Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 25
MORCUNSLAÐ!Ð 25 MÍBvikudagur 3. nóv. 1965 l • Hestar og stöðumælar Það varð uppi fótur og fit í Lundúnum nú fyrir skömmu, l>egar rithöfundurinn William Holt kom ríðandi á hesti sínum, sem Trigger heitir, eftir einni fjölförnustu götu borgarinnar. (Ekki minnkaði undrun manna, þegar rithöfundurinn sté af hesti sínum, batt hann við stöðu mæli, og fór í verzlun til þess að kaupa sér jakkaföt. Varð um tíma algert umferðaröngþveiti á þessari götu, og loks varð lög reglan að biðja Holt um að færa sig, því að annars myndi um- ferðarhnúturinn aldrei leysast. Holt hefur að undanförnu ferð- ast um 9.000 mílur um Evrópu ásamt Trigger í því skyni að safna efni í bók, sem hann hef- ur á prjónunum, og var Lund- únir lokaákvörðunarstaðurinn. Við komuna til Lundúna var Holt að því spurður, hvort hann hefði ekki á ferð sinni átt í erfiðlélkum með „bílastæði“. — Nei, ég hef alveg sloppið þá, svaraði Holt, lögreglan get- ur t d. ekki látið stöðumæla- sektarmiða á Trigger, því hann étur þá einfaldlega. • Þjófóttar húsmæður Fyrir skömmu voru tvær sænskar húsmæður, 44 og 46 ára að aldri, dregnar fyrir rétt í Örebro, ákærðar fyrir fjölda þjófnaðar í vöruhúsum í ýmsum bæjum í Mið-Svíþjóð. >að er álit lögreglimnar, að verðmæti þýfis ins sá um 600 þús. krónur, eða jafnvel enn meira. Báðar hús- mæðurnar eiga börn, önnur á fimm á aldrinum 12—22 ára en hin á þrjú á aldrinum 12—23 ára. Hafa húsbóndarnir því gegnt húsmóðurshlutverkum að undanförnu og allt útlit fyrir, að þeir þurfi að gera það tals- verðan tírna til viðbótar. C Bítlv 'jama dcyr út Einn af allra kynlegustu kvist um þeirrar kynlegu hreyfingar, sem The Beatles komu af stað fyrir nokkrum árum, söngvar- inn P. J. Proby hefur ákveðið að hætta hinu amstursama starfi sínu sem bítlasöngvari, ætlar nú að láta klippa sig, klæðast aftur borgaralegum fötum, og gerast venulegur hljómsveitar- stjóri stórrar hljómsveitar, sem leikur í venjulegu fjölleikahúsi. Proby hefur að undanförnu ver- ið einhver mesti ógnvaldur- hljómleikasala víðsvegar í ver- öldinni, þar sem hann hefur sungið, því að ævinlega hefur farið stórfé í lagfæringu á þeim. Þá hefur hann einnig hrellt sið- gæðið heil ósköp, því að hann hefur það fyrir sið að ganga í svo níðþröngum buxum, að þær hafa venulega sprungið utan af honum í öllum átökunum á tón- leikunum. Anda því margir létt- ara, er hann hættir nú hinum furðulega ferli sínum, sem dæg- urlagasöngvari. • Gamli maðurinn fer yfir hafið >að er ekki víst, að Ernest Hemingway geti hinumegin graf ar tekið með jafnaðargeði hinum hversdagslega endi á skáldsögu sinni — Gamli maðurinn og haf- ið. — Gamli maðurinn hefur nefnilega lagt land undir fót og sótt um landvistarleyfi í Banda- ríkjunum, sem pólitskúr flótta- maður. Hinn 92 ára gamli fiskimaður, Anselmo Hernandez, gekk í land í Miami í Florida þann 21. októ- ber, með Havana vindil í annarri hendi og Panama hatt í hinni. Hann sagði við landgönguna: — Ég er svangur og ég get ekki lengur afborið ógnarstjórn komm únista í landi mínu. Herndez var á sínum tíma fyrir mynd söguhetjunnar í hinni heimsfrægu skáldsögu Heming- ways. Hemingway lifði á um- breytingatímum á Kúbu, heimili hans þar er safn í dag, sem er í miklum metum hjá ríkisstjórn Castros . . . en Hemandez gamli lýsti því yfir, að hann gæti þar ekki lengur um frjálst höfuð strokið. — Hvenær kynntist þú mann- inum þínum? — í fyrsta skipti, þegar ég bað hann um matarpening. >egar tónskáldið Meyerbeer dó, samdi Liszt líksöngslag. Eitt sinn lék hann sönginn fyrir Ross- ini, og er hann hafði gert það, sagði Rossini: — Ætli það hefði ekki verið heppilegra ef þú hefðir dáið en Meyerbeer hefði samið líksöngs- lagið. — Auðvitað man ég eftir þér, Pétur. Nauthólsvík, Jónsmessu- nótt, hár, ljóshærður, bursta- klipptur með skegg. Er þetta ekki rétt? Lítill drengur fór 1 skóla í fyrsta sinn, og þegar hann kom heim spurðu foreldrar hans, hvernig honum hefði líkað. — Ágætlega, svaraði hann, — að öllu öðru leyti en því, að mér fannst kennararnir allir vera of forvitnir. — Við hvað áttu, spurði fað- irinn. — Fyrst þegar ég kom, spurðu þeir mann, hvenær ég væri fædd ur, og ég sagði þeim það. Síðan spurðu þeir hvenær mamma væri fædd, og ég sagði þeim það. Svo spurðu þeir hvar ég væri fædd- ur, og þá varð ég að skrökva. — Hvers vegna? — Mér fannst ómögulegt að segja, að ég væri fæddur á spít- alanum, svo ég sagði að ég væri fæddur á íþróttavellinum. Tópías fiskimaður var einn að dorga um hánótt, langt frá landi og hafði ekkert ljós. Allt í einu kom stærðar togari og var rétt að segja nærri búinn að keyra trilluna niður. >á hrópaði einn úr togaranum: — Hvers vegna hefurðu ekki Ijós, mannskratti? Tóbías anzaði þá ofurrólega um leið og hann innbirti stærð- ar þorsk: — Ertu myrkfælinn, .vinur? — Ég hef enga samúð með manni sem getur fengið af sér að lemja eiginkonu sína. — Maður sem getur fengið af fsér að lemja eiginkonu sína, þarf áreiðanlega ekki á samúð að halda. JAMES BOND ->f ->f-. Efíir IAN FLEMING W CCHAE OFF rr, \ ¥ veepec wmv kor > TELL me tme tx?utm ABOUT TME TElEPUOME . cpkix. vou vvepe > MAk'lKlG ^ / TMfiAJ WMV 08 TO ME T5 BUT I \ j MAV8 '----- TOLC> VOU I X. WAMTED TO TALK' TO A GlPL- FPlEKlP »Kl PA0I6. ANP. . . ___/ WV4V CARTT VOU BELIEVE ME P — Hættu þessu, Vesper. Hvers vegna ekki að segja allan sannleikann varðandi símahringinguna? — En ég hef sagt þér sannleikann. Mig langaði til þess að tala við vinkonu mína í París. — Hvers vegna trúir þú mér ekki? — Allt í lagi, Vesper. Gleymum þessu. — Ég elska þig, James. — En hvers vegna lýgur þú að mér, hugsar Bond með sér. J ÚMB Ö - — Teiknari: J. MORA Þegar það f jaraði var hafsbotninn eins þurr og sandpappír, og félagarnir þrír gátu í ró og næði klifrað niður úr flakinu. — Eg botna ekki neitt í neinu, sagði Spori. — Hvernig í ósköpunum höfum við getað siglt svona langt í þessu flaki. — Þetta er allt saman mjög dularfullt, sagði prófessor Mökkur, ep áður en við förum að ergja okkur með alls konar vangaveltum, legg ég til að við njótum þess, að við höfum fast land undir fót- um. Ég myndi njóta þess ennþá betur, ef ég vissi hvað þessi staður heitir, tautaði Júmbó með sjálfum sér. — Það getum við kannski komist að, með því að klífa þessa hæð þarna, stakk prófessorinn upp á. — Það hlýtur að vera þar ágætt útsýni. — Já en hvers vegna að doka hér við, sagði Júmbó, höldum upp á hæðina. KVIKSJÁ K— ~- -K— Fróðleiksmolar til gagns og gamans Sisi! Þegar maður fær vitneskju um, að flest skipin nota helm- ing ævi sinnar til siglinga, en hinn helmingur ævinnar fer í iosun og lestun í höfnunum, skilur maður að það liefur lengi verið eitt af mestu heilabrot- um mannsins að finna lausn við þessu vandamáli. Nú heldur enska útgerðarfyrirtækið „Lyk- es Bros. Steamship Co.“ því fram, að það hafi fundið lausn- ina. Verkfræðingur þeirra hef- ur skip á teiknispjaldinu, sem aldrei á að þurfa að leggjast að bryggju til þess að losa eða lesta. í skrokk þess hefur verið komið fyrir (á tveimur hæð- um) 24 prömmum, sem hver er 33 metrar á lengd, er gegna hlutverki lestarinnar. Skipið getur, þegar það nær ákvörð- unarstað, hækkað sig eða lækk- að, svo prammarnir geta siglt út eður inn gegnum skut skips- ins. Menn hafa reiknað út, að slíkt skip með 24 prömmum kosti um 680 millj. kr., en jafn- vel á þessu verði mun það spara eiganda sínum helming áætlaðs uppskipunar-, lestunar- og hafnargjalds, sem venju- legt flutningaskip með 775 þús. kúpikfeta geymsluhæfni verður að greiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.