Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur (5. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. KALIN TÚN Á' AUSTURLANDI CJvo sem kunnugt er af frétt- ^ um hefur talsvert kal komið fram í túnum á Aust- urlandi. Er þetta í annað sinn á fáum árum, sem bændur á Austurlandi verða fyrir bús- ifjum af þessum sökum, en árið 1962 kom kal einnig fram í túnum nokkurra býla þar. Að þessu sinni virðist vera um að ræða töluvert miiri skemmdir en þá og á sumum býlum mun nær öll tún hafa kalið. Búnaðardeild atvinnudeild- ar háskólans vinnur nú að rannsóknum á kalinu og or- sökum þess, en nauðsynlegt er að finna ut af hverju kalið kemur, hvort efni vantar í jörðina eða plöntur ekki nógu sterkar. Þá hefur Búnaðarfélag ís- lands sent tvo ráðunauta aust- ur til þess að kanna hversu víðtækar kalskemmdirnar eru, hve mörg býli hafa orðið fyrir erfiðleikum af þessum sökum og hve mikill hluti túna þeirra er skemmdur og loks hve margir hektarar í heild hafa skemmzt á Austur- landi af kali. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda, sem nýlega var haldinn að Eiðum setti fram ósk um það til landbúnaðar- ráðherra Ingólfs Jónssonar, Búnaðarfélagsins og Stéttar- sambandsins, að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar til þess að aðstoða þá bændur, sem nú eiga í erfiðleikum af völdum kalsins. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, hefur einnig kynnt sér af eigin raun kal- skemmdirnar. Eitt byggðarlag fyrir austan hefur orðið fyrir sérstöku á- falli af völdum kalsins en það er Norðfjörður. Þar háttar svo til að tólf býli við Norð- fjörð sjá Neskaupstað að mestu fyrir mjólk og er það kaupstaðnum mjög mikilvægt sökum erfiðra samgangna, sér staklega að vetrarlagi. Við Norðfjörð er ástandið svo slæmt af völdum kalsins, að bændur gera varla ráð fyrir að hafa nægilega sumarhaga. Það er ljóst, að viðkomandi aðilar hafa brugðizt skjótt við til þess að kanna orsakir kals- ihs og hversu víðtækt það er. En það er auðvitað nauðsyn- legur grundvöllur fyrir frek- afi aðgerðum til aðstoðar þeim bændum, sem fyrir því hafa orðið. Mikilvægt er að komast fyrir orsakir kalsins fyrir austan og hvernig á því st'endur að ítrekaðar 3kemmd- ir vérða af þess völdum á þessu landsvæði á fáum árum. Er vonandi, að þær athug- anir, sem nú fara fram á þessu máli, leiði til þess, að hægt verði að fyrirbyggja svo víð- tækar skemmdir af völdum kals í framtíðinni og jafn- framt, að leiðir verði fundn- ar til þess að aðstoða aust- firzka bændur, sem fyrir þess um búsifjum hafa orðið. FJÖLSÓTT HÉRAÐSMÓT Cjálfstæðisflokkurinn efnir ^ til fjölda héraðsmóta í sumar eins og jafnan áður og er nú mjög til þeirra vandað. Enn hefur einungis verið hald inn rúmlega þriðjungur þeirra héraðsmóta, sem fyrir- hugað er að efna til, en að- sókn að þeim, sem þegar hafa verið haldin, hefur verið ó- venju mikil. Að þessu sinni sjá einir fremstu skemmtikraftar lands ins, Svavar Gests og félagar hans, um skemmtiatriði á hér- aðsmótunum en í ræðuhöld- um hefur það nýmæli verið tekið upp að nú talar jafnan sérstakur fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar á hverju héraðs- móti. Aðsókn að héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins í sumar hefur verið geysimikil og er sérstaklega áberandi hve unga fólkið flykkist í stórum hópum á mótin. Er enginn vafi á því, að Sjálfstæðisflokk urinn nýtur nú vaxandi byrs meðal æskufólks landsins. Að sókn þeirra að héraðsmótun- um nú er aðeins eitt fjöl- margra dæma um það. Fé- lagssamtök ungra Sjálfstæðis- manna starfa nú af óvenju- miklum krafti um land allt og mikill fjöldi efnilegra ungra manna og kvenna er að koma upp í flokknum. Þessi ánægjulegu tíðindi eru auðvitað fyrst og fremst að þakka því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sýnt æsku- fólki innan sinna raða mikið og vaxandi traust. Ungir menn eru í auknum mæli sett- ir til mikilvægra trúnaðar- starfa á vegum flokksins og starfsemi unga fólksins setur æ meir svip sinn á flokkinn. Hin mikla aðsókn að hér- aðsmótunum nú og sá fjöldi ungs fólks, sem þau sækir, sýnir, að Sjálfstæðisflokkur- inn á nú vaxandi fylgi að fagna og að styrkur flokksins út um landsbyggðina hefur aukizt og eflzt til mikilla muna. „VIÐ BIÐUM BAÐAR“ FYRIR skömmu var dómur up kveðinn í Sydney í Ástra- líu í máli manns eins er orð- ið hafði að bana öðrum manni er falað hafði eiginorð af konu hins fyrrnefnda. Málið vakti mikla athygli í Ástra- líu og víða um heim, er máls- atvik komu öll í ljós, og kannski engin furða. Hinn ákærði, Boro Trajano- vic, sem er júgóslavneskur að ætt og uppruna og orðinn þrjátíu og tveggja ára, var maður vinsæll og vel liðinn í sínu nýja heimalandi. Hann var múrari að atvinnu og átti orðið fjögur börn með eigin- konum sínum tveim — sem bjuggu saman á heimilinu og sáu í sameiningu um allan bú- rekstur og barnauppeldi og sem er tæplega ársgömul. Catherine Doyle heitir síðari kona Boros, og á tvær dætur, eins og hálfs árs og þriggja mánaða gamlar. Svo var það fyrir nokkru, að einhver aðdáandi Cather- rine komst að því, hversu var í pottinn búið og að hún var ekki lagalega gift Boris. Þóttu honum þá vænkast sínar horf ur og gekk fast eftir ráðahag við hana, en Catherine kvaðst hvorki vilja heyra han né sjá, hún elskaði Boris og hefði al- ið honum tvö börn og hugs- aði sér hreint ekki að yfir- gefa hann í bráð né lengd. Ekki gafst vonbiðill hennar þó upp við svo búið en hélt áfram uppteknum hætti og reyndi meira að segja að tala um fyrir Boris, sagði sambúð þeirra til mestu smánar og Catherine væri nær að giftast sér. Þetta gekk svo nokkurn tíma, að ekki linnti ásókn vin- biðils Cat^erine og loks brast Boris þolinmæðina, og greip til þeirra einna úrræða sem eftir voru til að fá manninn ofan af þesu. Dómarinn í Sidney dæmdi Boris í átta ára fangelsi fyrir manndráp — en þær Nina og Catherine brostu bara og sögðu: „Átta ár er enginn ei- lífðartími. Við bíðum báðar. Boris er dásamlegur maður og við viljum hvorug við hann skiljast." Boro Trajanovic, sá er myrti vonbiðil konunnar. kom svo vel saman að margar systur hefðu mátt öfunda þær þessvegna. Fyrri kona Boros — og sú eina, að því er ástr- ölsk lög heimila — en Nina Rotter, sem hefur alið manni sínum tvö börn, dreng sem nú er orðinn sex ára og stúlku ☆ Catherine, sem tók Boro fram yfir biðilinn. Nina, fyrri kona Boros. — Við stöndum saman. LANDSMÓT U.M.F.Í. TTm helgina fór fram að ^ Laugarvatni 12. landsmót Ungmennafélags íslands og var það geysi f jölsótt og þátt- taka í íþróttakeppnunum mik il. Það er vel, að Ungmenna- félag íslands stendur að svo mikilli hátíð íþrótta og æsku. Það sýnir að enn býr mikill kraftur í ungmennafélags- hreyfingunni og henni hefur auðnazt að finna sér starfsvið við hæfi að lokinni sögufrægri baráttu fyrri hluta aldarinn- ar. — Ungmennahreyfingin átti ríkan þátt í þeirri vakninga- öldu, sem gekk yfir land og þjóð við upphaf nýrrar aldar, og hún efldist og jókst með ótrúlegum hraða. Hún hefur nú orðið að hasla sér nýjan starfsgrundvöll með tilliti til U Thant. frarnkv.st.j. Sameinuðu þjóðanna, kom i nótt flugleiðis til Genf, til þess að sitja þar fundi Efnahags- ag félagsmála- ráðs S.þ. Sagði hann við blaða- menn á flugvellinum að hann hefði í hyggju að hitta friðar- nefnd brezka samveldisins að máli í Genf næstkomandi mið- vikudag. U Thant kvaðst vona að friðar oefndiu gæti Látið sig vita á breyttra aðstæðna og er þesa að vænta, að hið glæsilega landsmót Ungmennafélags ís- iands um helgina sé vottur þess, að henni hafi tékizt það. mánudag, hvort hún sæi sér fært að eiga með sér fund. í París sagði U Thant í gær- kvöldi að Páll páfi 6. væri nú að ígrunda hvort hann ætti að flytja ræðu á AUsherjarfþingi S.þ. í haust, er ráðgert er að páf- inn komi þá til New York. Tals- maður Páfagarðs sagði í dag að of snemmt væri að segja nokkuð um hversu umfangsmikil heim- sókn páfa til aðalstöðva S.þ. yrði. Flytur páfi ræðu á Allsherjarþinginu? 4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.