu gangandi og með að reyna að finna sameiginlegan grundvöll sín á milli gagnvart hiimi erfiðu Kennedy-áætlun um lækkun á tollum. Þessum ríkjum hrýs hugur við því einu, að minnzt sé á nýja sam- steypu. Samt sem áður hafa þeir að- eins haft að nokkru leyti rétt fyrir sér, bæði í Bret- landi og annars staðar, sem hæddust að frumkvæði Wil- sons í þessu efni, eingöngu vegna þess að það væri þátt- ur í hinni pólitísku baráttu heima fyrir í Bretlandi. Vissu lega er það rétt, að það er Wilson til fylgisauka á með- al kjósenda að sýnast ekki andvígur tengslum við Ev- rópu. Hann veit, að það er vaxandi tilfinning fyrir því, ekki aðeins á meðal atvinnu- rekenda, heldur á meðal fjölda ungs fólks. sem í æ ; ríkara mæli verður alþjóðlegt í hugsun, að það sé nauðsyn- legt að afnema allar hindran- ir gagnvart Evrópu. Hinir herskárri í Verkamannaflokkn um vilja frekar beina athygl- inni að Brezka Samveldinu — fátæku og þar sem fólk er af ólíkum litarhætti — en að Efnahagsbandalaginu, sem er auðugt og hvítir menn byggja. En Wilson veit, að flestir kjós endur eru ekki á þessari skoð un. Margir þeirra, sem hafa þessa skoðun, þar á meðal ýmsir þekktir ráðherrar í stjórn Wilsons álíta, að Bret- land mundi því aðeins geta staðið við skuldbindingar sín ar við samveldið, að það verði gert með því að vera í banda lagi við auðug riki. Einu sinni enn, að stuttum tíma liðnum, er deilan um af- stöðuna gagnvart Evrópu þess eðlis, að ekki er heppilegt, að gefa íhaldsflokknum einum einkarétt á að finna lausn á henni. -j< Ef sleppt er hins vegar þeim þætti, sem eru kjósendurnir heima fyrir, þá er samt eftir óþekktur grundvöllur í til- lögum Wilsons, sem byggður er á alþjóðlegu raunsæi og sem ekki væri viturlegt af út- |l_n_.ingum að ganga algjör- lega fram hjá. Wilson er ef til vill miklu framsýnni en marg ir gagnrýnenda hans með því að telja, að hvað svo sem álita megi vera rétt um Evrópu nú, er tillögur hans virðast vera svo barnalegar, þá er ekki víst, að það verði nauðsyn- lega rétt í framtíðinni. Grund vallarbreytingar eiga sér nú stað og þær munu ef til vill breyta öllu samhengi í um- ræðum um þetta efni. 1 fyrsta lagi fylgist brezki for sætisráðherrann sér til ánægju með öllum grófum hindr- unum de Gaulles gegn frekari framgangi Efnahagsbandalags ins í áttina til hins yfirlýsta takmarks síns um að mynda Bandaríki Evrópu. Franski for setinn og Wilson eru ekki aug sýnilegir skoðanabræður, en þeir eiga sér sameiginlega þjóðernislega óbeit á ein- hverju „yfirþjó3ernislegu“, þ.e.a.s. á alþjóðástofnunum, sem segja ríkisstjórnum fyrir hvað þær eigi að gera. Vera má, að brezki forsaetisráðherr ann trúi því sjálfur, að de Gaulle geðjist enn síður að Brússel en að EFTA, en hér kann honum að skjátlast. Frakkar hafa haft mikið gagn af Efnahagsbandalaginu og það er ólíklegt. að þeir opni markaði sína fyrir iðnaðar- vörur fyrir þá, sean fyrir ut- ah eru og ekki hafa samþykkt reglur Efnahagsbandalagsins, sem hafa meðal annars að geyma fjárhagslega, aðstoð handa frönskum landbúnaði sökum offramleiðslu. De Gaulle mun samt sem áð ur styðja tilhneigingar til sam einingar eins lengi og hann getur með heiðarlegu móti og dr. Hallstein, forseti stjórnar- nefndar Efnahagsbandalags- ins hefur í einkaviðtölum ját- að, að hann óttaðist, að franski forsetinn muni notfæra sér nýtt frumkvæði af hálfu Frí- verzlunarbandalagsins, sem aðferð til þess að tefja sam- einingu sexveldanna. Það mætti ef til vill bæta því við, að franskir embættismenn, sem þrátt fyrir áminningu de Gaulles nú nýlega, eru oft á ferð á milli Brússel og París- ar, hafna sem hlægilegri þeirri hugmynd, að forsetinn geti notað Fríverzlunarbanda- lagið gegn Efnahagsbandalag- inu. Ef Efnahags'bandalagið færi að lokum út um þúfur (og franskir embættis- menn viðúrkenna sjálfir, að svo gæti enn farið) þá myndi það ekki verða vegna ráð- stafana við efnahagslega sam- einingu, sem yfirleitt þróast þannig, að það er Frökkum mjög til hags, heldur vegna hinnar mikilvægu deilu milli de Gaulles og bandamanna hans um bandalagið við Bandaríki Norður-Ameríku. Hvað þetta snertir, þá er Wil- son, sem nýlega hefur heim- sótt Bonn, París, Róm og Washington, sér fyllilega með- vitandi um hina vaxandi spennu, sem ef til vill á eftir að splundra núverandi ríkja- samsteypum í Evrópu. Það er fullkomlega hugs- anlegt, að de Gaulle muni yfir gefa NATO eða setja upp óað- gengileg skilyrði; fyrir áfram- haldandi þátttöku þar. Ef svo yrði, myndu ef til vill hin ríki Efnahagsbandalagsins og Bretland skipa sér saman á bekk, og leiðin væri opnuð fyrir því að mynda nýtt banda lag, þar sem vera myndi til staðar autt sæti fyrir Frakk- land. Þjóðverjar eru sérstaklega tortryggnir gagnvart því, að Frakkar virðast augsýnilega vera að nálgast Rússa, og álíta Þjóðverjar það vera á sinn kostnað. Áður fyrr, þeg- ar Adenauer stjórnaði mál- efnum Vestur-Þýzkalands, þá beygði hann sig alltaf fyrir de Gaulle forseta. Ráðgjafar Er- hards kanzlara hafa nú þegar ráðlagt honum að taka harð- ari afstöðu gagnvart Frakk- landi, enda þótt hann vilji gera allt til þess að forðast árekstra fyrir hinar almennu kosningar til Sambandsþings- ins. Eftir því sem tengsl Þjóð- verja við Frakka verða laus- ari, gæti virzt skynsamlegt að vænta þess, að Þjóðverjar yrðu móttækilegri fyrir áætl- unum um evrópskt bandalag sem yrði lausara í sniðum. Erhard kanzlari fann upp slag orðið „Sex plús sjö gera einn“, þegar viðræður fóru fram við Maudling, þáverahdi fjármála ráðherra Breta. (Ef Efnahags bandalagið oig Fríverzlunar- bandalagið sameinast, verða þau ein heild). Margir þýzkir kaupsýslumenn hafa áhuga á víðtækari mörkuðum í Evrópu og einn þeirra, Muneheimer, hefur borið fram tillögu, sem fellur Wilson vel í geð, um að Efnahagsbandalagið gangi sem heild inn í Fríverzlunar- bandalagið. Brezkir embœttismenn hafa einnig gert sér grein fyrir nýj um áhuga hjá Þjóðverjum um sameiningu lands þeirra, sem þeir telja, að eigi einungis að nokkru leyti rót sína að rekja til hins venjulega umróts, sem á sér stað fyrir kosningar. Wilson verður einnig að gera sér gréin fyrir þeim mögulcika að Þjóðverjum kunni að finn- ast of þröngt um sig innan hinna þröngu takmarka sex- veldanna, og myndu sannfær- ast um, að þeir hefðu frekar möguleika á því að komast að samkomulagi við Rússa. ef þeir væru í víðtækari og ekki eins pólitísku bandalagi, þar sem Bretar og hlutlaus ríki ættu aðild að. Þetta eru nokkur þeirra sjón armiða, sem hafa, enda þótt alls ekki hafi verið unnt að ræðu þau, kynt undir þær skoðanir hjá Wilson, að grund völlur sé fyrir því í Evrópu að stokka þar spilin upp, og Bretland ætti að vera reiðu- 'búið því að taka að sér frum- évæðið. Audstætt því, sem sumir telja, þá mun hann ekki vera þeirrar skoðunar, að slíkt frumkvæði feli í sér end- urnýjaða beiðni af hálfu Bret lands um að fá inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þrátt fyr ir þær ályktanir, sem draga mætti í Evrópu af því, að Bretar tækju upp metrakerfið, þá gerði Vínarráðstefnan þvert á móti innigöngu Breta í Efnahagsbandalagið, jafn- vel eftir að neitun de Gaulles við því er úr sögunni, ólík- legri en nokkru sinni áður. f fyrsta lagi notaði Wilson' tækifærið til þess að endur- nýja skuldindingar Breta um að gera ekkert nema í samein ingu með bandalagsríkjum sínum í EFTA, en sum þeirra geta ekki eða vilja ekki ganga í Efnahagsbandalagið. í öðru lagi, þá hefur hann endurtekið það, að hin erfiða raun, hvort Bretar muni ganga í Efnahagsbandalagið, muni vera undir því komin, hvort inngangan muni hafa í för með sér vaxandi eða minnkandi viðskipti innan samveldisins. En þrátt fyrir það, að innganga Breta í Efna hagsbandalagið myndi, þegar til lengdar léti, koma að gagni þeim hlutum samveldisins, sem vanþróuð eru, þá yrði næstum örugglega að færa þá fórn, að Bretar yrðu að kaupa meir af matvæl- um frá meginlandinu á kostn- að Kanada, Nýja-Sjálands og Ástralíu. f þriðja lagi, með því að reyna að koma á fundi ráð- herra Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunarbandalagsins en láta stjórnarnefnd Efna- hagslagsins ekki koma nærri, þá er hann að auka á andstöð- una meðal þeirra, sem mest áhrif hafa í Brússe), gegn því, að Bretland gangi í Efnahags- bandalagið. Stjórnarnefndin hefur alltaf verið tortryggin gagnvart áformum Breta, en Edward Heath úr flokki íhalds manna og undirmenn hans komust nokkuð áleiðis með að sannfæra þá um, að Bret- land hefði hug á að verða þátttakandi í hinni mkilvægu tiíraun þeirra að því marki, sem þeir bara hafa hag af því einir. Hið augljósa áform Wil- sons um að halda nefndinni fyrir utan, mun tryggja það, að meðlimir nefndarinnar munu gera allt, sem þeir megna, til þess að koma í veg fyrir, fundur ráðherra Efna- hagsbandalagsins og Fríverzl- unarbandalagsins eigi sér stað. Brezki forsætisráðherrann . ————> .......... álitur, að allur efnahágslegur ávinningur fyrir Breta af því að sameinast Efnahagsbanda- laginu muni hverfa með skuld bindingunni um að verða að samþykkja landbúnaðarstefnu þess. Hann telur, að þetta muni, auk þess að skapa óróa í Samveldinu, setja fullkom- lega úr skorðum gjaldeyris- stöðu og framfærslukostnað í Bretlandi. Á hinn bóginn við- urkennir hann ásamt þeim, sem hlynntir eru tengslum við Evrópu innnan ráðuneytis hans, að ef Bretland hefði nú verið í Efnahagsbandalaginu,. þá hefðu samningsmenn Breta getað komið í veg fyrir, að núverandi verndar- og tak-. mörkunarfyrirkomulag yrði þar viðhaft. rK Þetta er ef til vill aðal veik leikinn í stefnu Verkamanna- flokksins gagnvart Evrópu. Gaitskell minntist þess í hinni. frægu Brighton ræðu sinni,, þar sem hann mælti gegn tengslum við Evrópu Oig sem: Wiison skírskotar oft til sem guðspjalls síns, að Evrópa hafi tvö andlit, ogtt og slæmt,. framsækjandi eða nazistísk. Hann vildi fá að komast að raun um, hvort myndi ráða áður en Bretar gengju þar inn. Vandinn er sá, að með því að taka þann kost að vera fyrir utan Efnahagsbandalag- ið, sem nær, hvort sem Bretum geðjast að því eða ekki, til hins kjarmrieiri hluta Evrópu, þá er Wilson að missa úr hönd um öll áhrif á framtíð þess, sem enn er óákveðin. Það er erfitt að trúa því, að þrátt fyrir allt, sem Efnahagsbanda lagið hefur mátt reyna og alla hnekki, þá muni bandalaginu með alla hina miklu hefðhelg- uðu hagsmuni allra meðlima- ríkja sinna ekki takast að halda áfram að vera til, enda þótt það kunni að ganga skrykkjótt. Það mun hins veg ar enn ósvöruð spurning, ■ hvort það muni verða í átt- ina að efnahagslegu og póli- tísku frjálslyndi og alþjóða- hyggju eða hinu aggnstæða. Bandalagið varð til sem af- kvæmi kalda stríðsins og þjóð ir þess eru nú að leita að leið- um til þess að draga í kyrr- þey úr spennunni í samskipt- um sínum við Austur-Evrópu og að koma á þeirri friðsam- legu sambúð, sem að lokum kynni að skapa möguleika á sameiningu Þýzkalands á ný og frelsi fyrir leppríki Rúss- lands til þess að gera það, sem þau telja sér fyrir beztu. Á hinn bóginn gæti svo farið, að Efnahagsbandalagið hneigð ist í áttina til endurlífgaðrar hernaðarhyggju, reyndi að koma sér upp eigin kjarnorku vopnabúri og ytri deilur á meginlandi Evrópu, sem stefnt er að samkvæmt yfirlýstri stefnu Efnahagsbandalagsins að sameina. Stjórn Verkamannaflokks- ins í Bretlandi gæti eflt fram- fara og alþjóðleg öfl í Ev- rópu meir með því að sam- einast þeim en með þvi að leika á þræði sundurþykkis og misklíðar. Ráðstefnan í Vín hefur gert þétta erfiðara en áður, en það er alls ekki útilokað enn. Harold Wilson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.