Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 3

Morgunblaðið - 15.04.1966, Side 3
iVótuðagur 15. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 en málararnir eru: Eiríkur Smith, Valtýr Pétursson, Jón Engilberts, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Kjarval, Jóhannes Jó- hannesson, Benedikt Gunnars- son, Kjartan Guðjónsson, Svav- ar Guðnason og Jóhann Briem. Á 'hver listamaður frá þremur og upp í fimm myndir á sýning- unni, en flestar myndir, eða fimm talsins, á Svavar Guðna- son. Myndhöggvararnir fimm, er á sýningunni sýna eru: Sig- urjón Ólafsson, Guðmundur Benediktsson, Jón Benediktsson, Jóhann Eyfells og Ólöf Pálsdótt- ir, og sýna þau eina höggmynd hvert. X sýningarnefndinni Islenzku eiga sæti: Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson og Eirikur Smith, svo og Sigurjón Ólafs- son og Guðmundur Benedikts- son fyrir höggmyndarana. Jó- hannes Jóhannesson er formað- ur sýningarnefndarinnar. Tfc- Næstu daga verður unnið að því hér að pakka niður 35 málverkum og fimm höggmynd- um 15 íslenzkra myndlista- manna, en síðan verða listaverk- in flutt áleiðis til Hannover í Þýzkalandi, þar sem þau verða sett á sýningu ásamt listaverkum frá hinum Norðurlöndunum. Á I>að er Norræna listbanda- lagið sem stendur að þessari sýningu í Hannover, en þetta er í annað skipti sem slík eýning er haldin utan Norður- landanna, að því er Valtýr Pét- ursson fulltrúi Félags isl. mynd- listamanna í Norræna lista- bandalaginu, tjáði fréttamönnum í gær. Fyrra skiptið var í Róm 1956. ★ Það er félagsskapurinn Kunstverein í Hannover, sem býður til þessarar sýningar, en félagið hefur yfir að ráða mjög glæsilegum sýningarsal, og hefur haldið þar margar veglegar sýn- ingar. Sýningin fer, eins og áð- ur segir, fyrst til Hannover, og verður opnuð þar 26. júní n.k. og stendur til 31. júlí, en fer þá til Vestur-Berlínar. í>aðan fer hún til Stuttgart og til Frank- furt am Main, og sömuleiðis til Essen, þ.e.a.s. ef timi vinnst til, en ráðgert er að sýningin verði sex mánuði í Þýzkalandi. ísland fær nákvæmlega jafn- mikið rúm á þessari sýningu, og hinar Norðurlandaþjóðirnar, en á henni verða málverkin ekki hengd upp með tilliti til landa, heldur dreift af handahófi. Um uppsetningu myndanna sjá danskur listamaður og sænskur. Mjög vönduð sýningarskrá verð- ur gefin út í tilefni sýningarinn- ar og verða í henni átta svart- hvítar myndir af málverkum og ein litmynd. Auk þess verður stuttur formáli frá hverju landi, og stutt æviágrip hvers lista- manns. Jóhannes Jóhannesson t.v. og V altýr Petursson halda a einm myndinni, sem fer á sýninguna, en hún er eftir Jón Engilberts. I Þrjár þeirra mynda Svavars Gu ðnasonar, er verða á sýningunni. Þýzkalandi Eins og áður segir verða 35 málverk eftir tíu málara á þess- ari sýningu héðan frá íslandi, Norræn samsýning A henni verða 40 listaverk eftix 15 íslenzka myndlistameim Formaður Iðnsýningarnefndar, Bjarni Björnsson, afhendir Kristínu Þprkelsdóttur verðla unin. Merki Idnsýningar- innar 1966 ákveðið SÝNINGARNEFND Iðnsýning- arinnar 1966, sem haldin verður í september í Sýningar- og íþróttahöllinni í Reykjavík, efndi til samkeppni um hugiuynd að merki sýningarinnar og var það auglýst þann 6. marz sl. í skilmálum samkeppninnar var sagt, að merkið yrði notað sem tákn sýningarinnar og það þyrfti að vera unnt að gera af því prjónmerki. Frestur til að skila hugmyndum rann út 20. marz. 14 aðilar tóku þátt í samkeppn inni og skiluðu þeir alls 26 úr- lausnum. Ein verðlaun voru veitt, að upphæð 10 þúsund krónur, og hlaut þau frú Kristín Þorkels- dóttir, teiknari, Lindarhvammi 13, Kópavogi. Dómnefnd skipuðu sýningar- nefndin og fulltrúi tilnefndur af Félagi íslenzkra teiknara. Fulltrúi F.Í.T. var tilnefndur Ástmar Ólafsson, en í sýningar- nefnd eiga sæti Bjarni Björns- son, formaður, Björgvin' Fred- eriksen, Davíð Sch. Thorsteins- son og Þórir Jónsson. Merki Iðnsýningarinnar 1966 Sæluvikunni lýkur um helgina SÆLUVIKA Skagfirðinga stendur yfir þessa viku, en henni var á sínum tíma frestað vegna veðurs. Margt er þar á dagskrá til skemmtunar, leik- sýningar, kvikmyndasýningar, söngur og dansleikir. í dag, föstudag verður kvik- myndasýning í Sauðárkróksbíói kl. 13.30. Verkakvennafélagið Aldan sýnir gamanleikinn Grænu lyftuna kl. 15.30. Leik- stjóri er Ragnhildur Steingríms- dóttir, höfundur Avery Hopwood og þýðinguna gerði Sverrir Thoroddsen. Kl. 16.00 er söng- skemmtun hjá Karlakór Sauðár- króks og í kvöld kl. 20 sýnir Leikfélag Sauðárkróks Skál- holt eftir Guðmund Kamban í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslason- ar, leikstjóri Kári Jónsson, Ragnheiði leikur Halla Jónas- dóttir og Brynjólf biskup Kári Jónsson. Kl, 23.00 hefst svo dansleikur. Á laugardag verður kvik- myndasýning kl. 13, leiksýning á Grænu lyftunni kl. 16.00, kvikmyndasýning kl. 17.30, leiksýning á Skálholti kl. 20.00 og dansleikur kl. 23.00. Og á sunnudag eru kvikmyndasýning ar kl. 15.00 og kl. 17.00. Græna lyftan er sýnd kl. 20.00 og loka- dansleikur hefst kl. 20.30. Barnakerra hverfur SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld hvarf barnakerra frá Lindar- götu 63. Hún er með tjaldi, sem unnt er að leggja niður, og er mosagræn að lit. Rósóttur púði var í kerrunni. Finnandi er beðinn að skila kerrunni að Lindargötu 63 eða láta rannsóknarlögregluna vita um hvar hún er niður komin. Skiluðu bítla- myndunum aftur í GÆR var skýrt frá því í blað- inu, að um páskana hefðu horfið stórar myndir af tveimur af bítlunum í Hljómum úr sýning- arkassa ljósmyndastofu Kalda'ls við Laugaveg. Eftir að sagt var frá þessu í Morguhblaðinu komu tvær 15 ára stúlkur með myndirnar til lögreglunnar og skiluðu þeim aftur. Þær hafa ekki staðizt freistinguna að fá að (hafa mynd- ir af átrúnðargoðunum heima, en sáu sig um hönd og skiluðu þeim aftur. Aðolhindur Skdksombonds íslnnds Guðm. Arason form. AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn 7. april í Hábæ. Kjörinn var forseti sam- bandsins, Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri úr Taflfélagi Reykjavíkur. Aðrir í stjórn voru kosnir: Jón Ingimarsson frá Taflfélagi Akureyrar, Hjálm ar Þorsteinsson frá Taflfélagi Akraness, Guðbjartur Guð- mundsson frá Taflfélagi Hreyf- ils og Guðmundur Pálmason frá Taflfélagi Reýkjavíkur. Til vara voru kosnir: Páll G. Jóns- son, Taflfélagi Reykjavíkur; Guðmundur G. Þórarinsson, Taflfélagi Reykjavíkur og Helgi Jónsson frá Taflfélagi Akureyr- ar. HBinn nýkjörni forseti og fundarmenn allir þökkuðu frá- farandi stjórn, þeim Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Baldri Pálma- syni, Þorvaldi Jóhannessyni, Eiði Gunnarssyni og Gísla ís- leifssyni góð störf x þágu skák- hreyfingarinnar. . - staksthmr! : i Ihaldsmenn í Moskvu Bandaríska stórblaðið New York Times birti sáðastliðinn þriðjudag forystugrein um 23. flokksþing sovézka kommúnista- flokksins og segir þar: „23. þing sovézka kommúnista flokksins var aukin sönnun þess, að Sovétríkin eru orðin eitt hinna íhaldssömu stórvelda heims, sem hafa mun meiri á- huga á jafnvægi og öryggi í al- þjóðlegum stjórnmálum, sem þau þarfnast til þess að efla efna hagsþróunina innanlands, heldur en byltingarævintýrum úti í heimi. Sendimaður Kúbu á Moskvu-fundinum lærði þessa lexíu þegar hann í ræðu sinni á þinginu hvatti kommúnistalönd- in til þess að ráðast gegn banda-> rískum flugvélum, sem varpa sprengjum á Norður-Vietnam. Þeim tilmælum var tekið með þögninni einni eða óánægjuköll- um, samkvæmt því sem fundar- menn segja. Hins vegar eru memn á einu máli um, að Kosygin, forsætisráðherra hlaut emdurtek- ið lófatak þegar hann skýrði frá nýju 5 ára áætluninni um hærri laun og lífeyri, lægra verð á neyzluvörum og bættri heilbrigð isþjónustu við hina sovézku borg ara“. Sigur Moskvu yfir Peking Þeir, sem skipulögð'u þetta flokksþing unnu sinin mesta sig- ur með því að fá fulltrúa allra nema fjögurra helztu kommún- istaflokka heims til þess að koma til flokksþingsins, og ennfremur í hrósyrðum fulltrúa Norðux- Vietnam um Moskvu. Flokkam- ir sem komu til Moskvu ögruðu Peking, en það þýðir ekki að þeir lúti sovézkri stjórn. Þvert á móti komu þeir vegna þess, að Kreml hafði áður viðurkengt rétt hinma einstöku kommúnasta flokka til sjálfstæðra skoðana í meiriháttar málum. / Óeining í sovézka kommúnistaflokknum Þeim tókst hins vegar ekki að leyna því, að óeining ríkir í sovézka kommúnistaflokknum, þótt henni væri ekki leyft að koma fram á yfirborðið í þýð- ingarmestu málum. Ágreiningur inn milli þeirra, sem líta með söknuöi til Stalintímabilsins, og hinina, sem eru óþolinmóðir eftir að koma á frekari breytingum í efnahagskerfi og þjóðlífi Sovét ríkjanna, var greinilegur í ræð- um fulltrúa, og þessum ágrein- ingi í valdamestu stofnun flokks- ins og Sovétríkjanina varð ekki leynt. Bráðlega mun þvi reyna á, hversu varanlegt það sam- komulag er, sem náðist til þess að koma í veg fyrir opinberan klofning á þinginu. Skynsamleg tillaga? Alþ.bl. segir í forustugrein í gær: Sú var tiðin að jafnaðar- menn lögðu eindregið til, að aHt land skyldi vera rikiseign. Myndu bændur þá fá jarðir leigðar fyrir vægt verð en þyrftu ekki að strita við það árum sam- an að kaupa sér jarðnæði. Þá væri úr sögunni aðstöðumunur- inn milli sonar ríka bóndans, sem fær jörð í arf og hins fátæka. Þá gætu auðmeim í bæjum ekki átt jarðir og látið leiguliða sitja þær.“ Alþ.bl. segir siðan að þessi W- laga sé ,„skynsamleg“. Ja, margt er skrítið í kýrhausunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.