Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 196(1 Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar: FRÁ SVÍÞJÓÐ Gautaborg, 23. des. 1965 j GÍFURLEGAR jólaannir nálg | ast endaskeið sitt hér sem annars staðar. Stórfengleikur ' þessa jólaundirbúnings er i auðvitað ekki í frásögur fær- andi, því að þetta er víðast hvar líkt í vestrænum lönd- ' um, gífurlegar ljósaskreyt- I ingar og gífurleg verzlun. Er þetta raunar ágætt í löndum 1 hins langa skammdegis. Mörgum sem norðarlega búa ! á hnettinum þætti desember- mánuður langur, ef ekki væru jólin. En óneitanlega 1 hvílir óþægilegur skuggi yfir i 1 þessum fjáraustri jólanna, ekki sízt ef haft er í huga, að allmikill skerfur af þessu 1 fé fer kannski fyrir fánýtt ! glingur. Það er skugginn af I hungurvofu hinna fátæku landa. Þar deyja nú um 30 \ þúsund börn daglega úr | hungri og vesöld. samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sam- I einuðu þjóðanna. Það er því j eðlilegt, að einstaka maður fái dálitla glýju í augun af 1 öllu jólaskrautinu,, þegar I svo hvimleið vitneskja er j annars vegar. Svíar eyða rúmum millj- 1 arði sænskra króna í jóla- 1 verzlunina, þ.e. verzlunin I eykst sem því nemur fyrir jólin; að því er upplýsinga- 1 þjónusta sænsku kaupmanna 1 samtakanna hermir. Munu i það vera um 140 sænskar { krónur (um 1160 ísl.) á hvern einstakling. Ég veit ekki hvort þetta þykir mikið eða lítið, en þetta er þrisvar sinnum hærri upphæð en þeir láta af hendi rakna til alþjóðlegrar hjálpar- starfsemi. En það er talið ein- kennilegast við þessa jóla- verzlun, að engar upplýsing- ar hafa fengizt um, hvaðan þessir peningar kóma. Fólk hreyfir ekki innstæður sínar í bönkum neitt meira fyrir jólin en endranær. Af íslendingum hér í Gauta borg er það merkast að frétta, að ungur landi okkar hér, listamaðurinn Einar Hákonar- son, hefur vakið á sér athygli á mikilli málverkasýningu, sem hér er haldin í desember ár hvert í stærsta sýningar- sal borgarinnar. Einar er brautskráður úr Handíða- og myndlistarskólanum í Reykja vík og stundar hér nám við Valands Konstskola, og er þetta annar veturinn hans þar. Málverkin á þessa sýningu völdu tveir mjög viðurkennd- ir listamenn, C.O. Hultén, Málmhaugum ,og John Wipp, Lundi. Bárust sýningunni að þessu sinni 840 verk eftir 192 listamenn, en valin voru að- eins 151 verk eftir 61 lista- mann. Einar Hákonarson sendi þrjár myndir. Voru tvær þeirra teknar til sýningar, og var önnur þeirra meðal fyrstu myndanna, sem seldust á sýn- ingunni. Einhver kunnasti listgagnrýnandi í Vestur-Sví- þjóð, Tord Backström hjá Handelstidningen í Gautaborg, telur Einar í hópi fárra lista- manna, sem af beri á sýning- unni, og er það eigi lítil viður kenning fyrir svo ungan mann. Bendir Backström sér- staklega á persónulega lista- meðferð hans og næmt auga fyrir dramatískri hreyfingu á myndfletinum. Fullveldisfagnaður. Sænsk-íslenzka félagið í Gautaborg hélt fullveldisfagn- að í ár eins og endranær, hina ánægjulegustu skemmtun. Var hann að þessu sinni hinn 28. nóvember, en þá var laugar- dagur, hinn næsti við 1. des- ember. Á slíkum skemmtun- um eru oftast saman komnir flestir íslendingar hér í borg- inni og nágrenni auk all- margra Svía, sem á einhvern hátt eru tengdir íslandi eða hafa áhuga á því. Formanna- skipti urðu í sænsk-íslenzka félaginu síðastliðið vor. Pet- er Hallberg, sem verið hefur Einar Hákonarson. formaður félagsins frá stofn- un þess árið 1953, óskaði nú eftir að losna. í stað hans var kjörinn formaður Gullbrand Sandgren, aðalræðLsmaður ís- lands. íslenzk málefni kynnt. Ég hef áður drepið á, að áhugi á íslandi og íslenzkum málefnum virðist heldur auk- ast hér í Svíþjóð, að minnsta kosti ef dæma skal eftir við- leitni til íslandskynningar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Það telst ekki til undantekn- inga, að minnzt sé á ísland í blöðum. Þetta er auðvitað mis jafn fróðleikur, eins og höfund arnir eru misjafnir, en nær undantekningarlaust -eru þeir vinsamlegir í garð íslendinga. Sama má segja um útvarp og sjónvarp. Kominn er þegar í Ijós góður árangur af leið- angri sænskra útvarps- og sjónvarpsmanna til íslands í ágúst og september i sumar. í útvarpinu hafa verið vand- aðar dagskrár um íslenzka at- vinnuvegi og eldf jöll, og í 'sjón varpinu hafa verið tveir dag- skrárþættir frá Islandi það sem af er vetri. Fjallaði hinn fyrri um íslenzk stjórnmál og menningarmál og virtist ágæt lega gerður, að minnsta kosti frá sýningarsjónarmiði. Komu þarna fram nokkrir af leið- andi mönnum þjóðarinnar, virðulegir og vel máli farnir á skandinaviska tungu. Auð- vitað er örðugt í slikum þátt- um að sýna raunsanna mypd af stjórnmálaástandinu og ekki þægilegt fyrir útlendinga að skera úr um, hvað á að taka með og hverju ber að sleppa. Ekki virðist mér það t.d. vera vel nákvæmt, þegar rætt er um stjórnarandstöð- una í dag, að láta Magnús Kjartansson vera einan full- trúa hennar og minnast ekki á Framsóknarflokkinn — nema hvað ræðismaður Svía á Akureyri, Jakob Frímanns- son, rétt kom honum að og með herkjum þó. Einhver Keflavíkurganga tfar aftur á móti sýnd allrækilega og eins, hvernig Ameríkumenn fara að því að tala í Keflavíkurútvarp ið. Þá var og brugðið upp ná- kvæmum myndum af „popp- unglingum" .á dansgólfi og varpað fram spurningunni: Stenzt íslenzk menning og ís- lenzkt þjóðerni þetta allt sam- an? íslenzkur blaðamaður, sem fram kom í dagskránni, svaraði spurningunni á þá leið, að sé íslenzk menning svo veikburða, að hún standizt ekki áhlaup erlendra áhrifa, þá sé ekkert upp úr íslenzkri menningu leggjandi, — orð, sem mér virðast að vísu helzt til hraustlea mælt, því að ís- lenzk menning er okkur meira virði en svo, að við ættum að taka okkur í munn um hana gálaus orð, því að hún er okkur líf sem þjóðar, er getur borið höfuðið hátt gagnvart umheiminum. Hitt er annað mál, að okkur er vonandi óhætt að trúa því, að íslenzk menning sé svo sterk, að henni sé ekki hætta búin vegna erlendra tízkustrauma — en þó því aðeins, að við spörum hvorki orku né fyrir- höfn til að hlúa að henni og varðveita hana. Síðari sjónvarpsþátturinn var ætlaður börnum og ungl- ingum og var að mestu tek- inn á Þingveldi. Var hann hinn ánægjulegasti, enda þótt þeir virðist ekki hafa valið sem bszt veður. Ungt fólk söng og lék á hljóðfæri og auk þess voru dansaðir þjóð- 'dansar og rætt við nokkra unglinga. Má segja, að þeir hafi verið landi sínu til sóma, að minnsta kosti að því er snertir útlit einurð Og dönsku kunnáttu. Tekið skal fram, að allur söngur fór þarna fram á íslenzku, og er það raunar eina íslenzkan, sem heyrzt hefur í þessum þáttum, enda færði sænskur vinur minn það í tal við mig eftir fyrri þáttinn, að honum fyndist hlutur málsins hefði verið af- skiptur. Sagðist hanri óttast, að ýmsir hlustenda álitu eftir þáttinn, að danska væri töluð á Islandi, þ.e. sams konar mál og flestir íslendinganna, sem við var rætt, töluðu. Islenzkir fyrirlesarar. Mér er kunnugt um tvo ís- lendinga, sem verið hafa hér á ferð fyrri hluta vetrar og frætt um íslenzk efni. Hinn fyrri, síra Sigurður Guð- mundsson. prófastur á Grenj- aðarstað, var þó ekki í þeim erindagerðum, heldur ferðað- ist hann víðsvegar um Svíþjóð til að kynna sér ssenskt kirkju líf. En vegna eindreginna óska hinna sænsku presta notaði hann tækifærið til að fræða þá söfnuði, sem hann hitti, um ísland og íslendinga. Sagði hann mér, þegar hann var hér í Gautaborg, að slíkir fyrirlestrar hans mundu vera orðnir milli 20 og 30. í nóvember var dr. Sigurð- ur Þórarinsson hér á ferð. Hélt hann fyrirlestra í Osló, Gautaborg, Lundi og Kaup- mannahöfn, um Surtsey og Syrtling og sýndi skuggamynd ir af fæðingu þeirra og upp- vexti. Einnig sýndi hann hina frægu kvikmynd Ósvalds Knúdsens, og er ekki ofmælt, að þetta vakti mikla hrifn- ingu, að minnsta kosti í Gauta borg og Lundi, en ég hafði tækifæri til að fylgjast með á báðum stöðum. Halldó? Jónsson verkfr.: Enn um ölið í MORGUNBLAÐINU hinn 7. janúar 1966 hlotnast mér sá fceiður, að vera útnefndur „öl- fræðingur". Þennan titil leggur mér Árni lögfræðingur Gunn- laugsson, úr Hafnarfirði til. Þó téður Árni sé þekktur fyrir að telja sig sjá ýmsa hluti betur en samferða- mennirnir, lögfróðir embætt- ismenn sem aðrir, þá get ég hvað mig snertir ekki tekið við útnefningunni að svo stöddu. Sá tr nefnilega hængur á, að titlin- vin verður að fylgja prófskír- teini í þeirri grein verkfræði, er að bruggun lýtur. Venjulega þurfa menn að stunda háskóla- nám í ein 6 ár til þess að öðlast þessa gráðu. Mér itanlega hef- ur aðeins einn íslendingur lokið prófi í þessari grein, Hinrik Guð miundsson. Þrátt fyrir auðsýnt örlæti Árna á akademiskar gráð ur, þá er ég neyddur til þess að undanskilja mig þegar talað er um ölfræðinga. Stafar það af virðingu minni á þeim lærdómi, sem liggur að . baki titlinum. Hinu skal ebki neitað, að ég þykist þekkja til öls eins vel og hver annar leil oður og neyt- andi, Þó ég viti ekki allt upp á hár um þann drykk eins og Árni, (þá eru nokikur atriði í hinni vel- skrifuðu grein hans, sem mig langar að ræða lítið eitt nánar. Samkvæmt skilgreiningu Árna er áfengi „orsök mannlegrar eymdar, uppspretta glæpa og annarra afbrota, algeng sjúk- dórns- og dánarorsök, hrunvald- ur heimila, íkveikja angistar, eyð isafl efnahags, afskræmir per- sónuleika, stórkostlegur slysa- valdur, — sannkölluð þjóðar- ógæfa.“ Éf við hugsuðum okkur, að þessi orð væru viðhöfð um bif- reiðina, gætum við ekki auðveld lega fundið orsakatengsl milli hennar og sérhvers liðar í þess- ari þrumuræðu Árna? Og þó get um við tæpast vænt bifreiðina um það 'að hafa illt eðli á ein- hvern hátt. Hún er aðeins tæki, smáðað af mannshönd. Þau slys, sem af henni hljótast eiga flest upptök sin í ófullkomleik manns ins. Samt hikum við ekki við að stíga upp í bíl, þó svo að við vitum, að við tökum með því nokkra slysaáhættu. Við getum reynt að útiloka hættuna með því að setja aðflutningsbann á bifreiðir og sjá um að enginn sýsli með heimasmíði. Og víst gætum við lifað þó þetta yrði, al veg á sama hátt að við getum lif að án ethylaikóhóls á almennum markaði. En ég býst við, að flest okkar vilji taka á sig áhættuna, sem fylgir bílum, fyrir þá kosti, sem þeim fylgja. Ég geri ráð fyrir, að Árni vilji halda því fram, að áfengisneyzlu fylgi ekkert gott. Hann telur upp eiturlyfin ópíum, morfín og kókaín og ber þau saman við alkóhól. Hann lætur Helga Ing- varssonj yfirlækni, komast að þeirri niðurstöðu fyrir sig, að áfengi sé „lakasta og hættuleg- asta nautnalyfið“. Þó ég sé nokk urn veginn viss um, að Ámi brenglar sér í pennagleði sinni, samhengi og orðum vísindamanns ins, þá vildi ég þó meina, að til- tölulega meinlaust sé að vera forfallinn alkóhólisti á borð við það að vera kókaínisti. Árni segir eina ástæðu fyrir áfengisneyzlu vera vissa gleði- leit. Oftast sé um að ræða fólk sem sé „feimið eða þungt í skapi og treysti ekki á meðfæddan persónuleika í umgengni við aðra.“ Það sem einkum skilur mann- inn frá öðrum d.'.om er, að hann telur sig hafa það sem kallað er sálarlíf, það er að segja marg- slungið tilfinninga og hugsana- líf. Þetta, ásamt áfullkomleik þessarar drottins skepnu, veldur því, að hún lifir marga erfiða stund, án þess að til komi líkam leg þjáning. Tilefnum, til and- legra árauna fjölgar með marg- slungnara mannlíifi. Það „flýr því stundum á náðir sjálfsblekk ingarinnar og neytir áfengis, þótt vei'kleiki þess verði þar aldrei yfirunninn", eins og Árni orðar það og að suinu leyti rétt. En þarf það að vera -1 i’-ls eins? Prófessor Sauerbrudh, sem þótti liðtækur læknir á sinni tíð, segir (hér um) á „Reiohstagung der Volksgesundlheit und Gen- ussmittel 1939“. (Ríkisráðstefna um þjóðanheilsu og nautnalyf): „Ein Glas Bier oder Wein kann zu gerechten Zeiten ein Sorgen- breoher aus Seelennot sein. Der Kampf gilt dem Misbraucih der Genussmi!ttel.“ (Glas af öli eða víni getur á réttum tíma verið áhygguléttir úr sálarneyð. Bar- áttan er gegn misnotkun nautna- lyfjanna). Auk þess, sem áfenga drykki roá no'ta á þann hátt, sem Sauer- bruoh nefnir, þá þekiki ég, og trúlega Árni líka, marga góða menn ,sem 'geta glaðst með víni á góðri stund, án þess að neinn bíði hnekki af völdum þess. Og þá sé ég ekki hversu verra það er, þó veigarnar séu sterkur bjór. En ég vil endurtaka, að ég álít sterkan bjór vera áfengi, sem beri að umgangast sem slíkt. Ég álí't bjór vera þann áfengan drykk sem sé mönnum hollastur allra áfengra drybkja. Ég skal færa nokkur rök að þessu tvennu síðar. Hinsvegar álít ég ekki heppi- legt að svo komnu máli, að sterkt öl sé selt annarsstaðar en áfengi er selt í dag. Ennfremur álít ég, að verð á því skuli vera svo hátit, að það fyrirbyggi inn- rás þess á vinnustaði þjóðarinn- ar og hindri tilkomu ölkráa. Héi þarf að hafa gát á vegna þess hversu óvanir við fslendingar er- um því, að umgangast Bakkus sem jafningja. Sömuleiðis get ég frætt Árna Gunnlaugsson um það, að vilji löglegur meirihluti þjóðarinnar áfengisbann, þá skal ég hlíta því, þó svo ég greiði ekki atkvæði með því, vegna þess að mér finnst það ekki rétita leiðin. Og ég tel mig jafngóðan eftir þótt margnefndur Árni hreyti í mig og aðra j. eirri ókurt- eisi, að við, sem höfum aðrar siboðanir en hann í áfengismálum, séum þeir „sem lóta verstu eigin- girni og tilitsleysi um náungann og þjóðarhag visa sér veginn.“ Ég sagði, að ölið væri fæða jafnframt því a- vera áfeng-ur drybkur. Þetta afgreiðir Árni með tilvitnun í Baldur Joíhnsen, lækni, sem segir: „Ö1 er einskis- virði til manneldis. Það kann að hjálpa mönnum betur að þola of- át, sbr. bjórvamibirnar svoköll- uðu.“ Ég held þv- að vísu $kki fram, að öl sé hentugt til mann- eldis, en ég get .nefnt hér nokkr- ar tölur sem skýra sig sjálfar: Venjulegur þýzkur bjór, sem þeir kalla „helles" eða ljós bjór inniheldur um 447 hitaeiningar í lítra. 4.54% af þunga eru ex- traktefni (protein, bolvetni, Vita mín B2 og fleiri af þeim flokki) og 3.59% af þunga er albóhól. í dökkum bjór er hlutfallið 5.63% extrakt og 3.55% alkohol og hitaeiningar 493 lítra. 1 g. af alfcóhóli inniheldur 7.1 hitaeiningu. 1 g. af protein (eggjahvítu efnum) inniheldur 4.0 hitaein- ingar. Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.