Morgunblaðið - 27.05.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 27.05.1966, Síða 28
MORGUNBLAÐID 28 Fðstudagur 27. mal 1966 — Hefði ég vitað að þú værir svona afbrýðisöm, þá hefði ég ekki kvænzt þér. Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU — Og það er jþessvegna, að jþú giftix þig ekki, striddi Steve honum. — Hún muhdi hrekja tilvonandi konuna þína burt, og Ihún dekrar ofmikið við þig. Jill kastaði á okkur kveðju, lauslega, en kom ekki með nein heimíboð. Henni hefur sjálfsagt fundizt, að ég gaeti látið mér nægja, að Hovenden-dansleikur- inn hafði borizt svona upp í hendumar á mér. Þegar Steve gekk út með þeim gekk ég aftur út að franska glugganum og opnaði hann aft- ur. Nú var ioftið svalt og ilm- andi eftir rigninguna. Ég gekk út fyrir og naut þess, að þar var það, aem Steve kom að mér. Hann hallaðist upp að dyra- stafnum, eins og svartur skuggi sem bar við ljósið innan frá. Ég skynjaði nærveru hans og það mikiu meir en ég hafði nokkurntíma skynjað nærveru nokkurs manns, en þá mundi ég eftir bréfinu í henberginu mínu, og mig hitaði dálítið i andlitið. Kanneke var ég gjörn á að láta girnd vakna hjá mér. Ég óskaði þess, að Steve vildi annaðhvort segja eitthvað eða fara. Ég hafði mesta löngun til að hlaupa sjálf frá honum, en álíka sterka löngun tii að ganga til hans, og leggja höfuðið að brjósti hans, eins og hann væri eitthvað fast fyrir. Ég vildi finna arma hans um mig. Ég vildi, að hann kyssti mig. Ég verð að fara í rúmið, sagði ég og gekk aftur kin í birtuna. Ég hnaut ofurlítið þegar ég kom inn í birtuna, og Steve rétti út hendurnar til að styðja mig. Við litum hvorvt í annars augu. Rétt sem snöggvast þóttist ég sjá í augum hans hvorttveggja í senn, blíðu og þrá, en þegar við komum inn í stofuna, vissi ég, að þetta var bara sjónhverf- ing vegna birtunnar. Augu hans voru köld og kærulaus. — iÞað var fallega gert af yð- ur að útvega mér þetta boð á dansleikinn, flýtti ég mér að segja. — í>að var nú varla hægt að skilja yður eftir, eins og hana Öskubusku. — Ég er nú orðin svo miklu hressari, sagði ég, — að jafnvel þó ég heyri ekkert frá Tom, þá verð ég að fara að koma mér af stað til Frakklands. — í>ér getið ekki farið alein. Þér verðið að bíða þangað til Renier skipstjóri kemur að sækja yður. — Það er nú rétt eins og ég sé einhver pakki. Og svo er það ungfrú Daly, hún hlýtur að vera svo kaupdýr, að hún ætti ekki að þurfa að vera hér lengur. Hún er yndisleg, en ég þarfnast hennar bara ekki lengur. Kostnaðinn við hana skal ég sjálfur sjá um, sagði Steve. — Og eins og á stendur held ég sé betra, að hún sé kyrr. Þér eruð ekki orðin fullkomlega jafngóð, og verðið ekki fyrr en þetta minnisleysi batnar. Og auk þess ...... — Auk þess, hvað? — Þetta er nú heimili hjá piparsveini, sagði Steve. Ég skildi þá, hvað hann var að fara og hló. — f>að er naum- aet þér eruð formlegur! sagði ég. — Svo að ungfrú Daly á þá jafn- framt að vera verndarengill? Og ég hló aftur. Það var eins og þessi hlátur minn færi í taugarnar á Steve. — Ég kæri mig ekkert um, að nágrannarnir fari að leggja saman tvo og tvo og fá sjö út, sagði hann. — Og konu Toms yrði alltaf hætt við illu umtali. Ég svaraði óþolinmóðlega: — Mér er nákvæmlega sama um allar kjaftasögur, — en við skuí- um þá bara hafa ungfrú Daly áfram sem verndarengil, ef þér viljið. Ef í hart færi, gæti hún jafnvel fylgt mér til Frakklands. — Já, ef í hart færi, en við skulum heldur bíða eftir Renier skipstjóra. Ég er búinn að skrifa honum aftur og biðja hann að segja mér, hvar Tom sé, og hvers vegna ekkert hafi heyrzt frá honum. 5. kafli. Fáum dögum fyrir Hovenden- dansleikinn, fékk Steve fréttir frá Frakklandi. Hann fékk bréf frá Yves Renier. Hann ætlaði að koma frá Frakklandi og sækja mig. Daginn eftir dansleikinn. — Guði sé lof fyrir það, sagði ég við ungfiú Daly, — þá fer búningurinn minn að minnsta kosti ekki fyrir ekki neitt. Eða hárkollan, bætt ég við. Því að ég hafði ekki einungis leigt mér forkunnar skrautlegan kjól, eins og þeir gerðust á Elisabetartím- anum, heldur hafði ég látið freistaist af rauðu hárkollunni, sem Miehelle hafði sýnt mér. Ég sagði sjálfri mér, að hún væri nauðsynleg til þess að búningur- inn yrði fullkominn, þar eð ekki var hægt að setja hárið á mér upp á þeirra tíma vósu. n--------*------------------□ 17 n---------------------------n En með þeissari gamansemi við ungfrú Daly, var ég bara að reyna að dylja óróna, sem þetta bréf frá Yves hafði valdið mér. Ég hafði ekki skrifað honum sjálf, heldur beðið Steve að skrifa fyrir mig, þegar Xæknir- inn hafði gefið mér fararleyfi. Martin læknir taldi meira að segja það mundu verða bezt fyrir mig að snúa aftur til Frakk lands sem allra fyrst, úr því að ég væri búin að ná mér, hvort sem væri, í þeirri von, að kunn- ugt umhverfi gæti gefið mér minnið aftur. En einhvernveginn hafði ég alls ekki hugsað til þess að fara svo fljótt heim. En hafi bréf Yves gert mig órólega, hafði það farið í taug- arnar á Steve. Renier hafði ekki svarað neinum spurningum hans til fullnustu, en aðeins sagzt mundu koma fljúgandi, og vona að geta tekið mig með sér dag- inn eftir, og svo mundi hann ganga frá öllu, þegar þeir hitt- ust. Ekki eitt orð um Tom og engin skilaiboð frá honum. Steve sýndi mér biéfið og gat ekki leynt gremju sinni. — Þetta hlýtur að vera þrá- kelknin í honum Tom, að vilja ekki hafa neitt samband við mig nema fyrir milligöngu þriðja manns. — Kannski, sagði ég, án þess að láta neinar tilfinningar í ljós, því að mér varð hugsað til ' bréfsins frá Yves. Ef Tom vissi um samband okkar Yves Renier, var hugsanlegt, að hann gæti getið sér til um, hversvegna Tom skrifaði mér ekki, og kæmi ekki að sækja mig. Ég ýtti þessum hugsunum frá mér. Ég gat ekki — og vildi ekki — koma orðum að tilfinningum mínum til Steve á þessari stundu. Ég vildi vera hjá hon- um og ég var alveg ánægð með alit eins »g það var. Ég vildi ekki fara frá Sorrell og kveið fyrir að koma til Frakklands. Og nú kom hræðsluefnið í við- bót: koma Yves Renier. Ég tók þann fasta ásetning að hugsa __ alls ekkert um framtíð- ina. Ég átti enga framtíð og enga fortíð. Það var bara nú- tíðin — bara stundin, sem var að líða. Ég hafði aldrei lifað eins ákaft. Allt umhverfið virtist eins og taka á sig aðra mynd, þegar ég var með Steve. Stund- um varð ég svo ofsakát, að mér fannst ég gæti farið að steypa mér kollhnís. Eftir rigninguna miklu kom gott veður aftur. Þetta var mán- uður, sem lengi yrði £ minnum hafður. Þegar ég hugsaði til þess seinna, var þessi vika fyrir Hovenden-dansleikinn böðuð sólskini. Steve var að vinna, en samt vorum við mikið saman. Við borðuðum hádegisverð sam- an flesta daga og kvöldverð líka. Við hlógum mikið saman, rétt eins og við byggjum yfir em- hverju sameiginlegu leyndar- málL Ungfrú Daly var næstum alltaf með okkur, en nærvera hennar kaistaði engum skugga á ánægju mina. Miklu fremur naút hún góðs af ánægju okkar. Hún varð stundum hugsandi út af því, hvað við vorum alltaf I góðu skapi. Steve ók mér til London til að ná í leigubúninginn. Við borð- uðum kvöldverð þar og ókum síðan út í sveitina, siðla stjörnu- bjartar nætur. Og svo um kvöldið fékk ég lánuð reiðföt syistur hans og við riðum saman eftir skógarstíg- unum. Samiband okkar var þó ekkert alvarlegt. Ég vissi, að það var ekki til frambúðar, fremur en sápubóla — og álíka viðkvæmt. Steve var álik var um sig og ég var, og tók dögunum eins og þeir komu fyrir. Aðeins einstöku sinnum kom á hann 'þessi var- kári og fjandsamlegi svipur, og mér var ánægja að sjá, hve fljótt ég gat fengið hann til að hverfa aftur. Ég var eins og í einhverj u undralandi. Brátt mundi ég aft- ur hverfa niður í hörku raun- veruleikans, þegar Yves Renier kæmi og ég færi til Frakklands. Ég var nú stödd á öldutoppin- um og barst áfram, hærra og hærra, og hámarkið fann ég, að mundi verða dansleikurinn I Hovenden Hall. En að því loknu mundi ailt breytast — óg mig hryllti við tilhugsuninni. Þá slægi ktukkan tólf og ég væri aftur orðin Öskubuska. Það er leikur einn ú slá grasflötinn með Harlefí Langmest selda garðsláttuvélin á Norðurlöndum. Norlett mótorsláttuvéiin slær og fínsaxar grasið og dreifir því aftur jafnt á flötinn. Rakstur óþarfur. Slær alveg upp að húsveggjum og í kanta. Hæðar- stilling á öllum hjólum, sem ræður því hve nærri er slegið. Hraðastilling í handfanginu. — Amerískur BRIGGS & STRATTON benzínmótor. Á mótomum •r bæði benzín- og olíumælir. Vinnslubreidd 19 tommur. Létt og lipur í ■otkun. — Gerð 80S De-Luxe fyrirliggjandi. — Tekið á móti pöntunum. Verð krónur 4.641.85. Ódýrasta og bezta garðsláttuvélin á markaðnum. Einkaumboðsmenn á íslandi fyrir: *s fíarsh LaHmalaH Glóbus hf. Lágmúla 5. Sími 11558.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.