Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. lanúar 1966 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Jæja, hér sitjum við og höfumst ekki að, sagði ég. — Við höfum annars nóg að gera. Við verðum að afgirða allt svæðið og setja tálmanir á vegina og koma upp varðstöðvum. Við verðum að hleypa þeim inn og loka >au síðan inni. Hver bíll og hver lögregla verður að skríða í felur þangað til merkið verður gefið. —Hverjum ætlarðu að hleypa inn? spurði Jim. Hverjum sem koma vill. Ef ég hef skilið þessi boð rétt, kemur fyrsta fórnardýrið okkar hingað klukkan tíu — við skul- um að minnsta kosti ganga út frá því. Og komi hann ekki, bíðum við bara. — En á meðan..........? — Þú getur notað þessa tal- stöð þína og náð í að minnsta kosti sex menn hingað. Að ég bezt veit hefur öllu liðinu verið gert aðvart. Og svo vil ég ná í yfirmann minn, sem vist situr í Scotland Yard og bíður eftir að heyra eitthvað frá okkur. Á sömu stundu og við náum árangri hérna, hreinsar hann Hásetaklúbbinn. — Gerir hann áhlaup? — Já, heldur betur. En það verður að stilla það saman við hitt, annars ná þeir í síma og vara hina við. Héðan má eng- inn sleppa út úr netinu okkar. Nú skulum við fara og finna hann Barney aftur og fá hann til að ferja okkur yfir að tröpp- unum þarna. Ég benti um leið á tröppur, sem lágu frá ánni og upp á veginn. — Þar getur hann sett okkur í land. Jim stakk upp á því að nota Barney til að loka útganginum út úr víkinni. — Hann getur lagzt þvert fyrir, ef Ariadne reynir að sleppa út? — Það væri mesta ráð. — En ef hann nú þarna .... djöflakollur. hvað hann heitir, kemur út úr kránni meðan við erum á ferðinni? spurði Saund- ers. — Það verðum við að eiga á hæftu. Það þýðir ekkert að fara að skilja neinn eftir hér, því að héðan er enginn landvegur til meginlandsins .... nema þig langi til að synda. En einhver- veginn held ég ekki, að við þurfum að hafa neinar áhyggjur . . . . ég er alveg viss um, að ekkert gerist næsta klukkutím- ann. Við gengum nú þangað sem Jolly Roger lá og suðaði, eins og ketill, sem er kominn að suðu, og gáfum Barney fyrirskip anir. Um leið og við losuðum og snerum, byrjaði Jim við talstöð- ina sína. Ég heyrði, að hann sagði nákvsemlega hvar við værum og gaf varðbílunum bendingar, en þeir voru á öllum vegum til staðarins. Sjálfum fannst mér ekki þörf á nema svo sem tveimur bílum — ein- um við hvom enda vegarins, sem lá framhjá kirkjurústinni og hvarf svo bak við krána. Bátamir okkar tveir gátu kom ið að notum þannig, að annar væri móts við hólmann til að stöðva allar ferðir upp eftir ánni, en hinn neðar, til að varna því, að nokkur slyppi niður- eftir. Nokkrir menn földu sig við kirkjuna, bak við þétt lim- gerði, sem var kringum hana, og þá var allt til reiðu. Þegar Jim hafði lokið fyrir- skipunum sínum og Saunders hafði vakandi auga á kránni, talaði ég við yfirmann minn og sagði honum hvað gera þyrfti hans megin. Hann var að leggja af stað í útvarpsbíl og ætlaði að hafa auga með Hásetaklúbbn- um,þangað til hann heyrði frá mér. Ég sagði fyrir um, hvar bát- arnir skyldu halda sig og ef svo færi, að einhverjir gestir okkar kæmu til fundarins eftir ánni, skyldu þeir byrgja ljósin sín og leynast undir vinstri bakk anum og ekki koma út í straum- inn fyrr en eitthvað tæki að gerast. Rétt ofan við tröppurnar, sem ég hafði talað um, stóð ljósa- staur og var til óþæginda, þar sem hann varpaði ofmikilli birtu allt í kring. En tveir bílar, sem höfðu stanzað fyrir fram- ann krána, vörpuðu nægilegum skugga til að hylja okkur fyrir forvitnum augum. Ég leit snöggvast yfir liðssafnaðinn og enda þótt ég vildi ógjarnan missa af Harding og Hobbs, skip aði ég öðrum þeirra að vera um borð Barney til aðstoðar, ef Jolly Roger skyldi lenda í ein- hverjum vandræðum. Annar þeirra — líklega Harding — setti upp ólundarsvip, en bauðst samt til að verða kyrr. Eftir andartak voru fjórir okkar komnir á land og Jolly Roger kominn áleiðis til varð- stöðvar sinnar ofar á ánni. Við skriðum í skuggann af ein- hverju, sem virtist vera kaffi- sölupallur og biðum þar stund- arkorn til að átta okkur. Ekkert hljóð heyrðist nema í rigning- unni og svo í Jolly Roger, og allt var með kyrruð, er við störðum ýfir að glugganum á kránni. — En ef hann nú hefur stung- ið af út um bakdyrnar, sagði Jim lágt. Ég leit snöggt á hann. — Farðu og gáðu að því. Taktu Hobbs með þér, fáið þið ykkur eitt glas, en komið svo aftur eins fljótt og þið getið. — Hvar verðið þið? — Við verðum undir kirkju- turninum í skugganum. — En hvernig komum við liðsaukanum á sína staði? Ætlar þú að sjá um það? — Hvar finn ég þá? — Bak við kirkjuna — þeir bíða þar eftir fyrirskipunum. Saunders og ég gengum til þess að finna aðstoðarmennina, og eftir stundarfjórðung var gildran komin og tilbúin. Nú þurfti bara einhver að ganga í hana. Enn leið stundarfjórðungur, og við biðum niðurdregnir í Skugganum af háa tuminum. — Nú væri gott að hafa einn gráan, sagði Saunders. Milli okkar og árinnar, biðu sex fílefldir lögreglumenn, en ekki heyrðist annað til þeirra en ofurlítið skrjáf í runnunum, og svo einstaka ræsking. Mílu- fjórðung uppi á veginum til vinstri frá okkur var bíll í skugganum og fjórir þöglir menn, sem biðu eftir skilaboð- um gegn um talstöðina. En til hægri frá okkur í svo sem hundrað skrefa fjarlægð beið annar bíll, bak við gamla rúst. Einn blossi frá vasaljósinu mínu átti að gera viðvart bátn- um, sem lá við hinn bakkann. Þetta var næstum eins og kvöldið fyrir orustuna við Ag- incourt! Það hélt áfram að rigna jafnt og tilbreytingarlaust. Þá glamr- aði í mölinni og tveir menn nálguðust okkur. — Getið þið vísað mér á næstu lögreglustöð? sagði rödd í eyra mér. — Hvar í djöflinum hefurðu verið? spurði ég og sneri höfð- inu undan bjórgufunni, sem fylgdi spurningunni. — O, ég var bara að tala við morðingja, sagði Jim rólega, og ég greip í handlegginn á honum. — Og sá var nú listilega tattó veraður . . . . á báðum höndum ..... á annari var nafnið Phyllis, en á hinni viðbjóðsleg teiikning af blæðandi hjarta! Og hann er kallaður Bruno. Og svo er ég með gjöf til þin. Hann stakk bjórflösku í höndina á mér og Saunders fékk aðra hjá Hobbs. — Mikill heiðursmaður ertu! tautaði ég. Hann hafði meira að segja opnað flöskuna. — Fyrir- gefðu mér allar illar hugsanir! Skál! Ég keyrði höfuðið á bak aftur og tók langan teyg. — Segðu mér meira, sagði ég og náði varla andanum. — Það er ekkert meira í frétt- um, en ef úr þessu verða slags- mál, mátt þú eiga hann. Ég gæti aldrei farið að berja hann, því að honum lá svo vel orð til hennar mömmu minnar. Er allt í lagi? Ég kinkaði kolli. — Já, hér er allt lúsugt af lögreglumönnum. Við skulum fara og tala við þá — við sjáum ekkert héðan. Ég lauk við bjórinn og stakk flöskunni vandlega niður í blóm abeð. En í sama bili heyrðist hljóðið í bíl, sem var að nálg- ast. Ég rýndi fast á úrið mitt: 9.55. Ég kippti fast í ermina á Jim og við skutumst út að girð- ingunni, sem var á milli okkar og vegarins. Einhver skuggaleg vera kom fram úr myrkrinu, og ég heyrði skrjáfið í regnkápu lögreglumanns. Jim stökk í loft upp og sagði: — Guð minn góð- ur!, en- ég skipaði honum að þegja og hvarf um leið bak við legstein um leið og ljósin í bílnum komu hæigt og hægt fyrir hornið og regnið glitraði D----------------------------□ 72 □----------------------------□ í Ijósgeislanum. Saimders dró snöggt að sér andann. — Hver heldurðu, að þetta sé? tautaði ég. — Gegn um bjarmann frá götuljósinu suðaði langur, dökk- grænn Jaguar fór rétt framhjá okkur og sneri síðan þvert inn á bílastæðið. Ég beindi kíkinum að bílnum og sá mennina tvo, sem stigu út úr honum, og gengu síðan eins og ekkert væri inn um dyrnar á kránni, og annar þeirra hló um leið og þeir hurfu inn. — Réttlátir eða ranglátir? hvíslaði Jim í eyrað á mér. — Ranglátir. Rodney Herter og Hammond Barker. — Vel að verið, frændi sæll! Mundu eftir að minna mig á að biðja um rithöndina þína, áður en við skiljum. Eigum við að fara? — Ekki fyrr en allir eru mættir........ Klukkan sló einmitt tíu þegar annar bíll kom — rennilegur, fallegur, svartur Bentley, hljóð- laus og kraftmikill. — Svona hefur mig einmitt alltaf langað að eiga, andvarpaði Jim. Bíll- inn renndi sér að hliðinni á Jaguarnum og slökkti ljósin. Maðurinn, sem steig út úr hon- um niður á mölina, , var Willi- am Lamotte. — Nú, sjálfur höfðinginn, sagði ég, ánægður. — Eigum við að fara? — Haltu þér saman. Við skul- um bíða lengur, í herrans nafni! Lamotte stikaði — ekki þó inn í krána heldur fram á ár- bakkann að Tom Teal. Þar gekk hann um borð og hvarf niður í skipið. Andartaki síðar kom ljós í káetuna og samstundis var dregið fyrir gluggann. Ég var orðinn þurr í munn- inum og átti erfitt um andar- drátt. — Undir eins og hinir koma úr kránni og fara til hans, verið þá tilbúnir! í myrkrinu gekk ég frá manni til manns og endurtók þessa skipun. Allir hrukku við af æs- ingi, en enginn sagði eitt orð — heldur kinkuðu þeir ýmist kolli eða kumruðu eitthvað, eða klöppuðu á handlegginn á mér, til merkis um að þeir hefðu heyrt skipunina. Ég var varla kominn aftur á minn stað, þegar maðurinn, sem kallaður var Bruno kom í ljós í ©PIB krárdyrunum og ruggaði ofur- lítið í daufri birtunni. Við gátum heyrt hann tauta eitthvað við sjálfan sig, þegar hann slagaði yfir bílastæðið og áleiðis að bátnum, en stanzaði þó snöggv- ast til að söngla eitthvað í að- dáunartón yfir Bentleybílnum og klappa honum að aftan, en síðan klifraði hann með hávaða um borð í Tom Teal, gekk yfir þilfarið og datt fremur en klifr- aði yfir á þilfarið á Ariadne. Andartaki síðar var hann kom- inn með árarnar tvær yfir á Tom Teal og farinn með þær nið ur í káetuna. Síðan sáum við koma út úr kránni, með ofurlitlum millibil- um, eina stúlku, Hammond Barker og Rodney Herter. Öll fóru þau um borð í Tom Teal og hurfu niður í káetuna. Ég sveiflaði geislanum frá vasaljósinu mínu yfir mína menn, og allir komust á hreif- ingu. — Hægir! hvæsti Jim. Við stirðnuðum upp. Bruno var kominn upp á þil- farið. Hann stóð grafkyrr eins og í eina sekúndu og hallaði undir flatt, eins og hann væri að hlusta eftir einhverju, síðan spýtti hann út fyrir borðstokinn, tók síðan pípuna sína og fór eitthvað að fitla við hana, eins og til að gera eitthvað. — Fjandinn sjálfur! tautaði ég. — Þeir hafa jafnvel haft hugsun á þessu! — Ég á hann! hvíslaði Jim. — Ég á hann og hann er ágætur! Og svo sniglaðist hann út í myrkrið. — Fljótur, í guðs bænum! hvíslaði ég á eftir honum. . Við höfum ekki nema lítinn tíma! Nokkrum sekúndum síðar kom hann í ljós í tíu skrefa fjarlægð, og slagaði valtur á fótunum inn í birtuna, með bjórflösku í annari hendi, og virtist ætla að gera tilraun til að komast um borð í stórann pramma, sem var þama bund- inn við hliðina á hinum. Brimo, sem skýldi loganum á eldsspýt- unni með hendinni, varð var við Jim, og þekkti nú aftur, ef ekki drykkjubróður sinn fyrr- verandi, þá að minnsta kosti annan fullan, og veifaði hendi með drykkjulátum. Jim svaraði í sama. stökk slagandi að prammanum, missti jafnvægið og hvarf snögglega og gaf frá sér stunu um leið. Stundarkorn starði ,Bruno bjánalega út í myrkrið, þangað til forvitnin varð yfirsterkari og eldspýtan fór að brenna á honum fingurna, þá lagði hann af stað til pramm- ans til þess að athuga þetta nánar. Sekúndurnar liðu. Ég beit á vörina, óþolinmóður. Bruno var að leita kring um staðinn þar sem Jim hafði horfið og við heyrðum hann kalla eitthvað, lágum rómi. En allt í einu kom einhver mannsmynd í ljós að baki honum með bjórflösku reidda á loft. — Nei, Jim, ekki þettaí.daut- aði ég. En hvað gat ég gert? Flaskan hitti markið sitt með dynk og Bruno hjaðnaði hljóð- laust niður í myrkrið, en Jim veifaði okkur með sigurbros á vör, að koma til sín. Eg var samstundis kominn af stað og lögregluliðið hnappaðist saman og þaut svo á eftir mér, eins og andarungar með hjálm á höfði. Ég gaf ljósmerki með vasaljósinu mínu og þeir, sem biðu hinumegin árinnar þutu af stað. Nú var allt í gangi. Ég skipaði einum manni að hafa gætur á Bruno, sem lá meðvitundarlaus og tók svo móti Jim þegar hann kom aftur, með ásakandi augnatilliti. — Er hann dauður? — Nei, bara sofandi, svaraði Jim íbygginn, — en hann liflir þetta vel af. — Þú mannst, að ég sá ekki neitt. Ef sá gamli fer eitthvað að spyrja, þá datt hann bara og meiddi sig á höfðinu. Handan yfir ána heyrðist suð- ið í bátavélum, þegar lögreglu- bátarnir lögðu af stað. Rigningin hélt áfram, tilbreytingarlaus. Einhversstaðar að baki okkur höfðu tveir bílar lagt af stað, án þess að þeirra yrði vart. — Ég vildi að ég hefði byssu, andvarpaði Jim. Hver maður vissi, hvar hann átti að standa. Ég stóð á blett- inum þar sem Bruno hafði ný- lega verið og beið meðan menn- irnir komu sér fyrir, en svo gekk ég, með Jim mér til hægri handar og Saimders til vinstri, yfir borðstokinn, gekk djarf- lega að káetudyrunum og opn- aði þær rólega. — Gott kvöld, gott fólk! Fimm skelfd andlit störðu á okkur. En annað skeði ekki. Við stóðum þarna bara og horfðum hvert á annað, eins og einhverjir bjánar. Káetan var tólf eða fimmtán fet á lengd, og lýst með olíu- lömpum, sem héngu niður úr bitunum, en eftir henni endi- langri var gljáfægt eikarborð og á því lágu árarnar ásamt með innihaldi þeirra. Andspænis mér, við fjarlægari enda borðs- ins, stóð Rodney Herter. Honum til vinstri handar, með fram- rétta höndina, var William Lam- otte, sem hafði verið að tala, en þagnaði nú og var eins og stjarf ur. Að baki honum, á koju í skugganum, sat Hammond Bark- er. Andspænis þeim, og til hægri frá Herter sat ungi mað- urinn, sem hárið reis í hnakk- anum á, en við hlið hans bjána- lega vinstúlkan hans — hvorugt þeirra almennilega af barnsaldr- inum. Enginn sagði orð. Ég gekk hægt og varlega til þeirra, en Jim og Saunders þétt að baki mér. — Ég er hræddur um’ að þetta sé lögregluheimsókn hr. Herter og hr. Lamotte, sagði ég lágt, og horfði á þessa andstæðinga mína vökulum augum. Ættar- svipurinn á mönnunum var áberandi. — Báturinn yðar er alskipaður lögreglumönnum og allar undankomuleiðir lokaðar, svo að ég leég til, að þér komið án þess að sýna mótspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.