Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtuclagur 13. íanöar 196t Sovétstiórnin viðurkennir hundtöku rithöfu ndonna „Tertz" og „Ayzhak## Izvestija kaliar þá „varúlfa44 Moskvu, 12. jan. — AP: SO VÉTSTJÓRNIN hefur nú loks viðurkennt að hafa hand- tekið tvo sovézka rithöfunda fyrir að hafa látið gefa út verk sín á Vesturlöndum und- ir dulnöfnum. Birtir stjórnar- blaðið „Izvestija“ í dag harð- orða árásargrein á rithöfund- ana þar sem þeir eru kallaðir ýmsum illum nöfnum, m.a. „varúlfar“ og „svikarar" og sagt að verk þeirra hafi verið andsovézkur áróður sem ekki verði hjá komizt að telja f jandsamlegan föðurlandi þeirra. Rithöfundarnir, sem hér um ræðir, eru þeir Andrei D. Sinyavsky, sem þekktur er á Vesturlöndum undir rithöfund arnafninu „Abram Tertz“ og Yuli M. Daniel, sem kunnur er undir nafninu „Nikolai Arz- hak“. Ekki kemur fram í grein inni í Izvestija hvort eða hve- nær mönnunum verður stefnt fyrir rétt. Fréttamenn í Moskvu eru þeirrar skoðunar að framkoma Sovétstjórnarinnar við þá Sinyavsky og Daniel sé eitt mesta menningarhneyksli er upp hafi komið í Sovétríkjun- um frá því Boris Pasternak var neyddur til þess áð afsala sér Nóbelsverðlaununum. Sinyavsky hefur starfað við bókmenntatímaritið „Novy Mir“. Það fyrsta, sem út kom eftir hann á Vesturlöndum undir nafninu „Abram Tertz“ var hugleiðing um Sósíal-real- isma, hina viðurkenndu lista- stefnu í Sovétríkjunum. Var hún gefin út í Frakklandi ár- ið 1959. Sfðan hafa komið út ýmis verk eftir hann, bæði í og „svikara44 Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar orðrómurinn um hand töku rithöfundanna, sem báð- ir eru um fertugt, fór að breið ast út í Moskvu, risu rúsnesk ir stúdentar upp til mótmæla. Komu um 200 stúdentar sam- an 5. desember sl. á Pushkin- torginu í Moskvu til þess að mótmæla handtökunni en lög- reglan leysti upp fundinn í skyndi. Þá hafa bandarískir rithöfundar sent Sovétstjórn- inni mótmæli gegn handtöku rithöfundanna. Báðir voru þeir Sinyavsky og Daniel þekktir me'ðal frjáls lyndari rithöfunda, listamanna og menntamanna í Moskvu og þeir birtu ýmislegt heima fyr- ir, sem „Izvestija“ segir að hafi verið til þess eins gert að „hylja hatur þeirra á hinu sovézka þjóðfélagskerfi“. Stiqhækkandi afsláttur af tryggingagjöldum valdi bíleigandi engu tjóni FORRÁÐAMENN Samvinnu- trygginga héldu fund með blaða- mönnum sl. þriðjud. Skýrðu þeir frá því, að samkv. upplýsingum sem nú liggja fyrir, virðist af- koma ábyrgðartrygginga bif- reiða á síðastliðnu ári þannig, að iðgjöldin nægi fyrir tjónum og kostnaði. Éndanleg útkoma einstakra áhættuflokka liggur þó ekki enn fyrir svo að gera má ráð fyrir að þörf sé smávægi- legra breytinga á iðgjöldunum milli flokka. Bónuskerfið hefur verið endurskoðað og hefur ver- ið fallizt á tillögur Bjarna Þórð- arsonar, tryggingafræðings, en þessar tillögur hans gera ráð fyrir stighækkandi afslætti þannig: Eftir 1 tjónlaust ár verði veitt- ur 15% afsláttur. Eftir 2 tjónlaus ár verði veitt- ur 30% afsláttur. Eftir 3 tjónlaus ár verði veitt- ur 40% afsláttur. Eftir 4 tjónlaus ár verði veitt- ur 50% afsláttur. Eftir 5 tjónlaus ár verði veitt- ur 60% afsláttur. Þeir, sem voru tjónlausir sl. ár, fá þó 30% afslátt við endur- nýjun í vor. Valdi bifreiðin bóta- skyldu tjóni lækkar afslátturinn um tvö stig. Jafnframt þessu verða í ríkari mæli en áður hækkuð iðgjöld þeirra, sem valda endurteknum tjónum. Breytingar þessar munu taka gildi 1. maí n.k. Eins og kunnugt er, er öku- maður hvorki tryggður með ábyrgðar- eða kaskótrygging- unni og aðdragandi slyss getur einnig verið þannig, að farþegi fái ekki heldur tjón sitt bætt. Hafa Samvinnutryggingar nú ákveðið að taka upp sérstaka Ökumanns- og farþegatryggingu gegn kr. 250,00 gjaldi á ári. Það færist nú mjög í vöxt, að bifreiðaeigendur fari með bifreið ir sínar til útlanda, en þá verða þeir að hafa í höndum alþjóð- legt tryggingarskírteini „Green Card“. Samvinnutryggingar hafa um langt skeið útvegað viðskipta- vinum sínum „Green Card“ sem hefur kostað nokkurt aukaið- gjald. Nú hefur verið ákveðið að veita þeim viðskiptavinum sem þess óska þessa þjónustu án aukagjalds. Mikilvæg ákvörðun um þotu- kuup SAS væntunleg 21. jun. Stokkhólmi, 12. jan. — (NTB) ÞEGAR stjórr. SAS-flugvélasam steypunnar kemur saman til fundar í Ósló 21. janúar n.k. er þess vænzt, að hún taki ákvörð- un, sem telja má að marki tíma- mót í sögu félagsins. Verður þá endanlega ákveðið hverjar teg- undir farþegaþota verði keypt- ar til þess að leysa af flugvél- arnar af gerðunum Caravelle og Metropolitan, sem notaðar hafa verið á skemmri flugleiðum og meðallöngum leiðum. Þotuteg- undirnar, sem um er að velja, eru Douglas DC-9 og Boeing vél- arnar 727 og 737. Hafa að und- anförnu staðið yfir í Stokkhólmi viðræður við fulltrúa beggja fé- laganna. Áður en fundurinn í Ósló hefst, verður haldinn mikilvægur fundur með ráðamönnum Sviss- air, en við það félag hefur SAS mikla og mikilsverða samvinnu. Ræðast fulltrúar SAS og Swiss- air við í Moritz á fimmtudag og síðan í Zúrich á föstudag. Swissair hefur þegar pantað allmargar vélar af gerðinni DC-9 hjá Douglas, en mörg önnur flugfélög, t.d. Lufthansa í V- Þýzkalandi, hefur keypt Boeing 727 eða 737. Ennfremur er á það bent, að SAS hefur alltaf keypt vélar sínar fyrir langleiðir hjá Douglas, en fyrir nokkrum ár- um buðust Boeing-verksmiðj- urnar til þess að taka við öllum Douglas vélaflota SAS, ef fé- lagið vildi taka upp Boeing vél- ar í staðinn. Því tilboði var þá hafnað, en taismenn SAS leggja á það áherzlu, að þar með sé ekki víst, að SAS hafni Boeing þotum nú. Vfirlýsing f SAMBANDI við þessa frétt barst blaðinu í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Samstarfsnefnd bifreiðatryggingafélaganna. Varðandi yfirlýsingu forráða- manna Samvinnuitrygginga í dagblöðunum í gær vilja undir- rituð tryggingafélög taka eftir- farandi fram: Tryggingakerfi það, sem Sam- vinnutryggingar hafa boðað, að þeir taki upp, hefur verið unn- ið fyrir samstarfsnefnd trygg- ingafélaganna, og var enginn ágreiningur hjá félögunum um framkvæmd þess. Samvinnutryggingar hafa hins vegar valið þá leið að segja sig úr samstarfi við undirrituð fé- lög, og tileinkað sér framkomið tryggingakerfi, sem það væri þeirra eigið. Frá því síðastliðið haust hafa tryggingafélögin sameiginlega látið Bjarna Þórðarson trygg- ingafræðing framkvæma um- fangsmiklar rannsóknir, sem kerfi þetta er byggt á. Slysa- trygging farþega og ökumanns er ekki nýmæli en hefur verið seld sem sérstök trygging vegna ákvæða í reglugerð um bifreiða- tryggingar, sem heimilar ekki, að öðrum tryggingum sé bætt við lögboðna ábyrgðartryggingu. Samstarfið við Samvinnu- tryggingar strandaði því ekki á ágreiningi um iðgjöld né skil- mála, heldur á þeirri staðreynd, að skilningur Samvinnutrygg- inga á samstarfi og samvinnu er annar en vor. Til þess að breiða yfir þetta hafa Samvinnutryggingar kosið að eigna sér sameiginlegt fram- komið tryggingarkerfi. Undirrituð tryggingafélög munu um næstu helgi skýra frá iðgjaldakerfi því, sem þau munu nota næsta tryggingarár, en það 'kerfi býður gætnum ökumönn- um betri kjör en Samvinnu- tryggingar bjóða nú. Almennar. Tryggingar h.f. Sjóvátryggingafélag fslands h.f. Verzlanatryggingar h.f. Vátryggingafélagið h.f. Tryggingafélagið Heimir h.f. Trygging h.f. Brunabótafélag íslands. ★ Þá skýrði Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra Trygginga, blaðinu svo frá, að vegna samn- ingsslita Samvinnutrygginga hafi nú skapazt þeir möguleikar, að lækka enn meira iðgjöld víða úti á landi þar sem fá og engin tjón hafa orðið. _ 1 Maðurinn, sem benti á Tinu afþakkar laun vill ekki ldta nafns síns getið opinberlega Kaupmannahöfn, 12. jan. — NTB: — TÍNA LITLA Wiegel, sem í gær komst aftur í hendur foreldra sinna, virðist vera við beztu heilsu. Er ekki sjáanlegt, að henni hafi orðið neitt meint af dvölinni hjá frú Anderson, hinni ólánsömu konu, er barninu rændi. Ekki hefur enn verið tekin um það ákvörðun, hvort frú Ander- son verður látin gangast undir géðrannsókn.. Hún dvelzt nú í kvennafangelsi í Kaupmanna- höfn og áttá þar erfiða nótt og órólega. Eiginmaður hennar, Leif Andersen sem er rétt tvítugur, var í nótt í Vestre-fangelsinu. Bæði hafa þau verið fangelsuð til tveggja vikna til að byrja með. Peter Wiegel, faðir Tínu sagði í dag við fréttamenn, að hann og kona hans bæru engan kala til frú Andersen: „Hún er sjúk og óhamingjusöm", sagði Wiegel og bætti því við að ekki væri held ur um að sakast, þótt maðurinn hefði trúað því, að hún ætti barnið sjálf. „En við höfum ekki hugsað mikið um þetta — Tína er komin aftur heil á húfi og það er hið eina sem okkur skiptir máli. Við vildum helzt gleyma þessu öllu sem fyrst — einnig Andersen fjölskyldunni“. Wiegel | 20 fórust í eldsvoðu í USA j — þar af 18 ( börn / New York, 12. jan. - AP: J ÁTJÁN börn og tvær fullorðn \ 1 ar konur biðu bana í eldsvoð- t um, sem urðu í fjórum ríkjum / Bandaríkjanna í dag. Fjórtán 7 f jölskyldur misstu heimili sín. 1 í Pierre í South-Dakota t í brunnu inni kona og sjö börn; ! I — fjögur börn brunnu til / bana í nágrenni Massillon í J O'hio; — fimm börn fórust í I nágrenni Howard City í t Michigan og í Albany í New / Yorkríki fórust öldruð kona og tvö barnabörn hennar í eldsvoða. ÍÞá vahð mikill bruni í San Fransico í dag og missti þar fjöldi manna heimili sín, en tjón mun ekki hafa orðið á mönnum. Hinsvegar skemmd- ist í eldinUm hin aldargamla / ÍSt. Mary kirkja, sem stóð af 1 sér jarðskjálfana miklu og f eldsvoðann árið 1906. / Skemmdirnar á kirkjunni \ einni eru metnar á 300.000 \ dali. \ bætti því við, að lokum, að senni- lega myndu þau hjónin þiggja eitthvert hinna mörgu boða, ep þeim hafa borizt frá ferðaskrif- stofunum dönsku um að taka sér ferð á hendur. „Við viljum gjarna komast í burtu dálítinn tíma — því að við þörfnumst þess mest nú að fá frið“. Ekki hefur enn verið tekin nein ákvörðun um hvað gera skuli við peningana, 27.000 dansk ar krónur, sem heitið var þeim er gefið gætu upplýsingar, er leiddu til þess, að barnið fynd- ist. Maðurinn, sem hringdi til lögreglunnar og benti á barnið hjá frú Andersen, hefur óskað eftir því, að nafns hans verði hvergi getið og afþakkaði pen- ingana. Ennfremur er ennþá ó- ljóst, hvað gert verður vi'ð 100 þúsund krónurnar dönsku, sem forstjóri einn í Kaupmannahöfn, Willy H. Hvilsby, hét barnsræn- ingjanum, ef hann skilaði barn- inu heilu og höldnu. „Ég vildi ógjarna stinga pen- ingunum aftur ofan í kassa'Y sagði forstjórinn í dag og bætti því við að hann hefði helzt viljað skipta þeim milli lögreglumann- anna, sem unnu áð leitinni eða láta þá renna til einhverrar stofnunar sem veitir bágstöddum börnum eða mæðrum aðstoð. —■ Lögreglustjórinn í Kaupmanna- höfn hefur afþakkað, að pening- unum verði skipt milli lögreglu manna, — sagði hann Hvilsby i lag, að lögreglumenn þægju laun sín af ríkinu fyrir að vinna að slíkum málum og gætu ekki tek- ið við neinum aukaþóknunum. Hinsvegar væru þeir þakklátir þeim góða hug, sem að baki boðinu lægi. — Ljóð á að innihalda Framhald af bls. 1 „Við Svíar stöndum eins og Norðmenn í mikilli þakkar- skuld við íslendinga í bók- menntalegu tilliti". „Hvert er álit yðar á þróun ljó'ðsins?" Ekelöf svaraði: „Bókstafsæðið (okstavs- raseri) sem stefnir að einfald- leik á ekki framtíð fyrir sér. í þess stað á ljóðið áð inni- halda innra æði (innre raseri) sem túlkar ástand heimsins. Ég hef valið Byzants sem tákn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag“. Að lokum skýrði Ekelöf frá því að hann vonaðist til þess að komast til Kaupmanna- hafnar að veita bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs vi’ðtöku. Ég er að vísu lasinn sem stendur, sagði hann -— en það er hálfur mánuður til stefnu. enn nærri kyrrstæð og suð- horfur á verulegum veðra- austanáttin ríkti á landinu brigðum í gær. með góðri hláku. Hitinn var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.