Morgunblaðið - 26.05.1966, Qupperneq 10
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 26. maí 1966
aftur meö 11 flugfreyjum
Til Luxemborgar og heim
ar stúlkur voru Sigríður
Claessen, Sigríður Fanney
Jónsdóttir, Guðný Kristjáns-
dóttir og Ragna Karlsdóttir.
Þeirra reynsludagur var
runninn upp. Nú skyldi sjá
og reyna hvernig bóklega
námið hefði tekizt og hvernig
þeim tækist að framkvæma
það í flugvél, sem þeim hafði
verið kennt í kennslustofu í
Loftleiðabyggingunni. Starf
þeirra í dag var prófsteinn á
hæfni þeirra — réð því hvort
þær yrðu ráðnar sem flug-
freyjur eða ekki.
Það var því að vonum að
Sigríður Fanney væri tauga-
óstyrk er hún rétt eftir flug-
tak var tilnefnd til að lesa í
hátalarann á ensku og dönsku
tilkynningu um flugferðina,
veðurhorfur, flughraða o. fL
Henni tókst það allsæmilega
en ekki snurðulaust.
“K
Þegar skýin huldu „Bjarna
Herjólfsson“ og öllu undir-
búningsstarfi var lokið settist
Geir Andersen yfirmaður far
þegalþjónustu Loftleiða hjá
mér og skýrði frá ýmsu varð
andi námskeiðin sem Loft-
leiðir halda fyrir verðandi
flugfreyjur sínar. Geir ber
hita og þunga af undirbún-
ingi og umsjón með nám-
skeiðunum. Þegar þessi flug-
ferð var farin var að ljúka
námskeiði sem 21 stúlka
hafði setið. Stóð það í rúmar
3 vikur. Fyrr á árinu lauk
námskeiði sem 26 stúlkur
sóttu og í undirbúningi var
námskeið er hefjast átti í
maí-mánuði.
Áður fyrr var nægilegt að
halda eitt námskeið á ári,
sagði Geir. En nú er þörfin
fyrir flugfreyjur svo mikil
að námskeiðin verða að
minnsta kosti 4 á þessu ári.
— Er alltaf nóg af stúlkum
til starfsins?
— Nei — við fáum ekki
ísl. stúlkur nema sem komast
á eitt námskeið. Aðrar verð-
um við að fá erlendis. Á
máínámskeiðinu verða t. d.
nær eingöngu finnskar og
þýzkar stúlkur. Þær gangast
undir samskonar nám og þær
ísienzku.
— Hvað er kennt á nám-
skeiðunum?
— Stúlkurnar fá í upphafi
mikla bók á ensku um allt
er lýtur að skyldum áhafnar,
réttindum hennar, fyrirkomu
lagi í flugvélunum o. s. frv.
Erna Hjaltalín kennir allt er
lýtur að framkomu í starfinu,
Sigurður Magnússon veitir
ýmsa fræðslu um Loftleiðir
og aðra fræðslu varðandi
kynningu á félaginu o. fl.,
Jón Ólafsson kennir öryggis-
reglur og fræðslu um neyð-
arútbúnað og ég veiti tilsögn
varðandi reglur og skyldur
stúlknanna. Þannig ber fast-
ráðið fólk Loftleiða hita og
þunga kennslustarfsins en
auk þess kennir óli Hjalte-
sted læknir stúlkunum ýmis-
legt varðandi læknisfræði-
leg efni m. a. fæðingarhjálp
og einnig Jón Oddgeir Jóns-
son o. fl.
Flugfreyjurnar fá tilsögn
á allbreiðu sviði en starfi
þeirra má flokka í fjóra aðal-
þætti.
1) Framreiðsla matar.
2) „Pappírsvinna“ — fólgin
í að fylla út feiknin öll af
Sigríður Claessen ker fram fyrstu bakkana.
spjöldum fyrir útlendinga-
eftirlit. Er þetta geysimiikið
starf einkum á leiðinni frá
Luxemborg tl Bandaríkjanna.
Verður að ljúka því áður en
komið er til Rvíkur þ.e. á. 4
tímum, því sé eitthvað at-
hugavert við skilríki farþeg-
anna, látum við þá ekki halda
áfram vestur fyrr en allt er
komið í lag, því ella er far-
þeginn á ábyrgð flugfélags-
ins er til New York kemur
og fær ekki að fara inn í
Bandaríkin.
3) Sala ýmiss varnings
meðan á flugi stendur.
4) Almenn aðhlynning og
fylgjast mjög vel með öllu í
farþegasal.
— Og hver eru launin?
— Þau eru frá 8—12 þús-
und kr., talið frá byrjun unz
náð er fullum launum eftir
6 ára starf.
— Hvað þarf Loftleiðir
margar flugfreyjur?
—f sumaráætluninni nú
verður félagið að hafa 190
flugfreyjur. Þega.r þessu
námskeiði er lokið í maíbyrj
un eru starfandi hjá félaginu
150—160 flugfreyjur, en í
maí er enn eitt námskeið svo
eftir það er hópurinn nær
fullskipaður.
Flugfreyjúhópurinn stækk-
ar mjög ört. 1 fyrrasumar
störfúðu hjá félaginu 146
flugfreyjur en vegna lenging
ar á vélunum og mjög aukins
farþegafjölda þarf nálægt 50
flugfreyjur í viðbót.
Það er mikið starf, sagði
Geir, að halda slíkum hópi
saman. Starfið getur á 'stund-
um verið mjög erfitt, vökur
og óreglulegur hvíldartími.
Þess vegna leggjum við mikla
áherzlu á það á námskeið-
unum og einnig í starfínu
sjálfu að kenna stúlkunum að
nota hvildartímann vel og
fylgja settum reglum. Allt
starf flugfreyjunnar er ná-
kvæmnisvinna, ekki sízt
„pappírsvinnan“ og engin verð
ur góð flugfreyja nema sú
sem hverja stund hefur vak-
andi eftirtekt með farþegun-
um og öllu sem til taks þarf
að vera í flugvélunum fyrir
hverja flugferð.
Eftir þessa fræðslu hjá
Geir Andersen um námskeið-
in fórum við að gefa flug-
freyjunum og farþegunum
nánari auga. í miðjum sal
var ung kona í vandræðum
með yngsta farþegann í vél-
inni. Vökult auga Ernu
Hjaltalín veitti þessu þegar
athygli og hún hljóp undir
bagga og tók barnið meðaa
móðurin vék sér frá.
— Ég er hætt að telja ár-
in, sagði Erna er ég minntist
á langan starfsferil hennar.
— Og þú kannt alltaf jafn
vel við þig?
— Já, já. Tíminn líður sva
fljótt, að það er varla ráð-
rúm til að átta sig á því. Starf
ið um borð er óslitið frá flug-
taki til lendingar og tíminn
er liðinn, án þess maður viti
af.
—• Vélarnar hafa breytzt
dálitið síðan þú hófst flug-
freyjustarfið?
— Já, þetta er allt orðið
mjög breytt. Vélarnar eru
orðnar svo stórar, að það ec
útilokað að kynnast öll nn
eins og ætíð gerðist áður
fyrr, og af þessum sökum er
flugfreýjustarfið gerbreytt
frá því sem var, er aðeins
voru tvær flugfreyjur og flug
ferðin tók miklu lengri tíma.
Erna Hjaltalín er míkill að
dáandi flugs. Hún lætur ekki
við það eitt sitja að fijúga
sem flugfreyja eða kenna öðr
um flugfreyjústarfið. Hún
flýgur einnig í frístundum
sínum og situr þá sjáif við
stýrið. Hún hefur um árahil
haldið flugkunnáttu sinni við
og aukið hana og hefar nú
atvinnuflugpróf. Geri aðrar
flugfreyjur betur.
Og þó Erna sé svona for-
frömuð í fluglistinni hand-
leikur hún yngsta farþegann
í þessari ferð, sem reyndist
vera 10 mánaða Austurríkis-
maður að nafni Pou.1 Andrew,
af slíkri kunnáttu og mýkt
að ætla mætti að hún hefði
einnig atvinnupróf í meðferð
barna. Það er ekki við Ernu
að sakast þó myndin af henni
og Poul Andrew sé ekki nógu
góð. Það er kunnáttuleysi
undirritaðs.
tíl að kynnast starfinu hjá
190 flugfreyjum Loftleiða
Ernn og yngsti farþeginn 10 mánaða Austurrikismaður.
— Myndirðu vilja skreppa
! með einhverri RR 400 Loft-
leiðavélinni til Luxemborgar
í því skyni að kynnast starfi
flugfreyjanna, og sjá þegar
nokkrar stúlkur, sem hafa
verið á námskeiðum hjá
Loftleiðum eru reyndar í
starfinu í fiugvélinni. Við
höfum fengið heimsóknir
blaðamanna á námskeiðin
hér. En það gæti verið gam-
j an að breyta tii og kynnast
• námskeiðunum og starfi flug-
freyjanna yfirleitt í einni fiug
, ferð.
f Það var Sigurður Magnús-
son blaðafulltrúi Loftleiða
sem sagði eitthvað á þessa
■ leið í símann við undirritaðan
fyrir skömmu. Flugferðin var
fastmælum bundin — 15
stunda „sigling“ ákveðin.
Flugfreyjustarfið hefur
löngum verið eftirsótt mörg-
um ungum stúlkum, fundizt
sjálft starfsheitið umvafið seið
andi töfrum. Og svo sannar-
lega uppfyllir það æsku-
drauma um ferðalög og kynni
af ókunnum löndum og fram
andi þjóðum. En flugfreyju-
starfið er ekki óslitinn dans á
rósum og ekki á færi allra að
uppfylla þær kröfur sem starí
ið gerir til ungra stúlkna.
Þær 15 klukkustundir, sem
undirritaður fyrir nokkru
upplifði í flugferð til Luxem-
borgar og heim aftur eftir
5 klst. viðdvöl þar, sannfærðu
mig um að starfið er ekki
óslitin sæla. Flugfreyjurnar
eiga langtímum saman á flug
ferðum mikinn og erfiðan
vinnutíma, en í flughöfnum
er misjafnlega langur tími til
hvíldar og upplyftingar, sem
í þessari ferð fór að miklu
leyti í ósvikið kapphlaup hjá
hinum verðandi flugfreyjum
í leit að skóm við stúdents-
dragtirnar, sem þær munu
klæðast á þjóðhátíðardaginn.
Við höfðum ekið rennislétf-
an veg Reykjanesskagans, not
ið góðs morgunverðar, verzl-
að í fríhöfninni og fylgst
með undirbúningsstarfi flug-
freyjanna, þegar þessi Loft-
leiðavél, risastór á ísl. mæli-
kvarða, hóf sig til flugs og
stefndi til Luxemborgar á
slíkum hraða að 4 stundum
síðar yrðum við lent í miðri
Evrópu. Slíkur er hraðinn
hjá Loftleiðum í dag, að á
sama tíma og tekur að aka
norður yfir Holtavörðuheiði
er flogið til Luxemborgar —
og væri öðrum 4 flugstund-
um bætt við mætti komast
suður í Sahara eða Kairo.
Það fer að sjálfsögðu vel
um alla í Loftleiðavélunum,
en því er ekki að neita að
undirritaður fékk sérstaka
þjónustu og umhugsun, enda
í sumsjá Geirs Andersen yfir-
manns farþegaþjónustu Loft-
leiða, Ernu Hjaltalín einnar
reyndustu flugfreyju Loft-
leiða með 12 ára starf að
baki og reynslu sem hún nú
miðlar þeim stúlkum sem
valið hafa sér það starf að
verða flugfreyjur. Þá voru,
samkv. venju í hinum stóru
RR 400 vélum, sex flugfreyj-
ur við störf sín, þær Ása
Hjartardóttir, Gyða Þórhalls
dóttir, Maximillienne Wathg-
er frá Luxemiborg, Margrét
Snorradóttir, Steinunn Sig-
urðardóttir og Elisabet Pauls
berg, norsk flugfreyja. Og
síðast en ekki sízt fjórar verð
andi flugfreyjur, sem fóru
sína fyrstu ferð sem slíkar að
aflokinni námskeiðssetu. Þess