Morgunblaðið - 26.05.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.05.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIID Fimmtudagur 26. maí 1966 JLarus Ag, Gislason Sigmundur Sigurðsson Siggeir Björnsson Eggert G. Haukdal Búnaðarkosningar á Suðurlandi FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins við Búnaðarþings- kosningarnar, sém fram eiga að fara í Búnaðarsambandi Suður- lands 26. júní n.k., er þannig skipaður: 1. Lárus Ág. Gíslason, bóndi, Miðhúsum, Rang. 2. Sigmundur Sigurðsson, bóndi, Syðra-Langholti, Árn. 3. Siggeir Bjömsson, bóndi, Holti, Skaft. 4. Einar Gestsson, bóndi, Hæli, Árn. 5. Eggert S. Haukdal, bóndi, Bergþórshvoli, Rang. 6. Jón Magnússon, bóndi, Gerði, Vestm. 7. Gísli Skaftason, bóndi, Lækjarbakka, Skaft. 8. Magnús Guðmundsson, bóndi, Mykjunesi, Rang. 9. Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu, Árn. 10. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti, Rang. ANNICK^ Robic, snyrtisérfræð ingur frá París, hefur dvalið hér í 2-3 vikur, við að kynna vörur fyrirtækis síns, Coryse- Salome, en þaer eru notaðar í snyrtistofunni Valhöll. Frúin er nett og látlaus í klæðaburði, en hefur í fari sínu þetta „eitthvað — píkant“ og sérkennilega túlk andi handahreyfingar, einkenni franskra kvenna. Hún ber sjálf öll merki hinnar öruggu, lát- lausu, heimskonau, sem veit að snyrting á ekki að vera hlaði af snyrtivörum og tízkufatnaður ekki hinn ýkti búningur sýn- ingarstúlkna á myndum. Þetta er í samræmi við kenn- ingar hennar, sem hún skýrir fyrir okkur. — Snyrting á að vera mjög eðlileg. Núna er mik- il málning heldur ekki lengur í tízku. Þessi mikla málning kringum augun, sem ekki fór vel nema á einstaka andliti, er alveg horfin. Og hin mikla „túb ering“ í hárinu er líka búin að vera. Núna hafa konur stutt hár og látlaust, en stelpur slétt, sítt hár. — Það er enginn vandi að selja snyrtivörur með nógu miklum auglýsingum, segir hún. Allar konur eru nýjungagjarn- ar og vilja reyna allt nýtt. Þær vilja kaupa allt sem maður vill selja þeim, i fyrstu — en svo endast þær aldrei til að nota þetta allt. Nei, það verður að velja fáa hluti vel. Flest snyrti- vörumerki eru góð, ef rétt er valið fyrir hvern og einn, og hann hefur leiðbeiningar kunn- áttufólks við valið. Sjálf starf- ar frúin við slíkar leiðbeiningar í stöðvum fyrirtækisins skammt frá Óperunni í París, eða hún ferðast um til að kynna snyrti- stúlkum vörurnar og kenna þeim að nota þær rétt. Hinn franski sérfræðingur leiðir talið að íslenzkum konum, sem hún telur mjög glæsilegar, og með ágæta húð en nokkuð þurra. Kennir hún m.a. um veðurfarinu og ekki síður hin- um, sem þurrkar upp loftið. Þetta þurfti að hafa í huga við val á snyrtivörum. Eins þurfti að verja húðina í vetrarkuld- unum, engu síður en að fara í hlý föt og vefja trefli um háls- inn. Andlitið eitt megi ekki vera berskjaldað. Þá berst sumarveðráttán einn ig í tal. Annick Robic segir að margar konur skemmi á sér húð ina á sumrin, með því að maka á sig feitri olíu úti í sólinni. Svitadroparnir, sem leita upp, stranda í holunum og komast ekki lengra vegna feitinnar. Þar hitna þeir og jafnvel sjóða, ef mjög heitt er, og skemma húð- ina. Frúin kann sýnilega ýmislegt fyrir sér í sínu fagi. Enda seg- ir hún. — Aðal atriðið er að ráða fólki rétt, og koma í veg fyrir að það noti snyrtivörur, sem ekki eiga við það. Þess- vegna segjum við: Það á ekki að selja konum það sem þær vilja, heldur það sem þær þurfa, þegar um snyrtivörur er að ræða. Og hafa vel biálfað fólk um mikla hitaveituhita í húsun til hjálpar við valið. Skrifstofustúlka Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku, 20—25 ára til almennra skrifstofustarfa. — Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist afgr. Mbl., merkt: „Iðin — 9535“. Eigum mikið úrval af Sumarkápum Sumarkjólum Drögtum Pilsum Síðhuxum Tízkuverzlunin \run (juÉrú, Rauðarárstig 1. sími 15077. Annick Robic sýnir viðskiptavi ni snyrtivörur Opnum kl. 7 fJi. Vegna beiðni fjölmargra viðskiftavina mun Mjólkurbarinn að Laugavegi 162 opna kl. 7 árdegis frá og með 1. júní nk. Margar tegundir af nýbökuðum kökum og brauði. Dagblöð fást keypt á staðnum. Laugavegi 162. IMý peysusending Tyrkneskar — Danskar Enskar — ítalskar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.