Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur M. Janúar 1966' MORGU N B LAÐIÐ 15 GLÍMA VIÐ HID lim úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs H É R fer á eftir fréttaauki sem Steingrímur J. Þor- steinsson flutti í útvarpið í gærkvöldi: Eins og skýrt var frá í frétt- um útvarpsins áðan stóð hér yfir í Reykjavík í dag fundur dóm- nefndar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs sem samþykkti að verðlaunin skyldu að þessu sinni veitt sænska ljóðskáldinu Gunnari Ekelöf fyrir kvæðabálk hans Diwán över fursten av Emgión. Til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs var stofnað fyrir fjórum árum og þau veitt í fyrsta sinn á 10 ára afmæli Norður- landaráðs 1962. Verðlaunin eru veitt árlega, og því nú í fimmta sinn. Dómnefnd skipa tíu menn, tveir frá hverju Norðurlandanna, skipaðir af menntamálaráðherra hvers lands. Meirihluti þeirra hefur verið sá sami frá upphafi. Nú skipa dómnefndina frá Dan- mörku dr. Karl Bjarnhof, þekkt- ur rithöfundur, útvarps- og sjón- varpsmaður og ritari dönsku Akademíunnar, þótt blindur hafi verið frá barnæsku og dr. Möller Kristensen, prófessor í Norður- landabókmenntum við Kaup- mannahafnarháskóla, og mun hann á morgun kl. 5.30 flytja fyrirlestur í Háskóla íslands á vegum Heimspekideildar um danska leikritun. Frá Finnlandi Kaj Laitinen, sem verið hefur til skamms tíma ritstjóri að einu helzta bókmenntatímariti Finna, Parnassos, og er að þessu sinni formaður nefndarinnar, og Nils SBörje Stormbom, ritstjóri, sem er nýr nefndarmaður. Frá fs- landi eru Helgi Sæmundsson, formaður menntamálaráðs og Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor. Frá Noregi Johannes Dale, prófessor í nýnorsku máli og nýnorskum bókmenntum við Oslóarháskóla. Kom hann hing- að á síðastliðnu ári og kynnti verðlaunahafana við afhendingu verðlaunanna í Þjóðleikhúsinu hér á fundi Norðurlandaráðs. Er hann sá eini nefndarmannanna sem hingað hefur komið áður. Hinn Norðmaðurinn er Philip Houm, bókmenntafræðingur og bókmenntasögufræðingur. Frá Svíþjóð eru Erik Hjalmar Lind- er, dósent í Gautaborg og Victor Svanberg, áður prófessor í bók- menntum við Uppsalaháskóla, en hefur nú látið af embætti fyr- ir aldurssakir. Fögnum við fs- lendingar að hafa svo góða gesti hjá okkur. Gangur mála er sá, að dóm- nefndarmenn hvers lands eiga eð velja eina bók eða tvær sem teljast til fagurbókmennta í víð- ustu merkingu, þ.e.a.s. eru skáld- skapur eða aðrar listrænar bók- menntir. Geta verið ævisögur, rit um listir eða menningarsögu, ritgerðarsafn. Bækurnar eiga að hafa komið út í frumútgáfu á tveimur síðustu árum og þó ekki fyllilega það, þ.e. á árinu áður en valið er og fram til 1. nóv. þessa árs. En þá skulu bækurn- ar sendar öllum dómnefndar- mönnum til lestrar. Þeir koma síðan saman til fundar í byrjun næsta árs þar á eftir og nú í fyrsta sinn í Reykjavík. Þær bækur sem nú eru vald- ar og fram lagðar höfðu komið út á árinu 1964 eða fram til 1. nóv. 1965. Ekki má senda bæk- ur á finnsku, færeysku eða ís- lenzku, þær bækur verður að þýða á dönsku, norsku eða sænsku. Bók, frumsamin á færeysku hefur aldrei verið lögð fram. Skáldsaga færeyska höfundarins William Heinesen „Det gode háb“ er samin á dönsku. Þær frumsömdu bækur á finnsku, sem til þessa hafa verið fram lagðar, hafa allar verið komnar út í sænskri þýðingu. Við ís- lendingar höfum hinsvegar oft- ast orðið að láta þýða bækurnar sérstaklega fyrir dómnefndar- menn og senda þeim þær fjölrit- aðar, að sjálfsögðu ásamt frum- bókum á íslenzku, enda eru sumir þeirra nokkuð læsir á ís- lenzku. En ljóst er af þessu að okkar aðstaða er nokkuð örð- Steingrímur J. Þorsteinsson ugri en hinna, og hjá okkur koma sjaldnast til álita nema bækur frá fyrra árinu vegna þess tíma sem þýðingarstarfið tekur. Á dómnefndarfundum fara vitaskuld fyrst fram umræður um bækurnar, síðan nefnir hver maður þær tvær bækur sem honum þykja beztar, en má þó ekki tilnefna bók eftir landa sinn. Þær þrjár bækur, sem flest hafa fengið atkvæði í þessari lotu koma síðan til atkvæða- greiðslu, og mega menn þá greiða landa sínum atkvæði. Á hver nefndarmanna að skipta sex atkvæðum eða sex stigum, á þessa þrjá höfunda eða skáld, þó þannig að enginn má hljóta meira en þrjú stig, en lægst hálft stíg. Loks eru svo greidd atkvæði um þá tvo sem í þess- ari síðustu lotu hafa verið stiga- hæstir. Þessar bækur voru lagðar fram að þessu sinni. Frá Danmörku; eftir Thorkild Hansen, bók sem heitir Jens Munk, um leiðangur Jens Munks sjóliðsforingja snemma á 17. öld til að reyna að finna siglingarleið fyrir norð- an Ameríku, en sá leiðangur endaði með mikilli harmsögu. Bók eftir Villy Sörensen, For- mynder fortellinger, það eru smásögur í ævintýraformi. Frá Finnlandi voru báðar bæk unrar eftir sænskumælandi og sænskuskrifandi höfunda, eftir Marianne Alopaeus, skáldsagan „Mörkrets Karna“, Kjarni myrk- ursins, og eftir Christer Kille- man, Madelaine, mjög nýtízku- leg saga, endurminningar í dag- bókarformi. Frá íslandi var að þessu sinni aðeins ein bók, Ijóðabókin „Tregaslagur", eftir Jóhannes úr Kötlum, en að gefnu tilefni skal þess getið að það er engan veginn einsdæmi að fram sé lögð ein bók, enda heimilt að hafa þær annaðhvort eina eða tvær. Sænska lausamálsþýðingu á bók Jóhannesar gerði frú Inge- gerd Fries, í Uppsölum. Frá Noregi var smásagnasafn- ið „Nye noveller“ eftir Johan Borgen og skáldsagan „Kongen“ eftir Káre Holt, skáldsaga um Sverri konung. Frá Svíþjóð var verðlaunaljóðabálkurinn Diwán över fursten av Emgión, eftir Gunnar Ekelöf og skáldsaga eft- ir Per Olof Sundman, hún heit- ir „Tvá dagar, tv& natter." Af þessum bókum komu mest til greina og álita smásögur þeirra Borgens og Villys Sör- ensens og skáldsagan „Mörkrets Kárna“ eftir Alopaeus, auk sjálfr ar verðlaunabókarinnar. En þótt sitthvað kæmi þarna til álita, get ég fullyrt að allir nefndarmenn séu sammála um að Ekelöf sé meira en vel að verðlaununum kominn. Þessi verðlaun, sem nema 50 þúsund dönskum krónum, verða svo af- hent verðlaunahafa á móti Norð- urlandaráðs í Kaupmannahöfn við næstu mánaðarmót. Verður þá skáldsins og verðlaunabók- arinnar vafalaust minnzt hér í útvarpinu, enda ekki tóm til þess nú. Hingað til hafa skáldsögur einar hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það hefur nú sýnt sig að ljóð geta þar vissu- lega einnig hlotið hnossið, þótt þau eigi þar erfiðara uppdráttar. Ekkert er eins örðugt að þýða á önnur tungumál og ljóð. Gunnar Ekelöf er nú hátt á sex tugsaldri, og hefur á síðasta aldar Iþriðjungi gefið út um tuttugu ljóðasöfn og er löngu viður- kenndur sem eitt allra mesta ljóðskáld, sem nú er uppi á Norð- urlöndum, hefur þegar hlotið bæði 3elmannsverðlaunin og fyrir tveimur árum sérstök sænsk-dönsk bókmenntaverð- laun, svo að ekki var honum verðlauna vant. En þessi viður- kenning Norðurlandaráðs er fyr ir beztu bókina sem fram er lögð hverju sinni, en ekki fyrir rithöfundar — eða skáldferil í heild sinni, einsog til að mynda Nóbelsverðlaun. Ekelöf hefur áður fyrr lifað og hrærzt mjög í franskri og síðar engilsaxneskri ljóðagerð, þótt fyrir löngu hafi hann fundið sér eigin leiðir og eigið tjáningar- form, og stendur mjög nærri surrealistum. Ljóðaflokkurinn, „Strengleikir um furstann í Em- geón“, er runninn af fornri rót, reistur á býzantísku efni frá 11. öld, en týtízkulegur að formi og afar persónulegur að tjáningu. Hann ber mjög vitni dulrænni trúarvitund skáldsins og því, hve mjög það er andvígt skipulögðum trúarbrögðum og kennisetningum, trúarviðjum. Hér takast á ytri þvingun og innri frelsisiþrá og frelsisþörf, guðdómurinn er hin milda móðir, sem af sér elur og umJykur allt, hinar yztu and- stæður, ást og þjáningu í lífi og dauða. Þetta er skáldskapur sem þarf að hafa nokkuð fyrir að meðtaika og njóta, en hér er glímt við hið óræða og hin hinztu rök af þeim al- ihug og með þeim átökum, a§ af verður mikill og sannarlegur skáldskapur. Við flytjum Gunnari Eklöf árnaðaróskir og þakkir á þessum verðlaunadegi, og óskum Svíum og okkur Norðurlandabúum öll- um til hamingju með að eiga Gunnar Ekelöf. í tsrael Jerúsalem, 12. jan. AP—NTB. • Levi Eshkol, f orsætisráð'- herra ísraels lagði í dag ráð- herralista hinnar nýju stjórnar sinnar fyrir þing ísraels — Knesset — og jafnframt stefnu- yfirlýsingu, þar sem Vestur- veldin og Sovétríkin eru hvött til þess áð taka saman. höndum um að tryggja sjálfstæði og frið í löndum Mið-Austurlanda. 1 stefnuyfirlýsingunni fordæm ir stjórnin leiðtoga Arabariikj- anna, sem hún segir, að ali með sér hugmyndir og geri áætlanir um stríð á hendur ísrael og kyndi þannig undir eldum hat- urs og óeiningar. Er lögð áherzla á, að ísrael verði að halda áfram að try-ggja varnir sínar og ör- yggi vegna afetöðu Arabaríkj- anna. -Esklhol sagði, að Araiba ríkin hefðu um árabil getað keypt vopn frá Sové‘ rfkj unu m með hentugum greiðsluskilmál- um, og að undanförnu hefðu verið að því nokikur brögð, að sum Vesturveldanna seldu þeim einnig vopn. Stjórn Eshikol skipa 16 menn og er það fjölmennasta stjórn, sem landið hefur haft. Hún er samsteypustjórn, sem að standa fiimrn flokkar, og hefur nokkurn veginn tryggan meiriihluta 75 þingmenn gegn 40 þingmanna stjórnarandstöðu undir forystu Davids Ben Gurions, fyrrum forsaetisráðherra og Menahems Begins, leiðtoga þjóðernissinna- flokksins HERUT. Það tók Esfhkol 46 daga að mynda stjórn- ina. Shelepin heldur heimleiðis í dag Hanoi, Peking, 12. jan. NTB, AP. • Moslkvuútvarpið skýrði frá því í kvöld, að sovézka sendi- nefndin, sem verið hefur í Han- oi undir forystu Aleksanders Shelepins, muni halda af stað heimleiðis á morgun, fimmtu- dag. Sagði útvarpið, að nefndin hefði sannfært stjórnina í Hanoi um að Sovétstjórnin styddi þjóð N-Vietnam heilshugar gegn árásaraðgerðum bandarískra heimsveldissinna — og hafði síð- an eftir ráðamönnum í Hanoi, að Rússar hefðu tfíaðið við allar skuldbindingar sínar, öll aðstoð úr þeirri átt bærist samkvæmt áætlunum og hefði þegar haft mikil áhrif: Moskvuútvarpið minntist ekk- ert á það, hvort nefndin myndi hafa viðkomu í Peking — en AFP fréttastofan franska telur, Brezhnev að nefndin muni dveljast þar næturlangt á heimleiðinni og e.t.v. ræða við kínverska ráðamenn. Hinsvegar er þess skemmst að minnast, að kaldar kveðjur urðu með fuliitrúuim Pekingstjórnarinnar og mönn- um Shelepins á dögunum, er iþeir höfðu þar viðkomu á leið- inni til Hanoi. Shelepin ræddi í dag við for- seta N-Vietnam, Ho Ohi Miníh og ýmsa helztu leiðtoga komm- únistaflokksins í landinu. Togarinn Fylkir seldur til Enp;lands? Mongólíu Ulan Bator, 11. jan. — NTB: SOVÉZK sendinefnd undir stjórn Leonids Brezhnevs, aðalritara kommúnistaflokksins, kom til Mongólíu í morgun í opinbera heimsókn. Var nefndinni fork- unnar vel tekið af kommúnista- lei'ðtogum Mongólíu. Talið er að viðræður Sovét- manna og leiðtoga Mongólíu muni verða mjög þýðingarmikl- ar. Nágranni Mongólíu í austri og suðri er Kína. Cannes, 12. jan. NTB. # Leopold fyrruim Belgíu- konungur meiddist smá- vegis í bifreiðaslysi í Cannes í nótt og verður væntanlega að liggja í sjúkrahúsi í 4—5 daga, að því er upplýst var í Cannes í dag. Kona Leo- polds, sem ók bifreiðinni, fékk taugaáifall en meiddist ekiki að öðru leyti. Reynt að „Heklu EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefur Skipaútgerð ríkisins leitað eftir því að fá strand- ferðaskipið Heklu tekna í slipp í Færeyjum til þess að skipta um skrúfur í skipinu, en þær löskuðust eins og kunmugt er í ís í Akureyrarpolli. Ástæðan fyrir því að leitað er til Fær- eyinga er, að slippurinn hér í Reykjavík er ónothæfur eins og stendur, en hann er hinn eini hér á lanidi, sem er nægilega stór til þess iað geta tekið skipið upp. í viðtali Mbl. í gær skýrði gera við 7 hér? Guðjón Teitsson forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins, frá því, að svar hefði borizt frá Færeyjum þar sem segði að sennilega myndi vera hægt að taka skipið upp þar næstu daga. Guðjón sagði ennfremur, að aft ur á móti væri það mjög til íhugunar hjá Ríkisskip að láta gera við skipið á floti hér, og hefði kafari boðizt til þess að vinna þetta verk. Tryggingarfé- lögin hefðu ekki lagzt gegn því, en endanleg ákvörðun í þessu máli hefði enn ekki verið tekin, FIRMAÐ Newington í Hull hef- ur gert kauptilboð í togarann Fylki frá Reykjavík, sem nú er í söluferð í Englandi. Þetta kom fram í viðtali við brezka togaraimanninn Ridhard Taylor í Mbl. í gær, og staðfesti Sæmundur Auðunsson forstjóri Fylkis bf. það, er blaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. Sæmundur sagði, að menn frá Newington firmanu mundu skoða togarann, er hann kemur í sölu- ferð þangað. Yrði þá fyrst gert út um kaupin og ef samningar næðust mundi hann ekki koma til baka til íslands. Togarinn Fylkir var keyptur frá Englandi nýr fyrir átta árum og hefur verið í eigu fyrirtækisins Fylkis hf. frá upphafi. Skipstjóri á Fylki í þessari söluferð er Auð- unn Auðunsson. Sjélfstæðisfélag- ið á Stokkseyri STOKKSEYRI, 11. des. — Aðal- fundur Sjálfstæðisifélagsins var ihaldinn 9. janúar. Nokkrir nýir meðlimir gengu í félagið. Stjórn- arkosning fór fram. Helg' fvars- son á Hólum var kosinn formað- ur. Aðrir í stjórn eru Bjarraþór Bjarnason, Sigurjón Jónsson, Jósep Sóþhoníasson og Stein- grírraur Jónsson. Er mikill hugur i mönnum hér 'í sambandi við væntanlegar sveitarstjórnarbosningar. Seltjarnarnes Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn í Val höll miðvikudaginn 19. janúar og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Axel Jónsson, alþm. ræðir stjórnmálaviðhorfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.