Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 196< Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakiff. Hyggjast Búddistar ná MEIN, SEM EKKI völdum í S-Vietnam? VERÐUR LÆKNAÐ í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL llir segjast vera á móti verðbólgu og dýrtíð. All- ar ríkisstjórnir síðustu ára- tuga hafa reynt að hamla vexti hennar. En þrátt fyrir það hefur verðbólgan haldið áfram að vaxa og afleiðing hennar, dýrtíðin, bitnað á þjóðinni. Núverandi ríiksstjórn hef- ur gert víðtækar ráðstafanir til þess að hindra vöxt dýrtíð- ar og verðbólgu. Henni tókst að afstýra því hruni, sem við blasti af völdum óðaverð- bólgu, er var arfur frá vinstri stjórninni. Jafnframt tókst henni að skapa jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar og tryggja bjargræðisvegunum möguleika til þess að endur- nýja tæki sín og taka tækn- ina í þjónustu sína í stöðugt vaxandi mæli. En þrátt fyrir það að svo vel tækist til undir forustu Viðreisnarstjórnarinnar í upphafi fór svo að ekki varð til lengdar hamlað gegn vexti verðbólgunnar. Hún tók að vaxa að nýju og er í dag alvarlegasta vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Kjarni málsins er sá að verðbólgan er mein, sem aldrei verður læknað í eitt skipti fyrir öll. Til þess að henni verði haldið niðri þarf samræmdar aðgerðir, og um fram allt vilja þjóðarinnar sjálfrar. En þrátt fyrir það að allir segist vera á móti dýrtíðinni fer því þó víðs fjarri að sá vilji birtist alls staðar í verki. Stjórnarand- sfcöðuflokkarnir, Framsóknar- menn og kommúnistar, hafa t.d. lagt höfuðáherzlu á það öll þau sjö ár, sem núverandi ríkisstjórn hefur farið með völd að torvelda baráttu hennar gegn verðbólgunni. Þeir hafa eftir fremsta megni reynt að örva kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags og linntu ekki látúm fyrr en vísitölufyrirkomulagið var tekið upp að nýju, enda þótt vitað sé að það hafi á liðn- um tíma átt yerulegan þátt í hinni óheilbrigðu efnahags- þróun. Það kemur því vissulega úr hörðustu átt þegar Fram- sóknarmenn og kommúnistar skella skuldinni af vaxandi verðbólgu á ríkisstjórnina, sem barizt hefur af alefli gegn henni. EINFÖLD STAÐREYND rngum hugsandi manni get- ur blandast hugur um það að það eru hin stóru stökk í kaupgjalds- og verðlagsmál- um, sem átt hafa mestan þátt í að hleypa verðbólgunni af stað hvað eftir annað, og jafn- an eftir að tekizt hefur að halda henni niðri um skamm- an tíma. í þessu sambandi er það ómaksins vert að gefa gaum því sem gerist í þessum efn- um meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem víða er samið um kaupgjald til þriggja ára, nú síðast í Svíþjóð með 2% kauphækkun á ári að meðaltali að viðbættri nokkurri styttingu vinnutíma, sem einnig er framkvæmd i þremur áföngum. Þetta gerist þrátt fyrir það að Svíar eru ein ríkasta og háþróaðasta iðnaðarþjóð í Evrópu. Það er vitanlega eðlilegt að einstaklingarnir vilji bæta lífskjör sín og verða þátttak- endur í vaxandi arði, sem aukin tækni og meiri fram- leiðsla dregur í þjóðarbúið. En þessar kröfur verða að vera í einhverju samræmi við raunverulega greiðsiugetu út flutningsatvinnuveganna. — Það hafa þær ekki verið hér á landi síðustu árin. Þess vegna hefur farið sem raun ber vitni, og þess vegna á fjöldi útgerðarfyrirtækja og fiskiðnaðarfyrirtækja nú við mikla erfiðleika að etja af völdum stóraukins tilkostn- aðar. Ef íslenzka þjóðin vill í raun og sannleika lækna mein verðbólgunnar verður hún að sýna meiri ábyrgðartil- finningu og líta af meira raunsæi á hag sinn heldur en hún hefur gert um skeið. Það er fásinna að halda að hið íslenzka þjóðfélag og bjarg- ræðisvegir þess geti risið undir t.d. 15—20% kaup- hækkunum á ári á sama tíma sem ríkustu þjóðir Evrópu telja hagvöxt sinn leyfa að meðaltali 2—4% kauphækk- un á ári. Þetta er svo einföld stað- reynd að hún ætti að vera öllum auðskilin. Ef íslend- ingar halda áfram að neita því hreinlega að viðurkenna HVERT er takmark Búddistanna í Vietnam? Eru ítök >eirra meðal fótksins eins mikil og af er látið? — Svör við þessum spurning- um er að finna í grein, sem ný- lega birtist í vikuritinu U.S. New & World Report. Grein þessi fjallar um trúmálin í Viet- nam og birtist hún hér lauslega þýdd. Faðir Hoang Quynh Stjórnmálabaráttan í S-Viet- nam síðustu vikurnar hefur leitt það í ljós, að Búddistar hafa mikinn hug á að ná yfirtökunum í stjórn landsins. Búddisminn í Vietnam er af mörgum og ólíkum gerðum og er áhugi Búddatrúkr- manna á stjórnmálum og völdum mjög mismunandi. Hin „Samein- aða Búddaregla“ telur um eina milljón manna, en íbúar S-Viet- nam eru taldir vera um 15 milljónir. Hinir „Sameinuðu“ telja sig hafa mikið fylgi meðal „óháðra“ í Saigon og i fjölmörg- um öðrum borgum og bæjum. í landinu eru 1,9 miiljón ka- þólikka og eru margir þeirra flóttam-enn frá N-Vietnam. Þar að auki eru fjölmargir Montagn- ard ættflokkar, sem trúa á stokka og steina; illa og góða anda í hæðum, hólum, fjöilum og fljót- um. Um fjórar milljónir Viet- nambúa, sem flestir eru bændur, tilbiðja sálir forfeðra sinna. Tvö afsprengi af Búddatrúarflokkn- um eru Cao Dai, sem telur 2,5 milljónir og Hoa Bao, sem telur um 2 milljónir. Þessii; tveir síðast nefndu trúarhópar lúta ekki að neinu leyti stjóm hinna „Sam- hana, getur enginn mannleg- ur máttur komið í veg fyrir stöðugt vaxandi verðbólgu og dýrtíð. Ef þjóðin hins vegar gerir sér þetta ljóst og miðar kröf- ur sínar við raunverulega greiðslugetu framleiðslunnar og eðlilegan hagvöxt, verður verðbólgan stöðvuð og áfram haldið því mikla uppbygg- ingar- og umbótastarfi, sem nú stendur yfir í hinu ís- lenzka þjóðfélagi. FISKIRÆKT í FJÖRDUM íslendinga greinir ekki á um það að eitt þýðingarmesta verkefni framtíðarinnar er einuðu“, en :þeir em sem kunn- ugt er undir stjórn Thich Tri Quangs, sem harðast hefur barizt gegn herstjórn Kys. Búddamúnkar þeir, sem hávær astir eru þessa dagana, hafa áva'llt verið flöktandi í stjór-n- málum. Þeir hafa ýmist verið hlynntir eða á móti Bandaríkja- mönnum og sömuleiðis ýmist and vígir eða hlynntir kommúnist- um. Talið er að Thich Tri Quang sé ekki eins valdamikill nú og hann hefur verið, og hefur hann að undanförnu átt í útistöðum við Búddatrúarmenn í Saigon. Einnig þykir víst, að ef her- stjórnin í Saigon uppfyllir ein- hverjar af óskum Quangs, þá muni það leiða af sér versnandi aðstöðu Bandaríkjamanna í Viet- nam. Quang hefur sagt, að hann vilji ekki að bandaríska herliðið verði kvatt á brott að svo stöddu. Thich Tri Quang Þó era margir Bahdaríkjamenin þeirrar skoðunar, að þegar nýtt þing verður kvatt saman eftir hinar væntanlegu kosningar, muni Quang verða fyrstur manna til að bera upp tillögu um að bandaríska herliðið hverfi á brott. Atkvæðagreiðsla um það mál yrði vafalaust tvisýn. Þótt úr- slitin yrðu Bandaríkj amöninum í vil myndu þeir án efa íhuga hvort ekki væri heppilegast að hverfa á brott. Þetta er trúlega það sem Quang vill: að Banda- ríkjamenn yfirgefi Vietnam, án þess að Búddistarnir þurfi að krefjast þess. Þó eru engar líkur verndun fiskimiða land- grunnsins. í þeim efnum hef- ur Alþingi og ríkisstjórn markað stefnuna; Takmark íslendinga er yfirráð lands- grunnsins • alls og hagnýting fiskimiða þess í þágu íslend- inga einna. .^Að þessu tak- marki er unnið af festu og árvekni. En margt fleira er hægt að gera til þess að vernda fiskistofnana og halda þeim við. Sigurður Bjarna- son, alþingismaður, benti t.d. á það í útvarpsræðu á Al- þingi í yor að nauðsyn bæri til þess að íslendingar tækju að undirbúa fiskirækt í fjörð- um, þar sem skilyrði eru fyr- ir hendi. Óhætt er að fullyrða að hinir djúpu firðir í strand- lengju ísiands séu sumir taldar á því, að Quang hyggíst ganga kommúnistum í N-Viet- nam á hönd. Kalþólikkar eru þeirrar skoð- unar, að frjálsar kosningar séu nauðsynlegar, og að komið verði á góðri stjörn í landinu. Þeir eru þó ekki eins áfjáðir og Búddist- arnir í kosningar þegar í stað. Faðir Hoang Quynh, leiðtogi þeirra 700 þús. kaþólikka, sem flýðu frá N-Vietnam árið 1954, er kommúnistar tóku þar völd, er helzti talsmaður þeirra, sem ekki vilja frjálsar kosningar þeg ar í stað. Quynh álítur, að meira en 4 milljónir Vietnambúa séu einlægir fylgjendur herstjórnar- innar, en að 7 milljónir lúti her- stjórninni að degi til en Viet- Cong á nóttunni. Quynh óttast að kosningar nú muni verða tii þess að allmargir málaliðar og næturáhangendur Vietcong muni komast á þing og jafnvel ná meirihluta. Hvað munu kaiþólikk ar þá taka til bragðs? „Við vilj- um fyrir alla muni komast hjá trúarstyrjöld, — en munum þó aldrei selja land okkar í hendur kommúnista" segir Quynh. Ekki er loku fyrir það skotið að trúarstyrjöld brjótist út í Vietnam. All margir Búddatrúar menn líta hornauga á kaþólskuna og álíta hana óvelkominn inn- flutnjng. Þær skipulagsbreyting- ar, sem orðið hefur vart við hjá Búddatrúarmönnum á síðustu ár- um, hafa allar verið stjórnmáia- tegs, en ekki trúarlegs eðlis. Kenningar Búddistanna um friðsamlega hegðun hafa verið lagðar til hliðar og nýjar ketnn- ingar, sem leyfðu mótmælaað- gerðir í misríkum mæli, teknar uþp í staðinn. Búddamúnkar hafa lagt blessuin sína yfir „hæfileg“ uppþot unglinga á mótmælasam- komum, en þegar munkarnir hafa viljað hafa röð og reglu á fund- unum hafa þeir kallað út eins konar iögreglulið til að fjarlægja ólátaseggi, sem of langt hafa gengið að þeirra dómi. Búddamunkarnir tala fjálgiega um „byltingu“ sem muni eiga sér stað innan skamms. Þeir vilja að Búddatrú verði logskipuð rík- istrú og kennd í öllum skóium, einnig í þeim kaþólsku. Munkarnir hafa hlotið nokk- urn stuðning frá erlendum aðil- um, þar sem margir hafa álitið að þeir berðust fyrir lýðræðis- Framhald á bls. 31. hverjir hentugir til slíkrar fiskiræktar. Til þess ber þess vegna brýna nauðsyn að við kynnum okkur hið fyrsta það s^rn aðrar þjóðir aðhafast á þessu sviði. Hér er um mikið framtíðarverkefni að ræða. Hin stórvirku veiðarfæri og aukin tækni gengur stöðugt nær fiskistofnunum við strendur landsins. Þess vegna væri það fásinna, sem bæri vott mikilli skammsýni að aðhafast ekkert til viðhald3 fiskistofnunum. — Aukin möskvastærð er út af fyrir sig góðra gjalda verð. En hún hrekkur alltof skammt, Með því að hagnýta nútíma vísindi og tækni til fiskirækt- ar í einstökum fjörðum á að vera hægt að ná miklum og heillaríkum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.