Morgunblaðið - 26.05.1966, Side 31

Morgunblaðið - 26.05.1966, Side 31
Fimmlucfagur 26. maí 1966 MOkGU NBLAÐIÐ 31 Hið nýja netaverkstæði. Nýtf netaverkstæði á Neskaupstað Fundi Erhards og Wiisons lokiö —Bonnstjórnin vill tá aðild að stjórn kjarn- orkumála — Michael Stewart neitar Neskaupstað 23. maí. NÝTT netaverkstaeði var opnað hér á Neskaupstað s.l. laugardag og- í því tilefni bauð eigandi þess, Friðrik Vilhiálmsson, fréttamönn um blaða og útvarps að skoða hin glæsilegu húsakynni. Húsið stendur við Strandgötu og er 5030 rúmmetrar og 460 fer metrar að stærð á tveimur hæð- iim, með risi. Hófust framkvæmd ir við bygginguna í júní 1964. Á jarðhæð er netageymsla mjög stór og er þar öllu haganlega fyrir komið. >ar er einnig ætl- unin að verzla með ýmsar vörur, sem notaðar eru í bátum. Á ann- arri hæð er vinnusalur, stór- glæsilegur. >ar er einnig kaffi- stofa starfsfólksj skrifstofa og snyrtiherbergi.. A efstu hæð, í risinu, verður laigerpláss. Verða inótirnar hífðar upp og niður um lúgu á gólfiinu og í þeim tilgangi no'taðar rafknúnar blakk ir. Suður af húsinu er ætlumin að J'ej.sa bryggju. Húsið er teiknað af Jóni Bergs syni arkitekt úr Hafnarfjrði, en Jón Einarsson byggingameistari í Neskaupstað byggði húsið og amnaðist jafnframt yfirstjórn Skólabörn á ferðalagi Akranes, 25. maí. LANGFERÐABÍLL hlaðinn af skólabörnum úr Kópavogi (þar eru í 3-400 börn og skólastjóri Gunnar Guðmundsson). Lagði af stað heim héðan rétt fyrir kl. 19 í kvöld. Bílsjórinn hýreygur með bros á vör og börnin öll í sólskinsskapi. >au fóru að heim an árla morguns og ókú eins og leið liggur fyrir Hvalfjarðarbotn því enn er ekki ibrú komin yfir fjörðinn. Skoðuðu þáu Saur bæjarkirkju og legstað séra Hall gríms Péturssonar. Óku síðan jnn Svínadal á Geldingardraga yfir Skorradal og upp í Reyk- holt. Sáu sögustaði og sátu veizlu og síðan hingað út á Akranes. — Oddur. Athugasemd frá Grindavtk BtABINU barst I gær eftirfar- »ndi orðsending til Grindvik- Inga frá fráfarandi hreppsnefnd Grindavíkurhrepps: ,,A5 gefnu tilefni viljum við undirritaðir lýsa því yfir að sögu burður sá, sem gengur hér í jþorpinu, um að tveir nafngreind ir hreppsnefndarmenn hafi stað ið gegn því, að fjölskyldunni frá Vík yrði leyft að endurbyggja hús sitt á Víkurtúninu hefur við engin rök að styðjast, og er því Ósannur með öllu. Einar Kr. Einarsson (sign.) Eirtkur Alexandersson (sign.) Hragi Guðráðsson (sign.) Svavar Árnason (sign.) Þórarinn Péturssou (sign.)“ með framkvæmdum á því. Um 20 manna starfslið vinnur nú að staðaldri hjá fyrirtæki Frið- riks Vilhjálmssonar, og mun fleiri yfir sumartímann. Áætlað kostnaðarverð nýbyggingarinnar er um 6 millj. kr. Við opnun hússins voru stadd- ir um 200 gestir og þáðu þeir rausnarlegar veitingar, en á eftir var stiginn danís. — Ásgeir. Kalt vor v/ð Djúp ísafirði, 24. maí. HÉR er óvenju gróðurlítið enn þá. Sauðburður stendur sem hæst og eru allar tvílemdar ær á fullu fóðri en einlembur eru úti við á daginn, en þeim er gefið bæði hey og fóðurbætir. Sauðburður gengur vel en er annasamur mjög og er erfitt að hýsa margt lambfé, en um annað er ekki að ræða. Ekki er hægt að telja nokkurn gróður kominn ennþá, en snjó- laust með öllu er vestan Djúps- ins. Nú er verið að ryðja snjó af Bæjarhlíð á Snæfjallaströnd. >orskafjarðarheiði er snjóþung enniþá og ekki byrjað á snjó- mokstri þar. Annars eru vegir orðnir góðir meðfram Djúpinu hér innanvert. Minkaveiðar eru nú byrjaðar og hefur Gísli Kristjánsson veiði maður þegar fengið allmarga minka. í Hrútey náði Gísli strax einum mink en líklega er mink- ur ekki í hinum eyjunum. Æðar varp er hafið. Búist er við að tófur liggi nálægt byggð að þessu sinni, sökum klaka og snjóa all- staðar til fjalla. Vonandi fer nú þessu kalda tíðarfari að linna. — P.P. — Ferðalog Framhald af bls. 31 en akvegur þangað er ófær sem stendur. >á verður gengið á Víf- ilfell annan hvítasunnudag, að tilhlutan félagsins. Að vanda efna Farfuglar til ferðar í >órsmörk um hvíta- sunnuna. Verður bæði lagt af stað kl. 10 árdegis á laugardag og síðan kl. 2 Komið verður aftur til borgarinnar annan hvíta sunnudag. >átttakendur í ferð- inni eru á annað hundrað. Innanlandsþjónusta ferðaskrif- stofunnar Lönd' og leiðir efnir til þriggja daga ferðar á Snæ- fellsnes um hvítasunnuna. Far- arstjóri er Guðmandur Jónsson. Eins og tíðkast hefur undanfar- in ár hjá ferðaskrifstofunni verður farið með útlendinga á vhisæla ferðainannastaði, að Gulfossi og Geysi og víðar. London, Bonn, 25. maú — (AP-NTB) — UNDANFARNA daga hafa staðið yfir í London viðræð- ur milli Ludwigs Erhard, kanzlara V-Þýzkaiands og Harolds Wilson um framtíð NATO, afstöðu Frakka til samtakanna, kostnaðinn við brezka herliðið sem staðsett er í V-Þýzkalandi, efnahags- bandalagið og Vietnamdeil- una. í sameiginlegri yfirlýs- ingu, sem gefin var út að fundunum loknum, kom fram, að Erhard og Wilson vonast til þess að Frakkar verði áfram í NATO og að fullt samkomulag muni von- andi nást um það mál á ráð- herrafundinum sem haldinn verður í Brússel í júní n.k. Gerhard Schröder, utanríkis- herra V-Þýzkalands, fór þess á leit við Michael Stewart, Meiraprófsnám- skeið í Búðardal BÚÐARDAL: — f vor var hér haldið meiraprófnámskeið fyrir bifreiðastjóra, sem lauk í enduð- um aprílmánuði sl. Á námskeiðinu voru 25 nem- endur. Forstöðumaður nám- skeiðsins var Geir Bachmann, bifreiðaeftirlitsmaður í Borgar- nesi. Kennsla fór fram í Félags- heimilinu í Búðardal. Kennt var á kvöldin og um helgar. Allir nemendur, sem á námskeiðinu voru stóðust prófið. — Fréttaritari. Góð giásleppu- veiði Skagabáta Akranesi, 25. maí. GRÁSLEPPUVEBDI er nú hér meiri en verið hefur í fjölda mörg ár. Bjami og Lilli veiddu í fyrradag, mánudag, í 8 trossur 360 grásleppur. Guðmundur Guð jónsson, miðunarstöðvarstjóri, fékk og rokveiði á mánudaginn. Hióð hann bát sinn, sem er eins og hálfs tonna trilla. Veiddi hann 170 grásleppur og varð að raða þeim í bátinn. Á leið í land þurfti hann að andæfa, ein.s og stóru skipin stundum á Halamið- um og sigldi á tæplega hálfri ferð í land svo báturinn sykki ekki. Úr grásleppunum fékk hann 140 lítra af hrognum. Leif- ur & Co. veiddi í fyrradag 113 grásleppur og tvo rauðmaga o<g í gær 150 grásleppur og 28 rauð- maga. — Oddur. Athugosemd TIL að fyrirbyggja misskilning í sambandi við grein Sveins Guð mundssonar „Er tímabært að stofna síldarsölusam.band?“, sem birtist í blaðinu í gær, skal það tekið fram, að í Síldarútvegs- nefnd eiga sæti eftirtaldir menn: Erlendur >orsteinsson, formaður, kosinn af Alþingi; Jón L. >órð- arson, varaformaður, kosinn af Alþingi; Jón Skaftason, kosinn af Aiþingi; Sveinn Benediktsson, til nefndur af félögum síldarsalt- enda á Norður- og Austurlandi; Ólafur Jónssom frá Sandgerði. til nefndur af félögum síldarsalt- enda á Suðvesturlandi; Valtýr >orsteinsson, tilnefndur af L.Í.Ú. O'g Hanniibal Valdimarsson, til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands. utanríkisráðherra Breta, að Þjóðverjar fengju, sem önn- ur aðildarríki, aðild að yfir- stjórn kjarnorkumála NATO. Stewart er sagður hafa neit- að. — Ludwig Erhard flaug til Bonn í dag, eftir að hafa undanfarna tvo daga rætt við Harold Wilson og aðra ráðherra í London um ýmis mál varðandi NATO. Sam- kvæmt sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út að fundum þeirra loknum, munu þeir eink- um hafa rætt ýmis fjárhagsleg atriði varðandi brezka herliðíð, sem staðsett er á vegum NATO í V->ýzkalandi. Wilson hefur farið þess á leit við V->jóðverja, að þeir leggi meira fé af mörk- um varðandi kostnaðinn við að hafa brezka herli'ðið í >ýzka- landi, en til þessa hafa V->jóð- verjar greitt tvo þriðju kostnað- arins. Wilson og Erhard komust ekki að samkomulagi um þetta atriði, en samþykktu að setja á stofn sérstaka nefnd til að kanna allar leiðir í þessu sambandi og skyldi hún skila skýrslu fyrir 15. séptember n.k. Erhard og Wilson voru sammála um að Explorer 32 skotið á loft Kennedyhöfða, 25. maí — AP-NTB — Á MIÐVIKUDAG var skotið upp frá Kennedyhöfða gervi- hnetti, sem ber nafnið „Explorer 32“ (Könnuður). Verkefni þessa gervihnattar, sem er á stærð við fótknött, er að rannsaka efstu lögin í lofthjúpi jarðar. 45 mínútum eftir að Könnuð- ur fór á loft, tilkynntu vísinda- menn á Kennedyböfða, að hann hefði farið 320 km hærra en hann hefði átt að gera. Sérfræð ingarnir sögðu að þetta gæti haft einhver áhrif á tæki hnatt- arins, en það mundi taka nokkr- ar klukkustundir að fá úr þvi skorið. Vísindamenn á Kennedýhöfða ununu daglega vinna úr upplýs- ingum sem Könnuður sendir til jarðar. >eim er mest í mun að kynnast sem bezt þeim breyting- um, sem eiga sér stað í efstu lögum lofthjúpsins, og er það einkum vegna væntanlegra tunglferða. — S-Vietnam Framliald af bls. 1 sendu stúdentar , Hué bréf til Rauða krossins, sem þeir höfðu skrifað með eigin blóði. >ví næst settust þeir fyrir utan bandaríska sendiráðið og lýstu því yfir að þeir væru farnir í hungurverkfall til að mótmæla herstjórn Kys. Trúverðugar heimlidir 1 Vietnam segja, að Thich Tri Quang, leiðtogi Búdda trúarmanna, hafi tilkynnt banda rísku herstjórninni, að hann muni herða á mótmælaaðgerð- um gegn Ky, ef Bandaríkjaþing samþykki ekki hið bráðasta til- lögu þess eðli-s að Bandaríkin styðji ekki lengur núverandi stjórn í S-Vietnam. >að sem mesta athygli vakti á miðvikudag í Saigon, var að leiðtogi kaþólikka, faðir Hoang Quynh, sem til þessa hefur and- mælt öllum mótmælaaðgerðum Búddatrúarmanna, tilkynnti að héðan í frá styddi hann stjórnar andstæðinga. 1 bréfi, sem meðal annarra var undirritað af Fað- ir Quynh, og birtist í dagblaði Búddista í Saigon, var þess kraf ist, að Ky hershöfðingi segði af sér „vegna tilmæla yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar." nauðsyn bæri að hafa brezka herliðið áfram í >ýzkalandi, þar til samkomulag hefði náðst um afvopnun Evrópu. Sama máli gegndi um franska herliðið, sem de Gaulle hyggst draga út úr varnarkeðjunni 1. júlí. >eir voru ennfremur sammála um nauðsyn þess að styrkja samtökin og kváðust vona áð Frakkar breyttu afstöðu sinni. Valdamennirnir visuðu algjör- lega á bug þeirri tillögu Rússa að stofna til Evrópufundar um öryggismál, án þátttöku Banda- ríkjanna. Erhard og Wilson sögðu að þáttur Bandaríkja- manna í varnarsamtökum vest- rænna ríkja væri það mikill, að óhugsandi væri að ræða um ör- yggi Evrópu án þeirra. í yfir- lýsingu valdamannanna sagði, að þeir hefðu mikinn hug á að bæta sambúðina milli austurs og vesturs og að þeir myndu einsk- is láta ófreistað til að það mætti takast. Erhard og Wilson eru sagðir hafa rætt Vietnam-málið, en ekk ert var látið uppi um það í yfir- lýsingunni. Gerhard Schröder, utanrikis- ráðherra V->ýzkalands, var með Erhard í London og að því er AP fréttastofan segir, hafði Schröder farið þess á leit við Michael Stewart, utanríkisráð- herra, að V->jóðverjar fengju, sem önnur ríki í NATO, aðild að yfirstjórn kjarnorkumála sam- takanna. A'ð þvi er fréttastofan segir kvaðst Stewart ekki geta orðið við þessum óskum, en kvaðst vilja leggja áherzlu á það nú, sem hingað til, að Bonnstjórn in yrði að gera sig ánægða með að fá a'ðild að skipulagningu kjarnorkumála. — Uganda Framhald af bls. 1. fjögurra furstadæma landsins, sem kjörinn var til forseta yfir þeim öllum þegar landið hlaut sjálfstæði, en Dr. Milton Obote varð fyrir valinu í embætti for- sætisráðherra. Ekki féll vel á með Dr. Obote og furstanum Mutesa og voru jafnan með þeim nokkrar vær- ingar þótt hljótt færi, en í febrú ar í ár tók Dr. Obote af skarið og veik furstanum úr forseta- embættinu, og tók við því sjálf- ur og nam um leið úr gildi stjórnarskrá þá sem landinu hafði verið sett 1962. Mótleikur Mutesa var sá að krefjast þess nú fyrir nokkrum dögum, að landstjórinn hyrfi á brott með allt sitt hafurtask frá borginni Kampala, sem er i furstadæminu Buganda, því er Mutesa ræður í lögum og lofum enda „Kabaka" eða kóngur í ættir fram. Obote hugsaði málið en ákvað svo í gær að svara kröfum Kabakans með árásinni er áður sagði frá á höllina, á þeim forsendum að kröfur Mutesa væru tilraun til þess að grafa undan valdi landstjórnar- innar og einingu Uganda. Neyðarástandi hefur verið lýst í Uganda og útgöngubann er í Kampala. Seinustu fréttir herma, að frá stuðningsmönnum Mutesa sé kominn á kreik sá orðrómur, að hann sé hvorki dauður né fangi Obotes, heldur frir og frjáls og að öllum líkingum kominn úr landi. Opinberlega hefur engin tilkynning verið gefin út um aðsetur eða afdrif Mutesa. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16 legu skipulagi. Annað hefur þó komið á dagimin. >að eina sem munkarnir hafa til þessa sýnt sig færa um að gera, er að skipu leggja mótmælafundi með huindr uð þúsunda þátttakenda, haf- andi aðeins eitt markmið í huga, sem , sé að steypa núverandi stjórn af stólL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.