Morgunblaðið - 23.03.1966, Síða 24

Morgunblaðið - 23.03.1966, Síða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Maurice kom í kvöldverS til mín, að minnsta kosti þrisvar í viku, og mér lannst þetta sýna vel, hvernig ævi mín var í aug- lýsingastarfseminni. Ég hafði með þessu tilbreytingardag, þar sem hvorki var hægt að segja, að ég væri að vinna né slæp- ast. í dag hafði ég verið að fást við súpuauglýsingu.......ég hef víst fundið fjörutíu tegundir súpaskála, handa teiknaranum og skrifaranum að velja úr. Og svo þegar heim var komið, var það Maurice. Góði, kunnugi, sjálfbyrgingslegi Maurice, sem ég elskaði álíka lítið og atvinn- una mína. Allir karlmenn, sem ég kynnt- ist virtust enda á sama hátt — sem kunningjar, til að horfa á sjnvarp og éta bakkamáltíð með. Líklega hefur það verið af því, að ég tók þá skikkanlegu fram yfir þá ágengu. Og nú ljómuðu skásett augun í Maurice þegar ég opnaði sjón- varpið. — Romford er sjálfsagt bezti maður, en ég hlakka nú samt til að sjá hann hverfa eins og sjón- hverfingakall, sagði hann með munninn fullan. Sjónvarpsfréttimar hófust á fjörugri tónlist sem einskonar for mála fyrir brellingum mannkyns ins, sem á eftir komu, og orkuðu þannig á mig, að ég vildi helzt hnipra mig saman og deyja. Það var alltaf slæmt. Loksins var komið í ráðhússalinn í Sheffield, þar sem klappað var þegar Rpm- ford var kynntur af stúlku, sem hafði sýnilega verið valin til að vekja girndir karlmanna, og i myndavélarnar vofðu yfir Rom- ford við borð, sem var hlaðið blómum, glösum og leifunum af hátíðarkvöldverði, sem mér fannst alltaf svo smekklaust. Ég bjst alltaf við, að forsætisráð- herra, sem væri í ræðustólnum, mundi stinga upp í sig köku í miðri ræðunni. Romford reis úr sæti. Hann var laglegur maður og hörkuleg- ur, kannski dálítið farinn að láta á sjá. Ég hafði alltaf verið hrif- in af röddinni hans. Hún var hlýleg og liðug. Hann talaði um spennuna 1 alþjóðamálum, sem við þekktum öll og höfðum ■áhyggjur af og vonir í samibandi við. Hann talaði einbeittlega um stefnu okkar. Hann kom mér meira að segja til að vera örugg- ari en venjulega þegar ég var að hugsa um eitthvað utan minna daglegu vandamála. Að ræðunni lokinni var dynjandi lófaklapp. Maurice geispaði og sagði: — Þena hefur þú þessi slökktu ljós þdn. Ég sé, að þessi ferð til Itchenor var ekki annað en flan og vitleysa. Steve og Rod voru þegar í barnum, þegar ég kom. Ég hugs- aði með sjálfri mér, önuglega, að við þrjú gerðum ekki annað en að hella í okkur víni og sitja kjaftandi. Síðan við Rod tókum eftir höndunum á manninum í Bosham og horfðum hvort á ann að hlæjandi, hafði ég fengið áhuga á uppgötvunum okkar og jafnvel verið spennt. En nú var það að engu orðið. Við vorum ekki að komast í neitt einkenni- legt ævintýri, né heldur höfðum við neitt merkilegt fyrir stafni svo sem að bjarga lífi manna. Ég var komin aftur að súpuskál unum mínum og armbandsúrun- um. , — Ég sé, að ég er dæmd til þess að vera kyrr við „stílinn" minn í stað þess að verða Jeanne d‘Arc aldarinnar, sagði ég þegar báðir mennirnir stóðu upp úr sæt um sínum, en það er eina ridd- arakurteisin við konur, sem enn lifir með þjóðunum. — Hugsa sér okkur öll sitj- andi, hvert á sínum stað í Lond- on og bíða eftir að Romford hverfi og salurinn myrkvist, sagði Steve og hló. Hinum þótti sýnilega gaman að öllu saman. — Við skulum gleyma því, sagði Rod og var hugsi, er hann leit á mig. Hann kallaði á þjón, fékk afhentan matseðil og hall- aði sér að mér til þess, að ég benti á matinn, sem ég vildi fá. En snögglega, um leið og ég leit upp til að segja eittJhvað við hann, sá ég framan í bróð- ur minn. Hann starði yfir þver- □--------------------------□ 9 ——--------------------n an salinn, og andlitið, sem var venjulega rjótt, var nú náfölt. Freknurnar á honum voru eins og ör í andlitinu. — Hvað er að, Steve? - Hann stóð upp, orðlaus, gekk yfir að barnum og kom aftur með hádegisútgáfuna af Stand- ard. Þvert yfir síðuna stóð með feitum stöfum: „JAMEIS RCXM- FORD LÁTINN: RÁÐHERRA DREPTNN AF RAFMAiGrNS- STRAUMI." P 16 SVEFNHERBERGISSETTIÐ P 16 P 16 er tvímælalaust eftirsóttasta svefnher- bergissettið á markaðnum í dag. er falleg og vönduð vara, sem bæði er til í teak og eik. Auk þess getum við sýnt yður 19 aðrar gerðir af SVEFNHEKBERGIS SETTUH. Kf Laugavegi 26 — Sími 22900. — Já, en við höfum þegar „sameinaða Evrópú ‘— í út- varpinu okkar, þar sem við getum heyrt allar stöðvarnar í einu. 3. kafli. Steve lagði blaðið á borðið fyrir framan okkur og við lásum það þegjandi. Svo virtist sem James Romford hefði fundizt í morgun, látinn í hótelherberginu sínu. Snúran frá rafmagnslamp- anum hafði verið undin um fót- inn á honum, en með annarri hendi hélt hann um frárennslis- pípuna frá salerniskassanum. Það virtist svo, sem Romford hefði runnið á gólfinu og gripið í pípuna í fallinu. Ekkert var gefið í skyn, að þarna væri um mannaverk að ræða, og lögreglan hafði rann- sakað upprakinn endann í snúr- unni, og engin ný missmíði rund ið á henni. — Sniðuglega að farið, sagði Steve. Við störðum hvert á annað. Ég andvarpaði með hryllingi. — Ég held enn, að við hefðum getað komið í veg fyrir þetta. — Við hefðum að minnsta kosti getað reynt það. Og svo kom einhver heimskulegt sam- vizkubit í okkur öll. — Hver er næstur á skrá, Ginny? sagði Steve og rétti úr sér. — Sagðiztu ekki hafa skrif- að þessi nöfn niður? Ég leitaði í bréfaruslinu í hand töskunni minni, og fann loks um slagið, sem ég hafði skrifað aft- an á nöfnin, sem við höfðum heyrt í Islington. — Firth, stendur hér. — Er það ekki Ginny? sagði glaðleg kvenrödd, og er ég leit upp sá ég að þarna var komin Belle Segal, sem vann í skrif- stofunni hjá okkur, og brosti nú til mín. Allir voru hrœddir við Belle. Hún var alltaf mjög elsku leg við mig, enda þótt ég gæti aldrei botnað í þessu dálæti hennar á mér. Hún var dökk- hærð og gyðingleg útlits, á óút- reiknanlegum aldri, og með henni voru þrír karlmenn sem hún hafði sýnilega komið í gott skap. Ég kynnti fólkið. Belle þekkti þegar Steve og var hrifin af hon um. Einnig sendi hún Rod áleit- ið augnatillit. — Ég sé, að þið hafið verið að lesa fréttirnar, sagði hún og dokaði við borðið okkar meðan félagar hennar deildu um, hver skyldi greiða veitingarnar. — Vitið þið, að þetta ar annar frið- arsinninn sem hefur dáið ný- lega — og snögglega? Örlögin eru okkur andstæð. Við megum ekki missa þá. KEXIÐ LJUFFENGfl MEÐ SMJÖRI OSTIEÐA MARMELAÐI OG ÖÐRU ÁVAXTAMAUKI FÆST í FLESTÖLLUM MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.