Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 28
Langstærsta og fjölbreyiiasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nókknrt annað íslenzkt blað Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, leikur fyrsta leikinn fyrir hönd Böok, forseta finnska skáksam bandsins. Línuvertíð rétt Fréttír frá verstöðv untifin byrja a VERTÍÐ er nú að byrja í ver- stöðvum á Suður- og Vestur- landi. Bátarnir eru að byrja að róa með b'nu, en ekki gefur vel þessa íyrstu daga. Aðeins fáir bátar eru byrjaðir, en aðrir að búa sig af stað, og maxgir virðast reyndar ekki ætia að befja róðra fyrr en þeir taka netin. Mbl. hafði í gær samband við þá fréttaritara sína, sem til náðist Hnfnarijörður Aðalfundur landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði verður í ktíöld 13. þ.m. í Sjálfstæðis- húsinu kl. 8.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og kosningar fulltrúa í kjördæmaráð mun Hafsteinn Baldvinsson, bæjar- stjóri hafa framsögu um íjár- hagsáætlun Hafnarfjarðarkaup- staðar fyrir árið 1066. Reykjavíkurskákmótið sett í gær 1 GÆR kl. 19 hófst í samkomu- búsinu Lidó Reykjavíkurskák- mótið. Ásgeir Þór Ásgeirsson forseti Skáksambands íslands flutti fyrst stutta ræðu, og rakti í stórum dráttum sögu Skáksam- bands íslands, en mót þetta er helgað 40 ára afmæli sambands- ins, og sérstaklega Ara Guð- mundssyni, fyrsta forseta þess. Síðan setti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, mótið með stuttu ávarpi, og iék fyrsta leikinn fyr- ir hönd finnska meistarans, Eero E. Böök, forseta finnska skák- sambandsins, er tefldi gegn V- Þjóðverjanum Kieninger. Keppendur á Reykjavíkurmót- inu nú eru 12 taisins eða tveimur fæxri en á fyrsta Reykjavíkur- mótinu, sem haldið var fyrir rétt- um tveimur árum. Þar af eru fimm erlendir skákmenn, stór- meistararnir Vasjukov frá Rúss- Viðgerð lokið á Eiðasendinum A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD lauk viðgerð á Eiðasendinum nýja, sem hefur verið bilaður í viku tíma. Bilað hafði spóla í send- inum, og þótt viðgerð sú sem fram hefur farið ætti að duga til iangframa, hefur þegar verið pöntuð ný sgwia og mun hún væntanieg innan tiðar. í gærkvöldi rofnaði simaiínan austur á iand og sendirinn um Jeið' en viðgerð á henni var lok- ið kl. 21 í gærkvöldi og geta Austfirðingar nú væntanlega hlýtt á útvarp ótruflaðir í ná- inni framtíð. landi og O’Kelly de Galway frá Belgiu, og alþjóðameistararnir Wade frá Bretiandi, Kieninger frá Þýzkalandi og Böök frá Finniandi — ailt vel þekktir skákmenn. Meðal ísl. þátttakend- anna má nefna þá Friðrik Ólafs- son, stórmeistara, Freystein Þor- bergsson, skákmeistara Norður- landa og Guðmund Sigurjónsson skákmeistara íslands. Mótinu lýkur 28. janúar. ÚRSLITIN I GÆRKVELDI: ÞEGAR blaðið fór í prentun í gærkveldi stóðu leikar þannig á Reykjavíkurmótinu, að Björn Þorsteinsson hafði unnið Jón Hálfdánarson, en jafntefli orðið hjá þeim Guðmundi Sigurjóns- syni og Guðmundi Pálmasynið og hjá Böök og Kieninger. Þrem ur skákum var því ólokið, skák þeirra Vasjukov og Jóns Krist- insson, en hinn fyrrnefndi átti þar góða vinningsmöguleika, skák Friðriks Ólafssonar og Freysteins Þorbergssonar, en Friðrik átti þar einnig góða möguleika til vinnings, og skák þeirra Wade og O’Kelly, en all- ar líkur voru á því að hún færi í bið. . o í kvöld tefla saman: Guðm. Pálmas. — Jón Kristinss. Freysteinn Þorbergss. - Vasjukov. Jón Háifdánars. — Friðrik Ólafss. í verstöðvunum á svæðinu frá Hornafirði norður fyrir Snæfeiis- nes og fara vertíðarfréttir þeirra hér á eftir. Einn róður hjá bátum í Höfn HÓFN, 11. jan. — Bátarnir hér, sem eru þrír, ætiuðu að hefja iínuveiðar strax upp úr áramót- um, en ógæftir hafa verið og komust þeir í fyrsta róður á sunnudag. Höfðu þeir 7, 9 og 12 tonn í róðrinum. Aðrir þrír bátar ætia að vera áfram á sild. Minni bátar byrja svo seinna, á handfæri og troll, — Gunnar. I Nýtt fiskverkunarhús á Eyrarbakkn EYRARBAKKA, 11. jan. — Einn bátur, Þorlákur helgi, er tiibúinn og ætlar að byrja með h'nu. Hann er búinn að fara einu sinni út, en gat ekki lagt línuna. Annar bátur mun svo Framhald á bls. 8 Tjón «a cflráttar- sleða geysimilcið Wade — Björn Þorsteinsson. Kieninger — O’Kelly. Guðmundur Sigurjónss. — Böök. gátu gefið um málið hafa nú SJÓPRÓFUM er ekki að fullu lokið i máii varðskipsins Þórs, er fór á hliðina í Slippnem í Reykjavíkurhöfn þriðjudaginn 4. janúar. Mun þó sjóprófum iokið varðandi þá hlið máisins, sem snýr að varðskipinu sjáifu, en þeim þætti þessa máls, sem varðar dráttarsieðann er enn ó- lokið. Skemmdir á varðskipinu eru með öliu ókannaðar og verður ekkert um þær vitað, fyrr en skipið verður aftur tekið í siipp í Reykjavíkurhöfn, en það gerist væntanlega um næstu helgi. Aliir þeir, sem upplýsingar verið yfirheyrðir, en ekkert hef- ur komið fram, sem varpað gæti ljósi á orsakir þess að skipið féil á hiiðina. Teinninn, sem dráttarsleðinn rennur á er kengboginn, en ekki er ljóst, a.m. k. enn sem komið er, hvort það sé orsök eða af- ieiðing slyssins. Talið er að dráttarsieðinn sé ónýtur, og ef það reynist rétt, nemur tjónið miiijónum króna. Von er á sér- fræðingum frá Englandi á næst- unni til þess að kanna tjón á dráttarsleðanum, og kemur þá væntanlega í ljós hversu mikið tjónið er. Svavar Guðnason við tvö málverka sinna, sem væntanlega verða sýnd í Charlottenborg. Happdrætti Styrktarfélags vangefina. DREGIÐ var ; Happdrætti Styrkt arfélags vangefinna á Þorláks- messu, en vinningarnir tveir eru enn innsigiaðir bjá borgarfógeta, þar til skil bafa borizt utan af landi. Vinningarnir verða vænt- anlega auglýstir einhvern tím- ann 1 næstu viku. Svavar Gu&nason sýnir í Charlottenborg UM næstu helgi mun Svavar Guðnason listmálari halda ut- an til Danmerkur og taka þar þátt í samsýningu myndlistar- manna í sölum Charlotten- borg, sem - Grönningen - fé- iagsskapur myndlistarmanna, gengst fyrir. Nefnir þessi fé- lagsskapur sig eftir sýnángar- skála í Kaupmannahöfn. Skáli þessi - Gröuningen - var lengi athvarf róttækra danskra myndlistarmanna, er ekki fengu inni með sýningar sínar í Charlottenborg, en þessi félagsskapur hefur nú samninga við Charlottenborg um sýningar þar. Blaðið hafði samband við Svavar Guðnason og grennsl- aðist nánar fyrir um hina fyrirhuguðu samsýningu. Fór- ust Svavari orð á þessa leið: — Sýningin hefst ekki fyrr en á laugardag 22. janúar, en þann vikutima, sem ég hef til stefnu ætla ég að nota til þess að hengja upp málverk og ganga frá ýmsum atriðum í sambandi við sýninguna. Ég mun að þessu sinni hafa með mér til Danmerkur um 20 málverk, öll ný af nálinni, flest máluð á siðasta ári og hafa aldrei á sýningu komið utan eitt, sem sýnt var í Am- eríku. Hitt er svo annað mál, að það er ailsendis óvist, hvort ég sýni þau öll, það er undir því komið hvernig þau fara saman á veggjunum. Manni getur alltaf snúizt hugur, jafn vel á síðasta augnabliki. — Þetta er 51. samsýning hjá Grönningen — og að sjálf- sögðu sýna þarna margir verk sin, mestmegnis þó danskir Jistamenn. Hátíðar- sýning „Grönningen" var á síðastiiðnu ári í tilefni hálfr- ar aldar afmælis félagsskap- arins, en í henni gat ég því miður ekki tekið þátt. Ég var þá að byggja nýja vinnustofu og átti ekki heimangengt. — Á þessu stigi málsins get ég því miður lítið sem ekkert sagt um þessa fyrirhuguðu sýningu, en vonandi þeim mun meira, þegar ég kem heim aftur. Ég vona einungis að allt gangi að óekum og að maður „skandaiiseri“ ekki á svo virðuiegri sýningu, sagði Svavar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.