Morgunblaðið - 27.05.1966, Qupperneq 30
ou
inWKUVHMkMVIW
iusiuudgur zi. inai iyoo
,Pressuliðið‘ vann
Val með 6 gegn 4
Skemmtilegur og jákvæður leikur er
knattspyrnumenn komust á grasvöll
FYBSXI kappleikurinn í Laugar-
dal á sunarinu var fjörlegur og
skemmtilegur og ef þaö sem þar
á eftir kemur verður í svipuðum
dúr, þá verður sannarlega far-
andi á völlinn í sumar. Valsliðið
©g úrvalslið íþróttafréttamanna
sýndu bæði góð tilþrif, góða,
skemmtilega og fallega leikkafla
í gærkvöldi og eftir nokkuð jafna
baráttu tókst úrvalsliðinu að
tryggja öruggan sigur með 6
mörkum gegn 4. Það skorti sem
sé ekki mörkin í þessum leik,
enda varnir beggja liða veikari
hlutinn.
2—2 í hálfleik.
í toyrjum var „pressuliðið"
miklu ákveðnara og sótti fast
fyrsta stundarfj órðuinginn. Upp-
skar liðið mark á 8. mín. Lék
Baldvin upp miðjuna, gaf út til
haegri til Axels, sem aftur gaf
hátt og vel fyrir og Baldvin skor-
aði laglega með skalla.
Leit um þessar mundir út fyrir
að pressuliðið ætlaði að ráða
lögum og lofum í leiknum — en
skotin Voru þó ai.l ónákvæm.
Á 1S. mín. fá Valsmenn auka-
spyrnu fyrir miðju marki pressu
liðsins á 18 m. færi. Ingvar lyfti
iaglega yfir varnarvegginn —
knötturinn lenti innan á stöng
og í netið. Fallegt mark.
Og þetta mark Vals sneri gangi
leiksins verulega. Það sem eftir
var til hálfleiks voru Valsmenn
öllu fastsæknari. Lék miðjutríó
Vals vel saman og komust Ingvar
Og Hermann oft í feeri en mis-
tókst að skora eða HaBkell mark
vörður blaðaliðsins tókst að
verja.
En á 28. mín. komst Ingvar
í gegn á hsegri kanti. Þar var
vörn blaðaliðsins mjög veik fyr-
ir. Varamaður, Kristinn Jónsson,
hafði komið í stöðu Bjarna Felix
sonar og féll Kristinn il'la í stöð-
una allan fyrri hálfleikinn. Ingv-
ar brunaði að marki og skoraði
með föstu skoti af ská-færi.
Leikurinn var svo tíðindalaus
þar til 2 mín. fyrir hél að Magn-
ús Torfason leikur fram miðjuna
gefur til Axels sem sendir fyrir
Þar verður þvaga en Eyleifur
nær knettinum, leikur sig laus-
an af Valsvöminni og skorar
með falegu föstu skoti 2-2 var
því staðan í hálfleik.
Sigur úrvalsins.
Aftur í byrjun síðari hálf-
leiks náði „pressuliðið“ góðum
tökum á leiknum og aftur var
það á 8. min. að úrvalið náði
forystu. Gaf til Axels snn einu
sinni fyrir mark Vals. Baldvin
átti eldsnöggt og fast skot í
þverslá. Knötturinn hrökk út en
þar var Guðjón Guðmundsson
fyrir og skoraði með föstu, óverj
andi skoti. Mjög laglegur að-
dragandi og falleg skot.
Á sömu mínútu kemst Ingv-
ar í dauðafæri eftir fallegt upp
hlaup Hermanns Gunnarssonar
— en Ingvar spyrnti yfir.
Á 11. mín. eykur úrvalsliðið
forystuna í 4-2. Knötturinn barst
upp hægri kant. Frá Axel til
Baldvins og þaðan yfir á vinstri
væng til Guðjóns, sem sótti ó-
valdaður að markinu og skoraði
af öryggL
En Adam var ekki lengi í Para
dís. 10 mín. síðar eru leikar
orðnir jafnir. Skoruðu Valsmenn
á 19. og 20. mín. Hið fyrra skor-
aði Hermann úr vítaspyrnu —
strangur dómur. Hallkell varði
þó laust skot hans í fyrstu, en
hélt ekki knettinum og lá eft-
ir í markinu. Hermann átti því
auðvelt með að ná knettinum
og skora.
Tveim mín. síðar sóttu Vals-
Framhald á bls. 31.
Norrænir leikmenn Dundee Utd. — Til vinstri er Mogens Berg, danskur, í miðið or Svíinn
Fersson, margreyndur landsl iðsmaður, og til hægri er Daninn Dossing. — Mogens Berg
hefur ekki leikið að undanförnu vegna meiðsla.
Eitt bezta knattspyrnulið Skot-
iands væntanlegt í næstu viku
— í liðinu eru nokkrir kunnir Norðurlandaleikmenn
í NÆSTU viku er væntan-
legt til Reykjavíkur á vegum
Fram eitt bezta knattspyrnu-
lið Skotlands, Dundee Utd.
Skotarnir koma á þriðjudag
og leika fyrsta leik í förinni
á miðvikudag gegn gestgjöf
um sínum. Á föstudag leika
þeir gegn íslandsmeisturum
KR og þriðja og síðasta leik-
inn mánudaginn 6. júní gegn
úrvalsliði landsliðsnefndar.
í nýafstaðinni 1. deildar
keppni í Skotlandi lenti
Dundee Utd. í 5. sæti, en lengi
framan af keppninni var liðið
í öðru til þriðja sæti — Til
marks um styrkleika liðsins,
má geta þess, að í síðari leikn
um gegn Glasgow Rangers,
sem er skozkur bikarmeist-
ari, sigraði Dundee Utd. ör-
ugglega.
Dundee Utd. er eitt vin-
sælasta knattspyrnulið Skot-
lands í dag, og er það ekki
sízt að þakka hinum norrænu
leikmönnum liðsins, en fyrir
tilverknað þeirra hefur að-
sókn aukizt stórlega að leikj
um Dundee Utd. Um þessar
mundir eru þrír norrænir
leikmenn í liðinu, sænsku
landsliðsmennirnir Örjan Per
son og Lennart Wing og Dan
inn Finn Dössing, sem lék
með Viborg áður en hann
gerðist atvinnumaður í Skot-
landi. Svíarnir Örjan Per-
son og Lennart Wing eru í
hópi snjöllustu landsliðs-
manna Svíþjóðar, og telja
Svíar sig mega illa vera án
þeirra í landsleikjum, og t.d.
léku þeir báðir með sænska
landsliðinu, þegar það mætti
Englendingum síðast.
Að öðru leyti er liðið skip
fslandsmótið hefst
annan í hvítasunnu
23 félög og 1600 leikmenn taka þátt í
mótinu — Fyrsta skipti keppt í 3. deild —
3 landsleikir fara hér fram
KN ATTSP YRNU VERTÍÐIN
hefst fyrir alvöru nú um hvíta-
sunnuna en þá fara fyrstu leik-
irnir í íslandsmótinu fram. —
Fyrstu leikirnir í I. deild verða
á annan í hvítasunnu; á Laugar
dalsvelli og leika Þróttur og
ÍBA, dómari Hannes Þ. Sigurðs-
son og á Akranesi leika ÍA og
ÍBK, dómari Carl Bergmann.
Báðir leikirnir hefjast kl. 4. —
Þriðji leikurinn verður svo á
þriðjudag á Laugardalsvellinum
og leika þá Valur — KR, dóm-
ari Magnús Pétursson. Hefst sá
leikur kl. 20,30.
íslandsmótið í ár er tvímæla-
laust stærsta íþróttamótið, sem
hér hefur farið fram, en í því
taka þátt 23 félög og bandalög.
Mun láta nærri að í því verði
leiknir 250 leikir þar sem 1600
leikmenn koma fram. Hvert fé-
lag sendir frá 1—8 lið í keppn-
ina, íþróttabandalag Akraness og
jíþróttabandalag Keflavíkur
flest. Öll Reykjavíkurliðin, að
Víking undanskildum, senda sjö
lið til. mótsins.
Nú verður í fyrsta skipti keppt'
í þriðju deild, og senda fjögur
félög lið í hana. Þau eru U.M.F.
Selfoss, U.M.F. Ölfusinga, U.M.F.
Skallagrímur, Borgarnesi, og
U.M.F. Skagafjafðar. — Aðeins
U.M.F. Selfoss hefur tekið
þátt' í íslandsmóti áður. Þá
má einnig geta þess að knatt-
spyrnufélögin Vestri og Hörður
á ísafirði senda nú sitt hvort
liðið í mótið í yngstu flokkun-
um, en hafa áður sent sameigin
legt lið.
í I. deild leika 6 félög, eins og
verið hefur og hefst keppnin
30. maí, eins og fyrr er greint
frá, í 2. deild leika 9 félög og
hefst keppni þar 2. júní, í 3. deild
leika 4 félög og keppni hefst
3. júlí, x 2. flokki leika 12 félög
og hefst keppni 18. júní, í 3.
flokki leika 13 félög og hefst
Iceppni 18. júní, í 4. flokki leika
13 félög og hefst keppnin 4. júní,
í 5. flokki leika 13 félög og hefst
keppni 8. júní, í bikarkeppni
Meistaraflokks taka þátt 16 fé-
lög og senda samtals 24 lið og
hefst hún 16. júní og bikar-
keppni 2. flokks taka þátt sex
félög og hefst hún 6. ágúst.
Þrír landsleikir verða háðit
hér heima. Þann 4. júlí leikur
ísland, lið skipað leikmönnum
yngri en 24 ára, á móti Dan-
mörku, hinn 15. ágúst leikur ís-
land gegn áhugamannalandsliði
Wales og 18. september leikur
ísland gegn áhugamannaliði
Frakka. Karl Guðmundsson hef-
ur verið fenginn til þess að
þjálfa landsliðið. Þá munu ís-
lendingar taka þátt í Norður-
landameistaramóti unglinga í
knattspyrnu, sem haldið verður
í Noregi 7. júlí. Hefur Guðmund
ur Jónsson þjálfað piltana allt
frá áramótum.
Eins og sjá má á þessu, sem er
að framan talið, verður mikið
um að vera hjá knattspyrnu-
að Skotum, sem allir eru vel
þekktir í skozku knatt-
spyrnunni. Framkvæmda-
stjóri Dundee Utd. er Jerry
Kerr, og nýtur hann álits í
Skotlandi sem dugandi fram
kvæmdastjóri. Kerr hefur
látið þau orð falla, að eitt-
hvert snjallasta uppátæki
hans um ævina, hafi verið að
kaupa Norðurlandaleikmenn-
ina til Dundee Utd.
Nánar verður getið um lið
Dundee Utd. í blaðinu eftir
hvítasunnu.
mönnum í sumar, en auk þessa
sem KSÍ hefur með að gera hef
ur blaðið fregnað að búast megi
við erlendum heimsóknum og
þeim ekki af lakara taginu. T.d.
mun Fram eiga von á Dundee
United núna fyrst í júní, sem
leikur í fyrstu deildinni skozku
og Akranes mun eiga von á Nor
wich City, sem leikur í 2. deild
inni ensku.
Sveinnmeistora-
mót Rvíkur í dng
SVEINAMEISTARAMÓT Rvík-
ur 1966 fer fram á Melavellin-
um föstudaginn 27. maí og hefst
kl. 8 e.h.
Keppt verður í þessum grein-
um: 60 m hlaup, 80 m grindahl.,
300 m hlaup, 600 m hlaup, 4x100
m boðhlaup, kúluvarp, kringlu-
kast, sleggjukast, hástökk, lang-
stökk, stangarstökk.
6 fyrstu menn í hverri grein
fá verðlaun, en auk þess er, mót
ið stigakeppni milli Reykjavík-
urfélaganna og keppt um bikar,
sem er farandgripur.
Sveinar eru þeir, sem fæddir
eru 1950 og síðar.
Þátttakendur í mótinu eru
beðnir að mæta á Melavellin-
um kl. 7—7,30 keppnisdaginn, og
fer þá fram skráning þeirra til
keppninnar.