Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 21
FimmtudagUT 13. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 21 Fólk úr víðri veröld ' Herslhöifðingi nokkur, sem misst Ihafði handlegginn í stríðinu, var einu sinni í veizlu, þar sem hann var settur til borðs með ungri stúlku, sem ekiki gat haft augun af þessari örkumlan hans. Loks gat stú.lkan ek'ki stillt sig lengur, en sagði áfjáð: — Ég sé að þér hafið misst handlegginn. — Ha? Hvað segið þér, sagði íhershöfðinginn kurteislega, og leit á handlegginn, sem enginn var. — Já, ég sé það líka núna að þetta er rétt hjá yður. Hornahljómsveitin hélt síðustu tónleikana á starfsárinu og aug- lýsti hljómleikana þannig dag- inn áður: —• A síðustu hljómleikunum, sem eru annað kvöld, mun hljóm sveitin leika mars, útsettan af stjórnanda. Fleiri hljómleika get ium við því miður ekki haldið uim óákveðin tíma, vegna nauðsyn- legra viðgerða, sem fram verða að fara á salnum, strax á eftir. Gárungi nokkur hér kom til 6Óknarprests sdns og sagði. — Vitið þér það, prestur, að fjandinn er dauð.:r? — Nei, ungi maður, það vissi ég ekki, svaraði prestur. Síðan fór hann niður í seðlaveskið sitt og dró þar upp 25 krónur, rétti þær manninum og sagði: — Þiggðu þetta, sem liitla huggun — vesalings litli föður- leysinginn. ' — Eru þetta ekki undarlegir tímar sem við lifum á. Það tek- ur alltaf styttri og styttri tíma að fara til Bandaríkjanna, en lengri og lengri tíma að komast í gegn uni Miðbæinn í bifreið. — Mikið ertu skrítinn — þú eegir að þér þyki ekki vænt um mig, en ert samit búin að taka við blómasendingum frá mér á hverjum degi í tvo mánuði. — Já, mér þykir vænt um blóm. — Hann hefur ekki mikið hár é höfðinu, hann Frikki nú orðið. — Nei, hann þarf ekki einu einni að taka ofan hattinn, þeg- ar hann lætur klippa sig. Leikhússtarfsemin gekk afar illa, og leikhússtjórinn var að fá taugaáfall af geðshræringu. Hann fór til læknis, sem ráðlagði honum að fá sér rólega vinnu í nokkra mánuði. Þegar einn af leikurunum heyrði þessar fréttir, varð hon- um að orði. — Jæja, þá afgreiðir hann ejálfur í miðasölunni næstu mán- uði. — Þarna sérðu, hvernig þið karlmennirnir eruð. Þið nennið ekki einu sinni að hreinsa disik- ana ykkar, þegar þið eruð búnir að borða. Hræddar hvor við aðra. Nú um þessar mundir eru Frakkar að ljúka töku dýrustu frönsku kvikmyndarinnar, sem nokkru sinni hefur verið gerð. í myndinni leika ásamt Banda- ríkjamanninum George Hamilton tvær þekktustu kvikmyndastjörn ur Frakklands, Brigitte Bardot og Jeanne Moreau. Myndin er tekin í Mexíco og nefnist Viva María. — Kvikmyndaunnendur um víða veröld hafa fagnað því, að samstarf þeirra Bardot og Moreau hefur verið án allra meiriháttar árekstra, en þær kváðu hafa gerólíka skapgerð. Brigitte lét svo um mælt, áð- ur en taka kvikmyndarinnar hófst, að hún kviði dálítið fyrir að vinna með Jeanne — vegna þess orðs, sem Jeanne hefur áunnið sér sem alvarlega þenkj- andi leikkona. Og Jeanne var hrædd um að Brigitte með öll- um sínum kynþokka mundi „stela senunni". En George Mam ilton stóð nákvæmlega á sama, vegna bess að hann er maðurinn, sem þær báðar verða ástfangnar af. Samstarfið milli leikkvennanna gekk árekstrarlaust, eins og fyrr greinir, þrátt fyrir að myndin var tekin við erfiðar aðstæður, endalaus ferðalög miíli skítugra mexíkanskra smábæja og óþol- andi hita. Jeanne lifði þó í vellystingum með sex svefnherbergjum og ítölskum matsveini. Ríkulegar sendingar af frönskum vínum og matvörum voru sendar henni daglega. Brigitte lifði fábrotnara lífi, bjó í einum kvikmyndavagn anna og tók hlutunum með ró. Hitt er annað mál, að Brigitte kann vel að meta munað, þegar hún er í París, en hún segir: — Ég þarfnast ekki svona mik illa peninga, hvers vegna ætti ég þá að þræla mér út fyrir þá? mikilvæagsta atriðið í lífi mínu! Jeanne virðist kunna að lifa sem leikkona og hún byrjaði að leika í leikhúsum eins og Brigitte og kom þaða’i í kvikmyndaver- in. Það er líklega það eina, sem þær eiga sameiginlegt, og í Viva María, sem fjallar um tvo skemmtikrafta, sem finna upp nektarsýningar um aldamótin, skapa þessar ólíku leikkonur skarpar og athyglisverðar and- praktuglega, leigði sér lúxusíbúð Framaferill minn er mér ekki stæður. JAMES BOND James Bond 8Y IAN FLEMING DRAWINS BY JOHN McLUSKY Eítir IAN FLEMING Hjólbarðarnir hljóta að vera brynvarð- Þarna náði Quarrel annarri framlugt- staðar Quarrels ................ ir! — inni! Þá þýtur blár eldstólpi með gulu ivaK Kjaftur drekans hlykkjast í átt til felu- gegnum loftið. —-K— Teiknari: J. M O R A Loksins fékk Júmbó ótvíræðar sannanir fyrir því, að það var ekki um að ræða neinn töframann, sem hafði töfrað þá aft- ur um fleiri aldir. Dvöl þeirra á þessari eyðieyju hafði hreinlega verið sett á svið. — Þið voruð fluttir hingað á venjulegu gufuskipi, sagði Fögnuður, en áhöfn þess hafði dulbúið sig á meðan á ferðinni stóð. Allt þetta forneskjulega sem þið sáuð, voru aðeins leiktjöld og leikbúningar. Á höfninni fannst reglulega gaman að gera sig óþekkjanlega og þessir tveir auðkýf- ingar, sem ég sagði ykkur frá, mæltu svo fyrir að allt skyldi líta sem eðlilegast út. Og það var ekki verið að spara peningane til þess að svo mætti verða, því að t.d. voru það þeir sem útbjuggu óveðrið ægi- lega, sem þið hélduð að hefði verið or- sökin fyrir því að þið urðuð skipreika hér á eynni. En ég skal segja ykkur, hvernig það gerðist í rauninni. KVIK SJÁ -x- — ■-k— Fróðleiksmolar til gagns og gamans Afnám bannlaganna í Banda ríkjunum hindraði ekki á nokk- urn hátt hið ólöglega brugg sterkra drykkja, sem bannárin höfðu haft í för með sér. Enn þann dag í dag mörgum árum eftir afnám bannlaganna finn ast ólöglegar biuggunarstöðv- ar hundruðum saman víðsvegar í skógum Bandaríkjanna. Til þess að gera þeim „skógar- mönnum", sem notuðu þykkan skógargróður til að hylja brugg hús sín, sem erfiðast um vik, setti bandaríska þingið þau lög árið 1958, að hvern þairn mann, sem fyndist í námunda við slík- ar bruggunarstöðvar, skyldi handtaka og dæma. Hæstarétt- ardómi ríkisins, Georgiu, mót- mælti þessum lögum á þeim for sendum, að í ríki hans fyndist öðru hvoru slík brugghús, og „hugsið ykkur þann möguleika, að ég yrði handtekinn í nám- unda við slíka bruggstöð, ein- hvern tíma þegar ég er að veið- um“, sagði dómarinn. Annar dómari bætti því þurrlega við, að t.d. í Alabama hefðu 1059 brugghús fundizt árið 1963 og 619 bruggarar verið liandteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.