Morgunblaðið - 09.10.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.10.1965, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. október 1965 ’ Vandamál landbúnaðarins Kafli úr ræðu viðskiptamála- ráðherra I gær Gylfi Þ. Gisason, viðskipta- málaráð'herra hélt ræðu í gær á aðalfundi Verzlunarráðs íslands. I upphafi ræðu gerði hann grein fyrir þróun efnahagrsmálanna á þessu ári og bar hana saman við undanfarandi ár. I»á ræddi ráðherrann um þá breytingu, sem varð á þessu hausti varðandi verðlagningu landbúnaðarafurða, en þá varð að grípa til bráðabirgðaráðstaf- anna til þess að verðleggja land- búnaðarvörur. Sagði ráðherrann, að vegna þessara atburða hlyti að verða að endurskoða gildandi löggjöf um verðlagningu inn- lendrar búvöru, og yrði það á- reiðanlega eitt að meginverkefn- um Alþingis nú. Vék ráðherrann síðan að því, hver vera skuli framtíðarstefnan í málefnum ís- lenzks landbúnaðar og fer sá kafli ræðu hans hér á eftir. Einlh/verjum kann áð þykja undarlegt, að ég telji ástæðu til þess að ræða vandamál íslenzks landbúnaðar á aðalfundi Verzl- unarráðs. En sannleikurinn er sá, að vandamál landbúnaðarins eru orðin að einu höfuðvandamáli ís lenzkra efnahagsmála. Astæða þess, að svo er komið, er sú ’ann- ars vegar, að íslenzk landbúnáðar framleiðsla hefur aukizt svo mik ið á undanförnum árum, að nú þarf að flytja verulegan hluta hennar til útlanda, og hins vegar, að bilið milli framleiðslukostnað arins innanlands og söluverðs- ins erlendis fer vaxandi og er orðið svo mikið, að útflutnings- bætur þær, sem grefða ber sam- kvæmt gildandi lögum, eru orðn ar svo miklar, að þær eru að verða lítt bærilegur baggi fyrir rikissjóð og skattgreiðendur í landinu. Til þess að skýra nokkru nánar, í hverju þetta vandamál er fólgið, miá geta þess að heild- söluverðmæti útfluttrar land- búnaðarvöru af framleiðslu árs- ins 1964—65 mun hafa numið 284 milljónum króna, en útflutn ingsbætur á sömu afurðir 184 milljónum króna. Aðeins rúmlega þriðjungur heildsöluver'ðmætis- ins fæst þannig endurgreiddur í útflutningsverðinu. Frá þjóð- hagslegslegu sjónarmiði er slík framleiðsla auðvitað svo óhag- kvæm, áð hún verður að teljast álvarlegt efnahagsvandamál. Frá gjaldeyrissjónarmiði er þessi út flutningur þó í raun og veru enn ðhagkvæmari en sést af þessu, þar eð landjbúnáðarframleiðslan notar auðvitað talsverðan erlend an gjaldeyrir. Gera má ráð fyrir því, að bein gjaldeyrisnotkun í þágu landibúnaðarframleiðslunn- • ar sé aldrei undir 20% af sölu- verðmætinu frá búi. Gjaldeyris- ixotkun í framleiðslu, sem nem- nr 284 milljónum króna að heild söluverðmæti, ætti því áð vera um 57 milljónir króna. En heild argjaldeyristekjurnar af þessari 284 milljón króna framleiðslu reyndust aðeins um 100 milljón- ir króna. Hreinar gjaldeyristekj ur þjóðarbúsins af þessari fram- leiðslu reyndust þannig aðeins 43 milljónir kr. í gjaldeyri fær þjóðarbúið sem endurgjald fyrir notkun innlendra framleiðslu- afla, að upphæð 227 milljónir króna. Gjaldeyristekjurnar af útflutningi land'búnaðaratfurð- anna eru því ekki nema um það bil fimmtungur innlenda kostn- aðarins við landbúnarðarfram- leiðsluna. Þessi heildarniðurstaða þarf raunar engum að koma á óvart, sem þekkir hlutfallið milli út- fluttningsverðs helztu landlbún- aðarafur’öanna og heldsöluverðs ins innanlands. En þetta hlutfall er þannig varðandi nokkrar helztu afurðirnar: Af frystu dilkakj.öti er útflutn ingsvérðið (fob-verðið) 44% af heildsöluverðinu innanlands, af saltkjöti 60%, af ostaefni 62%, aif 45% osti, 23%, af smjöri 22%, af nýmjól'kurdufti 24% og af undanrennudufti 24%. Mér er ekki kunnugt um dæmi þess frá nálægum löndum, að útflutningi sé til langframa hald- ið uppi við jafn óhagstæð og erf ið skilyrði. Eitt dæmi enn má nefna um það, hversu útflutningur land- búnaðarafurðanna nú er óhag- kvæmur frá gjaldeyrissjónarmiði og þá um leið frá almennu þjóð- hagslegu sjónarmiði. í fyrra voru flutt inn fóðurefni (maís o.fl.) fyrir um 131,7 milljónir kr., alls 32.758 smálestir. Meðalverðið var um 4 kr. á kíló. Talið er, að um 2 kíló mjólkur fáist til við'bótar fyrir hvert kíló fóðurbætis, sem góðri mjólkurkú er gefið. Miðað við meðalútflutningsverð í fyrra fæst úr 2 kílóum af mjólk, sem notuð er í útflutningsframleiðslu, 85 gr af smjöri á 35.18 kílóið, eða 2,99 kr. og 49 gr ostaefni (casein) á 16.63 kílóið, eða 0.81 kr. Sam- tals fást þannig 3.80 kr. í gjald- yri fyrir þessa framleiðslu. En útlenda fóðurefnið eitt, sem varið er til hennar, kostar 4 krónur. Þessi útflutningsframleiðsla skil ar þannig í gjaldeyri ekki einu sinni andvirði þessa eina kostn- aðarliðar, erlenda fóðurefnisins. Það er svo annað mál, að hér er um vandamál áð ræða, sem ekki verður leyst í einu vetfangi. Framleiðsluskilyi*ðum í atvinnu vegi eins og landbúnaði verður ekki breytt í einni svipan. Og engin sanngirni væri í því, að svipta bændur í einu vetfangi þeim stuðningi við útflutning landbúnaðarvöru, sem þeim hef ur verið veittur lagalegur réttur til og þeir hafa því í góðri trú getað reiknað með. Hins vegar ver*ða bændur að skilja það, að ekki er hægt að ætlast til þess að skattgreiðendur styrki árlega með hundruðum milljóna króna framleiðslu, sem er frá þjóð- hagslegu sjónarmiði jafnóhag- kvæm og íslenzk landbúnaðar- framleiðsla til útflutnings við núverandi aðstseður er. Auk þess er vandamál ís'lenzks landbúnaðar alls ekki eingöngu fólgið í því, áð stuðningur við útflutning íslenzkrar landbúnað arvöru* sé, eins og nú standa sakir, óhæfilega dýr. Fram- leiðslukostnaðurinn innanlands leiðslukostnaður landbúnaðarins i heild er alltof hár, eins og sam anburðurinn á heildsöluverðinu innanlands og útflutningsver'ð- inu glögglega sýnir. Af þessum samanburði sést, að hægt væri að fá flestar af þeim vörum, sem íslenzkur landbúnaður framleið- ir, keyptar til landsins fyrir miklu lægra verð en það kostar áð framleiða þær hér. Fram- helzt jafnhár og raun ber vitni í skjóli þess, að innflutningur er yfirleitt bannaður á þeim land- búnaðarvörum, sem framleiddar eru í landinu. Engum mun þó koma til hugar, að rétt væri eða skynsamlegt áð gefa inmflutning á landbúnaðarvörum til lands- ins frjálsan. Þeirri spurningu raá þó varpa fram, hvort heppi- legt sé eða heilbrigt, að hafa ís- lenzka landbúnaðarframleiðslu jafnalgjörlega verndaða og nú á sér stað. Reynslan af iðnaðar- sviðinu hefur sýnt það, að algjör lokun markaðsins er ekki heppi- leg, hvorki fyrir atvinnugreinina sjálfa né heldur fyrir neytendur. Sam'keppni af hálifu erlendrar vöru veitir heilbrigt aðlhald. Iðn- greinar, sem setíð hafa einar að vernduðum markaði um langt skeið, hafa haft tilhneigingu til Framhald á bls. 31. Bifreið fer gegnum þvottastöðina. Bílþvottavél við Suðurlandsbraut Á SHELL bónstöðinni við Suð urlandsbraut hefur nú verið kom ið fyrir bílþvottavél, sem á að geta annað 15 bílum á klukku- stund, miðað við að það taki bíl inn 2 mínútur að aka á þvotta- stæðið og út af því. Þ. Jónsson & Co. hefur tekið einkaumboð fyrir þessa vélartegund hér á landi í hús- næði, sem er eign h.f. Skeljungs. Þórir skýrði fréttamönnum frá því, er hann sýndi þeim vélina, að ætlunin væri að setja upp fleiri slí'kar vélar, strax og reynsla hefði fengist fyrir þess- ari og sýnt væri hver þörfin raun verulega er. Hann tjáði fréttamönnum einn ig, að vélin væri smíðu'ð hjá verksmi'ðjunni Kleindienst & Co. Augsburg og _ annaðist starfs- maður verksmiðjunnar hr. Bernlhard Steiglheller uppsetning una. Vélin sjálf samanstendur af þrem nælonburstum, sem hver um sig er 2 metrar á lengd og 1 meter í þvermál og snúast þeir 170 snúninga á mínútu. Gengur vélin eftir spori og þvo burstarn ir bæði þak og hli'ðar bílsins i sömu urnferð. Þvottavatnið er blandað sérstöku efni, er skilur eftir sig gljáhúð á bifreiðinni. Verðinu hefur verfð stillt upp þannig, að þvottur 4—5 manna bifreiðar kostar kr. 40.00, en 5— 6 manna og sendibifreiðar kosta 45.00 kr. Einnig má kaupa 12 þvotta afsláttarkort u>g kostar þá hver þvottur 35—40 kr. eftir bíla stærð. Bíllþvottavél þessi er sjálfvirk Framhald á bls. 31. Á islandi að gerast ali að E.F.T.A.? Úr ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálaráðherra aðalfundi Verzlunarráðs í gær a ANNAÐ þeirra vandamála, sem Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra gerði einkum að um- talsefni í ræðu sinni á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gær, var stefnan í utanríkisviðskipt- um íslendinga. Þar ræddi ráð- herrann ekki sízt um Fríverzl- unarbandalagið EFTA og um, hvað það myndi hafa í för með sér ,ef íslendingar fengju aðild að þessu bandalagi .Hér fer á eftir sá hluti úr ræðu ráðherr- ans, þar sem hann gerir grein fyrir rökunum með og móti að- ild íslands að EFTA og þeim * breytingum, sem slík aðild myndi hafa í för með sér hér innanlands. Helztu rökin, sem færa má með því, að íslendingar leiti eftir aðild að EFTA, eru þau, að aðild okkar mundi greiða fyrir útflutningi íslenzkra af- urða til EFTA-landanna, fyrst og fremst útflutningi þeirra sjávarafurða, sem EFTA-samn- ingurinn nær til, svo sem freð fisks, síldarlýsis, þorskalýsis og niðursuðuvöru, en aðildin mundi einnig opna nýjar leiðir til útflutnings iðnaðarvöru, t.d. útflutnnigs á ullarefnum, prjóna vörum úr ull, ullargarni og sút uðum gærum. Nýir framleiðslu og útflutningsmöguleikar mundu og skapast Aðstaða okk ar á mörkuðum bandalagsríkj- anna hefur farið versnandi und anfarin ár samanborið við að- stöðu framleiðenda á EFTA- svæðinu og lægra verð fengizt fyrir sumar afurðir af þeim á- stæðum. Skýrasta dæmið um þetta er freðfiskstollurinn í Bretlandi, sem er 10% á ís- lenkkum freðfiski, en 3% á norskum og dönskum freðfiski, og fellur sá tollur alveg niður eftir eitt og hálft ár. Enn meiri tollmunur er á síldarlýsi, þar sem síldarlýsi frá EFTA-lönd- unum er tollfrjálst í Bretlandi, en 10% tollur er á íslenzku síld arlýsi. Er þetta skýringin á því, að íslenzkt síldarlýsi er nú selt á lægra verði til Bretlands en danskt síldarlýsi. Þá virðist lík legt, að íslendingar mundu í sambandi við aðild að EFTA geta fengið tvíhliða samninga við helztu viðskiptalönd sín í EFTA um ýmiss konar við- skiptafríðindi, þar eð fordæmi eru fyrir slíkum • samningum milli EFTA-landa. Ættu íslend ingar þá sérstdklega að keppa að því, að fá fríðindi fyrir sjáv arafurðir, t.d. frjálsari innflutn ing á ísfiski og tollalækkun á heilfrystum fiski í Bretlandi og e.t.v. fyrirgreiðslu um aukna sölu á íslenzku kindakjöti til Norðurlandanna. Höfuðbreytingin, sem aðild að EFTA mundi hafa í för með sér hér innanlands ,er sú, að afnema yrði alla verndartolla. Hins vegar er heimilt að halda hvers konar fjáröflunartollum. En með hliðsjón af því, að í fyrra munu innflutningstollar hafa numið sem næst helmingi af tekjum ríkissjóðs og talsverð ur hluti tollanna eru vemdar- tollar, mundi afnám þeirra ann ars vegar hafa mikil áhrif á fjármál ríkisins og hins vegar mikla þýðingu fyrir þann inn- lenda iðnað, sem að einhverju eða öllu leyti hefur starfað í skjóli verndartollanna. Hins veg ar er reglan sú, að tollalækkan- irnar eru framkvæmdar í áföng um, og má eflaust gera ráð fyr ir því, að íslendingar gætu átt kost á alllöngu aðlögunartíma- bili. I þessu sambandi er og nauðsynlegt að geta þess, að jafnvel þótt íslendingar gerist ekki aðilar að EFTA, er skipu- lögð tollalækkun á næstu ár- um nauðsynleg af ýmsum ástæð um. Með því móti myndi unnt að tryggja hagkvæmari nýtingu bæði vinnuafls og fjármuna en nú á sér stað. Ein haldbezta leiðin til þess að draga úr þeirri þenslu, sem verið , hefur og er enn í efnahagslífinu og treysta þannig jafnvægi í efnahagsmál- um, er án efa sú, að lækka smám saman innflutningstoll- ana og stuðla þannig að verð- lækkun innanlands og óbeinni lækkun framleiðslukostnaðar. Þá er tollalækkun og nauðsyn- leg til þess að draga úr ólög- legum og óeðlilegum innflutn- ingi til landsins, en meðan jafn mikið misræmi er á milli verð- lags innanlands og utan og nú á sér stað, að því er snertir hátt-tollaðar vörur, hlýtur ávallt að vera mjög torvelf að stemma stigu við ólöglegum inn flutningi. Meðal iðnrekenda virðist vera fullur skilningur á nauðsyn skipulegrar tollalækk- unar, þ.e.a.s. tollalækkunar, sem gerð sé í áföngum eftir fyrir- framgerðri áætlun, enda gerði síðasta ársþing Félags íslenzkra iðnrekenda ályktun í þá átt. Helztu rökin gegn aðild ís- lands ag EFTA eru hins vegar þau, að lækkun tolla á innflutt- um iðnaðarvörum frá EFTA- ríkjunum muni hafa í för með sér erfiðleika fyrir hinn toll- verndaða islenzka iðnað, að ákvæði EFTA-sáttmálans um afnám hafta gætu torveldað við skipti okkar við Austur-Evrópu löndin og að afnám verndar- tollanna hefðu í för með sér alvarlegt fjáröflunarvandamál fyrir ríkissjóð. Það er skoðun mín, að það verði eitt helzta viðfangsefni íslenzkra efnahags- og viðskipta mála á næstu mánuðum * og misserum, að vega og meta kosti þess og galla, að ísland gerist aðili að EFTA-samtökunum. Félagslíi Handknattleiksdeild karla, ÁrmannL Æfingar verða að Háloga- landi. 3. flokkur og 4. flokkur: Miðvikudaga kl. 18,00—18,50 Sunnudaga kl. 13,20—14,10 Meistarafl. 1. og 2. fl.: Mánudaga kl. 22,10—23,00 Fimmtudaga 18,50—19,40 Réttarholtsskólinn þegar hann opnar: Þriðjudaga kl. 21,20—23 Nýir félagar alltaf velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.