Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 3 GAGNFRÆÐASKÓLI Verk- náms við Ármúla er hin veg- legasta byggintg, jafnt hið innra sem ytra. Væntanlega stendur þó nánasta umhverfi skólans til bóta, gangbraut hefur að vísu verið lögð frá endastöð áætlunarbílsins, sem flytur skólapilta frá gagn- fræðaskólanum í Brautar- holti, en að öðru leyti vaða piltarniir eðju í rigningaftíð. Mikil nákvfmnisvinna liggur að baki prófstykkjanna. — Hér sjást nokkrir piltar við vinnu sína í járnsmíðavinnustofu. Nýr verknámsskúli viö Armúla Skólahúsið er með afbrigð- um smekklega innréttað, á- herzla hefur sýnilega verið lögð á hagraena innréttingu, að koma sem flestu fyrir á sem minnstu svæði, án iþess þó að nokkur vandræði eða örðug- leikar hljótist af. Á efri hæð hússins eru trésmíðavinnustof- ur fyrir skólapilta en á þeirri neðri járnsmíðavinnustofa, — vélaverkstæði, og einnig nokk uð, sem telja má til algerrar nýjungar í handavinnukennslu á íslandi, en það er rafsuðu- vinnustofa, þar sem sex piltar geta samtímis unnið að raf- suðu og logsuðu við sérstak- lega útbúin vinnuborð. Mun þessi vinnustofa verða tekin í notkun nú á næstunni. Að fengnu góðfúslegu leyfi skólastjóra Gagnfræðaskóla Verknáms, Magnúsar Jónsson- Björgvin Jóhannsson við vinnu sína í trésmíða- vinnustofu. ar, heimsóttu fréttamenn Mbl. hið veglega skólahús við Ár- múla, en þar fer fram öll verkleg kennsla. B ó k 1 e g kennsla fer hinsvegar fram í skólanum við Brautarholt, og læra piltarnir þar ýmis fræði, sem auðvelda þeim verknám- ið, m. a. efriisfræði, stærð- fræði o. fl. og að sjálfsögðu ensku og dönsku. Sigurður Úlfarsson, sem kennir trésmíði, beitingu og meðferð verkfæra í sambandi við hana, sýnir okkur tré- smíðavinnustofuna. Enn sem komið er verða skólapiltar að notast við gamla hefilbekki, en von er á nýjum og hent- ugri hefilbekkjum í náinni framtíð. Sigurður tjáir okkur, að í skólanum hefjist kennsla kl. 8.15 á morgnana og standi til kl. 18 flesta daga. í hinum nýja verknámsskóla eru ein- ungis nemendur sem lengra eru komnir, úr 3. og 4. bekk. I trésmíðavinnustofunni er samankominn álitlegur hópur ungmenna, væntanlega verð- andi húsgagnameistarar og húsasmiðir, en á þeim er eng- in vanþörf á íslenzkri ný- bygginga- og framfaraöld. Ingi Eyvinds við eitt rafsuðuvinnuborðanna. Ingi Eyvinds, fyrrverandi knattspyrnudómari og reyk- vískum knattspyrnuunnend- um að góðu kunnur, sýnir okkur salarkynni á neðri hæð. í járnsmíðavinnustofunni, þar sem Ingi ræður ríkjum eru u. þ. b. 10 piltar í óða önn að ljúka af prófstykkjum fyrir miðsvetrarprófið sem nú fer í hönd. Prófstykkin eru litlir járnbútar, sem piltar sverfa kunnáttusamlega til í því augnamiði að fá þá hornrétta „plana þá“, eins og þeir kom- ast að orði. Á vélaverkstæðinu vinna margar hendur ötullega að því, að taka í sundur aflvélar bifreiða og setja þær síðan saman aftur, en engin leið er betri til að kynnast hinni flóknu samsetningu vélanna og starfsemi hinna ýmsu véla- hluta. Við einn vegginn standa nokkrir ábúðarmiklir glerskápar, sem í náinni fram- tíð eiga að verða hirzlur undir sýningartæki, vélar og verk- STAKSniMR Orvæntingaróp! í sunnudagspistli Framsóknar- málgagnsins sl. sunnudag mátti lesa örvæntingarfullt kall gam- alla og afturhaldssamra manna til æsku landsins um að bregðast nú ekki Framsóknarflokknum í neyð. Áður en Framsóknarmenn snúa sér að því að leita fylgis hinna nýju kjósenda væri þeim hollt að huga fyrst að því. unga fólki, sem einhverra hluta vegna hefur þegar snúið sér að Framsóknar- flokknum en hlotið þar hina hraklegustu meðferð. Á sama tíma og Tíminn og Eysteinn Jónsson höfða til unga fólksins um stuðning við afturhalds- stefnu sína múlbindur Framsókn arforustan og handjárnar yngri menn flokksins eins og henni framast er unnt. Ungliðasamtök flokksins eru sundruð vegna innbyrðis átaka eldri mannanna og nokkrir hinna yngri þingmanna flokksins voru handjárnaðir þrátt fyrir harða mótspyrnu í alúmínmálinu. Þannig fer Framsóknarflokkur- inn með sína yngri menn. Þeir verða að sitja og standa eins og hinum gömlu og afturhalds- sömu forustumönnum þóknast. Það er ekki að skapi íslenzkrar æsku að hljóta slíka meðhöndl- un. Það er ekki að skapi íslenzkr ar æsku að fylgja stjórnmála- flokki sem er gjörsneyddur öll- um skilningi á því sem framtíð íslands krefst. Það er ekki að skapi nýrrar kynslóðar að mega ekki láta í ljósi skoðanir sínar þótt þær fari ekki saman við skoðanir forustumanna stjórn- málaflokkanna. Unga fólkið skilur þörf nýrra tíma. Unga fólkið skilur að djörfung og framsýni verður að ríkja í stjórn landsins. Unga fólkið gerir sér fullkomlega grein fyrir því að Framsóknarflokkur inn er þröngsýnasti stjórnmála- flokkur á þessu landi, sannkallað ur afturhaldsflokkur. Slíkur stjórnmálaflokkur er ekki að skapi íslenzkrar æsku. Þess vegna eru örvæntingaróp Fram- sóknarmanna til unga fólksins þýðingarlaus og það munu hinir afturhaldssömu forustumenn Framsóknarflokksins sannreyna Tveir verðandi vélvirkjar skrúfa hér í sundur gamla aflvél úr strætisvagni. færi, piltunum til lærdóms og augnayndis. Við yfirgefum skólahúsið með þá ósk í huga, að allir gagnfræðaskólar á landinu verði þess umkomnir áður en langt um líður, að veita nem- endum sínum jafn fullkomin og ákjósanleg vinnuskilyrði og verknámsskólinn við Ármúla. innan tíðar. Hámark hræsninnar Það mun mörgum þykja það hámark hræsninnar, þegar komm únistar hér á landi tala um það, að prentfrelsi sé í hættu á ís- landi vegna fjárhagserfiðleika nokkurra dagblaða. Þeir menn, sem í málgagni sínu hafa stundað þá þokkálegu iðju í áratugi að verja kúgun og ofbeldi í komm- únistaríkjunum austan járntalds og réttlæta að prentfrelsi hefur verið afnumið í þeim löndum, sem búa við kommúnískt skipu- lag, og að þar eru ekki gefin út önnur blöð og bækur en þau, sem valdhöfunum þóknast telja sig nú umkomna þess að birta aðvörun í blaði sínu um það, að prentfrelsi á íslandi sé í hættu, þótt þeirra eigið blað eigi við dvínandi vinsældir að stríða. Þá er skörin vissulega farin að fær- ast upp á bekkinn, þegar komm- únistar, sem banna allar aðrar skoðanir á prenti en sínar eigin, þar sem þeir ráða rikjum, en njóta þess frelsis í lýðræðislönd- um að beita blöðum og öðrum málgögnum til þess að grafa und an því sama lýðræði, sem veitir þeim þennan rétt, tala um það að prentfrelsi sé í hættu á ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.