Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 10
MORGU N BLADID Þriðjudagur 6. júlí 1965 — Skyldi ekki löggun- um vera heitt, sagði lítil hnáta, á að gizka sex ára gömul við móður sína og benti á svartklæddan vörð laganna fyrir fr&man sig. Hann hafði tært embættis húfuna svolítið ofar á höf- uðið, en andlitið líktist gló andi eldhnetti Við gátum auðvitað ekki annað en brosað að þeirri litlu, en í aðra röndina vorkennd- um við þó atimingja lög- reglumannxnu m. Fólkið í kringum okkur var alls staðar léttklætt, sumir nutu sólarinnar í ríkum mæli spókuðu sig á grasvöllunum eða móktu með hálflukt augu í grasinu, en j>eir voru líka til, sem flúðu í forsæluna undan sólarhitanum. — Ég man ekki eftir slík- um ofsahita hér áður, sagði okkur ungur maður í íþrótta búningi, sem dvalið hefur að Laugarvatni um árabil. Ýms- ar tölur eru til um hitann á Laugarvatni um síðustu helgi en fæstum ber saman. Sumir segja 25 stig, aðrir 27, og það sagði okkur ungur maður, að hann hefði séð skáta hampa hitamæli í sólskininu og hefði mælirinn sýnt 53 stig! Auð- vitað er þessi tala með ólík- indum, en hitt er alveg víst, að margir leituðu niður að vatninu til þess að kæla lík- amann. — ★ — Til þess að fá áreiðanlegar tölur um hitastigið hringdum við til Veðurstofunnar í gær. Stúlkan, sem svaraði í sím- ann, sagði, að á Hæli í Ár- nessýslu, sem er á næsta leiti, hefði hitinn komist í 20 stig um sexleytið á laugardaginn, en því miður lægju ekki fyr- ir tölur um hitastigið á sunnu daginn, þegar sólin skein hvað heitast. Sennilega hefur fólkið á Hæli, sem mælir hit- ann verið á landsh'ótinu þá, hugsuðum við. Aðstandendur landsmóts ungmennafélaganna að Laug- arvatni nutu sannarlega hylli veðurguðanna. Raddir voru uppi um það, að sólskinið væri þakklætisvottur frá for- sjóninni fyrir einstaklega vel skipulagt mót. Þeir, sem mót- ið sóttu sáu Laugardalinn í fegursta ljósi, en I fjarskan- um bar Hekla við himin snævi krýnd og opinberaði þannig andstæðurnar í ís- lenzkri náttúru. Getspakir menn segja, að ekki færri en 25 þúsund manns hafi lagt leið sína að Laugarvatni um síðustu helgi og mun það sízt ofmælt. Ungt fólk var í meirihluta móts- gesta, enda var þetta ung- mennamót. Hér kom saman fólk úr öllum landsihornum Keppendur á mótinu mættu í fallegum einkennisbúningum í öllum regnbogans litum og setti það skemmtilegan svip á samkomuna. — ★ — 31aðamenn Morgunblaðsins slógu upp tiöidum á föstu- dagskvöld meðal unga fólks- ins í Skógarhólum með því að þá langaði til að kynna sér af eigin raun, hvernig unga fólkið kæmi fram, en útisamkomur ungs fólks eru eilíft umræðuefni hinna eldri og hefur framkoma þess þótt til lítillar fynrmyndar. Nú brá hins vegar svo við, að allt fór fram með spekt. Að vísu voru náttfuglar á flögri milli tjalda um nætur, en ölvun var ekki slík, að í frásögur sé færandi. Óskar Ólason, ann- ar tveggja fynrliða 26 manna lögreglusveitar úr Reykjavík sagði um framkomu unga fólksins, að hún hefði verið Snæddur árbítur að morgni sunnudags. Lögregluþjonar fóru öðru hverju í eitirbtsferðir um tjaldsvæði og þótti þá mörg- Systurnar Emma Katrín og Ásdís. til fyrirmyndar, en með hlið- sjón af fyrri reynslu af úti- samkomum ungs fólks, hafði verið búizt við. að sukksamt yrði, þegar s"o mikill fjöldi kæmi saman. Vinkonurnar Sigrún Sjöfn Helgadóttir og Guðrún Kristjáns- dóttir frá Reykjavík. um gott að le.ta til þeirra um aðstoð við að slá upp tjöldum sínum. Vafalaust hefur ráð- ið miklu um. hve framkoma var góð, að aagskrá stóð yfir á mótssvæðinu frá morgni til kvölds. Fólk fiykktist þangað og fylgdist með íþróttakeppn- inni í veðurbliðunni. Á laugardags- og sunnu- dagskvöld var dansað a tveim ur stöðum — utipalli og inni í stóru tjandi. A fyrrnefnda staðnum léku Hljómar frá Keflavík, en H.jómsveit Ósk- ars Guðmuncbsonar frá Sel- fossi í tjaldinu. Var þar dans að á grasinu og gaf það góða raun, þótt nckkrar stórar þúfur væru á „dansgólfinu“ — ★ — Niðri við vetnið er hin á- kjósanlagasia baðströna. Þangað komu margir með vindsængur undir hendinni og móktu úti á vatninu í steikjandi sólarhitanum. Enn voru þeir, sem fengu 3ér far með hraðbát, sem brunaði eft ir vatnsfletinum á mikilli ferð og þótti þetta góð skemmtun og hressandi. Þarna hittum við tvær smávaxnar yngismeyjar, sem sitja í grasinu og horfa út á vatnið. Við spyrjum að heiti. — Ég heiti Emma. Emma Katrin. — Hvað ertu gömul, Emma Katrín? — Ég er 9 áraf segir hún, en bætir svo við: nei, 10 ára. — Ertu kannski nýorðin 10 ára? — Nei, ég verð það 19. ág- úst. Ég segi bara 10 ára. — En hvað heitir hún syst- ir þín? — Ásdís. Hún er 8 ára. — Hvar eigið þið heima? — í Þorlákshöfn. Ætlið þið ekki að synda í vatninu, eins og hinir krakk- arnir ,segjum við. — Við kunnum það ekki. — Eruð pið ekki með mömTnu og pabba? — Jú. Og bræður okkar komu á föstudagskvöld. Þeir eru í ungmennafélaginu. — Keppa þeir kannski? — Ég veit það ekki, segir Emma og lítur á systur sína, auðsjáanlega undrandi á þessari forvitni i manninum. — Sjáðu bátinn, segir Ás- dís og bendir út á vatnið. Hraðbáturinn brunar fram- hjá. Systurnar horfa á eftir honum. Svo sjá þær mömmu og pabba og er ekki lengur til setunnar boðið. — ★ — Þeir, sem ekki höfðu á- huga á hraðbátum, gátu snú- ið sér til hestaleigunnar á staðnum og fengið leigðan gæðing. Þetta þjónustufyrir- tæki naut einnig mikilla vin- sælda, en svo sögðu okkur Guðrún Kristjánsdóttir og Sigrún Sjöfn Helgadóttir, tvær ungfrúr frá Reykjavík. Við hittum þær í einni á- horfendastúkunni og báðum þær að segja okkur frá æv- intýrinu. — Við vorum mörg saman, sögðu þær. Þetta gekk allt vel nema hvað einn strákur datt af baki, en hesturinn hljóp út um alla móa og týndi ístaðinu. — Hafði þið verið í sveit? — Alltaf á sumrin. — Eruð þið áhugasamar um íþróttir? — Já, sérstaklega körfu- bolta, segir Sigrún, Þær sögðust hafa komið að Laugarvatni á föstudagskvöld og ætluðu að dvelja tram á á sunnudag. — ★ — Skammt frá íþróttasvæðinu er tjaldborg hinna ýmsu ung- mennafélaga sem eiga kepp- endux' á mótinu. Hvert hverfi er afgirt með örlítilli girð- ingu. Þegar við komum a3 hverfi merktu U.M.S.S. eða Ungmennasambandi Skaga- fjarðar, sjáum við tvo unga menn 5 bláum æfingabúning- um kyrfiiega merkta áður. nefndum ungmennasambandL Þeir heita Þorbjörn Árnason og Birgir Guðjónsson, báðir 17 ára gamlir. Þeir eru frá Sauðárkkróki. — í hvaða greinum keppt- uð þið, strákar . — Við vorum báðir í sund- inu. — Á hvaða vegalengdum? — Eg keppti í 100 m skrið- sundi og boðsundi, svarar Þorbjörn. — Ég i 800 m frjálsi aðferð, 200 m bringusundi og boð- sundi, segir Birgir. — Hvernig gekk ykkur? — Mér mistókst heldur svona, segir Þorbjörn. — f 100 m skriðsundinu rak ég mig utan í hliðarbakkann og hélt þá að ég væri kominn að endabakkanum og sneri því of fljótt við. — En hvernig gekk, þetta hjá þér, Birgir? — Ég varð annar í 800 rtv frjálsri aðferð og einnig 200 m bringusundi én fjórði í bak sundinu. — Hvernig er aðstaða til sundiðkana heima fyrir? — Hún er ágæt á sumrin. Við höfum þar 8 x 25 m sund- laug. Á veturna er hún yfir- leitt eklci opin vegna þess að þá ar allt heita vatnið notað til íbúðakyndinga. En nú hef- ur verið borað eftir heitu vatni í sumar og þá mun væntaniega vera hægt að hafa sundlaugina opna yfir vetrarniánuðina líka. Það er í ráði að byggja yfir sund- laugina og koma upp áhorf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.