Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Timmtudagur 26. maf 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU — Til hvers ætti hún að vera að því? — Til hvers kom bún hingað fyrst og fremst? Ég hafði nú heyrt nóg og gerði nú það, sem ég hefði átti að gera strax. Ég gekk áfram og niðux tröppumar. Þau heyrðu til min og sneru sér bæði að mér. Jill var vand- ræðaleg á svipinn. — Mér þykir leitt að vera svona dularfull, sagði ég, eins glaðlega og ég gat. — Ekkert gæti verið mér meiri ánægja en það að segja ykkur, hvaða erindi ég átti hingað. Jill sagði ekkent, en snerist á hæli og gekk inn í hókastofuna. Steve lagði höndina á arm mér. — Komið þér og fáið glas af serríi, sagði hann, og foar óðan á. Það var alveg greinilegt, að Jill þótti mér vera ofaukið á heimili Steve. Hún hafði mikinn áhuga á honum, ef hún þá ekki var beinlínis ástfangin af hon- um, og lét eins og hún æ-tti hann. Við kvöldverðinn var ég að velta því fyrir mér, hverjar væru hans tilfinningar gagnvant henni. Þær lét hann lífci í ijós. Jill hafði verið fljót að komast í jafnvægi aítur. Hún var kurteis og vin- gjarnleg við mig, rétt eins og henni væri hætt að defta í hug, að ég hefði heyrt til hennar þeg- ar hún kallaði mig falsveru, en annars var það Peter Bentley, sem fojargaði kvöldinu og fékk samtalið til að fara eðlilega fram. Hver stúlka hefur einhvem- tíma hitt sinn Peiter Bentley. Töfrandi, laglegan kurteislegan og umhyggjusaman og nærgæt- inn og með gullhamra á reiðum höndum, en undir niðri ósveigj- anlegan,_ þrátt fyrir létta fram- komu. Ég kunni vel við Peter. Ég vissi alveg, að hvar ég hafði hann. Ég kunni vel við gull- hamrana hjá honum, og tók þeim eins og maður tekur skrauti á köku. Mér hefði aldrei getað dottið í hug, að þeir væru kakan sjáíf. Og enda þótt ég yrði nú þarna aðallega fyrir nær- gætni hans, af því að ég var ný, var ekki svo að skilja, að hann vanrækti ungfrú Daly eða Jill. Eftir matinn fékk hann Steve til að hringja upp Louise Sheld- on til þess að fullvissa sig um, að ég fengi fooð í samkvæmið í Hovenden. Hann sagði mér, hverskonar búningi ég skyldi vera i, og Steve bauðst til að aka mér til London til að leigja hann á sama stað og hann hafði þegar fengið sinn foúning leigð- an. Við sátum í setustofunni við kaffibollana, meðan við vorum að ræða þetta. Aðeins borðlamp- n- -□ 16 Q- -□ arnir höfðu verið kveiktir, og báru svo litla og takmarkaða birtu, að ekki bar á ljótu veggj- unum. Það var kasheitt þama inni. Gluggar og dyr voru opnar út í dimma, stjörnulausa nóttina, en engin gola var. Ungfrú Daly var farin í háttinn, en við hin lágum aftur á bak í stólunum okkar. Bruno var á eigri um stofuna og skellti sér öðru hverju niður þar sem hann hélt, að gólfið væri ofurlítið svalara. Hvorki Jill né Peter sýndu á sér neitt fararsnið. Mér varð allt i einu ljóst, hversu þetta samkvæmi hafði íngvi hrafn HEITT EÐA ÍSKALT LYSTUGT COW & GATE Tono KAKÓ-MALT EYKUR KRAFTA GEFUR ORKU EYKUR VELLÍÐAN Það er engin blekking TONO gerir yður veru- lega gott! Eftir erfiðan vinnudag • ■ • Fyrlr vaxandi börn Fyrir vœntanlegar mœður.. . Fyrir alla, sem þurfa lítils- hóttar upplyftingu, er T O N O rétta. TONO kakó-malt er framleitt úr fyrsta flokks nýmjólk, völdu súkkulaði, malt-korni og sykurefnum að viðbœttu D — fjörefni. DRAGIÐ EKKI AÐ DREKKA TONO... EfNAGERD REYKJAYIKUR H. F. fyllt huga minn allt kvöldið. Mér hafði ekki dottið í hug mitt eigið ástand, né heldur bréfið frá Yves, sem nú var að brenna gat á skúffuna í snyrtifoorðinu mínu. Af einhverjum ástæðum hafði ég ekki viljað bera það áfram í veskinu mínu. — Hversvegna eru allir orðnir svona þögulir? Feter foankaði á hnéð á mér til þess að vekja at- hygli mína. ’ En rétt eins og til þess að gera gys að orðum hans, heyrðist í sama bili þruma og elding foloss aði upp í öllu myrkrinu úti fyr- ic. — Ég vissi alveg, að það mundi koma óveður. Jill stóð upp og gekk út að garðgluggan- um. Hitafoylgjunni er lokið. Það kenndi saknaðar í röddinni. Svo kom rigningin. Fyrst skúrir, en svo var eins og hellt væri úr fötu. Ég var afskaplega óróleg. Svona hafði einmitt rignt þarna um kvöldið, þegar ég var næst- um að dauða komin. En ég hark- aði af mér þessa óró og gekk til að hjálpa Jill að loka gluggun- um. Piero kom í dyrnar og leit spyrjandi á húsfoónda sinn. • — Vill nokkur meira kaffi? spurði Steve, en kinkaði síðan fcolli til forytans, að hann tæki foollana út. — Ég verð að fara að koma mér heim, sagði Jill. — Get ég ekki farið með þig? sagði Steve. — Ég er sjálf í bíl. — Bíddu þangað til styttir upp. Ég lá aftur á bak í stólnum mínum og horfði á hendumar á mér, með gullhringunum — gift ingarhringnum og hinum, sem var digur og alsettur gimstein- um. Ég lagði hart að mér að muna eitthvað — eitthvað, sem lá á yztu útjöðrum minnisins. Eftir augnaiblik mundi það koma. — Júlía, sagði Peter Bentley, — þú minnir mig á einhverja og ég hef verið að velta því fyrir mér í allt kvöld og nú man ég það. Ég leit á hapn með heimsku- svip og nú hafði þráðurinn slitn- að hjá mér. Hvað, sem það kynni nú að vera, sem hafði verið að skríða inn fyrir sjóndeildarhring inn, þá var það nú farið og hug- urinn jafntómur og áður. — Og hvern minni ég yður á? sagði ég. — Það er sfcúlka, sem er að þjóta í kring á hesti á einhverri sýningu. Hún er fim í þessu og á heima einhversstaðar nálægt Halliford....... — Það er nú meira en sextíu mílur í fourtu, sagði Jill. — Hvað á hún að heita? — Kannski mundi þessi kona í Halliford halda, að þér væruð 'hún sjálf? Þér hljótið að eiga tvífara, sagði JilL — Nei, sagði Feter. — Það kemur ekki til mála. Júlía á sér engan tvífara. Kigningunni stytti upp jafn snögglega og hún hafði byrjað. Jill ákvað að fara heim og Peter stóð einnig upp til að fara. — Þér verið að koma í kvöld- verð til mín einhverntíma, sagði hann um leið og hann hélt í hönd mína til að kveðja mig. — Ég ætla að fá Steve til að skjóta yður yfir til mín, eitthvert kvöldi ið. Það er ekki eins fínt hér mér eins og hérna, en ég hef fyrir- myndar eldaibusku — hún er skozk! j Við Hverfisgotu Til sölu er lítið timburhús á steyptum kjallara við Hverfisgötu. Á hæðinni er 4ra herb. íbúð og í kjallara 1 herbergi og eldhús. Húsið er laust nú þegar. — Húsið stendur á eignarlóð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Sími 14314. Starfsfólk óskast til afleysinga vegna sumarleyfa. Viljum ráða tvo bifreiðasjóra til útkeyrslu á vörum innanbæjar og einn bifreiðastjóra til utanbæjaraksturs. Viljum einnig ráða 3 menn til afgreiðslustarfa í heildsölu afgreiðslu okkar að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands 4ra herb. íbuð Til sölu er 4ra herbergja endaíbúð á 6. hæð við Kleppsveg. Selst tilbúin undir tréverk og sameign úti og inni tilbúin, þar á meðal lyfta og vélar í þvotta húsi. Afhendist í júní—júlí 1966. Mjög fagurt útsýni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. KAllPMEi - KAUPIfLÖO NÝJUNG KJÖTSAGARBLÖÐ ALLAR STÆRÐIR Sveigjanleg (FLEXIBLE) Hertur slitflötur (HIGH SPEED) Sendum um allt land. bit5tál Grjótagötu 14 P. O. Box 1333. Sími 21-500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.