Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LaugardagUT 9. október 196/ ........... ........................ ....................... ...................*'111í1111 ................................................................................................................................l Bikaröur þar sem hann liggur á stofu 7 í Sjúkrahúsi Akraness. “Ég er hissa á að hafa ekkert heyrt f rá KR - ingum - sagði Ríkharður Jónsson sem segist hafa leikið sinn síðasta leik — Já, nú ætla ég að botna hraginn. Þettá var minn síöasti kappleikur, fyrst svona slysaléga tókst til, sagði Ríkharður Jóns- son knattspyrnukappi, . er við heimsóttum hann í sjúkrahúsi Akraness í gærdag. Hann var hress og allkátur, orðinn verkja- laus, ef hann liggur kyrr, en all- ar hreyfingar framkvæmir hann með nokkrum erfiðismunum. — Það stendur líka vel af sér að leggja skóna á hilluna núna, hélt Ríkharður áfram. Þetta var 20. sumarið mitt í knattspymu- keppni. Við komum fyrst með kapplið til Reykjavíkur 1946. Ég komst það sama ár í lands- liðið. Og þó að ég hafi ekki með VETRARSTARF Frjálsíþrótta- deildar ÍR er nú að hefjast. Aðal- vettvangur starfsins í vetur verð ur í ÍR-húsinu við Túngötu. Þar fara fram innanhússæfingar og fræðslu- og síkenimtifundir verða haldnir. Æft verður í þremur flokkum, karlaflokki, drengjaflokki 15 ára og yngri og kvennaflokki. Jó- hannes Sæmundsson hinn nýi þjálfari ÍR mun stjórna æfing- unum, en hann er núútskrifað- ur frjálsiþróttaþjálfari frá Banda góðum árangri leikið með lands- liðinu í sumar, þá var þetta einn- ig 20 árið mitt í landsliðinu. Það stendur því einnig vel á hvað það snertir að hætta nú, ★ Hafði hugsað mér að hætta. — Ég hafði hugsað mér að hætta eftir þetta sumar. En hug- myndin var þó að vera með í Bikarkeppninni einnig. En úr því sem komið er, verður ekki af því, og nú er minn ferlill á knatt- spyrnuvellinum á enda. Á Ekki áreynslulaUst. — Þetta hefur ekki verið áreynslulaust. Ég hef alltaf lagt alúð í æfingarnar. Fyrir mig rikjunum eftir fjögurra ára nám. Á sunnudag kl. 2 verður fund- ur Frjálsíþróttadeildar ÍR í ÍR- húsinu (uppi). Þar verður rætt um starfið, sem fram undan er og eru allir, sem kepptu fyrir félagið í súmar, eldri og yngri, piltar og stúikur, beðin' að mæta stundvíslega. Á fundinum verður skýrt frá æfingatímanum og þjálfarinn, Jóhannes Sæmundssin mun ræða um þjálfun. Nýir félagar eru einnig vel- komnir á fundinn. þýðir heldur ekki annað en æfa mikið. Eftir að ég meiddisí um árið hef ég aldrei náð fullri heilsu. Það krefst aefingar að leika 5—6 ár án þess að hafa fullkominn líkamskraft. Meiðsli mín voru eitt sinn metin til 30% örorku, en síðan hefur fóturinn mikið lagazt en er hvergi góður. Gæti ég trúað að á fullann mátt skorti 15—20%. , í fyrstu var ristin alveg mátt- laus. En ég var svo heppinn að fá fljótlega mátt í stðru tána. Það gerði mér kleift að leika áfram knattspyrnu. En ég missti hraða og öll snerting á bolta með vinstra fæti raskaðist. Send- ingar með þeim fæti urðu óná- kvæmar. — En mig langaði að halda áfram og mér tókst það. En það kostaði erfiði og aftur erfiðL Á Ekkert heyrt frá KR-ingum. Talið barst að leiknum sL sunnudag. Ríkharður lýsti þeirri skoðun sinni, að leikurinn hefði alls ekki verið harður, fyrr en KR tók upp varnarleikinn. Og hann hélt áfram: — Ég álasa Sveini Jónssyni ekki fyrir siysið. Þetta getur skeð. En ég er eiginlega hissa á því, að ég hef síðan slysið skeði, ekkert heyrt frá KR- ingum. Ég er hissa á því vegna þess að miili mín og KR-inga hefur alltaf verið gott sam- band. Ég hef tvisvar farið utan með þeim og ég hef allt- af metið KR meira en önnur félög. f hópi KR-inga hef ég einnig eignast flesta vini. Björgvin Schram sendi mér strax kveðjur og Baldur vall- Vetrarstarf frjálsíþrótta- deildar Í.R. að hefjast arstjóri hefur líka munað eftir mér. Ég fékk og kveðju frá Tý, og langar að biðja þig að skila beztu kveðjum til allra þessara aðila. Það er ótrúlegt, hve litil kveðja getur giatt mann. ★ Áhyggjulaus — Ertu tryggður fyrir at- vinnumissinum? ^ — Já, svo mun vera. Við höf- um ekki slysasjóð hér á Akra- nesi. Það er að segja hann er svo lítill að hann er ævinlega tómur, þvi oft henda slysin. En knatt- spyrnuráðið hér hefur um langt skeið tryggt vissan fjölda knatt- spyrnumanna og þaðan mun ég fá bætur. Ég er því áhyggjulaus fjár- hagslega. Það er munur eða um árið þegar meiðslin í baki og fæti hrjáðu mig. Þá var ómetan- legt að fá hjálp fré ótöldum vin- um. Án þeirrar hjálpar þá, hefði margt farið miður og niður á við hjá mér. En nú horfir öðru vísi við. Ég get verið hér áhyggjulaus í 6—8 vikur. Að_ vísu- er vont að falla svona frá. Ég hafði tekið að mér ákveðin verk. En ég er með þrjá menn í vinnu og þeir verða bara að leggja harðar að sér, sem ég og veit að þeir gera. Það eru prýðismenn. — Það veit engin sina ævina, sögðum við við Ríkharð. Nú liggið þið tveir landsliðsmenn vikum saman í sjúkrahúsL Það gæti nú verið skemmtilegt að þú og Magnús Jónatansson gæt- uð þá legið saman á stofu. — Já, það er leiðinlegt með hann. Við hér á Skaganum viss- um ekkert um þessyneiðsli hans. Hann lék út leikinn og var heill næstd daga, eins óg þegar er komið fram í Mlbl. En við erum núna búnir að hafa samiband við Ihann fyrir norðan og senda hon- um kveðjur okkar. Við vissum ekkert um þessi meiðsl hans fyrr en við lásum þau í grein Ellerts Sohram. Annars er það grein, sem ég hefði ekki viljað skrifa, sagði Ríkacður. ★ Nú kom ein hjúkrunarkonan og vildi fara að hlú eitthvað að Ríkharði. Samtalið gat ekki orð- ið lengra, en þegar við kvödd- umst sá ég það í augum hana að honum þótti vænt um heim- sóknina — og hann vonast til að sjá fleiri vini sína, þó hann s« í góðum höndum hjá Páli yfir- læikni og starfsliði hans. — A.St. 70 drengir innrituQust í fyrstu glímuæfingu Á FYRSTA degi sem innritað var hjá Glímudeild Ármanns í vetraræfingarnar á mánudags- kvöld, létu um 70 drengir skrá sig til þátttöku. Eru þeir á aldr- inum 6—16 ára. Vegna þessarar miklu þátttöku varð að færa til æfingatíma yngri flokka glímu- deildarinnar. Tímar eldri glímu- manna haldast óbreyttir frá því sem auglýst hafði verið, á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 21— 22.30. Glímuæfingar drengja verða á miðvikudögum og laugardögum, kl. 7—9 fyrri daginn en 7—8.30 þann síðari. Verður tímunum skipt þannig, að drengir fæddir 1954 eða síðar læra og iðka glím- una kl. 7—8 en drengir fæddir 1950—1953 kl. 8—9. Allar æfing- ar Glímudeildar Ármanns fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins sonar við Lindargötu, á mið- vikudögum í minni sal, niðri, en á laugardögum í stærri sal uppi. Kennari yngri flokka verður, eins og undanfarin ár, Hörður Gunnarsson. Þjálifari eldri flokks hefur verið ráðinn hinn góðkunni glímumaður Gísli Guðmundsson, einn snjallasti glímumaður lands ins um árafbil. Þá hefur glímu- deildin fengið sem a'ðstoðar- þjálfara bróður Gísla, glímu- Æfingar sundfélaganna SUNDÆFINGAR Reykjavíkurfé- laganna hefjast fimmtudaginn 7. október, og verða sem hér segir: Mánudaga kl. 20.00, ÍR og Ár- mann; kl. 21.45 sundknattleikur sömu félaga. Þriðjudaga kl. 20.00, KR og Ægir; kl. 21.45 sundknattleikur sömu félaga. Miðvikudaga k'l. 20.00, ÍR og Ármann; kl. 21.45 sundknattleik- ur sömu félaga. Fimmtudaga kl. 20.00, KR og Ægir; kl. 21.45 sundknattleikur sömu félaga. Föstudaga kl. 20.00—21.00, öll félögin saman. — Sundráð Reykjavíkur. kónginn þekkta Rúnar Guð- mund^on. /Efingarnar munu fara fram í stærri sal íþróttahúss ins. ' Þeir drengir, sem hug hafa á að læra og iðka glímu en hafa ekki látið skrá sig ennþá, geta mætt á framangreindum tímum eða á skrifstofu Ármanns 1 íþróttahúsinu við Lindargötu, sími 13356 á ' mánudaögum, fimmtudögum og föstudögum kL 8-9,30. M0LAR Þýzkir íþróttafréttamenn hafa kjörið „knattspyrnu- mann ársins 1965“. Fyrir val- inu varð Hans Tilkowski, landsliðsmarkvörður frá Bor- ussia I Dortmund. Sigur Til- kowskis í atkvæðagreiðslunnl var stór. Hann hlaut 147 at- kvæði, Júgóslavinn Peter Radenkovic sem er markvörð- ur hjá „Múnchen 1860“ hlaut ■ 90 atkv. Hinn frægi Uwe Seeler, sem hlaut titilinn 1960 og 1964 varð nú í 4. sæti með 34 atkv. Verðlaunin eru knött- ur úr gulH og gullhringur. Tilkowski tók við þeim sl. laugardag. T ónlistarskólinn í Keflavík . Keflavík 5. okt. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var Tónlistarskóli Keflavíkur settur í Æskulýðsheimili Keflavíkur. þar sem skólinn hefir aðsetur sitt í vetur. 140 nemendur eru inn- ritaðir í hinar ýmsu deildir skól- ans og eru 10 fastir kennarar við skólann, skólastjóri er frú Vigdis Jakobsdóttir, sem tók við því starfi í forföllum Ragnars Björns sonar, sem verið hefir skólastjóri frá byrjun, en dvelst nú erlendis við nám og störf. Nemendur Tóu Hstarskólans eru af öllum Suður- nesjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.