Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 21
Fostudagur 15. apríl 1966
MORGUHBLAÐIÐ
21
I
Björn Þorgrí msson
MinnSn
ÞRIÐJUDAGININ 5. apríl sl. and
aðist að heimili sínu Grettisgötu
67 Björn Þorgrímsson nær 80
ára að aldri. Má segja að marg-
ur hafi orðið að hlýða þeim dómi
yngri að árum.
Hann var fæddur að Borgum,
Nesjahreppi í Hornafirði hinn
15. sept. 1886 sonur myndar og
merkishjónanna Þorgríms Þórð-
arsonar læknis og konu hans Jó-
Ihönnu Dúðvígsdóttur Knudsen.
Þar ólst hann upp í hópi góðra
og glaðra systkina við leik,
störf og nám. Mannmargt var
ó æskuheimilinu, glaðværð mik-
il en þó hófsemi því foreldrarn'ir
voru reglu- og búsýslufólk, gædd
íhöfðingslund og gestrisni.
í fjallafaðmi.iþessarar fögru og
6tórbrotnu sveitar mótaðist hug-
arfar hans og tengdist hann slík-
um tryggðaböndum bæði hérað-
inu og fólkinu, sem það byggði
að með fádæmum var. Alla æv-
ina meðan heilsan leyfði var
hann vakinn og sofinn í að
greiða götu sinna gömlu sveit-
unga og lagði oft hart að sér við
það, án þess að nokkur gæti orð-
ið annars var en hann gerði slákt
í eigin þágu. Títt var að Horn-
firðingar, eins og aðrir lands-
menn, leituðu sjúkra'hússvistar í
Reykjavík. Var sem Bjöm hefði
sagnaranda þegar þeir áttu í
hlut, svo fljótur var hann að
hafa upp á þeim og þrávitja
(þeirra og stytta þeim stundir í
erfiðum kringumstæðum. Öll
framkoma hans við fornvini og
afkomendur þeirra var slík, að
hann mátti teljast ólaunaður
„amibassadör“ Hornfirðinga.
Mátu þeir hann mikils og órjúf-
andi vinátta var milli margra
Iþeirra og hans og heimiMs hans.
Ég 'hef engum kynnzt sem jafn-
oft beindi huga og tali að horfn
um æskuslóðum og vinum, og
sem samhMða glæddi frásögnina
slíkri heiðríkju að unun var.
Skopleg atvik gátu oft dregizt
inn í myndina og var þá ekki
verið að fegra sjálfan sig fyrir
áheyrendum.
Árið 1905 flytzt hann með for
eldrum sínum og fjölskyldu
Iþeirra til Keflavíkur eftir að
föður hans var veitt Keflavíkur
læknishérað.
Brottflutningur barna þeirra
læknishjónanna frá fæðingar- og
œskuslóðum mun á þeim tíma
ekki hafa verið þeim neitt sér-
stakt fagnaðarefni, þótt þau fljót
lega tileinkuðu sér hið breytta
umhverfi og eignuðust þar góða
vini og iélaga.
Birni var þannig skapi farið
þótt trölltryggur væri fornum
vinum, að hann átti gott með
að umgangast fólk almennt og
gætti oft í tali hans sMks létt-
leika og gamansemi, að lítt kunn
ugir áttuðu sig ekki í fyrstu, en
við nánari kynni fundu þeir
fljótt góðvilja manns með ást
á náttúrunni og því sem í henni
lifir og hrærist.
Eftir komuna til Keflavíkur
starfaði hann við verzlunarstörf,
lengst við Edinborgarverzlun,
sem Ólafur V. Ófeigsson, síðar
lengi kaupmaður í Keflavík,
veitti þá forstöðu. Mat hann
Ólaf og heimili hans og minntist
dvalarinnar þar með ánægju. Um
tíma starfrækti hann eigin verzl
un. Hún blómstraði ekki og
mætti segja mér, að á þeim tím
um almennrar fátæktar hafi
hann átt óhægt með að láta fá-
taeka og lítt megandi ganga bón
leiða til búðar, því annað var
honum betur gefið og hirti þá
sennilega ekki eins og skyldi um
eiginn hag.
Árið 1911 fer hann til verzlun
arnáms til Kaupmannahafnar.
Hverfur heim aftur árið 1912 og
giftist í júlí það ár unnustu sinni
Mörtu Valgerði Jónsdóttur ætt-
aðri úr Rangárvallasýslu en þá
búsett með ágætum foreldrum í
Keflavík. Hún mikil greind-
ar og myndarkona og vel þekkt
fyrir ritstörf o.fl. — Fluttust
ungu hjónin þá þegar til Ákur-
garorð
eyrar. Starfaði Björn um eins
árs skeið við kaupfélag Eyfirð-
inga. Eignuðust þau hjón þar
góða vini og kunningja eins og
annars staðar, sem þau hafa
dvalið. Frá Akureyri fluttu þau
aftur til Keflavíkur, þar sem
Björn starfaði lengst af við Duus
verzlun. Á þeim árum brá
hann sér oft á sjó til fisk- og
fuglaveiða. Var hann á þeim ár-
um veiðikló hin mesta og naut
tilbreytingar í faðmi frjálsrar
náttúru, að dagsverki loknu.
Árið 1919 bregða þau hjón á
nýtt ráð og flytja til Reykja-
víkur, þar sem Björn gerist starfs
maður hjá Páli Stefánssyni frá
Þverá. Starfaði hann hjá honum,
sem Páls önnur hönd og fulltrúi
hans þar til Páll seldi starfsemi
sína Sigfúsi Bjarnasyni, stórkaup
manni. Hjá Sigfúsi starfaði hann
síðan meðan stætt var og lengur
'þó, að margra dómi. Á seinni
starfsárum hans hjá Páli Stefáns
syni hrakaði sjón hans mjög og
varð hann blindur á öðru auga
og dapraðist sjón á hinu. Vann
þó áfram hjá Sigfúsi nokkur ár.
Sálarstyrkur hans var mikill og
vildi hann ekki gefast upp fyrr
en í fulla hnefana. Reyndist Sig-
fús ihonum frábær húsbóndi, ör-
látur og hjálpfús og lét honum
í té verkefni lengur en eðMlegt
mátti teljast. Mátu þau hjón
Marta og Björn höfðingsskap
Sigfúsar og konu hans mikils og
er mér fyrir þeirra hönd óhætt
að færa þeim beztu þakkir.
1 stórum dráttum er þetta ytri
rammi starfs þessa góða drengs.
Hvar sem hann starfaði var hann
heill og óskiptur í starfi og vann
af skyldurækni að heill þeirra,
sem hann vann fyrir hverju
sinni.
Heimili þeirra hjóna var sá
reitur, sem hann unni mest, enda
í sameiningu byggt upp af hátt-
vísi og myndarskap. Þar var alla
tíð gestkvæmt og var þeim báð-
um og sitt í hvoru lagi mjög
eiginlegt að láta fólki ekki leið-
ast í návist sinni. Bæði vel lesin,
greind og minmxg á ættir og at-
burði úr persónusögu manna og
annan fróðleik. Björn var tungu-
málamaður góður. Auk norður-
landamála, ensku og þýzku, var
hann frönskumaður svo að hann
skrifaði kunningja sínum frönsk-
um á því máli, eftir að hann
var blindur orðinn. Notaði hann
ritvél til þeirra skrifta.
Björn var maður fríður sýnum
með höfðinglegt yfirbragð.
Hraustur meiri hluta ævinnar.
Fyrir nokkrum árum veiktist
hann þó all hastarlega og dvaldi
á sjúkrahúsum og árið 1963 var
honum vart hugað líf. Samt fór
svo að hann náði sér furðu vel
og hafði fótavist allt til hins
síðasta.
Gestir sem áframhaldandi
voru margir á heimili þeirra
hjóna, nutu návistar og æðru-
leysis hans, sem þrátt fyrir 12
ára setu í algjöru myrkri stráði
um sig birtu og lét ekki æðru-
orð falla um hlutskipti sitt. Þvert
á móti taldi hann byrði sína
létta, móti því sem margur bæri,
sem aldrei hefði séð dagsins Ijós,
en þó lifað langa ævi. í 68 ár
hefði sér hlotnast sýn og lit-
brigði, sem nú birtust í Ijúfum
draumum, enda var minnið
óvenju trútt og gott.
HeimilisMf þeirra hjóna var
með ágætum og unun að sjá hve
Marta var manni sínum góður
förunautur þessi síðustu og erf-
iðu ár. Heilsa hennar hafði ekki
verð traust fyrr hluta hjúskapar
þeirra. Reyndist Björn henni þá
góður og eftirlátur og gat hún
nú endurgoldið það, þar sem
heilsa hennar fór batnandi með
aldrinum.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en kjördóttir þeirra, Anna
Sigríður, bróðurdóttir Björns
reyndist þeim sem sönn dóttir.
Ast þeirra og umhyggja fyrir
henni, manni hennar, Ólafi Páls
syni verkfræðingi og börnum
iþeirra var aðdáanleg.
Aðra bróðurdóttur Björns, Jó
hönnu ólu þau og upp. Hún er
búsett í Reykjavík.
Ég hef orðið nokkuð langorð-
ur í þessum minningarorðum, en
þó fáorðari en ég hefði viljað,
því Björn Þorgrímsson var um
marga hluti óvenjulegur persónu
leiki. Frændrækinn, hjálpsamur,
góðviljaður og glaðvær. Barn-
góður og laus við að gera sér
mannamun. í fáum orðum sagt,
hrekklaus mannkostamaður,
sem æðrulaus beið þess, sem
koma skyldi og fékk rólegt and-
lát í návist sinna nánustu.
Konu hans, dóttur, tengda-
syni, dótturbörnum og öðrum
ættingjum vottum við hjón inni-
legustu samúð.
Ég sem þessar línur rita og átti
því láni að fagna að alast upp
hjá foreldrum Björns og með
honum og systkinum hans sendi
honum bróðurlegar kveðjur um
leið og ég heiðra allar bjartar
minningar, sem tengdar eru liðn
um stundum.
Þ. St. E.
Matráðskona
Óskast að dagheimili Kópavogs við Hábraut frá 1.
maí nk. — Umsóknir berist forstöðukonu heimil-
isins, Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, fyrir 21. þ.m.
Forstöðukonan veitir allar nánari upplýsingar um
starfið og er til viðtals í dagheimilinu virka daga
milli kl. 10 og 12 f.h.
Skrifstofumaður
Maður vanur almennri skrifstofuvinnu óskast strax.
Upplýsingar á skrifstofu vorri, Suðurlandsbraut 32.
Efrafall
Rognheiður Jóseps-
dóttir — Minning
Fædd: 15. apríl 1889.
Dáin: 8. apríl 1966.
ÞANN 8. apríl sl. andaðist að
heimili sínu, Hlíð í Garðahreppi,
Ragnheiður Margrét Jósepsdótt-
ir, og verður hún til moldar bor
in í dag á fæðingardegi sínum, en
hún hefði orðið 77 ára í dag.
Ragnheiður var fædd 15. apríl
1889 á Hörgshóli í Vestur-Húna-
vatnssýslu, dóttir Jóseps Gunn-
laugssonar og fyrri konu hans,
Kristínar Eggertsdóttur. Ung
missti hún móður sína og var þá
tekin í fóstur af hjónunum, Guð-
jóni Sigurðssyni og Jósefínu Jós-
epsdóttur. Er hún var um 12 ára
aldur, flutti hún með þeim suð-
ur í Hraun í Garðahreppi og ólst
þar upp hjá þeim á bænúm Ótt-
arsstöðum.
Einn vetur stundaði hún nám
við Flensborgarskóla. Árið 1916
giftist hún eftirlifandi manni
sínum, Gísla Guðjónssyni, sem
einnig var uppalinn í Hraunun-
um.
Ungu hjónin hófu búskap sinn
að Straumi í Hraunum, en
bjuggu þar aðeins tvö ár. Þá
fluttu þau til Krísuvíkur, þar
sem þau bjuggu í eitt ár. Árið
1919 fluttust þau að Hlíð í Garða
hreppi og bjuggu þar allan sinn
búskap eftir það. Fyrst í tvíbýli,
en tóku fljótlega við allri jörð-
inni, þegar sambýlingar þeirra
fluttu burt.
í Hlíð reistu þau sér snoturt
bú, sem með ái'unum óx í starf-
sömum höndum þeirra. Þau eign
uðust einn son, Kristin, sem nú
hefir tekið við búinu. Hann er
kvæntur Hólmfríði Sigurðardótt
ur og eiga þau tvo syni. Ragn-
heiður og Gísli ólu einnig upp
tvær fósturdætur, Guðlaugu Guð
laugsdóttur og þá, sem þessar
línur ritar.
Fósturmóðir mín var þrótt-
mikil kona, sem unni birtu og
gróanda. Ekkert gladdi hana
meira, en að horfa yfir velsprott
in tún og blómlega matjrtar-
garða, sem voru ávöxtur hennar
iðnu handa. Allt óx og dafnaði
undir handarjaðri hennar. Bú-
smalinn var vel alinn og gaf
góðan arð. í þessu friðsæla
sveitahverfi, þar seni nágranna-
rígur þekkist ekki, en fólkið er
hvað öðru hjálpsamt og velvilj-
að, var gott að alast upp. Og kær
leikurinn, sem þessi góðu hjón,
fósturforeldrar mínir, auðsýndu
mér sem barni, mun endanst mér
til æviloka. Þau voru samhent
og undu glöð sínu hlutskipti í
lífinu.
Fóstra mín var vel af guði
gerð. Hún var myndarleg í sjón,
og hafði trausta skapgerð. Hún
var vel gefin, hæglát i fasi og
æðrulaus, á hverju sem gekk.
Hún var handlagin og framúr-
skarandi dugleg til allra verka
og störfin léku í höndum henn-
ar.
Fyrir 24 árum varð hún fyrir
því slysi, að mjaðmarbrotna.
Brotið hafðist illa við og var hún
upp frá því mikið hölt. En hún
lét það ekki aftra sér frá því að
vinna sín störf eins og ekkert
hefði í skorizt. Fyrir 8 árum varð
hún fyrir enn alvarlegra áfalli.
Þá missti hún sjónina. Hún tók
því einnig með stillingu, en úr
því var hún að mestu bundinn
við sessinn.
Hún satf og prjónaði daginn út
og daginn inn, því til þess þurfti
hún ekki sjón, en hennar starf-
sömu hendur gátu ekki verið
iðjulausar. En svo versnaði heils
an og hún varð að leggjast í rúm-
ið. Síðustu 5 árin hefir hún að
mestu verið rúmföst. Þetta voru
dapurleg ævilok fyrir þessa starf
sömu konu, þó eiginmaður henn-
ar, sonur og tengdadóttir, hafi
gert allt, sem í þeirra valdi stóð
til að létta henni lífið.
Sú var tíðin, að mér fannst að
ekki gæti meiri ógæfa yfir mig
dunið en sú, að fóstra mín félli
frá. Nú samfagna ég henni, að
fá að hverfa héðan úr myrkrinu
og ganga inn í birtu himnanna.
Hún dó á föstudaginn langa,
þessum dimma sorgardegi mann
h'fsins. En framundan var páska-
hátíðin, björt og fögur.
Nú trúi ég því, að „Mamma í
Hlíð“ sé komin í annan og bjart-
ari heim, þar sem grasið bylgjast
á grænum túnum, þar sem allt-
af er sólskin.
Vertu sæl, mamma mín og
þökk fyrir allt. Blessuð sé minn-
ing þín.
Fjóla Sigurbjörnsdóttir.
Iðnaðarhúsnæði
Nýtt, bjart og gott iðnaðarhúsnæði 500 ferm. á 2.
hæð til leigu í Kópavogi. Lyfta er í húsinu. —
Húsnæðið gæti leigst í tvennu lagi. — Tilboð er
tilgreini iðngrein leggist inn á afgr. Mbl. fyrir nk.
mánaðamót, merkt: „Iðnaður — 8811“.
Húsgögn til fermingagjafa!
Skrifborð — Skrifborðsstólar
Svefnsófar — Svefnbekkir
Sófaborð — Kommóður
Vegghúsgögn o. m. fl.
HNOTAIM, húsgagnaveTzlun
Þórsgötu 1. — Sími 20820.