Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID Fostudagur I. aprfl 1966 Þrjú íslandsmet sett í sundi í gær Boðsundið með þeim gömlu var skemmtilegasta greinin ÞRJÚ íslandsmet, drengjamet og sveinamet vru sett á sundmóti lR í gærkveldi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR setti tvö met: í 100 m baksundi kvenna þar sem hún sigraði á 1:16.2, en eldra metið var 1:17.7 og í 100 m flug- sundi þar sem hún sigraði á 1:13.7 en átti sjálf eldra metið 1:13.9. Þá setti sveit Ármanns ísl. met í 4x50 m f jórsundi kvenna á 2:27.8 en eldra met Ármanns var 2:30.8. Skíðoferðir um helginu og púskanu BÍLFERÐIR frá Umferðamið- stöðinni í skíðaskála Reykjavík- urfélaganna verða sem hér segir: Laugardaginn 2. apríl kl. 2 og kl. 6. Sunnudaginn 3. apríl kl. 10 f.h. Akstur um hátíðina verður sem hér segir: Miðvikudaginn 6. apríl kl. 6 og kl. 8. Skírdagur 7. apríl kl. 10 f.h. Föstudagurinn langi 8. apríl kl. 1 e.h. Laugardagurinn 9. apríl kl. 10 f.h., kl. 2 og kl. 6 e.h. Sunnudagurinn 10. apríl páska dagur kl. 10 f.h. Mánudagurinn 11. apríl kl. 1 e.h. Eirikur Baldursson Æ setti sveinamet í 200 m skriðsundi karla á 2:34.7 og drengjasveit Ægis setti drengjamet í 8x50 m boðsundi. Karlaboðsundið 8x50 metrar var skemmtilegasta grein kvölds ins og öllum viðstöddum til mik- illar skemmtunar og ánægju. Hörkukeppni var milli sveitanna. Ægir tók gott forskot í upphafi en Ármann og ÍR sigldu saman. Er á leið sóttu síðarnefndu sveit- irnar mjög á og á endasprettin- um varð mikil keppni milli Ara, sem hafði nokkuð forskot, Péturs Kristjánsson og Guðm. Gíslason- ar sem hafði mest upp að vinna. Svo fór að sveit Ægis og Ár- manns fengu sama tíma en sveit Ægis var dæmd á undan en ÍR sveitin var 1.3 sek. á eftir. Sigurvegarar í einstökum greinum voru Hrafnhildur Guð- mundsdóttir ÍR í 100 m baksundi 1:16.2 (Met), sama í 100 m flug- sundi 1:13.7 (Met) og sama í 200 m bringusundi á 1:25.4. Davíð Valgarðsson sigraði í 200 m skrið sundi á 2:10.2. Erlingur Jóhann- esson KR sigraði í 100 m bringu sundi á 1:16.5. Guðm. Gíslason ÍR í 100 m flugsundi á 1:04.4, sveit Ægis í 8x50 m skriðsundi á 3:53.3 og sveit Ármanns í fjór- sundi kvenna 2:27.8 (Met), Sig- rún Siggeirsdóttir Á í 100 m bringusundi telpna á 1:30.3, Pétur Einarssn SH í 50 m flugs. drengja á 33.1, Gísli Torfason ÍBK í 50 me bringus. sveina á 47.4, Björgvin Björgvinsson Æ í 50 m skriðsundi sveina á 35.0. Stjórn Skíðasambandsins, talið frá vinstri: son, Þórir Lárusson og Þórir Jónsson. Gísli Kristjánsson, Ólafur Nílsson, Stefán Kristjáns Skíðasambandið minnist 500. fundar síns f GÆR boðaði Skíðasamlband íslands fréttamenn á sinn fund í tiletfni af því, að þá var hald- inn 500. fundur samibandsins. Formaður Skíðasambands ís- lands Stefán Kristjánsson flutti ítarlegt ávarp í upplhatfi um stofnun og starfsemi Skíðasam- bandsins voru þarna mættir for seti Í.S.Í. Gísli Halldórsson og framkvæmdastjóri þess Her- mann Guðmundsson, og auk þess voru mættir 3 aif stotfnendum sambandsins, þeir Einar B. Páis- son, Sveinn Sveinsson og Ketill Ólatfsson. Forgöngumenn að stotfnun Skíðasambandsins voru þeir Steinþór heitinn Sigurðsson og Einar B. Pálsson. Formaðurinn sagði að öðru leyti þetta: Það var hinn 23. dag júní- mánaðar 1946, að stotfntfundur Skíðasambands íslands var hald Ungl.landsliö á Norðurlandamótum (NGLINGALANDSLIÐ pilta og .úlkna í handknattleik fóru utan 1 Norðuriandamóta í gærmorg- n. Fóru bæði liðin með sömu ugvél Loftleiða. Piltarnir keppa Norðurlandamóti í Helsinki og ga þeir að mæta Dönum í kvöid (föstudag) leika við Norðmenn og Svía á laugardag og við Finna á sunnudaginn. Stúlkurnar keppa á Norðurlandamóti sem fram fer í Gautaborg og nágrenni. Leika þær gegn dönsku stúlkunum í kvöld (föstudag), á laugardag við Svía og á sunnudag við Norðmenn. Myndin er tekin við afgreiðslu Loftleiða áður en iagt var af stað. inn í Atvinnudeild Háskólans. Fulltrúar á" fundinum voru 6 frá þrem skíðaráðum. Frá skíða- ráði Reykjavíkur voru Steinþór Sigurðsson og Einar B. Fálsson, frá skíðaráði Akureyrar Her- mann Stefánsson og Bjarni Hall dórsson og tfrá skíðaráði Siglu- fjarðar Ketill Ólafsson og Sveinn Sveinsson. Forgöngu um stofnun Skiða- sambands íslands höfðu þeir Steinþór Sigurðsson og Einar B. Pálsson. Allmörgum árum áður 'höfðu þeir skrifað stjórn íþrótta sambands fslands og bent á nauð syn þess að stofnað yrði sérsam 'band innan ÍSÍ, sem fari með sérgreinarmálefni skíðaílþróttar- innar. Þessi hugmyhd hlaut ekki góðar undirtektir og þurftu mörg ár að líða þar til nógu mörgum yrði ljóst hver þörf var á stofn- un sérsambanda fyrir hinar ýmsu greinar íþróttanna. >ó kom þar, að lögum ÍSÍ var breytt og hinn 23. júní 1946 heimilar stjórn ÍSÍ að stofna megi sérsamband sem fari í um boði ÍSÍ með málefni skíðaíiþrótt arinnar. Sama dag boða þeir Steinþór og Einar til stofnfund- ar Skiðasambands íslands. Skíðasamband íslands er því elzta sérsambandið, þeirra sem stofnuð voru innan vébanda ÍSÍ. Vel höfðu iþeir félagar undir- búið stofnfundinn og lögðu fram frumvarp að lögum sam'bandsins, sem samþykkt var á fundinum og er enn í gildi lítið breytt. Steinþór Sigurðsson var kos- inn fyrsti formaður samfoands- ins, 'og Einar B. Pálsson tók við stjórn þess árið eftir eins og síðar mun frá sagt. Nú skal minnst formanna Skíðasambandsins þessi tæp 20 ár, sem það hefur starfað: Steinþór Sigurðsson var for- maður 1946—1947, er hann fórst við vísindastörtf við Heklu í nóvember það ár. Steinþór var fyrstu árin, sem regluleg skíða- mót voru haldin á íslandi langt umfram aðra menn um kunn- áttu í lagningu brauta, ’ skipulagi og framkvæmd skíðamóta. Hann var hið mesta ljúrfmenni og drengur góður, hans er gott að minnast. Við fráfall Steinþórs tók Ein- ar B. Pálsson við stjórn Skíða- sambandsins og stýrði því í fyrstu lotu ti'l ársins 1950. Hann hafði þá um langt skeið starfað með Steiniþóri að máletfnum skíðailþróttarinnar. Saman sömdu þeir Skiðahandbókina, sem út kom 1940 og endurbættu hana 1946. Þriðji formaður S.K.f. var Einar Kristjánsson forstjóri. Hann var eldlegur áhugamaður um skíðamál. Mun hafa komist í kynni við skiðaíþróttína á Siglufirði og var forystumaður i skíðamálum Siglfirðinga meðan meðan hann bjó þar. Þegar hér var komið sögu var hann búsett- ur á Akureyri og flutti nú Skíðasambandið bækistöðvar sínar til Akureyrar og var stjórn þess á Akureyri í 10 ár. Einar er nú látinn. 1956 tók Hermann Stefánsson íþróttakennari á Akureyri við formennsku í Skíðasambandinu og var formaður í fjögur ár. Aftur tók Einar B. Pálsson við stjórn Sambandsins 1960 — 1964, en síðan núverandi formaður Stefán Kristján Kristjánsson. Aðrir í stjórn eru: Þórir Jóns son, Reykjavik, varaformaður, Gísli B. Kristjánsson, Kópavogi, ritari, Ólafur Nílsson, Reykjavík, gjaldkeri Þórir Lárusson, Reykja vík, meðstjórnandi, Einar B. Ingvarsson, ísafirði, meðstjórn- andi, Guðmundur Arnarson, Siglufirði, meðstjórnandi, Þórar inn Guðmundsson, Akreyri, með stjórnandi, Ófeigur Einarsson, Neskaupstað, meðstjórnandi. S.l. ár hefur verið óvenju við- burðaríkt hjá skíðamönnum. Á vetrinum fór í fyrsta skipti fram Unglingameistaramót íslands á skíðum, tekin voru upp svoköll- uð opin mót, þ. e. mót sem öllum meðlimum S.K.f. er boðin þátt- taka í og aðkomumönnum veitt ókeypis uppihald á mótstaðnum meðan mótið stendur yfir. Mót þessi eru á fjórum helztu skíða- stöðum landsins þ. e. Akureyri, ísafirði, Reykjavík og Siglufirði. Óvenju margir íslenzkir skíða- menn hafa keppt á erlendum mótum og náð þar í sumum greinum mjög athyglisverðum ár angri. íþróttasamband íslands hefur ákveðið að í Hlíðarfjalli við Akureyri skuli vera miðstöð fyrir vetraríþróttir og lagt fram mjög mikilsverða aðstoð til þess að flýta fyrir uppbyggingu stað- arins. Eftir viku hefst skíðamót á fsa firði. Verður það jafnframt liður í hátíðahöldum ísafjarðarkaup- staðar, sem í ár minnist 100 ára Framhald á bls. 31 Steinþórsmótinu frestuð AF ófyrirsjáamlegum ástæðum verður Steinþórsmóti, sem átti að halda næsta sunnudag frestað. Mótið verður auglýst síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.