Morgunblaðið - 26.05.1966, Síða 23
Fimmtuíagttr 26. maí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
23
Elín Þorsteinsdóttir
Ólafsfirði — Minning
F. 11. desembcr 1886.
i D. 5. apríl 1966.
’ ÞEGAR ég, sem þessar línur
rita, fluttist sem prestur til
Ólafsfjarðar vorið 1924, þekkti
ég engan, væntanlegra sóknar-
barna minna, þótt ég væri fædd
ur og alinn upp við utanverðan
Eyjafjörð. Þó hafði ég heyrt
getið nafna nokkurra manna,
sem þar áttu heimili, og sérstak-
lega nafns eins manns, sem mik-
ið orð fór af, sem miklum afla-
manni, og þekktur var sem slík-
ur um allan Eyjafjörð og víðar.
Þessi maður hafði ungur að ár-
um gerst formaður á áraskipum
en síðar á vélbátum og varð
að venju aflahæstur í lok ver-
tíða. Þessi maður var Þorváldur
Friðfinnsson, Svarfdælingur að
eett, eiginmaður þeirrar konu
sem hér verður minnst nokkr-
um orðum, Elínar Þorsteinsdótt-
ur.
Ég hafði því mikla löngun til
eð kynnast þessum manni þá er
leið mín lá til Ólafsfjarðar, enda
rættis brátt svo, og með okkur
Þorvaldi tókst vinátta, sem ent-
ist um áratugi, og oft var ég og
lcona mín gestir á heimili þeirra
Þorvalds og Elínar í fallega hús-
inu þeirra í Brekkugötu 13, sem
jþau voru að byggja um þær
mundir er ég flutti í Ólafsfjörð.
Þessi merkilegi maður Þorvald-
ur Friðfinnsson, leyndi því ekki,
«ð þar fór mikill persónuleiki,
maður myndarlegur á velli,
kunni að skipuleggja öll vinnu-
brögð við útveginn í landi, lærði
»f reynslunni um fiskigöngur,
gjörþekkti fiskimiðin, lagði
ekki lóð sín blint í sjóinn þess
vegna brást honum sjaldan afl-
inn. Við hlið þessa manns stóð
eiginkonan, dugleg og reglusöm
í öllu heimilishaldi, hógvær og
bljúg í framkomu. Heimili þeirra
bar því svip reglusemi og festu,
en jafnframt innileika og ást-
úðar í garð gestsins sem að garði
bar.
Frú Elín var fædd að Hólkoti
I Ólafsfirði 11. desember árið
1886. Voru foreldrar hennar Þor
steinn Jbnsson bóndi og síðar
útvegsmaður í Ólafsfirði og kona
hans Sigurbjörg Jóhannesdóttir.
ó)st Elía upp í foreldrahúsum,
í stórum systkinahópi, sem öll
eru látin nema einn bróðir Jón
Þorsteinsson vélsmiður í Ólafs-
firði. Urðu systkinin öll merkir
menn og konur.
Árið 1909 giftist Elín Þorvaldi
Friðfinnssyni, sem áður er nefnd
ur og bjuggu þau alla hjúskap-
artíð sína í Ólafsfirði Þeim
hjónum varð tveggja barna auð-
ið, sem bæði dóu í blóma aldurs.
Guðrún andaðist á Kristneshæli
eftir erfiða sjúkdómsbaráttu ár-
ið 1935 og Albert drukknaði ár-
ið eftir. Mann sinn missti Elín
árið 1947.
Fyrstu ekkjuárin bjó Elín í
húsi sínu í Brekkugötu 13, en
seldi hús sitt og flutti til Reykja
víkur og dvaldi þar um nokkur
ár hjá frændkonu sinni frú
Helgu Marteinsdóttur veitinga-
konu. Fluttist svö aftur til Ólafs
fjarðar og átti heimili hjá Sig-
urði Guðmundssyni og konu
hans Birnu Friðgeirsdóttur
kennara. En síðustu árin dvaldi
Elín á Akureyri hjá systurdótt-
ur sinni Ástu Magnúsdóttur, og
' andaðist í sjúkrahúsi Akureyrar
Sólstólar
Alls konar. — Mikið úrval.
Geysir hf
Vesturgötu 1.
Húseigendur athugið
Okkur vantar 2ja herb. íbúð nú þegar. — Erum barn
laús. Algjörléga reglusöm og vinnum bæði úti. —
Vinsamlegast hringið í síma 34902 eftir kl. 6.
Iðnaðarhúsnæði
ca. 300 ferm. til leigu í Kópavogi. — Tilboðum, er til
greini iðngrein, sé skilað til afgr. Mbl. fyrir mánaða
mót, merkt: „Iðnaður — 9792“.
5, apríl s.l. og var jarðsungin
frá Ólafsfjarðar kirkju 15. sama
mánaðar að viðstöddu fjöl-
menni.
Eins og áður er minnst, tókst
vinátta milli míns heimilis og
þeirra hjóna Þorvalds og Elínar.
Nutum við hjónin oft í ríkum
mæli gestrisni og góðvildar
þeirra hjóna. Efnahagur þeirra
Þorvalds og Elínar var góður og
traustur, börnin uxu upp mynd-
arleg og elskuleg og lífsgæfan
virtist brosa við heimilinu. En
brátt dró ský fyrir sólu. Dótt»
irin veiktist og var kolluð á
brott; og ári síðar drukknaði
sonurinn. Mikill harmur varð
hlutskipti heimilisins.
Ég minnist kvöldsins þegar
sýnt þótti að drukknun Alberts
hafði átt sér stað. Um morgun-
inn hafði hann lagt frá landi á-
samt öðrum ungum manni. Veð-
ur var þá bjart og kyrrt, en er
líða tók á daginn spilltist veð-
ur og bátur ungu mannanna
kom ekki að landi, og um kvöld
ið brast á norðan stórhríð. Eng-
inn efi að slys hafði orðið. I.aust
fyrir miðnætti gekk ég til hjón-
anna Þorvalds og Elínar. Þung
og erfið spor, eins og prestur-
inn þurfti því miður fyrr og
siðar að ganga, þegar slys bar
að höndum. Þetta kvöldi skildi
ég bezt, hvílíku sálarþreki,
kjarki og æðruleysi þessi hjón
voru búin. Þá urðu þau í sann-
leika prestar prestsins, sem átti
að vera sá sterkasti á harms-
stundinni.
Nú er allt þetta vinafólk mitt
horfið bak við tjald dauðans. En
eftir lifi er minningu minni og
margra annara þakklæti og
blessun. Áratugur er brátt lið-
inn síðan ég kvaddi söfnuð
minn nyrðra.
Árlega berast fréttir að heim-
an að gamalt sóknarbarn hafi
horfið af starfssviði jarðar. Og
ef leið mín lægi í dag heim á
fornar slóðir, myndi margra
andlita saknað, sem um áratugi
mættu mér á veginum, vonarrík
og glöð í önn og starfi daganna,
en einnig hógvær og styrk þá
erfiðleikar og raunir steðjuðu
að. Gróin leiði og nýorpin í
kirkjugarðinum segja sína sögu.
Þangað liggur leið gestsins og
minningarnar vaka og vakna um
liðið samlíf og samstarf um
mörg ár. Ég lifi á ný yndislegar
stundir á heimili svo margra
vina. En einnig harmsstundir
þegar trú hins starfssama manns
og konu er hið eina sem bjarg-
ar.
Ég minnist einnig þegar vor-
sólin skein. Sé fjörðinn lygnan
geislum merlaðan í morgunsól-
inni, sé bátana hverfa frá landi
í leit að björg, sé þá koma af
miðunum drekkhlaðna, sé fólkið
leggja nótt með degi í starfi og
striti fyrir því að mega lifa.
Ég sé konur og börn heilsa feðr-
um og eiginmönnum þakklát-
söm fyrir gjafir og handleiðslu.
En ég lifi einnig minningar
harmsstundanna, þegar sorti
norðurins bar brotnandi hol-
skefluna að landi, þegar brim-
gnýrinn bar harmaljóðin frá ein-
hverri kaldri Skor.
Þau Þorvaldur og Elín höfðu
lifað allt þetta, notið yndisieika
starfs og athafna, en einnig
reynt lif harmanna, heyrt
harmljóðið mikla um ástvininn
sem öldur hafsins tóku í faðm
sér.
Þess vegna vildu þau sýna í
verki hug sinn og hjartalag, með
því að gefa stórfé — á þeim
tíma er gefið var — til slysa-
varna, til björgunarskútu Norð-
urlands, sem ber nafn sonarins,
sem drukknaði í blóma lífsins.
Fögur gjöf, sem á sinn þátt í
að fækka slysum og forða mörgu
heimilinu frá harmi og sorg.
Þökk sé þér Elín og ykkur
hjónum báðum fyrir allt það er
þið í lífi og starfi gáfuð þjóð
ykkar og okkar. Þökk fyrir vin-
áttu um mörg ár.
Ingólfur Þorvaldsson.
Hestamannafélagið Andvari
Garita- og Bessastaðahrcppi
Aðalfundur félagsins verður haldinn í samkomu-
húsinu að Garðaholti fimmtudaginn 26. þ.m. og
hefst kl. 8,30 e.h.
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinum verður skráð í hagagöngu fyrir sum
arið, eru því þeir félagar, sem hyggjast láta hross
sín í hagagöngu hjá félaginu, hvattir til að mæta.
STJÓRNIN.
Atvlnnu
Ungur, reglusamur maður óskast til afgreiðslu- og
lagerstarfa í bóka- og ritfangaverzlun í mið-
bænum. — Tilboð með upplýsingum sendist í póst-
hólf 392, merkt: „Starf“.