Morgunblaðið - 26.05.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 26.05.1966, Síða 5
FimmfuÆagur 26. maí 1966 MORGU N BLAÐIÐ ÚR ÖLLUM ÁTTUM UNDANFARIÐ hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli og er nú verið að skipta um jarðveg á norðurhluta N-S flugbrautar- innar, en í fyrrasumar var skipt um jarðveg á súðurhluta hennar. Samkvæmt upplýsingum flugvallarstjóra, Gunnars Sig- urðssonar, var undiirlag beggja enda flugbrautarinn- ar mómýri og hefur það or- sakað það að með vaxandi umferð og þyngri flugvélum hafa brautarendarnir nokkuð Stórvirk vinnutæki við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Hluti af N-S flugbraut Reykja- víkurflugvallar undirbyggður gefið sig. Undir miðbiki braut arinnar er hins vegar melur og klöpp á um 5—700 metra löngum kafla. Flugvallarstjóri sagði, að hér væri um að ræða fyrstu (Ljósm. Sv. Þorm.) gagngerðu endurbæturnar á flugvellinum frá því að íslend ingar tóku við honum fyrir 20 árum. Skipt væri um jarðveg á um 300 metra löngum kafla norðurenda og um 200 metra kafla suðurenda, á um 30 m. breiðu svæði. Væri jafnframt gert ráð fyrir því að færa lendingarljósin inn og mjókka þannig flugbrautina niður í 45 metra, en brautin er nú 90 metra breið. Svæðið meðfram brautinni er þannig kæmi til mundi verða notað sem ak- brautir fyrir minni flugvélar. Brautarendarnir eru end- urbyggðir á þann hátt, að mór inn er fjarlægður og í hans stað sett gróf möl, sem sótt er upp í Mosfellssveit. Mynd- ar mölin burðarlag, sem síðan er valtað og malbikað. Sagði flugvallarstjóri, að fram- kvæmdum þessum yrði vænt- anlega ekki lokið að ufllu fyrr en seinni hluta sumars, en það færi þó nokkuð eftir aðstæ'ð- um. Eftir væri einnig að mal- bika nokkurn hluta þess svæð is er var undirbyggt í fyrra, og ekki vannst þá tími til sök- um veðráttu. Reykjavíkurflugvöllur ann- ast framkvæmdir þessar og hefur Ólafur Pálsson verk- fræðingur flugmálastjórnar, yfirumsjón. Flugvallarstjóri sagði, að enn sem komið væri hefðu framkvæmdir þessar ekki valdið neinum töfum á um- ferð um völlinn. Tekinn hefði verfð fyrir annar breiddar- helmingur í einu og þannig hefði notazt að hinum á með- an. í>á hefði og umferð verið beint meira á A-V brautina. Þó gæti svo farið, að fram- kvæmdirnar yllu einhverjum töfum á umferðinni, seinna í sumar. Þá sagði flugvallar- stjóri ennfremur, að ekki væri fyrirhugaðar neinar stækkan- ir flugbrauta, þar sem leng- ingarmöguleikar þeirra væru nú að mestu tæmdir. — Skaftafell Framhald af bls. 32 íslandi. Þarna er að finna flest það, er prýðir íslenzka náttúru mest. Stórleikur landskaparins er óviða, ef nokkursstaðar, meiri og útsýn óviðjafnanlegt til hæsta fjalis landsins, yfir stærsta skrið jökul Iþesis og víðáttumesta sand. Á landareigninni eru fagursköp- uð fjöll og fjölbreytileg um upp- byggingu og bergtegundir. Þar er einn af merkilegustu skrið- jöklum landsins, Morsárjökull. í landareigninni eru fagrir fossar ©g gil rómuð fyrir fegurð. Gróð- urinn er gróskumeiri og fjöl- breyttari en víðast annars stað- ar, enda mun engin jörð á ís- Jandi nema grannjörðin Svína- íell njóta jafnmikillar veður- eældar. Landareign Skaftafells að Skeiðársandi fráteknum er 6vo girt af náttúrunnar hendi, jöklum og jökulfljótum, að auð- velt er að verja landið ágangi án mikils kostnaðar við girð- ingar. í stuttu máli sagt veit ég ekki annað landssvæði á íslandi heppilegra til friðunar sem þjóð- vang en SkaftafellslandM. „Og enn fremur: „Það er allmikið um það rætt, að ísland ætti að geta haft mikl- ar tekjur af erlendum ferðamönn um. Víst er um það, að eitt af frumskilyrðum fyrir því að svo megi verða er að við reynum að varðveita ósnortna náttúru lands ins og sérkenni hennar, þar sem því verður við komið, því það er fyrst og fremst þessi ósaortna náttúra, sem laðar hingað ferða- menn. Hvernig væri t.d. Þórs- mörk komin og hvaða aðdrátt- arafl ætli hún hefði, ef Skógrækt ríkisins hefði ekki verndað hana um áratugi?" Menntamálaráðuneytið féllst fyrir sitt leyti á tillögu þessa með bréfi til ráðsins dags. 16. maí 1961. Hefur síðan verið unnið að því tvennu, að afla fjár til kaupanna og semja við eigendur jarðarinnar um kaup- verð. Hvort tveggja hefur nú tekizt. Hið fyrra með því að Alþingi hefur veitt nokkurt fé í þessu skyni á fjárlögum áranna 1966 og 1966 svo og því, að al- þjóðleg stofnun, World Wildlife Fund, sem styður náttúruvemd- araðgerðir í ýmsum löndum, hef ur lagt fram ríflegan skerf. Einnig hefur samizt við núver- andi ábúendur og eigendur að 2/3 hlutum Skaftafells, bræð- urna Ragnar og Jón Stefánssyni, og voru samningar við þá und- irritaðir í skrifstofu menntamála ráðherra, dr. Gylfa Þ. Gislason- ar, hinn 13. þ.m. Samkoimulag hefur einnig verið gert milli Náttúruverndarráðs og eigenda 1/3 hlutans, og verða samningar um kaup á honum væntanlega, gerðir innan skamms. Landareign Skaftafells 1% af íslandi Landareign jarðarinnar Skafta fells er geysi víðáttumikil, talin vera allt að 1000 ferkílómetrar, eða sem næst 1% af flatarmáli íslands. Það er almenn skoðun þeirra, sem til þekkja, að náttúrufegurð í Skaftafelli sé með eindæmum og vart geti þann stað hér á landi og þótt víðar væri leitað, sem jafnað verði þar til. Því valda hinar miklu andstæður náttúrunnar, eldur og ís, fjöl- skrúðugur góður og skordýralíf, sem talið er hafa lifað af síð- ustu ísöld, þrífast þar í skjóli hrikalegra fjalla. Og þessi dá- samlega vin er umleikin eyði- söndum, Stórfenglegum skrið- jöklum, jökulbungum og jökul- fljótum, rétt eins og náttúran sjálf vilji vernda hana fyrir öll- um ágangi. Náttúruverndarráð hefur gildar ástæður til þess að ætla, að friðlýsing Skaftafeljs muni mælast mjög vel fyrir eigi einungis meðal almennings á íá- landi, heldur muni sú rausn og framsýni stjórnvalda, er gert hefur friðlýsinguna mögulega, afla ríkinu mikinar virðingar meðal vísindamanna erlendis, en Skaftafell er sérlega vel þekkt í heimi náttúruvísindanna. Má í því sambandi nefna, að pró- fessor Ahlmann, fyrrverandi forseti aiþjóðlegu landfræðistofn unarinnar, og margir íslendingar þekkja, hefur í bréfi til ráðsins látiö í Ijós einlægar óskir um friðlýsingu Skaftafells. Væri vel, ef hér yrði um að ræða upp- haf að víðtækum friðunarað- gerðum á hinum margvíslegu gersemum íslenzkrar náttúru, sem nú þegar eru í hættu, ef eigi verður að gert hið fyrsta. Það hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið að ganga frá máli þessu. Náttúruverndpr- ráð telur það markverðast allra þeirra mála, sem það hefur haft með höndum á 10 ára starfsferli ráðsins, og er þakklátt öllum þeim, sem stuðlað hafa að far- sælli lausn þess, og þé ekki sízt menntamálaráðherra og fyrr verandi og núveraridi fjármála- ráðherra, sem frá upphafi hafa sýnt friðlýsingu Skaftafells vin- semd og góðan skilning. — S'ildin Framhald af bls. 32. til Seyðisfjarðar með fullfermi eða hátt á þriðja hundrað tonn. Þá var í gærkvöldi von á nokkr- um bátum með mikinn afla. Síld þessi veiðist, eins og fyrr getur, 200—240 sjómílur austur af Langanesi, en þaðan er sól- arhrings-„stím“ til Seyðisfjarð- ar. Nokkurt magn af síld veiðist nú norðvestur af Vestmanna- eyjum og á Selvogsbanka. Lönd- uðu eftirtaldir bátar síld í Vest- mannaeyjum á þriðjudag og að- faranótt miðvikudags: Bergur 140 tonn, Gjafar 150 tonn og Hávarður 40 tonn. í gærkvöldi var einn bátur á leið til Eyja með 80 tonn. Sjómenn í Eyjum telja að síldin á Selvogsbanka og þar í kring fari nú minnk- andi. Síldin er mjög blönduð og mikil áta í henni. Fer hún öll í bræðslu, en síldarverksmiðjan í Eyjum tekur til starfa í dag. Vestmannaeyjabátar eru ekki enn almennt byrjaðir síldveiðar, en fara að tygja sig af stað næstu daga. SAMKOMUR Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30 alrnenn samkoma. Verið velkomin. FÉLAGSLÍF Litli ferðaklúbburinn Hvítasunnuferð um Snæ- iellsnes og Breiðafjarðareyj- ar. Verð 700 kr. Innifalið: Báts ferð og gisting. Farmiðasala á föstudagskvöld. Simi 15937. Frá Farfugliun Hvítasunnuferðin er í Þórs- mörk. Upplýsingar í skrifstof- unni í kvöld. Pantið miða í tima. Farfuglar. Hópferðabilar allar stærðir mm*rnrn.____EJNL.IM/.H Simi 37400 og 34307.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.