Morgunblaðið - 26.05.1966, Qupperneq 30
ou
MURGUNBLADIO
Fimmtudagur 26. mai 1966
Þrdttur Reykja-
víkurmeistari ’66
Sigraði Fram í gærkvöldi 2-1
KNATTSPYRNUFELAGIÐ
Þróttur varð Reykjavíkurmeist-
ari 1966, eftir að hafa sigrað
Fram í úrslitaleik með tveimur
mörkum gegn einu. Er þetta í
fyrsta skipti sem Þróttur vinnur
mót í meistaraflokki, annað en
annarar deildar mót, en félagið
er stofnað 1949. Er vonandi, að
þessi sigur eigi eftir að marka
þáttaskil í framgangi félagsins,
þvi að slíkir meistaratitlar sem
Reykjavíkurmeistari seiða óneit-
aniega að sér ungmenni borg-
arinnar, og svo sannarlega eru
sterkir yngri flokkar undirstaða
hvers féiags.
Annars má segja að Þróttur
aé vel að þessum meistaratitli
kominn, vann alla leiki sína,
nema á móti Val, sem koma
næstir á eftir þeim að stigatölu,
en sá leikur varð jafntefli. Er
óhætt að fullyrða að Þróttur
hafi sýnt jöfnustu leikina í gegn
um mótið. Ekki er hægt að segja
að leikurinn í gærkvöldi hafi
verið tiiþrifamikill, því að
hvorugt liðið átti neinn sérstak-
an leik. Þróttarar höfðu betur
í þeim fyrri, en á hinn bóginn
áttu Framarar þann síðari, og
hefði jafntefli verið mjög sann-
gjörn úrslit.
Þróttur var, eins og áður segir,
ákveðnara liðið í fyrri hálfleik,
og voru leikmenn þess ætíð
fljótari á knöttinn, auk þess að
hjá því sást nokkrum sinnum
örla fyrir samspili, en það verður
hins vegar ekki sagt um Fram-
liðið. Þróttarar skoruðu fyrsta
Sveitakeppni
í glímu
OIjÍMUDMLD K.R. efnir til
sveitakeppni í glímu að Háloga
landi sunnudaginn 5. júní n.k.
Öllum félögum innan ÍDR er
heimil þátttaka. Keppt er í 5
manna sveitum. Þátttöku ber að
tilkynna til Rögnvaldar Gunn-
laugssonar, Fálkagötu 2 fyrir 1.
júní n.k.
markið, og var það Haukur, sem
þar var að verki, eftir að hafa
lent í návígi við Hallkel mark-
vörð, sem reyndar hefði átt að
geta afstýrt þessu marki.
Annað mark Þróttar kom svo
er aðeins um 3 mínútur voru
til leiksloka, og var það ákaf—
lega klaufalegt. Haukur skaut
úr erfiðri aðstöðu, og vÍRtist
manni Hallkell markvörður
eiga allskostar við knöttinn, en
hann missti hann aftur fyrir sig,
og hrökk hann í fætur Sigur-
bergs bakvarðar, sem kom að-
vífandi, og af fótum hans í mark
ið.
Framarar sóttu mun meira 1
síðari hálfleik, og tóku mið-
framverðir Fram, Baldur og
Anton, öll völd á miðjunni í
sínar hendur. Á 10. mínútu síð-
ari hálfleiks kom svo eina mark
Fram. Elmar lék upp vinstri
væng vallarins og sendi knött-
inn fyrir markið. Guttormur
náði aðeins að krafsa í knöttinn
en hann hrökk til Erlends, sem
skoraði auðveldlega. Framarar
sköpuðu sér síðan nokkur hættu
lfeg tækifæri, en tókst aldrei að
binda endahnútinn á þau, svo
að leiknum lauk 2:1 Þrótti í vil.
Beztir í liði Þróttar voru, Gutt
ormur í markinu, Ómar og Axel,
sem er þó fullmikill einstakl-
ingshyggjumaður, auk þess sem
gera verður þær kröfur til
manns, sem valinn er í úrvals-
lið, að hann geti tekið horn-
spyrnur. En þær voru sannar-
lega ekki upp marga fiska hjá
honum í þessum leik.
í liði Fram átti vörnin í heild
ágætan leik, að Hallkeli undan-
teknum, sem oft hefur gert
betur. Þá var Elmar mjög góður
í framlínunni, skapaði oft mikla
hættu við Þróttarmarkið, en ætti
að temja sér að gefa knöttinn
fyrr. Ennfremur átti Erlendur
allgóðan leik.
Dómari var Valur Benedikts-
son, og væri það heillaráð fyrir
hann að fara að æfa sig ofur-
lítið á flautuna. Hún er til þess
að flauta í, en ekki sparigripur
um hálsinn.
Rom Springet markv. Sheff
ield Wed gerir hér glæsilega
en árangurslausa tilraun til
að verja skot Mike Trebil-
coch, innherja Everton. Þetta
var síðara mark Trebilcoeh
í úrslitaleik bikarkeppninnar
á Wembley — þar sem Ev-
erton vann 3-2.
4200 Rvíkingar hafa synt
200 m—8 þús á öllu landinu
EFTIR fyrstu viku keppninnar
hafa þegar synt 200 metrana 4200
Reykvíkingar eða 25% af þeim
fjölda, sem synti 1954 þegar þátt
takan varð mest í Narrænu sund
keppninni.
Lá'ta mun nænri að um 8 þús.
íslendingar hafi þegar synt 200
metrana eða 14% þess fjölda,
sem Landsnefndin álítur að þurfi
Drætti frestað
hjá KKÍ
Körfuknattleikssamband ís-
lands hefir fengið leyfi til að
fresta drætti í happdrætti sínu
til 15. júní n.k. Sala happdrætt-
ismiða er nú í fullum gangi og
skorar stjórn KKÍ á all velunn-
ara körfuknattleiksíþróttarinn-
ar, að bregðast vel við, er til
þeirra verður leitað og styrkja
starfsemi sambandsins með því
að kaupa miða.
Stjórn KKl.
Fyrsti leikur í Laugardal:
Valur „pressuliö" í kvöld
í KVÖLD er afmælisleikur
Vals og fyrsti leikurinn á
Laugardalsvellinum 4 þessu
keppnistímabili. Eflaust verð
ur um góða og skemmtilega
keppni að ræða. Öll lið kom-
in í nokkra þjálfun eftir
Reykjavíkurmótið og Litlu
ibikarkeppnina. Og þegar iið-
in koma á grasvöllinn, sem
nú er orðinn allvel gróinn,
má búast við vel leiknum
leik.
Valsliðið hefur vakið at-
hygli í vor. Liðið er í öðru
sæti í Reykjavíkurmótinu,
tapaði engum leik en gerði
tvö jafntefli. Jafntefli gerði
liðið er Hermann var ekki
með, en vann báða ieikina
sem hann tók þátt L
Hermann virðist því magna
liðið til átaka auk þess sem
hann hefur sýnt bráðsnjöll til
þrif og verið lang hættuleg-
asti sóknarmaður ísl liða í
vor.
Valsmenn þáðu blaðamenn
að velja liðið er mætti Val í
þessum afmælisleik. Er þetta
í fyrsta sinn sem blaðamenii
velja úrvalslið á móti félags-
liði. Valið var engan veginn
vandalaust svo snemma sum-
ars, en gaman verður að sjá
hvernig uppstillingin tekst.
í liði blaðamanna eru þess-
ir menn, talið frá markverði
til v. útherja:
Guðmundur Pétursson KR,
Jóhannes Atlason Fram,
Bjarni Felixson KR. Fram-
verðir: Magnús Torfason ÍBK
Anton Bjarnason Fram og
Jón Leósson ÍA. Framlherjar:
Axel Axelsson Þrótti, Eyleif-
ur Hafsteinsson KR, Baldvin
Baldvinsson KR, Guðjón Guð
mundsson ÍA og Elmar Geirs
son Fram.
Leikurinn hefst kl. 8.30 í
Laugardal.
að synda 200 metrana svo siigur-
inn sé öruiggur.
Eitt er víst, hv-að sem sigri
M0LAR
Franski hlaupakóngurinn
Michel Jazy hóf keppni utan-
búss í sl. viku og hljóp þá
1500 m á 3:41.8. Vitold Baran
Póllandi varð 2. á 3:42.6.
viðvík-ur þá virðist almenming-
ur ætla að sækja vel sundlaiugar
og treysta sundfærni sí-na.
Hið eina, sem veldur áhyggj-
um, er að mokkrar sundlaugair
eru ekki enn kommar í mothæft
ástand.
Forráðamenn keppninnar eril
yfirleiibt bj-artsýnir, vegma þesa
hve keppnin hefur víða farið vel
af stað.
Byggðarlög eru farin að skora
á hvort annað t.d. hafa Húsvík-
in-gar þegar skorað á Ibúa Sel-
foss til keppni sín á milli. 1963
kepptu þessi byggðarlög og vann
þá Selfoss með 31,8% gegn 26,2%
Sundnámskeiö
barna, unglinga
SUNDMÁMBKEIÐ verða haldin
fyrir höm og unglinga í júní-
mánuði og lengur ef næg þátt-
taka verður.
Námskeiðin fara fram í Sund-
höll Reykjavíkur, Sundlaugum
Reykjavíkur og sundlaug Breiða-
gerðisskóla.
Þau börn sem voru í 8 ára
bekk s.L vetur, en ekki nutu
sundkennslu geta nú, endur-
gjaldslaust, sótt þessi námskeið,
sem s-tanda yfir í 20 daga.
Þátttökugjald fyrir aðra er kr.
150.00 og greiðist við innritun.
Námskeiðin hefj-ast miðviku-
daginn 1. j-úní en innri-t-un fer
fram á viðkomadi sundstöðum
þriðjudaginn 31. maí kL 10—12
f.'h. og 2—4 e.h.
Kynningarkvöid
KR í köriukn attleik
í KVÖLD, fimmifcudaginn 26. maí,
heldur Körfuknattleiksdéild KR
einskonar sýni- og kynningar-
kvöld á körfuknattleik og er öll
um þeim sem áhuga hafa á íþrótt
inni, heimill aðgangur. Þjálfari
deildarinnar Mr. Thomas Currein,
mun stjórna kvöldinu og honum
til aðstoðair verða 10 leikmenn
úr meistaraflokki deildairinnar.
Sýnd verða öl-l helztu undirstöðu
atriði í körfuknattleik, einnfrem-
ur margvíslegar kn-attgjafir, all-
ar tegiuindir skota, knattrek og
grip svo nokkuð sé nefnt. Þá
verða sýndar nokkrar leikaðferð
ir bæði í vörn og sók-n og svo að
lokum svæðispressa.
Sýni- og kynniingarkvöld þetta
er eins og áðuir er sagt, fyrir al-Ia
’þá. sem áhuga hafa á körfuknatt
leik, pilta og stúlkur, eldri sena
yngri. Sérstaklega vill deildin
hvetja meðlimi sína til að koma.
Hefst kynningarkvöldið ki. 20 og
stendur væmtanlega til kl. 22 og
fer fram í íþróttaheimili KR við
Kaplask j óls veg.
(Frá Körfuiknattleiksdei'ld KR)