Morgunblaðið - 27.11.1965, Side 16

Morgunblaðið - 27.11.1965, Side 16
MORCUNBLAÐIÐ 7 31.augardagur 27. nóv. 1965 UM BÆKUR ISEBÐBUXUR OG RITGLEÐI A. F. Tschiffely: JÓREYKUR. 256 bis. Maja Baldvins þýddi úr ensku. Prentsmiöjan Leift- ur h.f. Reykjavík. IÞAÐ er einstætt að láta sér til hugar koma í alvöru að leggja íii stað með tvo til reiðar frá Buenos Aires í Argentíu; og ferð- inni er heitið um Suður-Amer- íku endilanga, Mið-Ameríku og Bandaríkin til Washington. Hver er tilgangurinn með slíkri ferð? Ævintýraþrá, fróðleiks- tfýsn, flökkueðli? Eða er þetta aðeins eitt af mörgum furðuleg- um uppátækjum Ameríkumanna, eem flökrar ekki við að keppa í flaggstangasetum og hnerrum auk fleiri svipaðra íþrótta? Kannski er ferðalangurinn ein- faldílega að láta taka eftir sér, vinna til heimsfrægðar. Tschiffely sá, sem fór þessa ferð, leysir ekki beint úr þeim getgiáitum í bók sinni, Jóreyk. Þó má ef til vill ráða, að tilgangur fararinnar hafi meðal annars verið fólginn í öllum þeim atrið- uim, sem hér er til getið. Tsehiffely er ferðamaður af l'ífi og sál. Þannig kemur han-n að minnsta kosti fyrir sjónir í Ibók sinni. Hann er hraustur, lífs- iglaður, úrræðagóður æð’rulaus. IHann er maður, sem lætur sér ekki bregða, þó á móti blási. För Ihans er ævintýraleg. Hún er sannarlega verðugt efni í bók. Margur hefur öðlazt heimsfrægð fyrir minna. Það er almennt einkenni á góðuim ferðamönnum að þeir eru einnig góðir rithöfundar. Ástæð- an má vera augljós: Þeir ei-nir tferðast, sem sólgnir eru í til- breytingu og reynslu, vilja sjá og heyra. Þeir vilja lifa eins. og söguhetjur. Og þeir, sem lifa eins og söguhetjur — hví skyldu þeir eklki vera öðrum færari að skapa eöiguhetjur á bók? Það er einkum óvanalegt við hina löngu för Tschiffelys, að hann ferðast alla leið á hestbaki. Bkki veit ég, hvort hastamenn geta öðrum fremur haft gagn af Ibók ‘hans. En frá almennu sjónar- rniði séð er hún bæði fróðleg og skemmtileg. Höfundur hefur lagt sig í framkróka að kynnast því mannlífi, sem á vegi hans verður. Hann gistir í aumustu hreysum, étur og drekkur með inntfæddum, hvar sem hann fer, kemst inn á ópíumkrá og reykir ópíum, lendir á ,,sveitaballi“ í tfylgd með Spánverja, sem treður tillsakir við einn heimamanna og rekur hann í gegn með hnífi •— og allur skarinn er settur inn nema höfundur og — tilræðis- imaðurinn; honum er semsé ráð- lagt að koma sér undan hið snar- asta, áður en hann verði tekinn tfastur. Þannig er réttarfarið í Suður-Ameríku. Stundum er vitnað til Suður- Amerikumanna, þegar lýst er illu stjórnarfari. Sízt er á þá logið, ef marka má frásagnir Tsehiffelys. Þau dæmi, sem draga má saman í bók hans, eru naésst- um ótrúleg. Sagt er, að maðurinn sé alls stáðar eins. Sjálfsagt er mikið til í því. En mannlifið er ekki eins alils staðar á jörðinni. Það er í hæsta máta breytilegt eftir stað og tíma. Svo má að orði kveða, að Suður- og Miö-Ameríka sé órafjarri okkur — e&'ki aðeins í rúmi, heldur einnig í tíma-. Mann- lífið þar einkennist af þess kon- ar furðulegum öfgum, sem mörg- um kann að þykja mecí ö'llu ösamrýmanlegar mannilegu eðli: Annars vegar grimmd, spilling, og nautnasýki á hæsta stigi, hins vegar auðmýking, eymd og fá- tækt, eins og verst getur orðið. Því maðurinn, er þegar öllu er á botninn hvolft, eins og óskrifað blað. Hann er hvoríki góðiur né vondur í eðli sínu, getur þó orð- ið hvort tveggja eftir aðs.tæðum. Til eru meinlausar kýr og mann- ýg naut, og þannig er maðurinn í Suður-Ameríku, eins og hann birtist okkur á blaðsíðum Jó- reyks. „Slærðu mig — slærðu mig aftur — ætlarðu að slá mig?“ sagði íslendinigurinn forðum og hreyfði hvorki hönd né fót til varnar, þegar danski assistentinn löðrungaði hann í þrígang yfir diskinn. Hræddur er ég um, að vand- fundinn yrði sá íslendingur, sem léti danskan assistent leika þann leik við sig nú. Á hinn bóginn gæti slíkt atvik gerzt í Suður- Ameríku, þar sem hvítir menn og Indíánar Qg kynblendingar búa saman. Þar þróast hraksmán- arlegustu eiginleikar mannsins í skjóli margspilltra samtfélags- hátta. Stundum gefur á að líta ferða- sögur fínna manna, sem heim- sækja höfuðborgir, gista á fyrsta flokks hótelum, láta þjóna sér og álykta sem svo eftir á, að iþjóðin sé 'brosandi, ánægð og elskuleg. Á slíkum ferðasögum er harla lítið að græða. „Bezta ráðið til þess að komast að því,“ eins og Tschiffely segir, „á hvaða menningarstigi einhver vegna þess, að nötfn borga, fljóta eyðimarka, sem margar bverjar verða á vegi hans, festist í rflinni, heldur fyrir þá sök, að hann lýsir innanfrá þeim löndum, sem hann fer um. Hann hittir á leið sinni alls konar kynþætti og manngerðir, fátæka og ríka, unga og gamla, sæla og vesæla. Maður kynni að ætla, að ekki sé erfitt að komast þessa leið — frá höfuðborg Argentínu til höf- uðborgar Bandaríkjanna, þar sem um fjölbyggð lönd er að fara. Sú er þó eklci raunin. Mik- ill hluti leiðar Tschiffelys eru vegleysur, þar með talin himin- gnæf AndesfijÖl'l, þurrar, brenn- andi heitar eyðimerkur, óbrúuð stórfljót og frumskógar Mið- Ameríku, sem eru úandi og grú- andi af alls kyns hættulegum kvikinduim. Þjóðimar í þessum heimshluta eiga etftir að steypa margan Keflavíkurveginn og ’brúa margan Hvalfjörðinn, áður en leið þessi verði greiðfær ganigandi mönnum og ríðandi, að ekki sé minnzt á Ford og Chevro let. — Svo var því að minnsta kosti háttað, þegar Tschiffely fór hina eftirminnilegu för sína, hvað sem síðan hefur gerzt. Höfundur segir tiltölule.ga minnst frá síðasta áfanganum, ferðalagi sínu um Bandaríkin, þar eð fátt mun hafa gerzt sögu- legt á þeirri leið. Þar var honum þó sýndur margs konar heiður; t.d. var hann gerður heiðurs- borgari í New York, eftir að lokið var endaspretti og marki náð. Þá voru hvorir tveggja orðnir heimsírægir: reiðmaðurinn og gæðingur hans. Er svo að skilja, að höfundur hafi þá — sakir feimni — komizt í þrekraun mesta á leið sinni, þegar hann reið eftir Broadway og Fimmtu- tröð, og borgin glápti á hann. „Var ég farinn að óska þess, að skýjakljúfarnir hryndu ofan á mig, eða jörðin opnaðistf og .gleypti mig,“ segir hann. Þess skal að lokum geta, að Jóreykur er þýddur á fremui linlega íslenzku, þó stórlýti sé þar að vísu fá að finna. Þá má geta sér til, að prófarkailesari hafi stmidum haft eitthvað hug- þekkara fyrir augum en staf- kró’ka þá, sem leiðrétta skyldL Erlendur Jónsson. Kristmann Guðmundsson skrifar um: Den lange rejse Eftir Johannes V. Jensen DANSKA Gyldendal hefur ný- lega gefið út hið mikla verk Johannesar V. Jensen: „Den lange Rejse“, í tveim bindum. Þetta er eitt af mestu og kunnustu verkum danskra bókmennta á vorri tíð, og er mikill fengur að því í tiltölulega ódýrri og smekk- legri útgáfu. Aage Marcus hefur farið yfir textann og numið burt þær endurtekningar, sem þar var að finna, svo og „enkelte for sammenhængen unödige partier," eins og komizt er að orði í grein- argerð forlagsins. Verkið allt er í sex hlutum, og hver hluti raunar sjálfstæð skáld saga, en í heild fjallar það um þróun mannkynsihs frá elztu tímum og þar til Christopher Columbus finnur Ameríku. Rétt er að gera nokkra greitj fyrir Johannesi Vilhelm Jensen, sem manni og sláldi, þegar þessa þjóð er, er að athuga lægri stétt- öndvegisverks er getið. Allflest- irnar, því að þær eru ávallt meiri j ir gagnrýnendur munu telja hluti þjóðarinnar.“ hann mestan hinna dönsku rit- Ferðasaga Tschiffelys er í raunihöfunda á þessari öld, enn sem og veru fróðlegri en nokkur komið er, og um leið einn meðal landafræði getur verið. Ekki I mestu stórskálda Norðurlanda. Hann fæddist í Farsö á Norð- vestur-Jótlandi og er kominn af józkum bændum. Faðirinn var dýralæknir, og annar afi hans vefari. Hann ólst upp með sveita- fólki, og fékk í vöggugjöf alls- konar alþýðufróðleik, sagnir, æfintýri og þjóðvísur. Hann gekk menntaveginn og átti að verða læknir, en nam aðeins fyrri hluta þeirra fræða, fór þá úr háskól- anum og lagði fyrir sig ritstörf. En alla ævi sína hafði hann mik- inn áhuga fyrir lífeðlisfræði, og gætir þess í nálega öllum bókum hans. Johannes V. Jensen stundaði blaðmennsku öðrum þræði um langt skeið, og raunar alla ævi sína, að einhverju leyti, því að mikið birtist af greinum eftir hann í blöðum Danmerkur, með- an hann gat haldið á penna. Hann var lengst af haldinn útþrá til fjarlægra landa og víðerna, og blaðamennskan gerði honum kleyft að svala löngun sinni til langra ferðalaga, enda fór hann nálega um heim-allan. En þrátt fyrir þessa miklu útþrá, voru BOKARFREGN LEITIÐ FINNA. Hafsteins Björnssonar miðils. — Skuggsjá — 1965. HAFSTEINN Bjórnsson miðill varð fimmtugur þ. 30. okt. í fyrra, kom nokkrum vinum hans í hug að efna til bókar, sem túlkaði OG ÞÉR MUNUÐ nokkurs konar etftirmála að bók- Afmæliskveðjur til inni: „Það má segja, að við séum seint á ferð með afmæliskveðj- urnar. En máltækið segir; „Betra er seint en aldrei“. í minn hlut kom að veita þess- um köflum móttöku og safna í bókina. Takmarka varð fjölda þeirra, sem skrifuðu, og eins kaflanna, því að upphaflega var ætlað að bókin yrði aðeins 5-10 arkir. En vegna þess, hve undir- tektir hafa orðið góðar ög hve margir vildiu tjá Hafsteini þökk og minnast hans á þessum tíma- mótum, verður bókin milklu stærri, en til var ætflast í fyrstu. Eftir beiðni útgefanda hetfi ég lesið handritin og búið þau undir prehtun. Engu hefi ég breytt, nema í samráði við höfundana. En stafsetning hefur verið sam- ræmd. í þessari bók eru nýjar. sagnir af fyrirbærum sem hvergi hafa birzt, þær hafa gerzt á fundum hjá Hafsteini. Su-mir kaflar bók- arinnar eru nýstárlegir. Ég sé ebki hvernig komizt verður hjá að telja suma atburðina, sem sagt er að hafi gerzt, til sannana. Margir telja sig hafa hlotið vissu um framhaldsl'ífið á fundum hjá Hafsteini. Kemur hér greinilega í Ijós, að1 trúin og vonin eru mörgum ekki nægilegar. Menn leita vissu og öryggis. Þessir kaflar eru þó ekki nema örlítið sýnishiorn af því» seín gerzt hefúf og gerist daglega á 'fund'um hjá Hafsteini miðli. For- Hafstelnn Björnsson þokk þeirra og viðurkenningu til hans fyrir margs konar fræðslu, huggun og hjálp, sem hann hefur veitt fjölda manna á umliðnum árum. Um þetta segir frú Elín- borg Lárus’dóttir, rithöifiundur, í vitnilegt er að fletta í fundar- bókum og lesa nöfn þeirra manna, sem setið hafa miði’ls- fundi hjá Hafsteini. Þarna getur ekki verið um neina fölsun að ræða, því að hver og einn fund- argestur skrifar nafn sitt á fund- arbókina, að loknum fundi. En Þarna getur að lesa nöfn manna úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Svo að segja daglega bætast nýir í hópinn, nýir leitendur, sem sitja fundi og skrá nöfn sín í bækurnar og bíða, bíða eftir því að tjaldið verði dregið frá og þeim opnist sýn inn á svið fram- tíðarlandsins“. Þetta er að mörgu leyti óvenju- leg bók. Fimm tugir karla og kvenna úr ýmsum stéttum skrifa hér’ um kynni sín af Hafsteini Björnssyni og miðilsstarfi hans, og ber þeim öllum sa-man um, að starf hans sá frábært og hafi reynzt mörgum Ijósgjöfull viti á dimmu hafi mannlegs lífs og örlaga. Hér ritar séra Sveinn Yikingur um mannsálina og miðlanna oig getur þess, að Hafsteinn hafi um skeið starfað á vegum Sálar- rannsóknarfélagsins og segist á þeim árum hafa setið með honum á fjölmörgum fundum. Jónas Þorbergsson skrifar um náin kynni sín af miðilsstarfi Haf- steins um rúma tvo tugi ára. Séra Jón Thorarensen skráir skyggnisögur eftir Hafsteini, og auk þess eru hér margar sögur um veitta hjálp í ýmsum eínum, bæði ahidlegum og líkamlegum. Bókin er í alla staði vel úr garði gerð og fylgir henni mynd áf Hafsteini. Tel ég hana einkar vel íallna til jölagjafa. Jakob Jóh. Smári. Johannes V. Jensen. rætur hans fastgrónar í jörð æskustöðvanna. Og enda þótt hann væri mikill raunsæismaður, og mörgum öðrum fremur glögg- ur á sérkenni samtímans, leitaði hugur hans jafnan aftur til horf- ins tíma, og honum lét einkar vel að blása lífi í atburði liðinna alda. Fyrstu skáldsögur hans: ,,Dán- ir“ og „Einar Elkær“ eru fálm- kenndar frásagnir af sjúklegum fyrirbærum, en sýna eigi að síð- ur athyglisverða skáldgáfu. Hafa ýmsir bent á að sefi sveitapiltsins muni hafa sýkzt í andrúmslofti borgarinnar, en hann tók það ráð, sem margir rithöfundar hafa notað fyrr og síðar, að skrifa úr sér krankleikann. „Kongens Fald“, er fjallar um Kristján II., er rannsökun á veikluðum huga; allgóð skáldsaga, með prýðileg- um atburðalýsingum, en laus- byggð nokkuð og er það galli sem höf. gekk erfiðlega að losna við. Um líkt leyti og saga sú var rituð, komu einnig „Himmer- landssögur" hans, (1898—1910). Þær fjalla um landa hans, Jót- ana í Himmerlandi, og þar ber ekki á neinum sjúkleika; hress frásögn, fjör og gamansemi, jafn- vel gróft skop á stundum, auð- kenna þær öðru fremur. í þeim er lýst heilbri/ðu þjóðlífi og þjóðviti, er hlýtur að heilla les- andann. — Þær hafa nýlega kom- ið út í samskonar formi og „Den lange Rejse.“ í aðrar og stærri sögur sótti skáldið efni sitt til framandi landa; „Madame d’Ora“ og „Hjól- ið“ gerast í öðru og ólíku um- hvérfi. Þær vöktu báðar mikla athygli á sínurn tíma, en þykja nú teknar að fyrnast. Aftur á móti eru „Smásögur frá fram- andi löndum“ (Eksotiske novell- er) enn í góðu gildi og allmikið lesnar. En mesta skáldverk Johannes- ar V. Jensen er, eins og áður segir, „Den lange rejse“, sögurn- ar um ’þróun mannkynsins allt frá ísöld til daga Columbusar. Höfundurinn var fimmtán ár að semja þennan mikla sagnabalk, er gerði hann víða fiægan, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.