Morgunblaðið - 27.05.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.05.1966, Qupperneq 2
MORGUNBLADID Föstudagur 27. maf 1966 í Uganda og Guiana Tvö lítt þekkt lönd í fréttunum < TVÖ lítt kunn riki koma ( nokkuð vi# sögu sem stend- , ur, en þau eru Uganda, þar sem bylting hefur verið gerð, 1 og óvíst er um afdrif furst- ans, shr Edward Frederick , Mutesa, og brezka Guiana, sem hiaut sjálfstæði í gær, t fimmtudag. I Uganda er í Mið-Afríku, , og liggja landamæri þess að Súdan í norðri, Kongó í 1 vestri, Rwanda og Tanzaniu i í suðri, og Keyna í austri. Að flatarmáli er landið talið 236 þúsund ferkílómetrar, en þar af eru 42 þúsund ferkm. stöðuvötn. , Landið á sér langa sögu, og ber þar mest á innbyrð- is átökum ættflokka og yfir- gangi árásarsveita norðan I frá Súdan. f»að, sem nú nefn- ist Uganda, var í rauninni fjögur konungsríki, Buganda Bunyoro, Toro og Ankle. Um langt skeið var Bunyoro mest þessara ríkja, en Buganda tók við forystuhlutverkinu á síð- l ustu öld og hefur haldið því síðan. Árið 1894 varð Buganda brezkt verndarsvæði, og fyldu hin þrjú ríkin fljót- lega á eftir. í síðari heims- styrjöldinni vaknaði stjórn- málaáhugi meðal innfæddra, og að styrjöldinni lokinni tóku að heyrast kröfur um sjálfstæði landsins. Var þá hafinn undirbúningur að sjálf stæðinu, og árið 1955 voru skipaðir fyrstu ráðherrarnir, sem fóru með innanríkismál. Á árunum 1961 og 1962 voru svo haldnar kosningar í land- inu, og fullt sjálfstæði hlaut landið í október 1963. í sambandi við sjálfstæð- ið reyndist erfitt að tryggja aðstöðu Buganda, en leyst var úr þeim erfiðleikum með því að skipa konung Bug- i anda, sir Edward Frederick Mutesa, fyrsta forseta lands- ins. Og höfuðborg Uganda er Kampala, áður höfuðborg Buganda. Alls eru íbúar Ug- anda rúmar sjö milljónír, og skiptast í 13 ættflokka. Brezka Guiana liggur á norð-austurströnd Suður-Am- eríku, og takmarkast af Ven- ezuela að vestan, Brasilíu að sunnan og Surinam, eða Holl enzka Guiana að austan. Nafnið þýðir sennilega „Vatna landið", og náði upphaflega til svæðisins milli fljótanna Amazon og Orinoco. Brezka Guiana nefnist fram vegis aðeins Guiana, og nær það yfir 207 þúsund ferkíl- ómetra, en íbúar eru rúm- lega sex hundruð þúsund. Upprunanlega gekk lands- svæði þetta undir nafninu Villiströndin, þ.e. eftir að Kólumbus sigldi þar fram- , hjá árið 1498. Þótti Spánverj- um og Portúgölum þar eftir litlu að sækjast vegna þess hve torfærur voru miklar og ekkert gull í jörðu. Á sex- tándu öld komu fyrstu land- könnuðirnir frá Frakklandi, Hollandi og Bretlandi, og áttu þessi ríki lengi í deilum um skipti jarðsvæðis sín á millL Leystust þær deilur ekki fyrr en að loknum Napóleons- styrjöldunum í byrjun 19. aldar. Og nú á seinni árum , hafa bæðj Venezuela og Surri nam gert landakröfur á hend ur Brezka Gulana. >eim kröfum hafa Bretar svarað á þá leið að þær verði að bíða þar til landið fengi sjálfstæði og unnt væri að semja við ríkisstjórn þess. Má því búast við að hin nýja ríkisstjórn Forbes Burnhams í Guiana fál fljótlega erfið verkefni við að glíma. En þau verkefni vörpuðu ekki skugga á hátíðahöldin í gær í tilefni sjálfstæðisins. Hinn nýi fáni Guiana var dreginn að húni- á miðnætti í fyrrninótt við mikil fagnað arlæti íbúa höfuðborgarinn- ar Georgetown. Fóru þúsund- ir borgarbúa, dansandi og syngjandi um göturnar. Gömlu máli kastað fyrir borð Sú meinlega villa var í blað- inu í gær, að sagt var að nokkr- ar kýr í hreindýrahjörðinni á Jokuldalsheiði hefðu þegar kast að í staðinn fyrir borið. Segja má með sanni að prentvillupúk- inn fæði ýmislegt af sér í óun dagsins. — Eining Framhald af bls. 1 ir frá London herma að utan- ríkisráðherrar Vesturveldanna fjögurra muni halda með sér fund í Brússel 6. júní, daginn fyrir ráðherrafund Atlantshafs- bandalagsins. Verður það fyrsti fjórvelda- fundurinn, sem haldinn er síð- an De Gaulle lýsti því yfir að hann hefði í hyggju að draga herlið Frakka út úr sameigin- legu varnarkerfi bandalagsins. Fullkomið rannsókna3*tæki til effnagreininga fengið Atriði úr „Bænum okkar“. Fr á y. Guðlaug Hermannsdottir, Sæmundur Guðfinnsson og Eggert Ólafsson. Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins fær í næsta mánuði eitt full komnasta rannsóknartæki til efnagreiningar sem til er. Er það „Atomic Absorptions Spec- tropholometer, Model 305“, tveggja geisla tæki frá Perkin- Elnvrr Corp. í Bandaríkjunum. Með komu þessa fullkomna tækis gjörbreytist öll aðstaða til efnagreininga og rannsókna hér á landi. Nákvæmni tækis- ins er það mikiL að mögiilegt er að greina efni af svo litlu magni að um er að ræða 1 hluta af milijón eða jafnvel 1 hluta af milljard. 1 nútíma rannsóknum er þetta sérlega mikilvægt, þar sem ýrn- is efni, þótt í svo litlu magni sé, geta ráðið árangri framierðsiu eða rannsókna. Hin nýju lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sem sett voru 21. maí 1965, gera það kleift að fá þetta fuilkomna tæki til landsins. Hlutverk Rannsóknarstofnun- að iðnaðarins er að sarfa í þágu íslenzks iðnaðar. Við kaup læk- isins naut stofnunin aðstoðar iðnaðarmálaráðherra. A , p i|M»u L«A« « symr „DðBinn okk :ar" í linó Leikfélag Akureyrar kemur : til Reykjavikur n.k. laugardag og mun sýna leikrit Thomton’s Wilder „Bærinn okkar“ í Iðtió annan hvitasunnudag kl. 3 og kl. 20. Leikstjóri er Jónas Jón- asson. „Bærinn okkar“ er þriðja verkefni Leikfélags Akureyrar á þeim vetri, sem nú er að kveðja. Hin tvö voru: „Swed- enhjelmfjölskyldan“ eftir Hjalm .' ar Söderberg og „Skrúðsbónd- inn „ eftir Björgvin Guðmunds- son. í hinu kunna Iéikriti Thorn- ton Wilder koma fram 20 leik- endur, þar af mikið af ungu fólki, sem ekki hefur leikið áð- ur. Með aðalhlutverkin fara: Björg Baldvinsdóttir, Júlíus Oddsson, Sunna Borg og sögu- maður leiksins Haraldur Sigurðs son. Á fundi með fréttamönnum sagði leikstjórinn Jónas Jónasson að Leikfélagi Reykjavíkur bæri sérstakar þakkir fyrir aðstoð og leiðbeiningar til handa smærri leikfélögum í strjálbýlinu, en Sveinn Einarsson leikhústjóri Leikfélagsins hefði ráðlagt L. A. að taka leikrit Wilder’s tíl með- ferðar. Sagði Jónas, að Leikfé- lag Reykjavíkur hefði sýnt L.A. mikinn velvilja, er það léti því Iðnó í té, meðan a.m.k. eitt leik- rit L.R. gengur nú fyrir fullu húsi. Jónas upplýsti, að L.A. hefur aðeins einu sinni áður komið með leikrit til sýningar í höf- uðstaðnum. Var það „Brúðuhetm ili“ Ibsens, fyrir um 20 árum og var það sýnt í Þjóðleikhús- inu. Leikfélag Akureyrar hefur nú starfað um 49 ára skeið, en það á fimmtugsafmæli n.k. vetur, Formaður þess nú er Jón Krist- insson. Aðgöngumiðasala á „Bæinn okkar“ hefst í Iðnó kl. 2 í dag, en eins og fyrr segir verða tvær sýningar á leiknum annan í hvíta sunnu. ðsekkjaö korn fiutt hingað í fyrsta sinn Brúarfoss kom með 250 tonn í lest frá Philadelphia í Bandaríkjunum Skipuleggur ferð til Snæfells korninu síðan blásið um borð í skipið. Útskipun kornsendingar- innar tók a'ðeins rúmlega klukku stund. Ofan á kornið í lestinni var settur segldúkur og lestartimbur og síðan hlaðið sekkjavöru þar ofan á. Gera má ráð fyrir því að þetta flutningafyrirkomulag á korni spari ýmis konar kostnað og því ekki ólíklegt að framhald verði á því að korn verði þannig fiutt til landsins. (Frá Eimskipafél. fslands). nes FERÐASKRIFSTOFA Úlfars Jacobsens mun standa fyrir hóp ferð til Snæfellsnes um hvíta- sunnuhelgina. Á hvítasunnudag er ætlunin að fara til Flateyjar með flóa- bátnum Baldri og mun ferða- skrifstofan gefa ferðafólki, sem farið hefur til Snæfellsnes á einkabíium, tækifæri til að taka þátt í ferðinni með flóabátn- um. ry.. *" 'CU 130. uppboð Sigurð Benediktssonar HINN 21. þ.m. kom m.s. „Brúar- foss með 250 tonn af ómöluðu og ósekkjuðu korni og ókurluðum mís, sem flutt var laust í lest skipsins. Kornið var tekið í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn, sem korn er flutt til landsins í slíku á- standi. Að vísu er hér ekki um stóra sendingu að ræða og getur skipið a'ð sjálfsögðu tekið miklu meira magn af slíkri vöru, en þar sem hér er um fyrstu til- raun að ræða sem gerð er til þess að flytja korn inn ómalað og ósekkjað, þótti innflytjend- um, sem eru Fóðurblandan h.f., heppilegt að taka ekki meira magn að þessu sinni. Kom þetta verður malað hér og notað í fóðurblöndu. Þegar m.s. „Brúarfoss” var smíð aður á sínum tíma voru settar í lestar hans sérstakar festing- ar, svo setja mætti þar upp skil- rúm þegar skipfð flytti laust korn. Að þessu sinni var öll korn sendingin tekin í fremstu lest skipsins, þar sem skilrúminu hafði veríð komið fyrir. Korninu var skipað út í skipið á þann hátt, að slöngu var lagt frá kornhlöðunni út í skipið og SIGURÐUR Benediktsson held- ur síðasta málverkaupyboð sitt, að sinni, x Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 2. júní. Þar verða m.a. myndir eftir Ásgrím Jóns- son, Mugg, Brynjólf Þórðarson og yfir tuttugu myndir eftir Kjarval, flestar smámyndir. — Alls verða á uppboðinu nær 50 listaverk. Myndirnar ver’ða til sýnis í Súlnasalnum miðvikudaginn 1. júní. Þetta et 130. uppboð Sigurðar Benediktssonar, en hann hefir haldið þessi uppboð nú í 12 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.