Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 13. 'anúar 19l Bldmaskeið bdkmennta á Norðurlðndum Samtöl við dómnefndarmenn, sem hingað komu MORGUNBLAÐIÐ hefir átt samtöl við fjóra af dóm- nefndarmönnunum um bók- menntaverðlaun Norðurlanda ráðs og fjalla þau um bók- menntir hvers lands þeirra fyrir sig. Þess skal getið að blaðinu tókst ekki að fá sam- tal við fulltrúa Norðmanna. Hér á eftir fara samtölin. BLAÐIÐ átti örStutt samtal við þá dr Karl Bjarnhof ritstjóra og rithöfund og dr. phil. Möller Kristensen prófessor í norrænum fræðum, skömmu eftir að þeir komu hingað frá Kaupmannahöfn í fyrradag til að sitja hér dóm- nefndarfundinn. Við beindum tali okkar fyrst og fremst að dr. Bjarnhof, sem er maður kominn af efri ár, glað- legur og léttur í viðræðum og lætur sig engu skipta þótt blind- ur hafi verið frá unglingsárum. Dr. Kristensen er einnig léttur í máli og Bjarnhof bar svör sín gjarnan undir hann ef honum fannst leika vafi á því sem hann var að segja. — Hvað vilduð þér segja okk- ur um danskar bókmenntir í dag? Á hvaða stigi er skáld- skapur Dana? Er mikið um img skáld og bókmenntamenn, og eru það ungir, reiðir menn, at- ómskáld eða eitthvað annað? — Það er að vísu sterkur modernismi í okkar ungu skáld- um og auðvitað eigum við dá- lítinn hóp ofstækismanna í skáld Laitinen frá Finnlandi, formað- ur dómnefndar lýsir úrslitum um úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. skap. En sé litið á heildina vil ég segja að nánast sé nú gullöld skáldskapar í Danmörku. Svo ekki sé of mikið fullyTt er mér næst að halda að skáldskapur í Danmörku hafi lengi staðið eins hátt og nú. Ertu ekki sammála mér um það prófessor Kristen- sen? Prófessorinn kinkar kolli til samþykkis. — Ég álít að það hafi verið mjög mikill styrkur fyrir skáld- skap okkar og einnig skáldsögu- ritún, að komið hefir verið á stofn listasjóði, sem nefnist Statens Kunstfond og hefir yfir að ráða um 4 milljónum D. kr. til ráðstöfunar árlega. Úr þess- um sjóði fá 13 ung skáld styrki er nema 20 þús. D. kr. árlega í 3 ár. Við komum hingað með tvö verk. Annað er sögulegt drama um ferð landkönnuðarins Jens Munk, sem uppi var 1579—1628 og fór m.a. í könnunarleiðangur til að finna hina svonefndu Norð urleið, þ.e.a.s. sjóleiðina fyrir norðan Canada á árunum 1619— 20. Hann kom aftur með aðeins tvo menn á lífi úr leiðangrinum og ritaði sjálfur um ferðina 1624. Á frásögum þeim er þetta sögu- lega skáldverk byggt, sem Thor- kild Hansen hefir skrifað. Hitt verkið heitir Pormynderfortell- inger, smásagnasafn eftir ungan rithöfund og heimspeking, sem ég tel einhvern skarpasta meðal yngri höfunda okkar, V. Sören- sen. — Það er kannske úrhendis að spyrja yður um málaralist, en sem sérfræðingur í hljómlist getið þér sagt mér á hvaða stigi sú listgrein er hjá ykkur? — Það er allt í lagi að spyrja mig um mélaralist. Að visu hef ég ekki tækifæri til að sjá verk- in sjálfur en ég hygg ég viti hinar almennu upplýsingar í því efni. Við eigum í dag nokkra mál- ara og myndhöggvara, sem telja má á alþjóðlegum mælikvarða, en það er erfitt að segja um hvort sú list er á uppleið, eða stendur í stað. Um hljómlistarlífið get ég sagt að mér fellur ekki nútíma- hljómlistin, elektrónisk tónlist t.d. Hún snertir mig ekki, það er allt og sumt. Ég veit ekki hvort það er vegna þess ég er orðinn svo gamall og kalkaður. En hvað segir prófessor Kristensen. Hann er ekki síður fróður í þeim efn- um. Prófessor Kristensen brosir við og segir að hann meti ýmsa nútímatónlist en þó ekki það allra nýjasta. — Ég sezt gjarna niður við píanóið mitt og leik „blues“ mér til dægrastyttingar, segir hann. — Það get ég vel liðið, segir Bjarnhof. — Og síðasta spurning okkar að þessu sinni? — Hvað segið þið um hið stóra áhugamál okkar . . — handritin, grípa þeir báðir fram í og hlæja. — Já einmitt. — Þið eigið að fá þau og við komu-m með þau næst, segir Bjarnhof glaðlega. __ Ég hef ekki haft mikil af- skipti af þeim málum segir Kristensen. — Það hefir þó oft verið komið til mín með undir- skriftaskjöl til að mótmæla af- h-endingu han-dritanna, en ég hef aldrei skrifað undir neitt því líkt. — Þetta er athyglisvert, þegar um er að ræða prófessor í nor- rænum fræðum, segir Bjarnhof. Með þessu ljúkum við samtal- inu. Þessir ágætu dönsku gestir munu dveljast hér nokkru leng- ur en aðrir fulltrúar, sem hingað koma að þessu sinni og mun pró- fessor Kristensen flytja hér er- indi í I. kennslustofu Háskólans, sem hann nefnir „Um danska leikritun síðari tíma“ og er er- indið flutt á vegum Heimspeki- deildar Háskólans. Við hittum Erik Hj. Linder frá Svíþjóð að máli að herbergi 607 á Hótel Sögu en hann var þá ný- kominn inn úr gönguferð um borgina ásamt kollega sínum pró fessor Svanberg, og var hann mjög hrifinn af því sem fyrir augu hans hafði borið. Sérstak- lega var hann hrifinn af húsun- um, en kvað það hafa vakið undrun sína, hve lítið sé af timb urhúsum í borginni. Linder kenndi áður við háskól- ann í Stokkhólmi, en starfar nú aðallega sem bókmenntagagn- rýnandi við Göteborgsposten. Hann hefur fengizt mikið við rit störf, og meðal annars ritað sænska bókmenntasögu frá 1900 —1950 — mikið verk. Þá hefur hann sérstaklega kynnt sér verk sænska rithöfundarins Hjalm- ars Bergman, og ritað um þau þrjár bækur. Aðspurður um sænskar bók- menntir sagði Linder m.a.: — Óhætt er að segja, að blóma skeið hafi ríkt í sænskum bók- menntum frá stríðslokum. Mik- ið hefur verið gefið út, og marg- ir rithöfundar komið fram á sjónarsviðið. Margir þeirra reyna að finan tákn fyrir verk sín í heimsvandamálunum, t.d. atóm- sprengjuna og kynþáttavanda- Á SINFÖNÍUTÓNLEIKUNUM í kvöld leikur bandarískur fiðlu- Ieikari, Fredell Lack með hljóm- sveitinm. Fiðlukonsertinn, sem fluttur verður, er G-dúr konsert- inn nr. 3 K 216 eftir Mozart. Önnur verk á þesum tónleikum, sem stjórnað verður af dr. Róbert A. Ottósyni, verða for- leikurinn að „Leikhússtjóranum“ eftir Mozart og Sinfónía ntr. 3 í d-moll eftir Anton Bruckner og verður þetta frumflutningur þess verks hér á landi. Þessir tónleikar eru hinir siðustu á fyrra misseri sfcarfsársins. Listaferill frú Lack má teljast bæði óvenjulegur og glæsilegur. Hún er fædd í smáborginni Tulsa Oklahoma og sex ára að aldri fékk hún fyrstu fiðlutilsögn. Átta ára hélt hún fyrstu sjálfstæðu tónleikana og aðeins 11 ára lék hún með sinfóníuhljómsveitinni málin, og hafa nokkrir þeirra ferðazt um Afríku í þessum til- gangi, eins og t.d. Sara Linde- man, sem setið hefur í fangelsi fyrir afskipti sín af kynþátta- vandamálunum í Suður-Afríku. í heild myndi ég segja að hægt sé að skipta sænskum höfund- um í fjóra hópa. í fyrsta lagi þá sem leita í heimsatburðina eftir táknum, í öðru lagi þeim sem skrifa um örlög heimsins, í þriðja lagi skáldin sem reyna að finna svar í dulspeki trúar- bragðanna, og að lokum hópur ungra manna og kvenna sem reyna að finna nýja leið til orð- notkunar. ★ Þá hittuim við man finnska fulltrúann, Kai Laitinen að máli. Laitinen hefur undanfarin átta ár verið ritstjóri helzta lista- tímaritsins í Finnlandi, en lét af því starfi um síðustu áramót, til að vinna a_ð doktarsritgerð sem hann er að semja. Hann hefur verið viðriðinn bókimenntanefnd 'Torðurlada- ráðs frá upphafi, og fastur með- limur frá 1964. Hann lýsti ánægju sinni yfir þessu starfi, sem hann kvað vera mjög reynslurikt. Samkeppnin milli höfunda hefði í fæðingarborg sinni. Fullnaðar- menntun í fiðluleik hlaut hún hjá Louis Persinger, sem kennt hafði Menuhin og Ricci. Margs- konar verðlaun féllu henni brátt í skaut, svo sem fjögurra ára styrkur við Juilliard skólann í New York, McDowell verðlaun og viðurkenningu í alþjóða- keppni Elísabetar drottningar í Bruxelles 1951. Fredell Lack hef- ur leikið undir stjórn fjölmargra merkra hljómsveitarstjóra m. a. Stokowski, Thomas Beecham og Barbrolli. Árið 1951 giftist hún lækninum Ralph Eichorn og eiga þau tvö börn og eru nú bústt í Houston í Texas. Þegar frú Lack er ekki á tónleikaferðum, kennir hún þrjá daga vikunnar við háskól- ann í Texas. Þar er hún einnig meðlimur í strengjakvartett, sem hefur m. a. á stefnuskrá sinni að Erik Hj. Linder ætíð verið mjög jöfn, og vandi verið að velja bezta verkið. Er við spurðum Laitinen um finnskar bókmenntir, sagði hann: Ég álít að finnskir rithöf- undar séu mjög vel að sér í því, sem er að gerast í Evrópu í dag. Við eigum marga ágæta ritfhöf- unda og skáld, sem halda uppi' merki% Finnlands í norrænum bókmenntum. Hann sagði að í heild væri mik il grózka í finnsku menningar- lífi. Finnsk húsagerðarlist stend- ur á mjög háu stigi og hefur haft miikil áhrif í þeim efnum. Finn- ar ættu nokkra ágæta málara, og mikil grózka er í tónlistarlífi landsins. Að lokum sagði Laitinen: Mik- ili fjörkippur kom í finnska ljóðagerðarlist í kringum 1950 og komu þá mörg ný skáld fram á rifcvöllinn. Sérstaklega vil ég geta Haaveko, sem er að mínum dómi eitt gáfaðasta skáldið í Finnlandi, ef til vill á öllum Norðurlöndunum. Hann er mjög afkastamikill rifchöfundur og hef ur m.a. gefið út sex ljóðabæikur, notkkrar skáldsögur, og svo ný- lega smásögusafn, sem vakti mikla athygli. Fiðluleikarinn Fredell Lack, sem leikur Mozartkonsert með Sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld. leika fyrir börn í barnaskólum. Frú Lack átti frumkvæðið að þessari starfsemi í Houston, og hefur hún gefið mjög góða raun, að því er fiðluleikarinn telur, Framhald á bls. 19. ,Börnin eru þakk- látir áheyrindur' — segir fiðluleikarinn Fredell Lack, sem leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.