Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 13
í’immtudagur 13. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Svo mikil var auðlegð hjarta hennar Fáein orð um Maríu Rögnvaldsdóttur og Ólaí Hálfdánarson 75 ára Sakamál gegn dyra- verði veitingahúss Hún er 75 ára gömul í dag. I>að sést varla grátt hár í höfði hennar, en hún hefur átt 15 börn, þar af sex sinnum tví- bura. Þegar hún hafði komið upp þessum stóra hóp þótti henni gerast dauflegt og tók til sín börn barna sinna og fraenda. Svo mikil var auðlegð hjarta hennar, þótt veraldleg efni væru lítil og kjör stundum kröpp. Þó var hún alltaf veit- andi fremur en þiggjandi, þessi heldur smávaxna, festulega kona, dökkhærð og fölleit, glað- lynd og æðrulaus á hverju, sem gekk, í blíðu og stríðu, Hver er hún, þessi fimmtán barna móðir, þessi hetja hvers- dagslífsins, sem háð hefur lífs- orustu sína með fórnandi kær- leika og afl handa sinna eitt að vópni? Þetta er hún María, María Rögnvaldsdóttir, frá Uppsölum og Folafæti í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp, nú til heimilis í Bolungarvík. Svo koma hér fáeinir drættir úr merkilegri baráttusögu dugnaðarfólks, sem á fáa sína líka að kjarki, lífs- gleði og þrótti. María ólst upp á Uppsölum hjá foreldrum sínum, Kristínu Guðmundsdóttur og Rögnvaldi Guðmundssyni. Hún giftist Ólafi Hálfdánarsyni frá Hesti árið 1915 og þar stofna þau sitt fyrsta heimili. Ólafur stundar búskap og formennsku á smá- bátum í Djúpinu jöfnum hönd- um. Frá Hesti flytja þau að Kleifum í Skötufirði og búa þar í nokkur ár. Næsti dvalarstaður þeirra verð- ur á Folafæti í Súðavíkur- hreppi. Enn er stundaður sjór og rekið bú. Tímarnir eru erfið- ir. Það fiskast að vísu vel, en fiskverðið er lágt á þeim tíma, aðeins nokkrir aurar fyrir kil- óið, og diikurinn leggur sig varla á meira en 10-15 krónur. Barnahópur Maríu og Ólafs er orðinn stór. En þessi stóra fjöl- skylda bjargast samt vel, þrátt fyrir lítil efni. Börnin eru mann vænleg og vel gerð. Ólafur og María eru traust og gott fólk, samhent svo að af ber, æðru- laus og bjartsýn á framtíðina. Þau flytja til Bolungarvíkur um 1930. Þar er hafinn búskapur á nýjum slóðum, fyrst í Tröð en síðan í Meirihlíð. Þar búa þau að lokum allt að stórbúi við góðan og batnandi hag. Börnin eru komin upp og reynast at- orku- og drengskaparfólk eins og þau eiga kyn til. Af fimmtán börnum deyr aðeins eitt í bernsku og einn sonur deyr fullorðinn. María og Ólafur áttu gullbrúð kaup sl. sumar og héldu upp á það við ástsæld barna sinna og vináttu og virðingu frænda og vina. Hinn 4. ágúst í sumar, verður Ólafur 75 ára. Þau hjón eru að ýmsu leyti lík. Óbilandi kjarkur og lífsgleði eru höfuð- einkenni þeirra. í skjóli þessara eiginleika hafa þau borið sigur af hólmi í hverri raun. Þau eru hjartahlýtt og gott fólk, tryggir vinir vina sinna, einörð og stefnuföst. Það er mikill fengur að hafa kynnzt slíku fólki og notið vin- áttu þess, gestrisni og alúðar, hvernig sem á hefur staðið. Fyrir þremur árum fótbrotn- aði María. Ég heimsótti hana þá á sjúkrahúsið á ísafirði. Bein brotið greri seint. En hún var örugg og bjartsýn á bata sinn, og brotið greri og María varð heil heilsu. Ég vona að hún gangi ekki hölt. Það mundi hún trauðla gera „meðan báðir fæt- ur eru jafnlangir" eins og önnur hetja mælti forðum. Ég óska þesum gömlu vinum heima í Djúpi hjartanlega til hamingju með lífslán þeirra, um leið og ég þakka þeim og fólki þeirra allan drengskap og óbrigðul heilindi á liðnum tíma. ÞAKJARN ÞAKPAPPI MÚRHÚÐUNARNET GLUGGAPLAST BÁRUPLAST SVARTUR SAUMUR f HÆSTARÉTTI var nýlega kveðinn dómur í sakamáli, sem höfðað var af ákæruvaldinu gegn lögreglumanni fyrir að hafa sem dyravörður í veitingahúsinu Klúbbnum hrint manni nokkr- um svo frá dyrum veitingahúss- inis, er hann leitaði þar eftir inngöngu, að hann féll aftur fyrir sig niður af tveggja þrepa palli og hlaut brot á vinstri ökla með liðhlaupi svo og sködd- un á liðböndum og var lengi frá verkum. Nánari málsatvik eru þessi: Laugardaginn 12. okt. 1963 kl. 20:45 var hringt á lögreglustöð- ina í Reykjavík og óskað að- stoðar að veitingastaðnum Klúbbnum. Þrír lögreglumenn fóru á staðinn og samkvæmt ósk dyravarðar hússins, sem er á- kærður í máli þessu, visuðu þeir þaðan manni nokkrum og konu hans, en þar sem lögreglumönn- unum virtist maðurinn vera úr öklalið var hann fluttur á Slysa- varðstofu Reykjavíkur til að- gerðar og athugunar. Fimmtudaginn næstan á eftir kærði maður þessi til rannsókn- arlögreglu yfir því, að hann væri fótbrotinn af völdum ákærðs, sem hefði hrundið sér. Frásögn kæranda var á þá leið, að hann hefði verið í síðdegisboði ásamt konu sinni umræddan dag og drukkið þar þrjú glös af „cock- tail“. Síðan fóru þau hjónin á veitingastaðinn Klúbbinn til kvöldverðar. Um leið og kær- andi gekk upp útidyratröppur veitingastaðárins kvaðst hann hafa tekið eitthvert bakslag, og taldi hann að ákærður, sem þarna var við dyravörzlu, hefði af þeim sökum neitað sér um inngöngu sakir ölvunar, enda þótt hann hefði þá alls ekki verið áberandi ölvaður. Sagði kærandi, að ákærði\r hefði lok- að útidyrahurðinni eftir að hon- um hefði verið neitað um inn- göngu, en fljótlega komu að fleiri gestir og var þá opnað. Kvaðst ákærður hafa verið fremst í hópnum og ítrekað ósk sína um að komast inn og jafn- framt reynt að ýta sér inn með því að berast moð straumnum. Setti dyravörðurinn kæranda þá til hliðar og var það gert ill- GALV. SAUMUR BEYKIPARKET EIKARPARKET PARKETLÍM PARKETLAKK VIÐARÞILJUR indalaust. Hjá rannsóknarlög- reglu skýrði kærandi frá að hann hefði í þessu talið sig sjá einn úr kunningjahópnum og því ýtt fast á dyravörðinn með öxlinni og ætlað að pressa sig inn til að ná sambandi við manninn. Dyra- vörðurinn hefði þá tekið framan til í brjóstið á honum hent hon- um aftur á bak og kastið verið svo mikið á honum, að hann hefði lent á konu sinni, sem hálf féll undir hann, en sjálfur hefði hann dottið til hliðar og aftur á bak niður tröppurnar. Ákærður skýrði svo frá, að hann hefði neitað kæranda og konu hans um inngöngu í veit- ingahúsið, þar sem hann taldi þau ölvuð. Óhappið hefði viljað til, er kærandi hefði reynt að þrýsta sér inn um dyr veitinga- hússins. Hann kvaðst hafa ýtt honum frá dyrunum með hand- arbakinu, þannig að hann féll aftur á bak eða öllu heldur hörf- aði aftur bak, en er hann reyndi að bera fyrir sig fæturnar, þá hefði kærandi stigið út af pall- inum og misst við það jafnvæg- ið. Ákærður staðhæfði, að ekki hefði verið um handalögmál eða átök að ræða um handlegg á- kærðs, er honum var ýtt frá. Nokkur vitni voru leidd í mál- inu, þar á meðal maður sem annaðist dyravörzlu veitingastað- arins ásamt ákærðum umrætt kvöld og var vitnisburðyr han^ mjög á sömu lund og ákærða. Gefst ekki rúm hér að rekja frekar framburð vitna. I sakadómi Reykjavíkur var talið, að ákærður hefði gerst sekur um brot á 218. gr. hegn- ingarlaga með háttsemi sinni, en með hliðsjón af öllum málsat- vikum svo og því, að ákærði hefði ekki áður orðið sekur um hegningarlagabrot, þótti mega ákveða, að ákvörðun um refs- ingu ákærðs skyldi frestað og niður falla að liðnum tveim ár- um frá uppkvaðningu dómsins enda héldi ákærður almennt skil orð 57. gr. almennra hegningar- laga. Niðurstaða Hæstaréttar varð á annan veg. Segir svo í forsend- um að dómi Hæstaréttar. „Starfs- skyldur ákærða voru meðal ann- ars að gæta reglu í veitingahús- inu og sjá um, að ölvað fólk fengi ekki inngang. Sannað er, að kærandi, og eiginkona hans voru ölvuð, þegar ákærði synj- aði þeim inngöngu í veitinga- húsið. Hefur kærandi borið, að hann hafi „ýtt fast á dyravörð- inn með öxlinni og ætlað að pressa mig inn“. Kveðst vitni þetta ekki geta borið um, hvort ákærði „beinlínis tók á því með gripi eða hvort hann eingöngu stjakaði við því með opnum lófa“. Leggja verður til grund- vallar framburð ákærða, sem studdur er af vætti vitnisins Björgvins Lútherssonar um það, að ákærði hafi ýtt kæranda frá dyrunum með hægra handar- baki. Ákærði þurfti að hleypa inn gestum og loka dyrunum. Þetta starf gat ákærði ekki rækt, nema með því að bægja kæranda frá dyrunum. Eins og atvikum var háttað, en þeim er lýst 1 héraðsdómi, þykir var- hugavert að telja sannað, að á- kærði hafi stjakað það hart við kæranda, að hann verði talinn hafa gerzt offari i þeim aðgerð- um. Þykir því brezta sannanir fyrir refsiverðri sök ákærða. Bcr því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Rí'kissjóður greiði allan sakar- kostnað". Otgerðarmenn Þeir útgerðarmenn sem ætla að nota hina hand- hægu og góðu netadreka okkar á vertíðinni, gerið svo vel að panta þá í tíma. „Froskköfun við skip.“ Vélsmiðja Andra Heiðberg Laufásvegi 2 A Reykjavík símar 13585 og 51917. Rúðugler Rúðugler 3—4—5—6 m/m fyrirliggjandi. Verð hvergi lægra EGILL ÁRNASON Slippf élagshú s i nu sfmar 14310 — 20276 Bezt ai) augíýsa í lUorgunblaðinu S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.