Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 1
53. árgaíígiur 28 si^ur Ðómnefndarfulltrúar I Alþlngishústnu i gíer: Efst: Steingrimur J. Þorsteinsson, og prófessor Krist- ensen. frá Danmörku. MidröÓ: Houm, Noregi, Bjarnhof, Danmörku, Stormbom Finnlandi og Helgi Sæmundsson. Fremsta röð: Svaonberg Svíþjóff, Lait inen Finnlandi og Dale Noregi. Ljosm. Ól. K. M. Sænskt Ijóðskáld hlýtur bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs Brazílíci: Mestu rigningar í manna minnum — liui 200 farasi í skriðufoílum f GÆ)R var' tekin ákvörð- tm hvaða skáld á Norðnrlönd um skyldi hljóta bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Dómnefnd skipuð tveimur fulltrúum frá hverju Norður landanna hefir setið hér á rökstólum og tók ákvörðun wm hádegið í gær. Niðurstað- ®n var tilkynnt kl. 15.30 í gærdag er formaður nefndar- □-------------------□ Jóhannes úr Kötlum: Hamingjuoskir til Ekelöfs Morgunblaðið hringdi í gærkvöldi í Jóhannes úr Kötl •um skáld, en hann var eini ísiendingurinn, sem átti bók innar Finninn Kai Laitinen lýsti úrslitum með þessum orðum: „Gunnar Ekelöf hefir hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlanda ráðs árið 1966 fyrir ljóðabók sína „Diwán över fursten av Emgión“ (Strengleika um furstann í Emgi- ón), ljóðaflokk sem í formi túlk- unar á býzanskum ljóðum og helgisögnum, flytur nýtt og persónulegt táknmál guðdómsins og þjáninga og kærleika sem frumþátta mannlegs lífs.“ Formaður nefndarinnar lét þess getið að Ekelöf hefði um lengri tíma verið eitt af fremstu Ijóðskáldum á Norðurlöndum. Um það hverjir næstir kæmu til álita vildi hann ekkert segja. Önnur verk sem til dómnefnd- arinnar komu voru: „Tregaslagur" eftir Jóhannes úr Kötlum og var. það einasta bókin frá ísiandi. Frá Danmörku: „Formynder- fortellinger" eftir Villy Sörensen og „Jens Munk“ eftir Thorkild Hansen. Frá Noregi: „Nye noveller" Framhald á bls. 27 París, 12. jan. — (NTB-AP) VALERIAN Zorin, sendi- herra Sovétríkjanna í París skýrði frá því í dag, að de Gaulle, Frakklandsforseti, hefði þegið heim- boð til Sovétríkjanna og fari hann þangað í opinbera heim- sókn á árinu. Ekki var nánar tiltekið hvenær. Zorin skýrði frá þessu eftir að hann kom af fundi forsetans í Eiysée-höll í dag. Ennfremur skýrði hann frá því, að de Gaulle hefði iátið í ljós ánægju sína með árangur viðræðnanna í Tashkent. Rio de Janeiro, 12. jan — AP. Óttazt er, aff tala þeirra, sem farizt hafa í sk riffuföllunum í útjaðri Rio de Janeiro síffustu dagana, muni verffa komin yf- ir 150, áffur en þessi dagur er á enda, aff því er opinberir aðil- ar í borginni herma. Um það bil sjö hundruð manns hafa hlotið meiriháttar meiðsl af völdum þessara hamfara og a.m.k. 600 fjölskyldur misst kofaskrifli sem létu samstundis ekki ýkja vegleg — aðallega heimili sín, sem flest voru þó undan vatns- og aurelgnutn. Heldur virffist vera aff draga úr rigningunum, sem verið hafa hinar mestu í manna minniim, — en lítið lát er á sírennvæli sjúkrabifreiðanna, sem þeytast til og frá miðborginni með slas- að fólk. Sem frá hefur verið skýrt í fréttum, lentu skriðurnar eink- um á fátækrahverfunum í út- jaðri Rio de Janeiro en einnig á tízkuhverfinu Copacabana og fórust þar 15 manns. Um 1500 manns tóku þátt í björgunar- starfinu í nótt og er því haldið Annars hefðu þeir einkum rætt um samskipti Frakklands og Sovétríkjanna, sem farið hafa batnandi að undanförnu — ennfremur hefði öryggismál Ev- rópu borið á góma. De Gaulle hefur átt heimboð til Rússlands frá því árið 1960 og hafa sovézkir ráðamenn ítrek að það öðru hverju. Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, heimsótti Frakk- land í apríl sl. og utanríkisráð- herra Frakklands, Couve de Mur ville, endurgalt þá heimsókn með ferð til Sovétríkjanna í okt. síðastl. sleitulaust áfram með aðstoð lögreglu og herliðs. Haldi rign- ingum áfram á þessu svæði er óttazt, að meiri háttar sig verði á jarðlögunum umhverfis borg- ina og í henni sjálfri og gefi það valdið miklu tjóni. Viða er nú svo ástatt, að götur eru eins og fljót — er vatnið sums stað- ar 2 metrar á dýpt. Skriðuföll hafa orðið víðar en í Rio, en vegna samgönguerfið- leika og bilana á simasambandi hefur ekki tekizt að afla áreið- anlegra fregna um manntjón. Þó er næsta vist, að 40 manns hafi farizt í borginni Niteroi, sem er skammi frá Rio. Furth Im Wald, Þýzkalandi 12: jan. AP. • Tveir Tékkar, 18 og 28 ára að aldri flýðu aðfararnótt sl. þriðjudags til Vestur- Þýzkalands og fóru yfir landa mærin á hestbaki. Landa- mæraverffir stöðvuðu flótta- mennina við landamærin en töldu, aff þar æru á ferff lögreglumenn og leyfffu þeiin aff halda áfram. Mennirnir segjast vera félagar í hesta- mannafélagi í Prag. Gunnar Ekelöf De Gaulle I opinbera heímsókn til Rússlands Ljóð á að innihalda „innra æði" — segir Ekelöf í samtali við IHorgunblaðið fyrir dámnefnd Norðurlanda ráðs og artnað þeirra ljóð- skálda, sem kom til mats nefndarinnar. Jóhannes sagði að Ekelöf væri dálítið dularfullur í skáldskap sínum, sérstaklega í seinni tíð. Hann kvaðst hafa þýtt eftir hann ljóð, sem hann teldi mjög fagurt, enda væri Ekelöf mjög ljóð- rænt skáld og hefði Jóhann- es talið hann með fínustu ljóðskáldum Svía. Jóþannes úr Kötlum sagði orðrétt: „Ekelöf hefur verið eitt af minum uppáhaldsskáldum Svía á seinni áratugum og ég fagna því mjög að honum skyldi veitast þessi heiður og hann á minar beztu ham- ingj uóskir af því tilefni.“ MORGUNBLAÐIÐ ba« frétta- ritara sinn í Svíþjóð, Jón Hnefil Aðaisteinsson, að hafa tal af verSlaunaskáldi Norð- urlandaráðs, Gunnari Ekelöf. Ekelöf býr í Sigtuna, hinni fögru höfuðborg Óðins. Fréttaritari Morgunblaðsins óskaði verðlaunaskáldinu til hamingju með heiðurinn, og spurði 1 upphafi hvort þessi tiðindi hefðu komið honum að óvörum. Ekelöf svarðai: „Já, þau komu mér skemmtiiega á ó- vart“. I>á minnti fréttaritari Mbl. skáidið á, að í janúarhefti bók- menntatímaritsins Bonniers hafi birzt eftir hann nokkur Ijóð, og spurði hvort þau væru feyrjun á nýrri bók frá hans hendi. Ekelöf svaráði: „Já, þessi ljóð eiga að verða í ljóðabók sem ég mun gefa ú,t á þessu ári. Hún verður einskonar framhald af ijóðabókinni sem ég fékk verðiaun fyrir, Diwán över fursten av Emgión (Strengleikar um furstann 1 Emgión.) í þessari nýju Ijóða- bók verður sama býzantíska stefið og í síðustu ljóðabók- inni, þetta er mikill efnivið- ur. Ég geri ráð íyrir að nýja bókin komi út í vor“. „Hvert er áiit yðar á nor- rænum bókmenntum í dag og sambandi þeirra við aðrar er- lendar bókmennttir?“, spurði fréttaritarinn. Ekelöf svaraði: „Við á Norðurlöndum höf- um vanrækt mörg skáld i engilsaxneska og franska heim inum. Þar er að finna mörg ágæt skáld, sem lítt eru kunn á Norðurlöndum. Síðan minntist Ekelöf á rússneskan skáidskap og by- zönsk áhrif, og í því sam- bandi ræddi hann um eystri leíðina fornu frá Konstanti- nópel til Norðurlanda og gat norrænna manna sem þessa leið fóru í fornöld og minnzt er á í fornum íslenzkum heim- ildum. Sagði hann að þessi samskipti hefðu haft mikil á- hrif á menningu Norðurálfu- búa, en þeim væri ekki gaum- ur gefinn sem skyidi, a.m.k. ekki í Svíþjóð. Þá var Ekelöf spurður um álit hans á bókmenntum ein- stakra Norðurlandaþjóða, en skáldið sváraði einungis: Frajmhaild á bls. 2. □- □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.