Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 196« Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MENNINGARLEG SAMVINNA NORÐ URLANDA ÉLx&k w UTAN ÚR HEIMI Hlé á umræöum um þátt V-Þjóð- verja í kjarnorkuvörnum NATO Bonn, AP SVO virðist, sem hlé hafi orð ið á opinberum umræðum og aðgerðum stjórnmálaieiðtoga í þá átt að veita vestur-þýzku stjórninni hluteild í kjarn- orkuvörnum Vesturveldanna. Eru margir þeirrar skoðunar, að hlé þetta muni vara fram í febrúar a.m.k. og margir munu þess fýsandi — og þá ekki aðeins Sovétstjómin, heldur og stjórnir margra ríkja Vestur-Evrópu — að það vari til eilífðar. Þessar stjórnir eru minnugar fram- komu Þjóðverja i tveimur heimsstyröldum og vilja ekki hætta á að sjá meira af svo góðu. Ýmsir leiðtogar Banda- ríkjanna og forystumenn V- Þýzkalands telja hinsvegar ekki með öllu sanngjarnt að láta núlifandi kynslóð gjalda synda forfeðranna. Skörrnmu fyrir jólin rædd- ust þeir við Lyndion B. Jöhn- son, Bandaríkjaforseti og Lud wig Erhard, kanzlari V-Þýzka lands og urðu þá ásáttir um, að V- Þjóðverjar fengju að móti bæði Bandarílkjamenn og Rússar. Búizt er við, að báðir þeir aðilar muni leggja fram einhvers konar drög að sáfct- mála, er miði að því að draga úr eða koma í veg fyrir frek- ari dreifingiu kjarnorkuvopna. Ljóst er, að Sovétstjórnin muni útiloka fyrir sitt leyti, að Vestur-Þóðverjar fái nokkra möguleika til þess að nota — eða hafa hönd í bagga með notkun kjarnorkuvopna. Líklegt er hinsvegar, að Bandaríkjamenn gerj ráð fyr- Ludvig Erhard taka „sanngjarnan þátt“ í kjarnorkuvörnum Vesfcurveld anna. Ekki var nánar kveðið á um það, hver sá þáttur væri né hvenær slíku fyrirkomu- lagi skyldi á komið. Stjórnar leiðtogarnir virtust þegjandi ástáttir um að leiða hjá sér að ræða fyrirætlanirnar um hinn sameiginlega kjarnorku- flota — Multilateral Nuclear Force — og Erhard minntist ekki einu orði, að því er sagt var, á hugmyndir sínar um sameiginlegan flota kjarnorku kaflbáta, sem búnir væru Pól- aris-f'lugskeytum. 27. janúar n.k. er fyrirhug- aður fundur 18 ríkja afvopn- unarnefndarinnar í Genf. V- Þjóðverjar eiga ekki fulltrúa á þeirri ráðstefnu en aftur á Lynon B. Johnson ir því, að V-Þjóðverjar hafi þar eitth'vað að segja, innan tafcmarka Atlantshaf'Sbanda- lagsins og með því skilyrði, að Bandaríkjastjórn hafi neit- unarvald þar um. Mun það skoðun Bandaríkjastjórnar að slík sikipan þýði ekki frekari dreifingu kjarnorkuvopna. Haft er eftir talsmönnum Bandaríkjastjórnar, að hún muni leggja allt kapp á að halda þessum möguleika V- Þjóðverja opnum. Hvort það er unnt, fer þó sennilega mjög eftir afstöðu Sovétstjórnarinn ar og aðgerðum hennar, enda þótt vestrænir diplómatar segi jafnan, að Sovétstjórn- inni muni ekki líðast að blanda sér í innri skipan At- lantshafsbandalagsins. Ljóst er, að sitjórnir Ban-da- ríkjanna og Sovétríkjanna eru þess báðar fýsandi, að sam- komulag verði gert um að hamla gegn frekari dreifingu kjarnorkuvopna og ljóst er af umræðum á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, að mikill fjöldi annarra þjóða, þ.e.a.s. þeirra, sem ekki hafa yfir kjamorkuvopnum að ráða, eru þessu ákaft fylgjandi. En þess er að gaeta, að hugsan- legt samkomulag yrði ekki ýkja áhrifaríkt ef tvö kjarn- orku'veldi, Frakkland og Kína neituðu að gerast aðilar að því. Sennilega yrði helziti ávinning'urinn fyrir Vestur- valdin sá, að bilið milli stjórn anna í Moekvu og Peking breikkaði enn, — gæti ef til vill leitt til þess, að stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna byndust samitökum um að verja Indland gegn hugs- anlegum árásum Kímverja. Um það bil sem Genfarfund urinn hefst, fer Erhard, kanzl ari, í eina af hinum föstu ferðum sínum til Frakklands, — en samikvæmit fransk- þýzka vináttusátfcmáilanum eiga stjórnaleiðtogarnir að hittast tvisvar á ári. Þá hefur de Gaulle, forseti Frakklands, tækifæri til að bjóða Erhard stuðning sinn við kröfur hans um hlutdeild í kjarnorkuvörn um NATO. — En þeir eru fóir sem vænta þess, að hann grípi til þeirra ráða, enda þófct hon um sé sennilega nokkuð í mun að ei'tthvað slakni á hin- um sterku böndum sem liggja milli Bonn og Wasihington. Eftir miðjan febrúar n.k. er fyrirhugaður fundur í Was- himgton um skipulagsmál At- lantshafsbandalagsins. Hefur sérstök skipulagsnefnd unnið að undanförnu undir stjórn bandaríska landvarnarráðherr ans Roberts McNamara að því að kanna og samræma tillögur, sem fram hafa kom- ið um skipulag bandalagsins i framtíðinni. Meðal þeirra, sem fundinn siitja verður land varnaráðherra V-Þýzkalands, Kai Uwe von Hassel, og er búizt við ýmsu athy disverðu úr þeirri átt. Meðal annars er þess vænzt, að V-Þjóðverj- ar vilji eitthvað fá að segja í samibandi við staðsetnimgu kjarnorkuvopna með hliðsjón a£ hugsanlegum skotmörkum í A-Þýzkalandi. Ennfremur munu þeir vilja fá að riáða því endanlega sjálfir, hvort kjarmonkuvopnum yrði beitt fró v-iþýzlku landsvæði. Loks eru V-Þjóðverjar sagðir mjög svo áhugasamir um þá tækni- legu reynslu, sem Banda- ríkamenn hafa fengið af smíði kj arnorkuvopna. Að því er talsmenn Banda- ríkjastjórnar segja er þess þó vart að vænta á þessum fundi að lagðar verði fram neinar beinar áætlanir um nýtt kjarn orkuvopnakerfi innan Atlants 'hafsbandalagsins. Er talið, að v-þýzku stjórninni sé í mun að fá eimhver áhrif á ákvarð-, anir þar um, en ekki er ljóst hvort nokkur bandalagsríkj anna mundu taka undir sliík- ar krofur af hennar bálfu. — CJamvinna Norðurlanda hef- ^ ur á síðari árum orðið stöðugt víðtækari og raun- hæfari. Á þetta ekki hvað sízt við um þann þátt norrænnar samvinnu er varðar menning- armál. Fjölmörg spor hafa verið stigin til eflingarþeirrar samvinnu. Meðal þeirra má nefna starf norrænu menn- ingarmálanefndarinnar, stofn un bókmennta- og hljómlist- arverðlauna Norðurlandaráðs og stofnun norræna menning arsjóðsins á grundvelli tillögu þeirrar, er samþykkt var á síðasta fundi^ Norðurlanda- ráðs hér í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs, sem úthlutað er árlega hafi þegar átt verulegan þátt í að auka áhuga Norðurlandaþjóð anna á bókmenntum hvor annarra. Hljómlistarverðlaun um verður aðeins úthlutað annað hvort ár. Var þeim í fyrsta skipti úthlutað hér í Reykjavík á fundi Norður- landaráðs í febrúar síðast- liðnum. í tillögu Norðurlandaráðs var gert ráð fyrir að menn- ingarsjóður Norðurlanda yrði myndaður með 18 milljón kr. framlagi frá öllum fimm þjóðunum ár hvert. Það hef- ur vakið nokkra óánægju og gagnrýni, að ríkisstjórnir landanna hafa lagt til að menningarsjóðurinn hæfi starfsemi sína á þessu ári með aðeins rúmlega þriggja milljón króna framlagi. Af hálfu Norðurlandaráðs var, eins og áður hefur verið minnzt á, ætlast til þess, að framlagið yrði þrjár milljón- ir danskra króna, eða 18 millj. ísl. króna. í þessu sambandi ber þó þess að gæta, að hér er aðeins um að ræða fyrsta starfsár menningarsjóðsins, og flest bendir til þess að ekki sé um ágreining að ræða milli ríkisstjórnanna um það að stefna beri að hækkandi framlögum til sjóðsins, þann- ig að hann geti gegnt hlut- verki sínu, alhliða stuðningi við menningarlíf á Norður- löndum. Norrænum þjóðum er það ljóst að sameiginlegur menn- ingargrundvöllur þeirra er hyrningarsteinn tilveru þeirra í nútíð og framtíð. Þess vegna leggja þær kapp á að treysta hann og efla. Bók- mennta- og hljómlistarverð- laun Norðurlandaráðs eru merkur þáttur í þeirri við- leitni. IÐJA OG VR að er vissulega ánægjulegt tímanna tákn að stjórnir Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur skuli að þessu sinni báðar hafa orðið sjálfkjörnar. í báðum þessum stóru laun- þegafélögum hafa Sjálfstæð- ismenn um langt skeið verið í forustu. Þeir hafa beitt sér fyrir fjölmörgum raunhæfum aðgerðum til þess að bæta kjör og alla aðstöðu fólksins innan þessara samtaka. í þessu sambandi ber sérstak- lega að minnast þess, að ó- stjórn kommúnista í Iðju hafði leikið verksmiðjufólkið grátt á marga vegu. Komm- únistar misnotuðu félagið í pólitískum tilgangi á alla lund, en skeyttu lítt um raun- verulega hagsmuni verk- smiðjufólksins. Stjórn lýðræðissinna í Iðju hefur haft annan hátt á. Hún hefur fyrst og fremst lagt á- herzlu á að koma fram raun- hæfum kjarabótum, en reynt að forðast verkfallsbrambolt eftir fremsta megni. Stjórn Verzlunarmannafél. Reykja- víkur hefur einnig haft far- sæla forustu um ýmsar breyt- ingar til batnaðar á kjörum verzlunarfólksins. Þessar staðreyndir um stjórn þessara tveggja stóru samtaka benda langt áleiðis um það sem koma skal. Fólk- ið í launþegasamtökunum er orðið leitt á því að vera beitt fyrir pólitískan stríðsvagn kommúnista. Það vill að sjálf sögðu bæta kjör sín og fá aukna hlutdeild í vaxandi arði af störfum þjóðar sinn- ar. Til þess haí’a verið farnar nýjar leiðir undir forustu Sjálfstæðismanna, jafnhliða því sem oftrúnni á beitingu verkfallsvopnsins hefur í stöð ugt ríkari mæli verið varpað fyrir borð. Er vissulega rík ástæða til þess að fagna þeirri þróun. BREYTINGAR Á FRAKKLANDS- STJÓRN IFe Gaulle hefur nú gert ** nokkrar breytingar á rík- isstjórn sinni og er athyglis- vert að Debré, fyrrverandi forsætisráðherra, tekur nú sæti í henni á ný með mikil völd og jafnframt hverfur fjármálaráðherrann d’Esta- ing úr stjórninni. Ýmsar aðr- ar breytingar verða á stjórn- inni en þessar eru mikilvæg- astar. Debré hefur verið talsmað- ur þess að auknu fé verði veitt til félagslegra umbóta í Frakklandi og hin miklu völd sem honum hafa verið falin benda til þess að sú stefna hafi orðið ofan á gegn and- mælum fyrrv. fjármálaráð- herra landsins. Vafalaust er hér um að ræða undirbúning fyrir þing- kosningarnar 1967 en talið hefur verið að þingmeirihluti Gaullista yrði þá mjög í hættu. Greinilegt er því að de Gaulle hefur dregið vissar ályktanir af úrslitum forseta- kosninganna og hefur snör handtök til þess að bæta víg- stöðu fylgismanna sinna í kosningunum 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.