Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 3
ílmmtuclagur 26. fflsí 1966 MORGUNBLAÐID 3 í KVÖLD og næstu daga er að vænta stórviðburða í tónlistarlífi borgar'búa. — Hingað til lands er kominn einn fremstri píanóleikari heims. Wilhelm Kempff, og mun hann leika á tvenn um hljómleikum með Sin- fóníuhljómsveitinni og á laugardag mun hann halda sjálfstæða tónleika í Há- skólabíói. Þótt Kempff sé nú orðinn 71 árs gamall er hann afkastamikill konsert píanóleikari og eru tónleik ar hans skipulagðir tvö ár fram í tímann. Hingað kom Kempff frá Ítalíu, en þar á undan var hann í tónleika- ferð í Rúmeníu og þang- að flaug hann frá San Fransisco. Wilhelm Ferbafaskan hafnaði hinsvegar I Píanoleikarinn og tónskáld- j ?ð Wilhelm Kempff er faedd- ur árið 189*5 í Jiiterborg í I Þýzkalandi, en fluttist með i fjölskyldu sinni til Potsdam, þar sem faðir hans var ráð- inn sem tóniistarstjóri. Hann 1 er af merku tónlistarfólki kom inn og afburða tónlistarhæfi- leikar hans komu snemma í ljóe. Faðir hans var í senn 1 organleikari og söngstjóri og I hjá honum hóf hann fyrst tón- listarnám, en innritaðist síðan í Músikháskólann í Berlín að- 1 eins 9 ára að aldri. Á unglings i árum hlaut ihann Mendelsohns j verðlaunin fyrir píanóleik og tónsmíðar og um tvítugt var 1 hann ráðinn sem píanóleikari og organleikari me'ð Dómkórn um í Berlín í tónleikaför til Norðurlanda. Um 5 ára skeið 1 var hann einnig forstjóri Kon- J servatiorísins í Wiirtemberg, l en varð að segja því starfi ^ lausu vegna tónleikahalds. — | Ferill hans sem píanóleikari j hófst um 1920 og hefur hann i siðan ferðazt víða um heim, austan hafs og vestan, og leik- | ið með öilum beztu hljóm- | sveitum heims. , Welhelm Kempff hefur sam ið fjölda tónverka og má þar ! nefna fjórar óperur, sinfóní- í ur, píanókonsert, fiðlukonsert, j kórverk og kirkjutónlist, og auk þess allmikið af kammer- I tónlist. i Hér á landi, sem vfðar, er i Kempff þekktastur fyrir hljómplötur sínar, en hann 1 hefur m.a. leikið inn á plöt- ur allar píanósónötur Beet- hovens, sónötur Mozarts og i Söhuberts, pianóverk Brahms og Sehumanns, alla píanókon- serta Beethovens og Brahms og meiri hlutann af píanókon- sertum Mozarts. í kvöld mun Kempff leika a-moll konsertinn eftir Schu- mann. Önnur verk á efnis- skránni, eru nýtt tónverk eft- ir Jón Nordal, Adagio fyrir strengjasveit, blásara, hörpu og píanó, og Gullhaninn, hljómsveitarsvíta eftir Rim- sky Korsakoff. Á föstudags- kvöldið mun Kempff leika fjórða píanókonsert Beethov- ens, en verk þetta er af mörg- um talið vera meistarans bezti konsert. Önnur verk á þessum aukatónleikum, eru Diverti- mento 2S1 eftir Mozart og Sinfónía nr. 88 eftir Haydn. Á laugardag kl. 17 mun Kempff halda sjálfstæða tón- leika í Háskólabíói. Á efnis- skránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Brahms. Á fundi með fréttamönnum í gær, gat píanósnillingurinn þess, að nokkrum sinnum hefði það komið Jyrir að ihann hefði týnt kjólfötunum sínum á ferðalagi. Það er að segja, hann hefur nokkrum sinnum glatað ferðatöskunni sinni. Þetta skeði enn einu sinni nú, því þegar Kempff kom til fslands í fyrrakvöld var taskan hans horfin. Sam- kvæmt seinustu fréttum er ferðataska Kempffs nú til húsa í San Fransisco. Kempff kvaðgt vonast til að fá tösk- una í dag. Þess má geta að það hefur komi’ð fyrir oftar en. einu sinni að hann hefur fengið töskuna hálftíma fyrir i San Francisco konserta. Eitt sinn var ferðinni heitið á Wagnersfestival í Bayreuth. Taskan týndist rétt einu sinni og fannst um síðir í Beirut í Líbanon. Árin 1017—18 dvaldi Kempff í Svíþjóð og bjó þá hjá hin- um þekkta guðfræðingi Natan Söderblom. Kempff hafði frá mörgu skemmtilegu að segja í sambandi við dvöl sína í Sví- þjó'ð og gat þess að í gamni hefði hinn þekkti guðsmaður oft verið_ nefndur Satan Nöd- erblom. Á þessum árum komst Kempff í kynni við merkt lista fólk í Svíþjóð, þ.á.m. Selmu Lagerlöf. í gærmorgun æfði Kempff með hljómsveitinni og sagði Ihann fréttamönnum með mörgum fögrum orðum hve undrandi hann hefði veri'ð yf- ir ágæti hennar. Eftir að blaðamannafundin- um lauk, ræddi fréttamaður Mbl. við píanósnillinginn í nokkrar mínútur um starf hans sem kennari. — Ég er ekki góður kennari, sagði Kempff, en hef þó fengizt við kennslu frá því 1924. Ég stofn aði á sínum tíma tónlistar- skóla með nokkrum vinum mínum, þeim Max Schillings, Edwin Fischer, D’Albert og Giseking. Síðar stofnaði ég skóla í Positano me'ð snillingn um Alfred Cortot. Þar hefi ég ennþá um 15 nemendur ár- lega. Það er í rauninni ekki píanókennsla í venjulegum skilningi, sem þarna fer fram. Þangað er boðið afburðafólki af yngri kynslóðinni. Fóiki, sem þegar hefur getið sér góðan orðstír víða um heim. Margir nemendanna hafa unn ið fyrstu verðlaun í ýmsum píanósamkeppnum t.d. í Brússel, Yarsjá og vfðar. Það sem ég legg mesta áherzlu á við kennsluna í Positano, er túlkun á verkum eftir Beet- hoven. Meðal nemenda minna hafa verið margir af þekkt- ustu ungu píanóleikurunum í dag, t.d. Júrge Demus og bandaríski píanóleikarinn Daniel Pollak. Þeir hafa víst báðir komið hingað. Frábærir píanistar báðir tveir. Einnig hefur verið (hjá mér tyrknesk stúlka, Idyl Byret að nafni. Hún er sannkallað undrabarn. Hún er aðeins 22 ára gömul en hefur leikið bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu og hvarvetna hlotfð frábæra dóma, sem hún og á skilið. Idyl Byret hefur fengið leyfi yfirvaldanna í Tyrklandi til að búa í París. i Þegar hún leikur píanókon- serta með hljómsveitum, er jþað algengt að hún „impróvis eri“ kadensurna og gerir hún það mjög vel. Jé, Byret er óneitanlega undrabarn. Annar góður nemandi, sem ég man eftir í svipinn, er Edward Auer. Hann hlaut þriðju verð l laun í Varsjársamkeppninni / fyrir skömmu, en pólsku á- \ heyrendurnir voru þó á þeirri skoðun, að hann héfði átt a’ð fá fyrstu verðlaun. Auer býr nú í Kaliforníu. Þegar hér var komið sögu, kvaðst Wilhelm Kempff þurfa að fara að æfa sig, ef hann finndi einhversstaðar slag- hörpu, því hann ætti að spila á Bach festivali i Leipzig í næstu viku. Sendiherror Bandoríkjonna og Kína ræðasl við í Vorsjó Varsjá. 25. maí. — AP—NTB. SENDIHERRAR Kína og Banda- rikjanna í Póllandi, ræddust við í þrjár stundir á miiðvikudaginn. Skiptust þeir á skoðunum stjórna sinna á ástandinu í suðaustur- Asíu og sambandið milli Banda- rikjanna og Kma. Eftir fundinn sagði bandariski aendiherrann, John Gronusky, að viðræður sem þessar væru mjög þýðingarmiklar fyrir bæði rikin. Frá iþví árið 1954 hafa sendiherr- arnir átt 131 futid. — Við munum halda þessum fundum áfram, sagði Gronusky, — ef það má verða til að minnka spennuna milli landanma. Kín- verskl sendiherrann, Wang Kuo Ghuan, sagði er hann var spurð- ur álits um ástandið í suðaustur Asiu, að meðan Bandaríkjamenn breyttu ekki stefnu sinni þar, myndi spemnan ekki minnka. Áætlað er að sendiherrarnir hittist á ný 7. september n.k. Trúverðugar heimildir í Varsjá álíta, að bandaríski sendiherrann hafi fært þriðju kínversku kjarn orkusprenginguna í tal við þann kínverska. Wang Kuo Chuan mun aftur á móti hafa borið fram mótmæli vegna flugs banda rískra þota yfir kínverskt land, er þær gerðu sprengjuárásir á N-Vietnam fyrir skömmu. Tilkynning um bólusólt ÞAR sem enn hefur ekki tek- ið fyrir bólusóttina í héraðinu Staffordshire í England, eru ferðamenn áminntir i™ að láta bólusetja sig í tæka tíð, áður en þeir fara til Englands. (Frá landlækni) STAKSTFINAR St j ómarm yndun í Finnlandi Stjórnarmyndun í Finnlandi með þátttöku sósíaldemókrata, miðflokksins, kommúnista og simonita er nú loks að ljúka. Finnska blaðið Hufudstadsblad- et segir um þessa stjórnarmynd- un fyrir nokkru: „Aðilar hinnar fyrirhuguðu ríkisstjórnar sem væntanlega verður mynduð í vikulokin láta ekki í ljós neina sérstaka hrifn- ingu gagnvart hver öðrum í mál- gögnum aðildarflokkanna. Aðal- málgagn sósíaldemókrata leggur áherzlu á efnahagsvandamálin og nauðsynlegar ráðstafanir í þeim efnum og í grein í sama blaði er því lýst yfir að nú hefj- ist i Finnlandi tímabil mikilla áhrifa sósíaldemókrata, og að kommúnistar og miðflokkurinn verði að sætta sig við það, ef ekki eigi að taka við pólitisk óstjórn í Finnlandi. Málgagn miðflokksins í höfuðstaðnum hefur takmarkaða trú á starfs- hæfni hinnar fyrirhuguðu ríkis- stjórnar og lætur í Ijós sterkar efasemdir um að Jafnaðarmanna flokkurinn og Paasio, formaður hans, sé því hlutverki vaxinn að veita forystu rikisstjórn, sem augljóslega er sundruð frá byrj- un. Kommúnistar eru mjóg óánægðir og telja að þrjú ráð- herraembætti séu ekki nægilega mörg fyrir þá. Símonítarnir skamma sósíaldemókrata og lýsa því yfir að hinir síðastnefndu hafi látið undan kröfum mið- flokksins og þess vegna sé ekki um að ræða þá vinstri stefnu, sem kjósendum hafi verið lofað.“ Urslitin krufin til mergjar Á næstu vikum og mánuðum munu stjórnmálaflokkarnir hér á landi kryfja til mergjar úrslit borgar- og sveitarstjórnarkosn- inganna sl. sunnudag. Vafalaust munu niðurstöður þeirra hafa áhrif á stefnu flokkanna í þing- kosningum þeim, sem fram eiga að fara að ári. En þótt borgar- og sveitarstjórnarkosningum sé nú lokið er enn tiðinda að vænta af stjórnmálasviðinu. 1 júni renna samningar verkalýðsfélag- anna út og vafalaust eiga for- ystumenn verkalýðssamtaka og atvinnurekenda erfitt samings- tímabil fyrir höndum. Sl. tvö ár hefur tekizt að koma á kjara- samningum án verkfalla, og yfir- leitt hafa menn talið það spor í rétta átt. Verkalýðsfélögin hafa einnig farið inn á nokkuð nýjar brautir í samningamálum sínum og hafa menn einnig talið það vera spor í rétta átt. Eftir stend- ur þó sú staðreynd að þrátt fyrir tiltölulega hófsamlega kjara- samninga siðustu tvö ár hefir ekki reynzt fært með sameigin- legu átaki verkalýðsfélaga, at- vinnurekenda og ríkisvalds að takmarka verðbólguna. En það hlýtur að verða meginmarkmið þessara aðila. Eigum margt ólært Sumum kann e.t.v. að þykja það fullreynl að slíkt sé ekki hægt eftir reynslu kjarasamn- inga síðustu tveggja ára, en á það má þó benda að með þeim hefur töluvert áunnizt, og þess er ekki að vænta áð við ráöum niðurlögum verðbólgunnar á stuttum címa. Til þess eigum við ýmislegt ólært, en miklu máli skiptir að sú stefna, sem verið hefur að þróazt í kjaramál- um síðustu árin haldi áfram og er þess að vænta að svo verði einnig að bessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.