Morgunblaðið - 13.01.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 13.01.1966, Síða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 190 Æskuíýðsráð Rcykjavíkur Námskeið í eftirtöldum greinum tómstundavið- fangsefna hefjast í lok janúar: Ljósmyndaiðja Postlínsmálun Radiovinna Listmálun Filtvinna Leðurvinna Ryahnýting Mosaik vinna Einnig geta nokkrir piltar komist að í sjóvinnunám- skeið. — Innritun er hafin í skrifstofu Æskulýðs- ráðs að Fríkirkjuvegi 11 kl. 2—8 virka daga, — sími 15937. Þér þurfið ekki að hafa óþægindi af skemmdum hljóðkút eða púströri bifreið- arinnar. Hjá okkur getið þér fengið kítti eða plastrenning, sem á fljótlegan og auðveldan hátt stöðvar óþægindin og veitir góða endingu. Garðar Gíslason hf. bifreiðaverzlun. s kíðabuxur LONDON dömudeild Austurstræti 14. Sími 14260. HEIANCA síðbuxur HtlANCA í ú r v a I i . — PÓSTSENDUM — LONDON, dömudeild Þorsfeinn Gunnarsson húsasmíðam. — Minning í DAG verður til moldar borinn Þorsteinn Gunnarsson, húsa- smíðameistari, til heimilis að Heiðargerði 25 hér í borg, en hann andaðist í Landakotsspítala 7. þ.m. aðeins 48 ára að aldri. Þorsteinn var fæddur að Mið- dal í Laugardal, sonur Guðrún- ar Guðmundsdóttur frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi og Gunnars Þorsteinssonar frá Reykjum á Skeiðum. Þorsteinn fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1928, þar sem hann vann ýmis algeng störf, eins og títt er, unz hann hóf nám í húsasmíði um tvítugsaldur hjá Sveinbirni Kristjánssyni, byggingameistara. Lauk hann sveinsprófi með góð- um árangri og stundaði iðn sína síðan alla tíð. Árið 1956, í desember, réðst Þorsteinn í það ásamt 5 öðrum trésmíðameisturum að stofna byggingafélagið Við s.f., og vann hann við það fyrirtæki til hinztu stundar. í fyrstu var farið hægt af stað, en fyrirtækið blómgað- ist brátt, og var það ekki hvað sízt að þakka hagleik og atorku Þorsteins. Þorsteinn var bæði vel virk- ur og atorkumaður mikill til allr ar vinnu. Hann var prýðilega gefinn maður, prúðmenni, svo að af bar, og einstaklega gott með honum að vera, hvort sem var í vinnu eða utan hennar. Getum við félagar hans í Við s.f. gleggst um það borið. Þorsteinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Laufeyju Gísladóttur, árið 1942 og eignuð- ust þau 4 börn: Ástrós, gift Ólafi Kristjánssyni, verzlunarmanni í Stykkishólmi, Guðrún, gift Jóni Richardssyni, útvarpsvirkja, Gunnar, stundaði trésmíðanám hjá föður sínum og Gísli Freyr, 10 ára. Dveljast synirnir báðir í foreldrahúsum. Að Heiðargerði 25 hafði Þor- steinn byggt sér hús í frístund- um sínum, og átti hann þar frið- sælt heimili og athvarf, þegar heim var komið frá erfiðu dags- verki. Voru þau hjónin einkar samhent um að hlúa að heimil- inu, eins og bezt mátti verða. Unni Þorsteinn fjölskyldu sinni meir en nokkru öðru. Aðaláhugamál Þorsteins utan vinnu var að leita á vit íslenzkr- ar náttúru. Ferðaðist hann all- mikið um nærsveitir með fjöl- skyldu sína og dvaldi oft við veiðiskap. Við viljum að lokum votta eftirlifandi konu þinni, börnum og tengdabörnum okkar innileg- ustu samúð, um leið og við kveðjum þig, kæri vinur og starfsfélagi, og þökkum þér fyr- ir allt fyrr og síðar, og einkum og sér í lagi þína tryggu vináttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Starfsfélagar. í DAG verður gerð útför Þor- steins Gunnarssonar húsasmíða- meistara, en hann andaðist í St. Jósefsspítala 7. janúar síðastl., aðeins 48 ára að aldri. Þorsteinn Gunnarsson var fæddur 27. júní 1917 að Miðdal í Laugardal, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Guðrún Guðmundsdóttir frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi og Þorsteinn Gunnarsson frá Reykjum á Skeið um, en bæði voru komin af kunn um bændaættum í Árnesþingi. Að Miðdal ólst Þorsteinn upp í hinni fögru sveit, Laugardal, í skjóli ástríkra foreldra ásamt þremur systkinum, er undu glöð og hamingjusöm við leik og starf í faðmi íslenzkrar náttúru. Sann- aðist þá sem oftar, að fljótt beyg ist krókurinn til þess, sem verða vill, því að þegar á ungum aldri reyndist Þorsteinn óvenjulega laghentur við allt, sem hann lagði hönd að, fyrst í leik, en síðar í starfi, enda átti hann til mikilla hagleiksmanna að telja í báðar ættir. Árið 1928 brugðu foreldrar Þorsteins búi og fluttust til Reykjavíkur með börn sín. Slíkt eru ávallt mikil umskipti, ekki sízt á viðkvæmum æskualdri, en sem betur fer, hefur sú yfirleitt orðið reyndin, að æskufólk, sem alizt hefur upp í sveitum lands- ins, hefur haft þá staðfestu til brunns að bera að þola slíka breytingu á högum sínum. Og staðfestu átti Þorsteinn 1 ríkum mæli. Tóku nú við ný störf, gerólík hinum fyrri, í ys og þys borgar- lífsins. Sýndi nú Þorsteinn enn sem fyrr, að hann var ódeigur að taka til hendinni, þótt ungur væri, enda veitti ekki af í þá daga, er efnin voru einatt lítil og tímar erfiðir. Þar við bættist, að fjölskyldan varð fyrir þeirri miklu sorg, er Þorsteinn var ný- orðinn sautján ára, að Gunnar, faðir hans, veiktist skyndilega og var andaður að tæpri viku liðinni. Stóðu nú móðir og börn ein uppi. En ekki létu þeir bræð- ur samt hugfallast þrátt fyrir æsku sína. Jafnframt því, sem þeir sáu fjölskyldu sinni far- borða, réðst Þorsteinn til náms í húsasmíði. Lauk hann því námi rúmlega tvítugur og hefur stundað þá iðn síðan, fyrstu árin sem sveinn, en síðar meistari. Má fullyrða, að hæfileikar hans hafi notið sín til fulls í því starfi. Svo laghentur var hann, að allt, er að srwíðum laut, lék honum í höndutfí. Segja þeir, sem gerst mega um vita, að hverju verki hafi verið vel borgið, er hann sá um. Hinn heiðarlegi og samvizku sami maður undi ekki öðru en standa í hvívetna við gerða samn inag og leysa hvert verk svo vel af hendi sem verklagni og kunn- átta framast leyfðu. Tvívegis varð Þorsteinn fyrir miklum áföllum í starfi. Fyrir mörgum árum meiddist hann svo á vinstri hendi, að hún varð honum aldrei söm sem áður. Má nærri geta, hve slík meiðsl hafa bagað hinn kappsama mann, þótt ekki léti hann þau á sig fá og ynni sem áður. En fyrir nokkrum árum varð hann fyrir því slysi á vinnustað að falla af vinnupöllum niður á steinstétt, og brotnaði hann þá svo illa, að hann var rúmfastur lengi á eftir. Beið hann raunar aldrei bætur þessa slyss þau fáu ár, sem hann átti ólifuð, þótt kapp hans og kjarkur og hans létta lund fleytti honum yfir alla erfiðleika. Árið 1942 gekk Þorsteinn að eiga heitkonu sína, Sigrúnu Laufeyju Gísladóttur. Þeim hjón- um varð fjögurra barna auðið, tveggja dætra, sem báðar eru nú giftar konur, og tveggja sona, sem enn eru í heimahúsum, hinn yngri barn að aldri. Sambúð þeirra hjóna var hin farsælasta, svo að aldrei bar skugga á, enda samhent um velferð heimilisins og hag barna sinna. Síðastliðið vor kenndi Þor- steinn heitinn þess sjúkdóms, er varð banamein hans. Varð hann þá að láta sér lynda — að lækn- isráði — að fara sér hægar um sinn. Ekki varð það hlé þó langt, og að líkindum hefur hann of fljótt hafið erfitt starf sitt að nýju. Milli jóla og nýárs þyrmdi skyndilega yfir, og var hann þá hið bráðasta fluttur í sjúkrahús. Þar lézt hann eftir fárra daga legu hinn 7. janúar, eins og fyrr segir. Sannarlega er hörmulegt að sjá á bak góðum drengjum á bezta aidri og óbætanlegt tjón okkar fámennu þjóð. Sárastur harmur hlytur þó ævinlega að vera kveðinn að eiginkonu og börnum, systkinum og öðrum ástvinum hins látna manns. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Þessi orð koma manni ósjálfrátt í hug við andlát Þorsteins Gunn- arssonar. En nú við kistu hans leita ótal fagrar minningar á hugann um ógleymanlegar sam- verustundir, ekki sízt á bernsku og æskuárum. Sú, er þetta ritar, átti því láni að fagna að dvelj- ast nokkur sumur hjá frænd- fólki sínu austur í Miðdal, æsku heimili Þorsteins. Var þá margt sér til dundurs gert. M. a. lékum við börnin okkur að lurkum, sem þeir Þorsteinn og bræður hans höfðu telgt til og skorið í alls konar kynjamyndir. Og þó að stundum kastaðist í kekki með okkur krökkunum, eins og verða vill, var enginn fljótari til sátta en Steini frændi. Með blíðu sinni og óviðjafnanlegu brosi eyddi hann allri misklíð okkar barp- anna, svo að allir sættust heil- um sáttum. Hefur mér oft síðar fundizt, að hið fagra umhverfi hafi mótað manninn svo í sinni mynd, að eigi breyttist ævina alla. Vinir Þorsteins heitins Gunn- arssonar votta fjölskyldu hans og öðrum ástvinum innilega sam úð í sorg þeirra. — En minn- ingin lifir um hinn góða dreng. G. G. Atvinna Kvenfólk og karlmenn óskast til verksmiðjustarfa strax. Dósaverksmiðjan hf. Borgartúni 1 — Sími 12085. Vinna Oss vantar stúlku til skrifstofuvinnu nú þegar. KJÖTVER HF. Dugguvogi 3 — Sími 31451.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.